Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1987, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987. 19 íþróttir r i i i i i i i i i i i i i i i i i L Óli Þóróar áfram í ÍA! ffM\a vega eitt ár enn,“ segir Ólafur Þórðarson „Ég hef tekið ákvörðun í mínum málum og ætla að leika með Akur- nesingum næsta sumar, aila vega eitt ár enn,“ sagði knattspymu- maðurinn Ölafur Þórðarson frá Akranesi í samtaii við DV í gær- kvöldi. „Mér leist ágætlega á aðstæður hjá liðum í Svíþjóð þar sem ég var á dögunum en ég tel skynsamlegra að bíða í eitt ár enn. Ég er enn mjög ungur og ætla að hugsa minn gang eftir næsta keppnistímabil hér heima. Ég stefni hins vegar að því að leika erlendis og fara utan næsta haust eða næsta vetur,“ sagði Ólafur. • Skagamenn geta glaðst yfir því að halda í baráttujaxlinn mikla, Ólaf Þórðarson, sem lék mjög vel á síðasta keppnistímabili og þá sér- staklega með íslenska landsliðinu. Um tíma leit út fyrir að Ólafur færi með Guðjóni Þórðarsyni til Akur- eyrar og léki með KA næsta sumar en að sögn Ólafs komst aldrei nein alvara í það mál. -SK • Ólafur Þórðarson, landsliðsmaður i knattspymu, leikur áfram með Skagamönnum næsta sumar. • Englendingar fagna marki John Barnes gegn Júgóslövum i gærkvöldi. Frá vinstri: Gary Lineker, Terry Butcher, John Barnes og Tony Adams en hann skoraði eitt markanna. Simamynd/Reuter Evrópukeppnin í knattspymu: Englendingar fóru á kostum er þeir unnu Júgóslava, 4-1 Englendingar, Danir og írar tryggðu sér í gærkvöldi þátttökurétt í úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fer næsta sumar í Vestur-Þýskalandi. Fyrir höfðu Sovétmenn og Hollendingar tryggt sér rétt. Eglendingar báru sigurorð af Júgó- slövum í 4. riðli í Belgrad. Englend- ingar léku frábæra knattspyrnu og sigruðu örugglega, 4-1. England skoraði öll mörkin á fyrstu 25 mínút- um leiksins og voru þar að verki John Barnes, Tony Adams, Peter Beardsley og Bryan Robson. Júgó- slavar áttu ekkert svar við stórleik Englendinga en þeim tókst aðeins að klóra í bakkann með marki undir lok leiksins. England hlaut 11 stig í riölinum úr sex leikjum. Markatala liðsins var 19-1, hreint frábær árangur. • Tékkar sigruðu Wales, 2-0, í Prag og þar meö komust Danir í úr- slitakeppnina. Ef Wales hefði sigrað hefðu þeir komist áfram en Danir setið heima með sért ennið. Svo mik- ill var áhugi Dana fyrir leiknum að honum var sjónvarpað beint til Dan- merkur. • Skotar sigruðu öllum á óvart Búlgari í Sofia, 0-1. Það var Hearts leikmaðurinn Gary McKay sem skoraði eina mark leiksins þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Hann kom inn á sem varamaður. írar treystu á Skota í þessum leik og komust þannig í úrslitakeppnina. Jafntefli heíði ekki nægt írum. • í öðrum leikjum í gærkvöldi sigruðu Belgar lið Lúxemborgara, 3-0, í Briissel. Norður-írar sigruðu Tyrki í Belfast, 1-0, með marki Jimmy Qu- inn. Pólveijar sigruðu síðan Kýp- urbúa, 0-1, í Limasol. Þessir leikir höfðu enga þýðingu fyrir þjóðirnar hvað möguleika snerti til að komast í úrshtakeppnina. -JKS • Gary McKay skorar sígurmark Skota gegn Búlgariu i gærkvöldi. Mark sem tryggði irum farseðilinn í úrslitin í V-Þýskalandi. Simamynd/Reuter Olympiakos vildi taka Lárus á leigu þjátfari Kaiserslautem var rekinn og tveir markmenn „Gríska liðið Olympiakos vildi leigja mig út keppnistímabilið í Grikklandi en ég ákvað að slá ekki til. Það er alltof mikið rask að flytja með fjölskylduna héðan frá Vestur- Þýskalandi til Grikklands fyrir fimm til sex mánuði,“ sagði landsliðsmað- urinn Lárus Guðmundsson í samtali við DV í gærkvöldi. Enn er allt í eymd og volæöi hjá Kaiserslautem, liði Lárusar í Þýska- landi. Forseti félagsins er nánast genginn af göflunum og í gær rak hann þjálfara félagsins, Hannes Bonngartz. „Forsetinn er búinn að fá svo til alla leikmenn liösins upp á móti sér. Það er mikill urgur í mönn- um. Hann talar ekki við leikmenn en sendir þeim tóninn í gegnum blað- ið Bild og eys skít yfir leikmenn á síðum blaðsins. Hann sagði á dögun- um aö þjálfari liösins gæti sagt upp ef hann vildi en þegar þjálfarinn lýsti því yfir að hann myndi starfa áfram rak hann hann. tíann réð þjálfara áhugamannaliðs Kaiserslautem og mun stjórna honum algerlega. Það eru því engar breytingar í sjón- rnáli," sagði Láms í gærkvöldi. - Hefur þú áhuga á að fara frá félag- inu? „Auövitað langar mann alltaf til að spila og þaö er mikil tilbreyting í því fyrir mig að leika ekki um hverja helgi. Ég er samningsbundinn við félagið til 1989 og ef þeir hafa áhuga á því að losna við mig þá verða þeir að borga fyrir mig hvort sem þeim líkar betur eöa verr,“ sagði Láms Guðmundsson. -SK Hughes Ték í tveimur löndum á I síðari hálfleik í leik Bayern og Gladbach r gærkvöldl. Skömmu áður lék hann með Wales gegn Tékkóslóvakíu. Simamynd/Reuter MOnchen. Þar var Bayem að leika gegn Gladbach í 16-liða úrshtum bikarkeppninnar og Hughes kom inn á í síðari hálfleik viö mikinn fögnuö áhorfenda. Við komu hans færðist mikið fjör í sóknarleik Bay- em sem sigraöl, 3-2, eftir frara- lengdan leik. Hughes var því á ferö og flugl í gær og lék í tveimur lönd- um. -SK landsiiðsmaöurinn í knattspyrnu, Mark Hughes, haföi í nógu aö snúast í gær. Hann var í liöi Wales sem lék gegn Tékkum í Prag og strax aö þeim leik loknum hélt hann út á flugvöll þar sem Uh Höness, frarakvæmdastjóri Bayem Múnchen, beið eftir honum í einka- þotu og ferðinni var heitiö til Sguiðux Bjoxnason, DV, ÞýskaJandi: H4FÐU HEMIL A ÞER ®] Stilling Skeifunni 11,108 Reykjavík ^ Símar 31340 & 689340 Hjá okkur færö þú „original" hemlahluti í allar tegundir bifreiða. - Og það á sérlega góðu verði. I 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.