Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1987, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987. 13 Heimilisbókhaldið í september - 5.549 krónur á mann í mat Þá kemur hér yflrlit yfir sept- embermánuð. Það hefur aukist talsvert að fólk haldi heimilisbók- hald enda gefst það vel. Við fengum því nokkuð mikið af upplýsinga- seðlum senda þrátt fyrir að okkur heföi láðst að birta tölur ágústmán- aðar. Meðaltalskostnaður á mann í matvæh og hreinlætisvörur eru kr. 5.549. Þefta kann sumum að hljóma ótrúlega lágt en meðal þeirra sem senda inn upplýsingaseðla er fólk sem auðsýnir ýtrustu spameytni í hvívetna og veltir fyrir sér hverri krónu. Þannig eru þeir lægstu með kr. 3.066,50 á mann sem hlýtur að teljast furðu lágt. En þetta er sem sé hægt ef keypt er inn með varúð. í janúar síðastliönum var meðal- talskostnaðurinn kr. 4.518 krónur á mann. Síðan hefur því rekstrar- kostnaður hækkað um rúmar þúsund krónur, eða 22,8%. Þetta samsvarar því að verðbólga sé um 30,4% miðað við heilt ár. Þessi hækkun er því í samræmi við opin- berar tölur um verðbólgu hér á landi. Meðaltal matarkostnaðar á mann ætti samkvæmt þessu að vera orð- inn um 5.900 krónur í árslok. Það kemur í ljós. Þeir sem koma út lægstir í heimil- isbókhaldi DV eru oft bammargar fjölskyldur. Það segir sig sjálft að þegar fimm manns era í heimili fer minna til spillis og matarkostnaður verður mun lægri á mann heldur en þar sem einn eða tveir em í heimili. Þetta á þó ekki við um þá sem lægstir vora en þar eru aðeins tveir í heimih. Hæstu tölumar í bókhaldinu eru kr. 7.746 á mann. Þar er greinilega ekki sama nýtnin og hjá hinum en þó greinilega ekki neinn óþarfi á ferðinni. -PLP Margir þeir sem taka þátt i heimilisbókhaldinu reyna að spara sem mest. Ein góð leið til sparnaðar er að hætta að neyta kjöts og taka þess i stað til sín eggjahvítuefni úr baunum. Þær eru mun ódýrari auk þess sem þær gefa ekki kólesteról. Heillaráö Blöð í plasti Færð þú blöð og tímarit í plast- pökkum? Geymdu þá plastið, það er gott að nota það til að frysta í græn- meti. Bílaþvottur Leiður á að þvo bílinn? Láttu hann þá standa úti í rigningu og þurrkaðu hann vel með baðhandkæði. Þetta tekur örfáar mínútur og bhhnn htur út eins og hann hafi verið þveginn á þvottastöð. Ráð til að opna krukkur Allir kannast við það hvað erfitt getur verið að ná lokinu af sultukrukkunni. Prófið að láta heitt vatn renna yfir lokið í smástund. Þurrkið síðan vel og þá verður auð- velt að skrúfa lokið af. Blettir frá kúlupenna Ef kúlupenninn hefur sett bletti í fótin er hægt að ná þeim burt með hárlakki. Úðið lakkinu yfir blettinn og látið þoma. Síðan er flíkin þvegin. Þetta gengur yfirleitt í fyrstu tilraun. Bleiunælur Ef að bamiö notar taubleiu getur verið að erfitt sé að koma nælunni í hana. Til að hún smjúgi betur inn er gott að stinga nælunni í sápu- stykki. Þá á hún að renna inn. Raddir neytenda Kæra neytendasíða. Þá er ég komin á klakann aftur frá Grikklandi. Ráðstefna EAPS, Evrópusamtaka ritara, heppnaðist mjög vel. Þama mættu 320 ritarar frá 14 löndum. Þar af vomm við 13 frá íslandi og vakti það athygli vegna höfðatölu landsmanna, fjar- lægðar og einnig að við erum 50 meðhmir hér í Samtökum ritara. Sem viðmiðun komu aðeins 27 frá Bretlandi samkvæmt nafnahsta. Grísku ritaramir tóku mjög vel á móti okkur, með gjöfum, sýndu okkur vinnustað eins ritarans, sem var mjög fróðlegt, og síðan var okk- ur boðinn gómsætur grískur matur og grískt hvítvín með. Við fengum fleiri gjafir og minjagripi frá þeim og það kom mér mjög á óvart. Þær voru með okkur í fimm daga og slógu hvergi af. Ég held að það hafi verið almenn ánægja hjá okk- ur með þessa ráðstefnu. í fyrra var ráðstefnan haldin hér á landi og tókst rpjög vel, góð skipulagning og fróðleg hópvinna meðal annars. En þá er komið að þessu óhjá- kvæmilega hjá mér. Skattamir kr. 21.795. Hóplíftryggingin hjá mér kr. 437. DV og Morgunblaðið kr. 1.100. Happdrætti og gíróseðlar kr. 5.300. Skuldabréf kr. 7.779. Bensín kr. 950. Farmiðar, hótel og gjaldeyrir kr. 220.330 fyrir okkur bæði svo að „annar kostnaður“ hækkar vem- lega... Það er mikih munur á verði í fríhöfninni. Samt olh úrval á vör- um í Aþenu mér vonbrigðum. Mig langar í lokin að segja að mér finnst DV orðið mjög gott fréttablaö, erlendu fréttimar ekki síður en þær innlendu og neyt- endasíðan fróðleg. Þakkir fyrir laugardagspistla Eherts B. Schram sem em sumir eins og talaðir út úr mínu hjarta. Hins vegar er gamli góði Mogginn orðinn htið annað en auglýsingar og minningargreinar sem em ekki beinhnis upplífgandi. Með haustkveðju, Ingibjörg J. Helgadóttir KVIKMYN GERÐAR- MENNI SJÓNVARPIÐ INNLEND DAG- SKRÁRGERÐARDEILD ÓSKAR EFT/R T/LBOÐUM í GERÐ KVÍKMYNDA ÆTLAÐA YNGSTUÁHORFENDUM. MYND/N ER HLUTI AF SAMNORRÆNUM MYNDAFLOKKI, ÞARSEM HVER KV/KMYND ER SJÁLFSTÆTT VERK OG VERÐUR SÝNDÁ ÖLLUM NORÐURLÖNDUNUM. LENGD MYNDAR/NNAR ÞARFAÐ VERA UM 20 MÍNÚTUR. / ÚTBOÐ/NU FELST ENDANIEGUR KOSTNAÐUR V/Ð GERÐ MYNDAR/NNAR ÁSAMT HANDR/T/ SEM VERKTAK/ VELUR SJÁLFUR. T/LBOÐUM ÞARFAÐ SK/IA T/L SJÓNVARPS/NS FYR/R 1. JANÚAR 1988. KV/KMYND/N AFHENDIST FULLBÚ/N E/G/ SÍÐAR EN1. DESEMBER 1988. NÁNAR/ UPPLÝS/NGAR VE/T/R DAG , . „ . „ _____ SKRÁRFULLTRÚ/BARNAEFN/S. ^ ' f/1Jf ÁÁrl-LÆ SJÓNVARP/NU/AUGAVEG/176 106 REYKJAVÍK SÍMt 38800 ÆM f. ucocmdck iyoo. TIRDAG- ^ . v 76 i*IIV RIKISUTVARPIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.