Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Síða 38
50
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987.
Image, 3ja sæta sófi + 2 stólar, kr. 84.000, stgr.
76.210.
Plaza, 3ja sæta sófi + 2 stólar, kr. 96.000, stgr. 87.210.
Sandra hornsófi kr. 95.950,- stgr. 85.950.
Amerísk olíumálverk í álrömmum, stærðir 1,23x1,53,
kr. 21.500,1,28x1,02, kr. 19.500,1,02x0,77, kr. 15.500.
OPIÐ ALLA LAUGARDAGA KL. 9-16.
Greiðslukjör allt að 11 mán. með Eurocredit eða Visa
vildarkjörum.
VJIMhmiA EURO
V/SA KREDIT
u • n
SUÐURLANDSBRAUT 26 - SÍMI 84850 P. O. BOX 8266 - 128 REYKJAVÍK
JþróttapistiU
Mikilvægt
að sigra
Handboltalandsliðiö okkar er að
slá í gegn þessa dagana og ekki í
fyrsta skipti. Leikur liðsins gegn
Pólverjum á miðvikudagskvöldið
liður þeim seint úr minni sem sáu.
Ég hef fylgst með landsliði okkar í
nokkuð mörg ár og ég hef ekki séð
íslenskt landslið leika betri hand-
knattleik en í fyrri hálfleiknum í
fyrri leiknum gegn Pólverjum.
Leikur þessi var mikill sigur fyrir
handboltann, stærsti sigur á Pól-
verjum frá upphafi, en líklega var
þó enginn ánægðari en pólski
landsliðsþjálfarinn okkar, Bogdan
Kowalczyk.
• Mörg og erfið verkefni eru
framundan hjá landsliðinu og
þössa stundina stendur yfir alþjóð-
legt mót á Akureyri sem ísland
ætti að vinna. Landslið okkar hefur
nokkuð oft hafnað í öðru, þriðja eða
fjórða sæti á alþjóðlegum mótum
og meginástæðan fyrir því er sú að
liðið hefur ekki náð að sýna nægi-
lega jafna leiki. Eftir frábæran
landsleik virðist einbeiting leik-
manna oft hafa horfið og í kjölfar
glæsilegs sigurs hefur oft komið
slakur leikur og jafnvel slæmt tap.
Þetta þurfa leikmenn að laga og
þeir gera það. Við eigum í dag leik-
reyndasta landshð í heimi og það á
að vera fært um að laga svona
hluti. Það er því mikilvægt að ís-
land sigri á mótinu nyrðra um
helgina.
Valið kom ekki á óvart
Val landsliðshópsins, sem lék
leikina gegn Pólveijum og keppir
nú á Akureyri og Húsavík um helg-
ina, kom ekki á óvart. Þó komu
fram óánægjuraddir þess efnis að
Héðinn Gilsson ætti að vera í hópn-
um eftir stórleik hans með FH-
ingum gegn Valsmönnum í 1.
deildinni. Hafa verður í huga að
Héðinn er aðeins 19 ára gamall og
óharðnaður sem handknattleiks-
maður. Hann er að mínu mati ekki
sá yflrburðamaður að landsliðið
geti ekki án hans verið. Hann á
framtíðina fyrir sér og það að setja
hann nú þegar inn í landsliðshóp-
inn gæti hreinlega eyðilagt hann
sem handboltamann. Héðinn er
framtíðarmaður í landsliðinu en
þarf að taka út líkamlegan og and-
legan þroska áður en hann fær
tækifæri til að leika lykilhlutverk
með landsliðinu. Bogdan veit hvað
hann er að gera og hann veit líka
nákvæmlega hvar Héðinn stendur.
Það kæmi mér ekki á óvart þótt
Bogdan trompaði honum út sem
leynivopni íslands á ólympíuleik-
unum en ég yrði ekkert hissa þótt
Héðinn fengi sín fyrstu alvörutæki-
færi með landsliðinu eftir ólympíu-
leikana.
Að hafna atvinnumennsk-
unni var hárrétt ákvörðun
Héðinn Gilsson fékk á sínum
tíma boð frá vestur-þýska félaginu
Essen um að líta á aðstæður og
kanna grundvöll fyrir hugsanleg-
um samningi við liðið. Niðurstaðan
varð sú að Héðinn hafnaði samn-
ingi á þeim forsendum að hann
væri of ungur og vissulega var
þetta hárrétt ákvörðun og skyn-
samleg. Héðinn verður án efa
kominn í erlent lið áður en langt
um líður en það er mín skoðun og
reyndar margra annarra að hann
þyrfti helst að vera búinn að leika
40-50 landsleiki áður en hann færi
að leika með erlendu liði.
Pétur með bestu víta-
skyttum í NBA-deildinni
Pétur Guðmundsson er að gera
góða hluti með nýja félaginu sínu
í NBA-deildinni í bandaríska
körfuboltanum. Hann hefur náð
sér að fullu eftir slæm meiðsli og
uppskurð í baki og er til alls vís í
vetur. Mínútunum, sem hann leik-
ur með, fer fjölgandi með hveijum
leik en helsta vandamálið hjá hon-
um hafa verið villuvandræði í
fyrstu leikjunum. Raunar er það
svo að dómarar í NBA-deildinni
taka nýja leikmenn í deildinni fyrir
í leikjum og þeir fá lítið að gera
fyrr en þeir eru búnir að leika í
deildinni í nokkur ár. Pétur hefur
náð þeim frábæra árangri að hafa
ekki enn brennt af vítaskoti í leikj-
um San Antonio Spurs. Aðeins
tveir eða þrír aðrir leikmenn í
deildinpi hafa náð þeim árangri að
þitta úr öllum skotum sínum. Pétur
hefur nú hitt úr 19 vítaskotum í röð
og vonandi stendur hann í stýkk-
inu í næstu leikjum. Byijunin hjá
Spurs er betri en menn reiknuðu
menn. Liðið hefur, þegar þetta er
skrifað, unníð 3 leiki af sex en í
fyrra sigraði liðið í 28 leikjum af 82
í deildinni. Það stefnir því allt í
betri árangur hðsins í vetur en í
fyrra.
íslendingar jafnokar
Evrópumeistaranna
Austur-þýski landsliðsmaðurinn
Rainer Ernst skoraði á dögunum
sigurmark Austur-Þjóðverja gegn
Evrópumeisturum Frakka í und-
ankeppni Evrópukeppninnar í
knattspyrnu og þetta mark Ernst á
síöustu mínútu leiksins gerði það
að verkum að íslendingar hlutu
jafnmörg stig í riðlinum og Evrópu-
meistararnir. Markatala Frak-
kanna er þó mun betri og þeir fá
því þriðja sætið. Þetta er glæsilegur
árangur, svo ekki sé meira sagt, og
við getum verið stolt af þessum
árangri landsliðsins í knattspyrnu.
Ásgeir sannaði sig
enn einu sinni
Knattspymumaðurinn Ásgeir
Sigurvinsson er annar glæsilegur
fulltrúi okkar á íþróttasviðinu úti
í hinum stóra heimi. Hann lék á
ný með Stuttgart gegn Bayern
Mtinchen um síðustu helgi eftir
langvarandi meiðsli og sýndi góð
tilþrif. Stuttgart sigraði, sem kunn-
ugt er, 3-0, á heimavelli sínum og
þessi framganga Ásgeirs er honum
eflaust mjög svo kær því það var
einmitt Bayem Munchen sem fór
mjög illa með hann þegar hann var
hjá félaginu. Þá gátu forráðamenn
liösins ekki notað hæfileika hans.
Þeir hinir sömu hijóta hins vegar
að vera farnir að sjá hve Ásgeir er
snjall knattspyrnumaður og það er
vissulega ánægjulegt ef Ásgeir nær
að sýna sínar bestu hhðar annars
staðar en í búningi Bayern
Mtinchen. Sagt var í fréttum hér
heima að Ásgeir hefði verið besti
maður vaharins í leiknum gegn
Bayern en hins vegar fékk hann 2
í einkunn hjá Kicker og 3 hjá Welt
am Sonntag.
Vandræðaástand hjá
öðrum atvinnumönnum
Aðrir atvinnumenn okkar virð-
ast eiga í vandræðum hjá hðum
sínum. Sigurður Jónssoii er enn
ekki í myndinni hjá ShefSeld Wed-
nesday, Lárus Guðmundsson er
upp á kant við forseta Kaiserslaut-
ern, Ath Eðvaldsson spilar ekki
leik með Bayer Uerdingen, Arnór
er að vísu farinn að leika eftir rifr-
ildi við forráðamenn Anderlecht,
sem virðist hafa sett mark sitt á
leik hans, og Guðmundur Torfason
virðist hanga á bláþræði í liði Wint-
erslag. Nú hefur þjálfari hðsins
verið rekinn og framtíð Guðmund-
ar í aðalhði félagsins er óljós í
meira lagi. Þetta er vægast sagt
vandræðaástand en vonandi taka
þessir snjöllu leikmenn sig saman
í andlitinu óg komast í lið hjá félög-
um sínum á næstunni.
Stefán Kristjánsson
• Alfreð Gíslason átti frábæran leik í fyrri leik íslands og Póllands í Laugardalshöll á miðvikudagskvöldið.
Alfreð, sem er Akureyringur, mun örugglega leggja sig allan fram á mótinu á Akureyri og Húsavík og það
er mikilvægt að landslið okkar sigri á mótinu. DV-mynd Brynjar Gauti