Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Side 6
6 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987. Útlönd úr flugvél á ferð Snorri Valæan, DV, Vin; Austurríska lögreglan leitar nú ákaft vísbendinga sem gætu leitt til lausnar stórráns sem framið var nú í vikunni. Verið var aö flytja peninga- sendingu, þrjátíu og þrjár miIU- ónir króna, frá Bozen á ítalíu til Vínar og var fyllstu öryggisráð- stafana gætt Peningamir voru fluttir í brynvörðum bílum tii Innsbruck þar sem þeir voru sett- ir f flugvél sem flytja átti þá til Vínar. En þar sáu hinir slóttugu ræn- ingjar sér leik á boröi og gripu inn í atburðarásina. Þeir hlupu með- fram vélinni þar sem hún var á leiðinni út á brautarenda, þrifu upp hurðina á farangursrýminu og hirtu peningasekkina fjóra sem þar lágu. Fátt hefur komiö fram við rann- sókn málsins sera að gagni getur komið. Þó grunar lögregluna að hér sé ítalska mafían að verki því hverfandi líkur eru á aö vitneskja um peningasendinguna hafi komið frá Austurríki. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækurób. 19-21,5 Sp Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 19-23 Ab 6mán. uppsögn 20-25 Ab 12mán.uppsögn 22-28 Úb 18mán. uppsögn 31 Ib Tékkareikningar, alm. 6-12 Sp Sértékkareikningar 8-20.5 Sp Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6mán. uppsögn 3.5-4 Ab.Úb, Lb.Vb Innlán meðsérkjör- 19-34 Sp vél. urrr Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 6,5-8 Ab Sterlingspund 8,5-9 Ab.Úb, Vb.Sb Vestur-þýsk mörk 3-4 Ab Danskar krónur 8,5-10 Vb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvixlar(forv.) 31-33 Sb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 33-36 eða kaupgengi Almennskuldabréf 31-35 Sb Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(vfirdr.) 33-36 Lb, Bb Utlan verðtryggð Skuldabréf 9-9,5 Úb.Sb, Sb Utlántilframleiðslu Isl. krónur 29,5-31 Sb SDR 8,25-9,25 Sp Bandarikjadalir 9,25-10,75 Sp Sterlingspund 11,50-12 Vb.Bb Vestur-þýskmörk 5,75-6,75 Sp Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 45.6 3,8 á mán. MEÐALVEXTIR överðtr. nóv. 87 31,5 Verðtr. nóv. 87 9.1 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala nóv. 1841 stig Byggingavisitala nóv. 341 stig Byggingavísitala nóv. 106,5stig Húsaleiguvisitala Hækkaði 5% 1 . okt. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verÖbréfasjóða Ávöxtunarbréf 1.3079 Einingabréf 1 2,426 Einingabréf2 1,421 Einingabréf 3 1,503 Fjölþjóðabréf 1,060 Gengisbréf 1,0295 Kjarabréf 2.42Ó Lífeyrisbréf 1.220 Markbréf 1,239 Sjóðsbréf 1 1,178 Sjóðsbréf 2 1,135 Tekjubréf 1,268 HLUTABREF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennartryggingar 114 kr. Eimskip 278 kr. Flugleiðir 196 kr. Hampiðjan 118 kr. Hlutabr.sjóðurinn 119 kr. Iðnaðarbankinn 143 kr. Skagstrendingurhf. 182 kr. Verslunarbankinn 126kr. Útgerðarf. Akure. hf. 160kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánarl upplýsingar um peningamarkað- inn blrtast i DV á fimmtudögum. Neyðfet oh'umálaráðhetra Noregs ti afsagnar? Páll VilhjáJmsson, DV, Osló: Hætta er á að olíumálaráðherra Noregs, Arne Öien, verði aö segja af sér eftir að sex fulltrúar ríkisins í stjórn norska ríkisolíufyrirtækisins Statoil sögðu í gær að þeir vildu draga sig úr stjórn fyrirtækisins. Fulltrúamir sex sögðu af sér vegna óánægju með málsmeðferðina á þvi fjármálahneyksli sem skekur Statoil. Olíuhreinsunarstöð Statoil í Mong- stad í Vestur-Noregi, sem er í bygg- ingu, mun kosta um það bil sex milljörðum norskra króna meira en áætlað var. Það komst upp um Mongstad- hneykslið, eins og það er kkllað í norskum íjölmiðlum, fyrir nokkrum vikum. Síðan hefur spennan vaxið jafnt og þétt. Yfirstjórn Statoil og ol- íumálaráðherra Noregs stóðu fast á því að ekki væri ástæða til að stjóm Statoil eða forstjóri fyrirtækisins, Arve Johnsen, segðu af sér. Hægri flokkurinn og Framfaraflokkurinn Arve Johnson, forstjóri norska ríkis- olíufyrirtækisins Statoil. kröfðust þess að stjórn og forstjóri Statoil sættu ábyrgð og yrðu látnir fara frá fyrirtækinu. Áhrifamiklir fjölmiðlar eins og Aftenposten og Verdens Gang studdu kröfuna. Það leit hins vegar út fyrir að stjóm Statoil og olíumálaráðherrann ætl- uðu að standa af sér storminn. En snemma í þessari viku lagði ríkis- endurskoðunin fram álit á málinu. Álitið er „drepandi gagnrýni" á yfir- stjörn Statoil eins og einn af leið- togum miðjuflokkanna sagði á stórþinginu í vikunni. Fram að þeim tíma höfðu miðju- flokkarnir, Kristilegi þjóðarflokkur- inn og Miðflokkurinn, verið hallir undir sjónarmið ríkisstjórnarinnar og tóku ekki undir kröfu Hægri flokksins og Framfaraflokksins. Álit ríkisendurskoðunarinnar breytti þessu og vilja nú miðflokkamir að yfirstjórn Statoil segi af sér. í gær sögðu svo sex fulltrúar ríkis- ins í stjórn Statoil af sér. Afsögn þeirra setur mikinn þrýsting á olíu- málaráðherrann, Arne Öien, og getur fariö svo að hann verði að velja á milli þess að breyta fyrri afstöðu sinni um brottrekstur stjórnar og forstjóra Statoil eða að segja af sér sjálfur. Arne Öien tilkynnti seint í gær að hann myndi skipa nýja full- trúa ríkisstjórnarinnar í stað þeirra sem sögðu af sér í gær. Nýtt vín í lögreglufylgd Háukur L. Hauksson, DV, Kaupmannahöfn: Beaujolais nouveau eða hið nýja beapjolais rauðvín var á boðstólum í Frakklandi frá miðnætti aðfara- nótt fimmtudags. Komu þessa víns eða gerjuðu berjasaftar, þar sem um er að ræða uppskeru þessa árs, er ætíð fagnað í Frakklandi. En það sem gerir komu þessa víns sérstaka fyrir aðra Evrópubúa, ekki síst Dani, er kapphlaupiö um að vera fyrstur með beaujolais til síns heimabæjar. Er oft miklu til kostað enda góð auglýsing í formi blaðaviðtals sem af kapphlaupinu hlýst. Voru það upprunalega tveir Bret- ar er veðjuðu um hver yrði fyrstur með beaujolais nouveau yfir Erm- arsund. Síðan hefur kapphlaupið geisað til margra landa um þetta leyti ár hvert. Hafa hótel og veit- ingastaðir lagt sig alla fram við að sigra í kapphlaupinu og þá til dæm- is með stuðningi bílfyrirtækja sem einnig fá góða auglýsingu í leiðinni. Kapphlaup Dana í ár hefur vakið sérstaka athygli og reiði margra þar sem vínið kom í fylgd blikk- andi lögreglubíla til Hotel D’Angla- terre í Kaupmannahöfn. Sá þekktur kappaksturmaður um að keyra vínið frá Kastrupflugvelli óg inn á Kóngsins Nýja torg klukkan hálfíimm um nóttina. Var keyrt á hundrað kílómetra hraöa og marg- sinnis á rauðu ljósi. Lögreglustjóri Kaupmannahafn- ar og varðstjóri viðkomandi lög- reglustöðvar hafa krafist skýrslu um málið. Segir varðstjórinn að ekki sé leyfilegt að aka með blikk- andi Ijósum undir þessum kring- umstæðum og það sé ekki hlutverk lögreglunnar að veita einkaflutn- ingi sérstaka fylgd. Lögreglan sjái einungis um fylgd þjóðhöfðingja af öryggisástæðum. I þinginu verður dómsmálaráð- herrann krafinn svars um atburð- inn og um leið beðinn um að tryggja að lögreglan verði í fram- tíðinni notuð til brýnni verkefna en vínfylgdar. En hvað sem uppátækjum vin- flytjenda líður bragðast beaujolais nouveau 1987 samkvæmt vínpostu- lum vel miðað við þriggja vikna vín. Þó þykir synd að Beaujolais vínræktarsvæðið verði að mestu þekkt fyrir þessa beijasaft en ekki þau eðlu vín er þaðan koma. Tillaga MHterrands sló sósíalista út af laginu Bjami Hinrikssan, DVj Bordeaux: Það er greinilegt að með því að koma fram í útvarpsviðtali síðastlið- inn þriðjudag hefur Mitterrand forseta tekist það sem hann ætlaöi sér. Það er að draga athyglina frá vopnasölumálinu og óhreinum f]ár- málum sósíalista. Tillaga hans um að lög um fjár- mögnun stjómmálaflokka og kosn- ingaherferða verði afgreidd fyrir næstu forsetakosningar virtist slá andstæðinga sósíalista út af laginu. I fyrstu voru viðbrögð miöju og hægri flokkanna frekar neikvæð. Síðan reyndi Chirac forsætisráð- herra að taka frumkvæðið með boði til leiötoga allra flokka um aö hittast í forsætisráðherrahöllinni í næstu viku til að hefja fundi þar sem reynt yrði aö komast að samkomulagi um lagafrumvarp. Auðvitað er sjálfgefið aö enginn flokkur getur staðið opinberlega á móti eftirliti með fjármálum sínum en hins vegar miá ekki fyrir neina muni líta út sem ríkisstjórnin sé aö samþykkja tillögur forsetans. Og ekki em flokkamir sammála um framkvæmd né eðli eftirlitsins. Allir stjómmálaleiðtogamir hafa lýst sig fúsa til fundarhalds þannig aö ef vel gengur gæti Chirac snúið vörn í sókn. Reyndar sækir hann að sósíalistum á öðrum vígstöðvum því að í nýafstaðinni ferð sinni til eyj- unnar Reunion í Indlandshafi, sem tilheyrir Frökkum, gagnrýndi hann harðlega stefnu fyrrverahdi stjórnar sósíalista í málefnum þeirra land- svæða sem áður voru nýlendur Frakka en teljast nú hluti Frakk- lands. Forsætisráðherra Frakklands, Jacques Chirac, hefur boðað til fundar f næstu viku þar sem fjalla á um tillögu Mitterrands Frakklandsforseta um eftirlit með fjármálum stjórnmálaftokkanna. simamynd Reuter Haiikur L. Hauksson, DV, Kaupmliöín: Meirihluti utan stjórnarflok- kanna í danska þinginu hafhar því að Kristjanía verði rudd. Þaö er niðurstaða umræðu um Kristjaníu i þinginu á fimmtudag. Jafnaöarmenn, róttækir vinstri menn, sósíalistar og Sameining- arstefna samþykktu tillögu er gerir ráö fyrir lögleiðingu staðar- ins og 2,5 miHjónum danskra króna í félagsmálastarf. Bæði ríkisstjórn og stjómar- andstaðan eru sammála um að Kristjanía greiði fyrir rafmagn, vatn og hita og að hin 23 veitinga- hús og krár staðarins veröi að hafa leyfi til rekstursins. Ef þau verða rekin án leyfis hótar dóms- málaráöherra lokun þeirra. Þrátt fyrir niðurstöðu Kristja- níumálsins á þingi ætlar ríkis- stjórnin að leggja fram lagafrumvarp um lokun staðar- ins á tveimur árum. Framfara- flokkurinn óskar eftir lokun Kristjaniu nú þegar og þá jafnvel meö aðstoð hersins ef þinfa þykir en slíkt þykir óframkvæmanlegt í raun. Þó eru allir, bæöi þingmenn og íbúar staðarins, sammála um að Kristjania geti ekki lifað lengi sem felustaður fyrir afbrotafólk í stórum stfl. Frakkar hlynntír líknarmorði Bjami lírtriksaan, DV, Bordeaux: í nýlegri skoðanakönnun kem- ur í ljós að 85 prósent Frakka telja að sjúklingi, sem þjáist óbærilega af ólæknandi sjúkdómi, eigi að hjálpa aö deyja ef hann óskar þess. Að vísu vill hluti þessa hóps að einungis sé hætt lyfjagjöf og annarri aöstoö án þess að flýtt sé fyrir dauðanum að ööru leyti. En meirihlutinn vill aö aögerðir læknanna séu ákveðnari og fljót- virkari. Alls vilja 76 prósent Frakka aö núverandi lögum sé breytt svo þeir sem frarakvæmi líknarmorð séu ekki sóttir til saka. Ýmis samtök, sem beijast fyxir réttinum til að deyja, starfa nú í Frakklandi. Til dæmis Voru ný- lega stofnuð samtök sem vilja að mögulegt sé að fórna lífi ný- fæddra barna sera fæðast mjög alvarlega fótluö. Ekki eru allir á eitt sáttir um jafnviðkvæmt mál og líknarmorð en þótt gagnrýna megi gildi skoð- anakannana, eins og þeirra sem vísað er til, til dæmis voru áUir aðspurðra við hestaheilsu og ómögulegt að vita hvemig þeir myndu bregðast viö sem sjúkl- ingar, má segja að hún bjálpi til við að gera umræöuna opnari og draga úr því þagnargildi sem dauöinh liggur oft í. Marokkóbúí hlaut frönsk Bjami Knrikssan, DV, Bordeaux: Afhending Goncourt verölaun- anna, sem eru ein helsta bók- menntaviöurkenningin í Frakklandi, hefur hlotiö nokkra athygli vegna þess að verðlauna- hafinn, Tahar Ben Jelloun, er marokkanskur og skrifar bækur er byggja á hinum arabiska menningarheimi. Hann hefur búið í Frakklandi frá 1971 og skrifar á frönsku. Þetta er f fýrsta sinn sem verö- launin eru veitt ríthöfundi frá Maghreb en svo nefna Frakkar nýlendur sínar norðan Sahara. Jelloun fékk verðlaunin fýrir bók sína La nuit sacré eða Hin heilaga nótt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.