Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1987, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1987, Blaðsíða 36
_______ Sviðsljós FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987. DV Ölyginn sagði... Linda Evans hin fagra 44 ára stjarna úr Dyn- asty myndaflokknum, er enn að reyna að eignast barn. Hún segir að það sé enn mögulegt, þrátt fyrir háan aldur, úr því Ursulu Andress tókst það á sama aldri. Linda Evans hefur leitað hjálpar hjá Shirley MacLaine. Shirley sagði Lindu að vilji og hugsun væri það eina sem til þyrfti og lagði fyrir hana jógaæfingar til þess að ■ rná árangri. Nú situr Linda alla daga með krosslagða fætur og þylur jógarímur en það dugir nú sjálfsagt ekki eitt sér til. Annie Lennox söngkonan úr dúettnum Eur- ythmics, sakar poppheiminn um ósanngjarna afstöðu til kvenna. Með örfáum undan- tekningum þarf söngkona ávallt að vera einhvers konar kyntákn, segir Annie. Þessa .ímynd vildi ég forðast og þess vegna ákvað ég að klæða mig öðruvísi en sem kyntákn á svið- inu. Þess vegna eru föt mín karlmannleg og jafnvel frá- hrindandi til þess að ég verði dæmd fyrir hæfileika en ekki útlit. Klæðnaður minn túlkar því ekki mína eigin ímynd. Eðvarð prins reyndi fyrir sér í konunglega sjóhernum breska en var látinn hætta. Nú er búið að Ijóstra upp ástæðunni í bresku pressunni. Hann þóttist allt of fínn til þess að vinna þau störf sem ætlast var til af sjóhermönnum og var sífellt að minna menn á að hann væri af konunglegum ættum. Hann varð aldrei jafn- ingi piltanna í hernum enda þoldu þeir hann ekki. .'*!--------------------- Steen Nedergaard frá Danmörku vann einstaklingskeppnina í hár- skurði og er einnig núverandi Evrópumeistari. Eiríkur Þorsteinsson, einn islensku keppendanna, sést hér ásamttveim- ur módelum. DV-myndir BG Þarna sést módel Gisla Viðars Þór- issonar að lokinni greiðslu. ■ ' Áhorfendur voru fjölmargir í Iþróttahúsinu í Digranesi. Það þurfti ekkert minna en íþrótta- húsið í Digranesi til þess að hýsa Norðurlandamót í hárgreiðslu og hárskurði um síðustu helgi. Þetta er í annað sinn sem íslendingar halda keppnina en hún var síðast haldin hér fyrir tíu árum. Keppendur voru alls 50 og voru þeir 25 í hárskurði og 25 í hár- greiöslu. Alls komu á annað hundraö manns frá hinum Noröurlöndunum til keppninnar ef með eru taldir blaðamenn og fylgdarlið. Á meðal kepppenda voru meðal annars tveir nýbakaðir Evrópumeistarar frá Nor- egi og Danmörku. íslensku keppendurnir stóðu sig vel í hárgreiðslunni og vann Dóró- thea Magnúsdóttir til gullverðlauna fyrir daggreiðslu. Hún var aðeins einu stigi frá sigri í samanlögðu. Enginn íslensku keppendanna varð neðar en í 12. sæti (af 24) í hár- greiðslukeppninni sem er góður árangur. I keppninni í hárskurði stóðu íslendingar sig lakar. Sléttbaks- skjöl afhent „Okkur fmnst eins og við séum að aíhenda nýtt skip,“ sagði Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri, er hann afhenti Útgerð- arfélagi Akureyringa hf. togarann Sléttbak á sunnudag. „Við erum í rauninni að eignast nýtt skip,“ sagði Sverrir Leósson, stjórnarformaður ÚA, sem veitti skipinu viðtöku fyrir hönd félagsins. Segja má að Sléttbakur EA 304 sé nýtt skip eftir hinar geysilegu breyt- ingar sem gerðar hafa verið á því hjá Slippstöðinni. Það er greinilegt að ekkert hefur verið til sparað til að gera skipið sem glæsilegast og mönn- um, sem til þekkja, ber saman um að Sléttbakur sé glæsilegasta skip flotans í dag. Sléttbaksskjölin afhent, frá vinstri Stefán Reykjalin, stjórnarformaður Slippstöðvarinnar á Akureyri, Gunnar Ragn- ars, forstjóri Slippstöðvarinnar, og Sverrir Leósson, formaður stjórnar Útgerðarfélags Akureyringa. DV-mynd GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.