Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1987, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987. 15 Þjóðarsátt um hvað? „Hvaðan kom hugmyndin um verkamannabústaði?“ - Verkamannabú- staðir i Breiðholti II, Reykjavík Nú er nýlokið þingi VMSÍ og ég trúi að öllum verkalýðssinnum haíi létt þegar því lauk í sátt og samlyndi. Innan VMSÍ, sem er stærsta samband erfiðisfólks á landinu,' eru auðvitað hópar sem ekki hafa notið þess launaskriðs sem talað er um. Það er allt gott um það að segja ef hlutur fisk- vinnslufólks verður réttur, en þaö þarf einnig að hugsa um þaö fólk innan VMSÍ og utan þess sem alltaf situr eftir. Þau ágætu tíðindi bárust líka af verkamannaþingi að Karvel Pálmason var kosinn varaformað- ur VMSÍ. Ég hef unnið með Karvel síðan 1980 í miðstjórn ASÍ og mér hefur alltaf fundist hann mjög ein- lægur baráttumaður fyrir þá sem minnst mega sín. Og í komandi kjarasamningum mun mjög þurfa á því að halda að gleyma þeim ekki. Skattalækkanir eru ágætar fyrir þá sem hafa góðar tekjur en koma þeim tekjulágu að litlu gagni. Spurningin er: Ætlar verkalýðs- hreyfingin enn að gleyma þeim sem eru með slík sultarlaun að þeir geta ekki framfleytt sér af 8 stunda vinnudegi? Það er afar ómann- eskjuleg aðferð og niðurlægjandi fyrir fólk að meta vinnuframlag þess svo lítils. Ef atvinnurekendur - þar með taldir opinberir aðilar - KjaHaiinn Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir alþingismaður fyrir Borgaraflokkinn eru svo illa staddir að þeir geta ekki greitt sínu fólki laun ber þeim að leita sér aðstoðar ríkisvaldsins. Afkomutrygging í gegnum skattinn gæti verið lausn og til þess mætti nota auknar skatttekjur ríkissjóðs. Eitthvað hef ég heyrt það úr Garðastrætinu að erfitt sé að finna lægst launuðu hópana. Ég á auð- velt með aö trúa því. Þeir eru vanir að vera utan dyra hjá kjararann- sóknanefnd og koma því aldrei inn í meðaltalið. Ég get aldrei sætt mig við að verkalýðshreyfingin semji um matarskattinn. Þingmeirihluti get- ur vissulega samþykkt hann en ég trúi því ekki fyrr en ég sé það að hann komi inn í kjarasamninga í einhverri mynd. Húsnæðismálafrumvarpið hefur gengið yfir með gný og stjórnar- þingmenn hafa látið ófriðlega um það. Við hin höfum lítið komist að til að segja okkar álit. Ég er sann- færð um að venjulegt launafólk er sammála því að þeir sem eru að kaupa í fyrsta sinn hafi forgang til húsnæðislána og einnig að þeir sem eiga fleiri en eina íbúð sitji eftir. Við hitt kannast ég ekki að ASÍ hafi ekki tekiö málstað þeirra tekjulægri í húsnæðismálum. Hvaðan kom hugmyndin um verkamannabústaði? Eru það ekki samtök erfiðsimanna sem hafa bar- ist fyrir og fiármagnað félagslega íbðúðakerfið? Mér finnst alveg nauðsynlegt að gott samstarf sé á milli félagsmálaráðherra og verka- lýðshreyfingarinnar. Ég vona að svo verði í framtíöinni þó einhver snurða hafi hlaupið á þráðinn í bili. En þessi grein átti fyrst og fremst að vera um þjóðarsátt. - Ég sé bara ekki grilla í neina þjóðarsátt. Mér heyrist sunginn sami söngurinn og venja er þegar líður að samningum: Laun mega ekki hækka, þá sekkur þjóðarskútan fyrir fullt og allt. Samt hækka laun. Við erum með tekjuhæstu þjóðum. Laun hækka bara ekki á réttum enda og við kunnum ekki enn að skammast okkar fyrir lágu launin og vinnu- þrælkunina. Launabilið er alltaf að vaxa og þeir sem hafa það betra semja fyrir hina. Á meðan svo er verður ekki sam- in sátt. „Sanngirni er sáttamóðir." Það er hvorki sanngirni né réttlæti í því hvernig farið er með erfiðis- fólk á íslandi í dag. Það þurfa menn að skilja áður en þeir setjast niður og semja. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir ,, Afkomutry gging í gegnum skattinn gæti verið lausn og til þess mætti nota auknar skatttekjur ríkissjóðs.“ Tryggjum kaupmattinn Kalt vatn rennur milli skinns og hörunds íslendingum þegar fiöl- miðlarnir birta fregnir af möguleg- um stórframkvæmdum á orkusviðinu. Forstjóri Landsvirkj- unar hefur líka tekið af allan vafa um að þetta sé aðeins hugarfóstur manna úti í heimi og eigi lítið skylt við þann raunveruleika sem gildir hér á landi í fiárfestingaráformum á orkusviðinu. Hugarfóstur er- lendra manna og atburðir í orkumálunum erlendis hafa þó reynst íslensku þjóðarbúi ákaflega dýr. Með olíuverðshækkununum á heimsmarkaði í byijun sjöunda áratugarins var rokið í Kröflu- virkjun og nauösynin þótti svo brýn að ekkert var skeytt um þótt virkjunin reyndist vera við virkt eldfiall. Sumir helstu vísindamenn þjóð- arinnar á jarðfræði-, jarðeðlis- fræði- og eldfiallasviðum mótmæltu þessari framkvæmd op- inberlega, með tilliti til atburða- rásarinnar, en óðagotið var svo algert að ekkert var skeytt um ráð- leggingar okkar færustu manna. Þess vegna rennur íslensku þjóð- inni kalt vatn milli skinns og hörunds þegar einhverjir útlend- ingar í bjartsýniskasti líta á ísland sem orkuforðabúr Evrópu. Tvíbentar orkuframkvæmdir Það nálgast sjálfsagt þráhyggju, að mati einhverra, að minna enn einu sinni á þá staðreynd að um helmingurinn af 80 milljarða þjóð- arskuld okkar er vegna orkufram- kvæmda og þar af eru um tíu milljarðar fallnir á ríkið sem ger- samlega afskrifuð vonlaus fram- kvæmd sem lendir alfariö á þjóðinni að borga. í hita leiksins höfum við svo greitt allt að helm- ingi hærra verð fyrir rafmagnið okkar frá fossaflinu en t.d. Danir sem hafa ekkert annað en innflutta olíu, kol og mó til þess að framleiða rafmagn ásamt lítils háttar nýtingu vindorku. KjáUarinn Guðlaugur Tryggvi Karlsson hagfræöingur Orkuframkvæmdirnar auka stritið Svo rækilega hefur ýmsum öflum hér á landi tekist að afleiða orku- framkvæmdirnar að hugsjónum aldamótamannanna, sem sáu strit- andi vélar og fossaflið færa ís- lensku þjóðinni gæfu og þrótt, hefur gersamlega verið snúið upp í öndverðu sína. Nú hamast sjó- mennirnir okkar, fiskverkunar- fólk, flugstjórarnir og mennirnir í kerskálanum í Straumsvík, þ.e.a.s. allir sem starfa við útflutnings- framleiðslu hér á landi, skapa hinn mikilvæga gjaldeyri fyrir þjóðar- búið - viö að greiða fiárfestingar- mistökin. Þrátt fyrir fiögurra milljarða afgang af vöruskiptum okkar við útlönd er samt rúmur milljarðs halli á viðskiptajöfnuði vegna vaxtanna einberra af þess- um framkvæmdum, að slepptum höfuðstólnum sem auðvitað þarf líka að borga. Þessi gjaldeyrir rennur ekki til þess að borga nein- um kaup, hann er tapað fé. Eins og sjómennirnir okkar og fiskverk- unarfólk þræli ekki nóg. „Hættuspil á norðurslóðum hf.“ Það skemmtilega samt við þessar fréttir frá North Venture etc... fyr- irtækinu, sem mætti kannski kalla Hættuspil á norðurslóðum hf., er að það bendir áþá staðreynd, þrátt fyrir allt, að Island er ákaflega orkuríkt land sem auðvitað getur verið mjög mikilvægt í heimi þar sem orkan er dýr og kjarnorku- framleiðsla býr við vaxandi and- stöðu vegna erfiðleika að koma úrgangi frá sér og slysahættu, sbr. Tsérnóbíl. Þessi veruleiki getur auðvitað einhvern tíma gagnast ís- lenskum efnahag. Þá verðum við bara að standa að málum eins og menn, ekki eins og þekkingar- snauðir ævintýramenn. Gífurleg orka Fyrst og fremst er litið til fossafls okkar með umræddar fram- kvæmdir. Þó er haft eftir Alexand- er G. Copson, forstjóra þessa Hættuspils á norðurslóðum, að við íslendingar búum á sjóðandi gufu- katli. Þar á hann við þá gífurlegu orku sem bundin er í hitaveitu- tæku vatni hér á landi, sem og háhitasvæðunum. Þannig er áætl- að að Torfajökuls- og Reykjadala- svæði eitt sé upp á 5.000 megavatta orku eða samsvarandi 25 Búrfells- virkjunum fullvirkjaö. Svona svæði á landinu eru auðvitað mörg þótt misorkurík séu. Líklega hefur enginn nálgast orkutöluna saman- lagt, enda kostar það rándýrar rannsóknir. Hvað býr t.d. undir Kverkfiöllum, Kerlingarfiöllum eða Reykjanesi í þessum efnum? Ljúft er að láta sig dreyma Stórvirkjanir hafa ýmsar hag- stæðar hhðarverkanir í fór með sér fyrir íbúa þeirra svæða sem í ná- grenninu eru. T.d. hefur ahtaf verið gert ráð fyrir því að stórvirkj- un á Torfajökulssvæðinu hefði í fór með sér stóriðnað á Suðurlandi. Þá kæmi loksins til hafnargerðar á hinni 400 km hafnlausu strönd frá Þorlákshöfn til Hafnar í Homa- firði. Kannski fengju Sunnlending- ar þá rafmagn á sambærilegu verði og Reykvíkingar, enda kemur orka öll úr héraðinu, svo ekki sé minnst á það að þeir fái rafmagn á sam- bærilegu verði og Kaupmanna- hafnarbúar sem flytja þó inn alla olíuna til orkuframleiðslunnar. Að sjálfsögðu hafa svona hug- renningar ekkert praktískt gildi þótt þær séu skemmtilegar. Hin ömurlega staðreynd, sem blasir við einmitt núna úr orkubúskap ís- lendinga, er hörmulegri en svo að nokkur vilji láta orða sig við hana. Fiskverkunarfólki er t.d. þrælað út á allt of lágu kaupi til þess að hægt sé að borga fiárfestingarmis- tökin í orkubúskap landsmanna. Allt veltur á verkalýðshreyfingunni Af innlendum viðburðum öðrum ber hæst þá staðföstu stefnu ríkis- sfiórnarinnar að ná verðbólgunni niður og losa þannig landslýð við gengisfellingu, óöaverðbólgu, vaxtasprengingu og minnkandi þjóðartekjur. Ríkissfiórnin berst um hart og veit það auðvitað jafn- vel og hún - fmnur fyrir því að verkalýðshreyfingin ræður þarna öllu um leikslokin. íslendingar hafa oft getað hrósað sér af því í gegnum sögu skipulagðrar verka- lýðshreyfmgar í landinu að þar hafa frábærir menn valist til for- ustu, menn sem bæði hafa til að bera vitsmuni og atgjörvi til að sjá vel borgið hagsmunum verkalýðs- hreyfmgarinnar, sem og þjóðarinn- ar allrar. Þetta er gæfa verkalýðs- hreyfingarinnar og íslensku þjóðarinnar. Með kosningu Kar- vels Pálmasonar sem varafor- manns Verkamannasambandsins er enn eitt skref stigið á braut þess- arar faglegu og farsælu verkalýðs- baráttu - andi Karls Steinars Guðnasonar tryggður þar áfram. Upphlaup og hávaði þjóna engra hagsmunum þótt einhverjir haldi kannski að til séu þeir íslendingar sem álíti slíka þá menn sem blakti. Þjóðin treystir Jóni Baldvini og Jóni Sig. Þjóðin væntir þess nú að verka- lýðshreyfmgin taki enn einu sinni faglega á málum sínum og þjóðar- innar. Ekki einn einasti verkamað- ur eða verkakona trúir því að efnahagstillögur manna á borð við Jón Baldvin Hannibalsson, sem al- inn er upp í verkalýðshreyfmgunni og verkalýðsbaráttu, eða Jón Sig- urðsson, sem manna besta yfirsýn hefur yfir íslensk og alþjóðleg efna- hagsmál, séu ekki í anda hagsmuna þeirra sem skapa verðmætin fyrir íslenskt þjóðarbú. Verðbólgan er óvinur verkamannsins og launþeg- ans númer eitt. Ekkert hagsmuna- mál verkalýðshreyfingarinnar er stærra en einmitt það að koma verðbólgunni fyrir kattarnef. Menn geta haft einhverjar tilfinn- ingar til uppnefna á sfiórnsýsluað- gerðum, eins og svokallaðs matarskatts, en samt blasir við að undanþágulaus sölu- eða virðis- aukaskattur er forsendan fyrir bættu skattakerfi. Það stöðvar hall- ann á ríkisbúskapnum og verð- bólguna. Þjóðin væntir þess öll nú að verkalýðshreyfmgin semji rétt svo viðhalda megi hinum góða kaupmætti í landinu. Guðlaugur Tryggvi Karlsson „Verðbólgan er óvinur verkamannsins og launþegans númer eitt.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.