Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Side 19
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987.
19
rómantískur fyrir komu tónskálds-
ins.
í stríði við Bismarck
Þegar Bismarck blés til stríös fyrir
sameiningu þýska ríkisins árið 1866
kom Ludwig það fyrst til hugar 36
segja af sér. Hann hélt til Sviss þar
sem Wagner dvaldi en sneri heim
aftur og ákvað að leggja í stríðið á
móti Prússum og tapaði illilega. Eftir
ósigurinn tók hann sér ferð á hendur
um Þýskaland og var fagnað sem
hetju þrátt fyrir allt. Konungurinn
varð ekki sigraður hvernig svo sem
hernum vegnaði.
Enn neyddist hann til að leggja út
í stríð árið 1870 og nú gegn Frökkum
aö undirlagi Bismarcks sem nú
reyndist sigursæll bandamaður en
ekki óvinur. Konungur hafði hins
vegar óbeit á hemaði og eftir þetta
komu geðveilur hans æ betur í ljós.
Hann fór einforum um Alpana, lagði
á ráðin um byggingu kastala en lét
ráðgjöfum sínum eftir stjórn ríkisins.
Þarna var sjálfur ævintýrakonung-
urinn kominn fram á sjónarsviðið.
Eyddi fjölskylduauðnum
Eyðslusemi konungs áttu sér fá
takmörk og á seinasta valdaári sínu
tókst honum að eyða tvöfalt meim
en tekjur hans voru og þegar hann
lést námu skuldir hans 21 milljón
marka. Þetta varð til þess að ætt-
menn konungs settu honum þau
skilyrði að hann yrði að draga úr
útgjöldum sínum og snúa aftur til
starfa sem æðsti maður ríkisins eða
segja af sér. Fjölskyldan var einfald-
lega að fara á hausinn og hafði hún
þó safnað auði í 800 ár.
Ludwig þráaöist við og gerði hvor-
ugt. Um mitt sumar árið 1886
úrskurðuðu íjórir læknar að kon-
ungur væri geðveikur og ófær um
að stjórna. Þeir höfðu þó aldrei hitt
hann. Ráðgjafar konungs vildu setja
hann af en höföu ekki vald til þess.
Þýskalandskeisari hafði einn það
vald og helsti ráðgjafi hans var Otto
von Bismarck. Járnkanslarinn var á
móti þessu ráðabruggi en ákvað að
skipta sér ekki af því.
Ludwig dvaldi í kastalanum
Neuschwanstein meðan á þessu stóð
og vissi ekkert hvaö fór fram fyrr en
sveit lögreglumanna var send til að
handtaka hann. Þjónustuhð konungs
og lögreglumenn úr nágrenninu
snerust til varnar og konungur var
ekki tekinn. Eftir þetta er sagt að
konungur hafi haft hug á að flýja til
Austurríkis þar sem frænka hans og
eina vinkona var keisaraynja. Hann
hætti við og skömmu seinna kom
handtökusveitin honum aö óvömm
í kastalanum og ævintýrakonungur-
inn var fallinn.
Einangrun í einn dag
Hann var fluttur i einangrun í kast-
ala við Stambergervatn. Vist
konungs þar stóð þó ekki lengi því
daginn eftir fannst hann á floti í vatn-
inu og var allur. Eftir þetta hófust
réttarhöld í málinu og ýmis vitni
leidd fram til að sanna eða afsanna
geðveiki konungs. Ýmsar sögur voru
sagðar af konungi. Ein var sú að
hann hefði ráðið mann til aö smíða
flugvél og eitt sig átti hann aö hafa
sent út sendiboða í leit að ríki með
fullkomið stjórnarfar. Þegar það
væri fundið ætlaði konungur að fá
þaö í skiptum fyrir Bæjaraland.
Það er þessi saga sem er sögð í
kvikmynd Viscontis um Ludwig II.
Við gerð myndarinnar var ekkert til
sparað að gera allt umhverfið sem
glæsilegast eins og hæföi ævintýra-
konungnum. Stíllinn er ef til vill
ofhlaðinn enda er myndin bæöi
minnismerki um stórhuga leikstjóra
og stórhuga konung. -GK
Möss
Goldie. laugavegi 39. Reykjavik
Skátabúðin, Snortabraut 60. Reykjavik
Hera, Eiðistorgi. Seltjatnarnesi
Ylfa, Engihjalla 8. Kópavogi
Gloria. Strandgötu 31, Halnarfirði
Fell. Þverholti, Mosfellsba
Bjarg, Akranesi
Kauplélag Borgfirðinga, Borgarnesi
Rocky, Úlafsvlk
Fell, Grundarfirði
Þórshamar. Stykkishólmi
Kaupf. Hvammsfjarðar, Búðardal
Eplið, Isafirði
Einar Guðfinnssan, Bolungarvik
Kaupf. Steingrimsfjarðar. Hólmavik
Verslun Sig. Pálmasonar, Hvammstanga
Kaupf. V-Húnvetninga, Hvammstanga
Kaupf. Húnvetninga, Blönduósi
Kaupf. Húnvetninga, Skagaströnd
Sparta, Sauðárkróki
Mm
Kotra, Dalvik
Kápusalan, Akureyri
Garðarshólmi, Húsavik
Verslunarf. Austurlands. Egilsstöðum
Bjólfsbær
Seyðisf irði
Versl. Hákonar Sófuss., Eskifirði
Kaupf. Þór hf„ Hellu
Steini og stjáni. Vestmannaeyjum
Xport. Keflavik
Glæsilegasta höll Ludwigs II. er Neuschwanstein. Þar lifði hann i ævintýra-
heimi sínum.
una sem birtist í þessum ævintýra-
höllum því þangað sækja árlega
þúsundir ferðamanna og haft hefur
verið á orði að konungur hefði varla
getað fjárfest betur.
En hvernig maður var það sem
kaus sér heim ævintýranna til að
hrærast í? Fáir hafa efast um að kon-
ungur var geðveikur og ekki er þeirri
hugmynd haggað í kvikmynd Visc-
ontis. Ludwig var fæddur til ríkis-
erfða árið 1845. Afi hans og nafni sat
þá enn á valdastóli í Bæjaralandi en
krónprinsinn, MaximÚian, faðir
Ludwigs, kom til valda fáum árum
síðar. Hann var fullkomlega áhuga-
laus um stjórn ríkisins en sinnti
vísindaiðkunum af miklum móð.
Sækið Wagner
Ludwig ólst upp í stórum kastala
og fékk snemma meiri áhuga á ævin-
týrum en lífinu eins og það var í
raunveruleikanum. Á unghngsárun-
um hafði hann mestan áhuga á
rómantískum sögum og ljóðum og
liföi í eigin heimi. Þegar hann var 16
ára ruddust nýir og áður óþekktir
straumar inn í líf hans. Það var þeg-
ar hann heyrði í fyrsta sinn óperu
eftir Wagner og eftir það dáði hann
og dýrkaði tónskáldið.
Skömmu áður en Ludwig var
krýndur konungur hitti hann Prúss-
ann Otto von Bismarck, sem síðar
fékk viðurnefnið járnkanslarinn, í
fyrsta og eina sinn. Bismarck átti
síöar eftir að hafa mikil áhrif á örlög
konungs. Þetta voru ólíkir menn,
annar rómantískur sveimhugi en
hinn pólitískur refur. Samt fór vel á
með þeim og Bismarck hafði mynd
af konungi á vegg í skrifstofu
sinni.
Ári síðar var Ludwig orðinn kon-
ungur, þá á 19. aldursári og þess
vanmegnugur á allan hátt að stjóma
ríkinu. Hann tók hlutverk sitt samt
alvarlega, ólikt fóður sínúm, og lagði
allt kapp á að vera mikilfenglegur
konungur. Eitt fyrsta verk konungs
var að gera mann út af örkinni til
að telja Wagner á að setjast að við
hirðina í Bæjaralandi og tónskáldið
þáði. Aðallinn í Bæjaralandi var hins
vegar ekki eins hrifinn af þessum
gesti og fékk því til leiðar komið að
konungur bað Wagner að hverfa úr
landi eftir rúmlega árs dvöl við hirð-
ina. Konungurinn þótti víst nógu
Kross í Starnbergervatni. A þessum
stað endaði Ludwig II. ævidaga sina.
enda gefur þessi efniviður fullt tilefni
til ofhlaðins stíls. Ludwig II. þekkti
fá takmörk í bmðh og hefur verið
kallaður ævintýrakonungurinn
vegna þeirrar áráttu sinnar að end-
urvekja glæsileik miðaldanna í
byggingum.
Konungurinn og kastalarnir
Frægasta minnismerkið um Lud-
wig B. er kastalinn Neuschwanstein
nærri Fussen í Bæjaralandi. Þetta
var bústaður konungs, byggður í
miðaldastíl, og hæfir betur fomu
ævintýri en 19. öldinni. Og hann lét
ekki sitja við að reisa sér þessa höll
eina heldur lét hann einnig byggja
sér sína Versali með kastala sem
heitir Herrenchimesee og raunar var
aldrei fullgerður. Til aö kóróna þetta
lét hann reisa Linderhof kastalann
við Oberammergau og sparaði hvergi
tu.
Meðan á byggingu þessara til-
gangslausu kastala stóð þótti næsta
augljóst að þeir væra tÚ þess eins
fallnir að tæma sjóði ríkisins og ekki
högnuðust þegnarnir á byggingar-
gleði konungs. Síðar hafa menn þó
kunnað betur að meta stórmennsk-