Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1987, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 12. NÖVEMBER 1987. Neytendur dv Pillur eru ekki allra meina bót Ofneysla verkjalyfja Dauf verkjalyf hafa oröið mikil neysluvara á síðustu áratugum. Þetta á sumpart rót sína að rekja til fáfraeði um hliðarverkanir þesaara lyfja, en ekki hvað síst til fáfræði um orsakir ýmissa kvilla, svo sem höfuð- verkjar. Vegna þessarar vanþekk- ingar veit almenningur ekki hvaða ráðstafanir er hægt að gera til að losna við t.d. höfuðverk. Viðleitnin til að stemma stigu við sársauka hefur verið eitt af mark- miðum mannsins aUt frá upphafi vega. Á okkar dögum hefur þessi við- leitni leitt til algerrar ofneyslu á ýmsum deyfi- og verkjalyfjum í veik- ari kantinum. Þekktasta dæmið um þessa ofneyslu er aspirínið. Bara í Bandaríkjunum er framleiðsla og sala á þessu lyfi stór iðnaður sem veltir um 400 milljónum dala á ári hverju. Veikari verkjalyf eru yfirleitt not- uð gegn smákvillum eins og höfuð-, tíða- og ýmiss konar yfirborðsverkj- um, t.d. vegna sára. Þessi lyf eru morfinlyf, salisýlsýrulyf og fenasón- lyf auk koffeins og paracetamols. Aukaverkanir Eins og áður segir veit fólk yfirleitt lítið um aukaverkanir þessara lyfja, sérstaklega hér á landi þar sem allar upplýsingar þar að lútandi eru fjar- lægðar. Að íjarlægja þessar upplýs- ingar er raunar fáheyrð ósvífni og óskiljanlegt að Landlæknisembættið skuli líða slíkt þar sem aukaverkanir ýmissa lyfja eru talsverðar og fer best á þvi að fólki séu þær ljósar. Hér á eftir verður því gerö grein fyr- ir aukaverkunum ýmissa algengustu verkjalyfjanna. Kódeín Kódeín er eitt af algengustu verkja- lyfjum hér á landi. Þaö er í hópi morfínlyfja og líkist raunar morfini, þó mun minni hætta sé á því að fólk veröi lyfinu háð. Lyfið er gefið gegn sársauka af ýmsu tagi og er róandi um leið. Það slær einnig á hósta. Lyfið er það sterkt að stjómendur ökutækja ættu að láta akstur eiga sig meðan á verkan þess stendur. Auka- verkanir eru hægðatregða, sljóleiki, uppköst, auk þess sem hætta er á því aö einhveijir hafi ofnæmi fyrir lyf- inu. Magnýl og aspirín Magnýl og aspirín eru í hópi sali- sýlsýrulyfja. Þau em mest notaði lyfjaflokkur í heiminum, þrátt fyrir talsverðar aukaverkanir. Þau em gefin við öllum minni háttar verkj- um, svo sem höfuðverk, tíðaverkj- um, tannpínu, vöðvaverkjum og beinverkjum. Lyf í þessum flokki em einnig hitalækkandi og slá á bólgur sem ekki em af völdum sýkingar. Lyfin lengja einnig blæðingartímann með því að koma í veg fyrir að blóð- flögurnar safnist saman og storkni. Um aukaverkanir þessara lyfia segir í Lyfiabókinni: Við venjulega skömmtun geta komið fram aukaverkanir eins og þrýstingur ofarlega í maganum, ógleði, uppköst, niðurgangur og magablæðingar. Sé efnið tekiö í lang- an tíma er það ein algengasta orsök magasárs. I einstaka tilfellum getur ofnæmi komiö fram sem útbrot, punktlaga blæðingar, ofsakláði (urticaria) eða asmakast. Stærri skammtar geta valdið eitr- unareinkennum eins og höfuðverk, svima, suði fyrir eymm, minnkaðri heym, þokukenndri sjón, sljóleika sem eykst og leiðir til meðvitundar- leysis, uppköstum, hröðum og djúpum andardrætti, rauðri og sveittri húö. Einnig geta orðið breyt- ingar á samsetningu blóðsins og hormónajafnvæginu, blóðsykurs- lækkun og áhrif á nýmavefinn. Eitranir em oft alvarlegar og erfiö- ar í meðferð. Dauðsfóll vegna misnotkunar og eitrunar af sahsýl- sýrulyfium þekkjast hér á landi. TÍlvitnun lýkur. Svo mörg vom þau orð um algeng- asta læknislyf í heiminum. Kódímagnýl Þetta er blanda tveggja lyfia, ko- deíns og magnýl. Það er gefið við höfuð- og tíðaverkjum, tannpínu og öðrum líkum verkjum. Þar sem þetta er blanda tveggja lyfia þá hefur það aukaverkanir þeirra beggja. Það hefur þó lengi verið Ijóst að lyf í þessum flokkum em ekki gaUalaus og því hefur annað lyf mtt sér leið inn á markaðinn hin síðari ár. Þaö er lyfið paracetamol (Panodil), af mörgum taliö undralyf í fyrstu. Paracetamol (Panodil) Paracetamol hefur náð mikilh út- breiðslu á síðari árum. Það er notað í sama thgangi og magnýl en hefur ekki jafn gífurlegar aukaverkanir. Það hefur því þótt henta að gefa það smábömum. Paracetamol hefur þau áhrif að myndun prostaglandína hægist. Prostaglandín em fitusýrur sem myndast í frumum líkamans og eru þau líffræðilega nyög virk. Við það að myndun þeirra hægist minnkar næmi verkjaboða líkamans og sárs- aukatilfinning minnkar. Paraceta- mol er einnig hitalækkandi. Aukaverkanir Lyfiö er tahð að mestu án auka- verkana ef það er tekið í venjulegum skömmtum. Ef lyfið er notað í langan tíma geta þó komið fram nýma- skemmdir og séu skammtamir of stórir getur lyfið valdiö lifrar- skemmdum og leitt til gulu. Orsakir höfuðverkjar Þessi rosalega ofneysla verkjalyfia kemur til af því að fólk þekkir ekki orsakir höfuðverkjar og kann því ekki að komast fyrir hann. Einnig er mörgum óljóst aö þrálátur höfuð- verkur er oft einkenni alvarlegra sjúkdóma, eins og t.d. of hás blóð- þrýstings. í þeim tilfehum er lausnin að sjálfsögðu fólgin í því að fara til læknis en ekki að bryðja magnýl. í öhu falli er nauðsynlegt að komast að því hvað veldur verknum, lausnin er ekki fólgin í því að gleypa töflur sem geta verið mjög skaðlegar þegar th langs tíma er htið. Útvíkkun æða Ein algeng orsök höfuðverkjar er of mikh úvíkkun þeirra æða sem flytja heilanum blóð. Slagæðamar þrýsta þá á taugar og valda sársauka sem líkur er slætti. Þessi verkur virðist koma innan úr höfðinu, þó að í rauninni eigi hann upptök sín í enni eða gagnaugum. Vöðvasamdráttur Samdráttur og herpingur vöðva í höfði og hálsi er einnig algeng orsök höfuðverkjar. Orsökin að þessum verk liggur oft í spennu og stressi, nokkuð sem algengt er í daglegu lífi margra. Þetta getur einnig komið fyrir hjá fólki sem vinnur viö slæma lýsingu eða í vitlausum vinnusteh- ingum. Augnþreyta Þreyta í augum er mjög algeng or- sök þráláts höfuðverkjar og er því nauðsynlegt að gæta vel að sjón og vinna við rétt birtuskhyrði. Uppsöfnun eiturefna Uppsöfnun eiturefna í líkamanum, vegna þess að nýrun hafa ekki undan að hreinsa þau út, er önnur orsök höfuðverkjar. Algeng orsök þessarar uppsöfnunar er flensa eða kvef. En ofneysla áfengis er ekki síður algeng- ur skaðvaldur. Eins og sést á framangreindu em það oftar en ekki ytri aðstæður sem valda höfuðverk. Það er því oftast nóg að breyta hthlega um lífshætti og höfuðverkurinn hverfur fijótlega. Það gerir hann hins vegar aldrei með verkjalyfium heldur nægja þau að- eins til að slá á hann um stundarsak- ir. Losnið við höfuðverkinn Til að losna við höfuðverk em th náttúrlegar aðferðir sem eru ekki síður áhrifaríkar en verkjalyfin og ekki eins skaðleg fyrir líkamsstarf- semina. Sú einfaldasta þeirra er hvhd. Að leggja sig í dimmu herbergi í algerri þögn hefur reynst mörgum vel. Og ef verkurinn er sérstaklega mikih er gamh íspokinn nauðsynleg- ur. Th að vinna bug á verkjum vegna vöðvaspennu er nauðsynlegt að koma sér upp einhvers konar slök- unartækni. Þó má ekki gleyma því að góður svefn er það mikhvægasta. Nudd er einnig áhrifarík aðferð th að slaka á vöðvasamdrætti, svo og heit böð. Hin síöari ár hefur einnig framboð á ahs kyns grösum aukist mjög. Seyði og bakstrar úr ýmsum þeirra em einxúg árangursrík aðferð til slökunar. Upplýsingar um verkan þeirra er hægt að fá á útsölustöðum þeirra. -PLP Verkjapillur eru ekki síður vinsæl neysluvara hér á landi en annars staðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.