Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Síða 17
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987. 17 Vísnaþáttur í Katadal - tóUur Vetrarkvíða Aðfaranótt 13. mars 1828 var framið óvenju óhugnanlegt morö á tveimur mönnum að Blugastöðum á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu og bærinn síðan brenndur. Fljótlega komst upp að Friðrik Sigurðsson, tæplega 18 ára piltur frá Katadal, semær bær allíjarri, var aðalsaka- maðurinn en fleiri komu við sögu. Annar hinna myrtu var nafnkunn- ur þarna um sveitir fyrir hag- mælsku og lækningar, þótt ólærður væri. Honum græddist og nokkurt fé vegna brasks og lána- starfsemi. Hann hét Natan Ketils- son og er þetta morðmál oftast við hann kennt. Einnig var hann kail- aður mikill kvennamaður. Og er á þessi mál minnst í þætti um Skáld- Rósu Guðmundsdóttur, sem hér var birtur nýlega. Dómur í morðmálinu féll svo að Friðrik og Agnes Magnúsdóttir, vinnukona og fyrrum ástkona Nat- ans, voru dæmd til dauða og hálshöggvin í Vatnsdalshólum. Si- gríður, unnusta Friðriks, sem Natan var kominn í tygi við, var dæmd til fangelsisvistar í Kaup- mannahöfn, ennfremur Þorbjörg, móðir Friðriks. Sú fyrri fyrir að- stoð, hin fyrir vitneskju. Þorbjörg kom aftur til íslands. Bóndi henn- ar, faðir morðingjans, var dæmdur til hýðingar. Fleiri voru dæmdir. Meðal þeirra mörgu, sem ritað hafa um þessi mál, eða efni þeim áhrær- andi, er Theodór Arinbjömsson búfræðingur frá Ósi í Húnavatns- sýslu, f. 1888, d. 1939. Hann starfaði lengi á skrifstofu Búnaðarfélags íslands og var talinn merkismaður. Eflir hann em ritin Hestar 1931, Jámingar 1938 og Sagnaþættir úr Húnaþingj 1941, sem Amór Sigur- jónsson bjó til prenhmar. í þessari bók, sem síðast er nefnd, gefur Theodór Katadals fólkinu yfirleitt hið besta orð og nefnir menn er að þeim vitnisburði standa. Að þessu sinni verður birt- ur hluti úr frægu ljóðábréfi er Sigurður Ólafsson, bóndi og faðir Friðriks, sendir Þorbjörgu konu sinni á meðan hún var í fangelsinu. Fyrstu ellefu vísur Vetrar- kvíða Allra gæða fylling flest, foldin klæða, þér veitist. Nái að græða mein þín mest- mildings hæða líknin best. Leiði og styðji hönd þig hans, hver þess biðji tunga manns. Þrauta- ryðji kvala krans Kristur niðji skaparans. Hugdillandi gleðin góð, guð elskandi hringaslóð, þels um landið mýki móð meingræðandi Jesúblóð. Koss þig hæfa má ei minn. Mein þau svæfa, ég ráð finn: Bæn þá æfa, að einn Drottinn allan kæfi mótgang þinn. Ekran dúka dyggðug mín, Drottins ipjúka höndin fín tengi ósjúka tryggð við sín, tár af stijúka virðist þín. Hér er orðið „virðist“ haft í merk- ingunni þóknist, eins og oft var í Jón úr Vör bænum og sálmum fyrr á tíð. Það ég letra: Hjúkrun hans í hyggjusetri aumingjans á neyðarvetri í kvalakrans kossi er betri syndarans. Fyrst mig kala forlögin, í fjarlægð ala barm við þinn þig við hjala í þetta sinn Þórs árgala sendi minn. Ætli hér sé ekki átt við Hugin, einn af fuglum Ása? Angurs skeytum að kastar. Á mér steyta raunimar. Að þér leita allsstaðar, ei hér veit hvað bíður þar. Síðan ljóma- græðis gná gjörði róma því mér frá, að mastra lómi ein varst á angurs dróma bundin þrá. Hún var flutt burt á mastralómi, skipskenning. Vigraver í næstu vísu er höftmdur, karlmaður. Þinn er lúrinn vigraver. Vinur ei kúrir neinn hjá mér. Er því stúrinn út af þér oft nær dúrinn taka fer. Gleðja lyndið hyggur hann, hún sér byndi í faðmi þann sviptan yndi. Kæta kann kveindúk vinda tárugan. í bók sinni segir Theodór að Sig- urði hafi verið sagt að svo væm bréf til fanganna grandskoðuð af mikilli tortryggni að ekki væri vert að hafa þar nokkuð sem hægt væri að misskilja, aðeins mætti ræða um daginn og veginn. En okkur hlýtur að vera spura hvort lesurum varð- anna, sem orðið hafa að kunna íslensku og því líklega verið náms- menn, hafi ekki orðiö starsýnt á orðið, „kveindúk" í þeirri vísu er við nú birtum seinasta að þessu sinni. Bréfið er miklu lengra og kemur framhaldið síðar. Vísa Skáld-Rósu En hyggjum snöggvast að því hvaða þjóðkunn skáld áttum við og eigum enn frá þessum tíma. Auðséð er að hér heldur á penna og ritar kannski við daufa ljóstým og þreyttri hendi ómenntaöur bóndakarl í afdal á íslandi þungum hörmum sleginn. Á uppeldisárum nirðar 1 Katadal vora það helst » .nnaskræður sem gengu á milli bæja misjafnlega vel handritaðar, prentaðar bækur sáust varla nema þá helst biblía og guðsorðabækur. Eitt af kunnustu skáldum landsins var Bjöm Gunnlaugsson, kennari á Bessastöðum. Kvæði Eggerts Ól- afssonar hafa veriö gefin út i Kaupmannahöfn. Óvíst að bóndinn í Katadal hafi heyrt þá nefnda. En við ljúkum þættinum með vísu eftír Skáld-Rósu. Hún á að hafa ort þessa í sambandi við Nat- ansmál: Hef ég lengi heimsfógnuð haft og gengið bjarta. Nú veit enginn, utan guð, að hvað þrengir hjarta. Utanáskrift: Jón úr Vör, Fannborg 7, Kópavogi. ÞEGAR AÐRIR HÆKKA ÞÁ LÆKKUM VIÐ DÆMI UM VERÐ Poplínfrakkar 1950,- Jakkaföt 2500,- Vetrargallar 1900,- Jogginggallar 800,- Peysur 800,- Barnanáttföt 480,- og margt fleira. JÁ, ÞETTA ER SATT KOMDU BARA OG SJÁÐU OPIÐ KL. 10-16 LAUGARDAG Bylgjubúðin ARNARBAKKA 2 - SIMI 75030 OPINN KYNNINGARFUNDUR AA DEILDANNA í REYKJAVÍK VERÐUR HALDINN í HÁSKÓLABÍÓI SUNNUDAGINN 22. NÓVEMBER 1987 KL. 14 ALLIR VELKOMNIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.