Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Page 17
K- LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987. Fyrir framan höfuðstöðvar ABC-bankans i Osló. mig að máli. Hann hefur ekki hringt ennþá." - Þetta mál vakti mikla athygli á íslandi og ýmsir munu hafa gagnrýnt fréttastofu Utvarps harkalega fyrir óvönduð vinnubrögð i þessu tilfelli. Hvernig tekur þú þeirri gagnrýni? „Ég hef ekki átt þess kost að fylgj- ast með framgangi málsins á íslandi og get því ekki sagt neitt nema hvað varðar mína hlið á málinu. Ég hef enga ástæðu til að búa til frétt eða taka þátt í rógsherferð á hendur Stef- áni Jóhanni Stefánssyni. Ég var á sínum tíma formaður Félags ungra jafnaðarmanna á Akureyri og síðar í Reykjavík, auk þess sem ég var um eins árs skeið varaformaður Sam- bands ungra jafnaðarmanna. Ég sat hér í hverfisstjórn norska verka- mannaflokksins og var þar formaður menningarmálanefndar. Ég hætti þessu þegar ég var ráðinn fréttaritari Útvarpsins hér þar sem ég taldi ekki rétt að starfa í ákveðnum stjórn- málaflokki samhliða því aö vinna fyrir Útvarpið. En ég taldi einfaldlega að hér væri um frétt að ræða sem mér bæri skylda til að koma á fram- færi við fréttastofuna heima. Og ég vil taka fram að Friðrik Páll Jóns- son, starfandi fréttastjóri Útvarps- ins, var mjög varkár og spurði mig beint að því hvort hægt væri að treysta þessum manni, það er Tang- en, og ég taldi svo vera. En ég tel málinu lokið frá minni hálfu og sendi heim greinargerð þar sem ég rakti allan gang málsins og hef engu við það að bæta. Ég held hins vegar aö það séu fáir fréttamiðlar sem hafa ekki orðiö fyrir því að birta fréttir sem síðar kom í ljós að ekki stóðust. Slíkt er alltaf hvimleitt, svo ekki sé meira sagt, en erfitt að tryggja að slíkt gerist ekki stöku sinnum, því miður." Byrjaði á Alþýðublaðinu o Við Jón Einar sitjum í stofunni að Ársentarrase þar sem hann býr ásamt eiginkonu sinni, Yngvild, og syninum Sindra sem er tæpra tveggja ára. Eldur logar á arni og Sindri blandarsér í samræður okkar við og við meðan Yngvild sýslar í eldhúsinu. Ég kynntist Jóni Einari fyrst þegar við unnum saman á Al- þýðublaðinu árið 1976. Þá var hann aö byija sinn blaðamannsferil ásamt fleirum sem hafa haldið áfram í þess- um bransa, svo sem Gunnar E. Kvaran, fréttamaður sjónvarps, og Einar Sigurðsson Bylgjustjóri. Mér sem síðástur allra kastaði steini að nokkrum manni, léttur í lund og ger- ir gjárnan grín að sjálfum sér en er ekki fyndinn á kostnað annarra. Hann er fæddur á Akureyri árið 1954. Fóreldrar hans bjuggu’ekki saman en þegar hann var níu mánaða fór móðir hans til dvalar á Vífilsstöðum og dó þegar hann var flögurra ára. Hann ólst upp hjá afa sínum og ömmu í Kópavogi. „Það er einmitt í Kópavogi sem áhuginn á blaðamennsku vaknaði fyrst. Gísli J. Ástþórsson hélt þá námskeið í þessum fræöum hjá Æskulýðsráði sem ég sótti. Skömmu seinna fór ég til Akureyrar þar sem ég hóf störf hjá Landsímanum pg byrjaði nám í öldungadeild MA. Égý- ætlaði jafnframt í símvirkjanám en ; byijaði að taka myndir fyrir press- una í Reykjayík. Þarna kynrítist eg Sigrúnu Stefánsdóttur fréttainanni! sem þá var ritstjóri Íslendings. Hún hvatti mig mjög til að fara í blaöa- mannaskóla í Noregi en hún hafði sjálf lokið námi í Mgðamenrisku þar.l Ég þráaðist eitthvað'við en Sigrún Fét sig ekki. Fyrst fór ég raunar í lýð- háskóla hér úti og vann síðan á Alþýðublaðinu og Vísi fram til 1978 að við Yngvild fluttum til Oslóar og ég var í tvö ár við nám í blaðamanna- skólanum en var jafnframt fréttarit- ari Vísis og síðan DV.“ - Blaðamaður í banka Eftir að hafa lokið námi hóf Jón Einar störf sem blaðamaður á viku- riti sem norsku kaupmannasamtök- in gefa út. Hann vann þar í flögur ár og skrifaði um viðskipti og versl- un. Árið 1984 var hann ráðinn í upplýsingadeild norska ABC-bank- ans þar sem hann hefur starfað síðan. „Þetta er mjög líflegt og skemmti- legt starf. Hjá bankanum vinna um 2.400 manns og við erum átta sem erum í upplýsingadeildinni. Við gef- um meðal annars út eigið blað sem kemur út vikulega og er dreift til allra starfsmanna. Við erum einnig í sambandi við flölmiðla til að gefa þeim kost á aö fylgjast með starfsemi bankans. Nei, við gerum lítið að því að senda út fréttatilkynningar. Norskir flölmiölar eru ekki ginn- keyptir fyrir að birta ókeypis auglýs- ingar frá fyrirtækjum með þeim hætti.“ - Áttu von á að þið flytjið til Islands á næstunni? „Eins og sakir standa á ég ekki von á að það verði í bráð. Það er gott aö 17 búa í Noregi en auðvitað er alltaf viss söknuður eftir vinum og ættingj- um á íslandi. En ég á marga góða vini hérna líka. Norðmenn og íslend- ingar eru líkir að mörgu leyti. Þetta á þó sérstaklega við um þá sem búa í Norður-Noregi. Mér finnst ég kom- inn heim þegar ég kem þangað. Þar tíðkast ekki að læsa útidyrum og gestrisnin er eins og á islenskum sveitaheimilum. Þetta fólk, sem þarf að sækja lífsbjörgina á miðin, líkist íslendingum mest. Norömenn fara vel með fé og eru sparsamir. Mér þótti satt aö segja nóg um þessa að- gæslu í flármálum þegar ég flutti hingað úr óðaverðbólgu á íslandi þar sem menn kepptust vdð að eyða því samstundis sem aflað var.“ - Hvernig er svo afkoman hjá Óla Norðmanni? Yfirvinna óþekkt „Hún er auðvitað nokkuð misjöfn. En ég held að það sé ekki vafi á því að íslendingar þurfa að vinna miklu meira en til dæmis Norðmenn og Svíar til að ná sömu lífskjörum. Vinnusemi íslendinga er viöbrugðið hér í Noregi og þeir eftirsóttir til starfa. Yfirvinna er nær óþekkt hér enda er hún skattlögð svo hátt að það borgar sig engan veginn að taka aukavinnu. Ég vinn frá klukkan átta að morgni til hálfflögur yfir sumarið. Fyrst vissi ég ekki hvað ég ætti viö tímann að gera, vinnu lokið um miðj- an dag! Nú vinn ég aðeins flóra daga í viku, er í fríi á fimmtudögum til að vera með Sindra. Það er gert ráð fyr- ir því í vinnumálalöggjöfinni að foreldri geti sótt um að hafa þennan háttinn á og þannig varið meiri tíma með börnum.sínum. Vinnuveitendur þurfa að hafa mjög sterk rök til að hafna slíkri beiðni en ég er víst fyrsti karlmaðurinn hér í bankanum sem notfærir sér þetta. Kaupið í Noregi er almennt gott en það er dýrt að lifa og sérstaklega er íbúðárhúsnæði dýrt í Osló og stærri bæjum. Þar verða hjón að virína bæði úti ef þau ætla að kaupa hús- næði. Þaö væri gaman að geta sent fréttir heim af daglegu hfi fólks í Noregi. Til þess gefst mér þó ekki tími enda fréttaritarastarfið aðeins aukastarf og þar verða tíðindin úr heimi stjórnmála og viðskipta að ganga fyrir. Ég man eftir því að ég tók einu sinni viðtal við Fleksnes (Rolv Wesenlund) fyrir Vísi. Hann er mikill áhugamaður um norræna samvinnu og sagði meðal annars að stærsta verkefnið, sem væri óunnið á því sviöi, væri að miðla upplýsing- um milli þjóðanna um daglegt líf fólksins í þessum löndum.“ Fjölmiðlar hér eru óbundnari í framhaldi af þessu fórum við Jón Einar að ræða um flölmiðlun hér í Noregi og á íslandi. Ég læt þess getið að sumum íslendingum þykir norska sjónvarpið lítt spennandi og að norskir flölmiðlar almennt flalh lítið um íslensk málefni miðað við hvað mikið er í fréttum heima af því sem er að gerast í Noregi. „Það er auðvitað vegna þess hve fréttaritarar íslenskra flölmiðla eru duglegir að senda heim fréttir af at- burðum hér,“ segir Jón Einar og brosir í skeggið. „Nú, staðreyndin er sú að minni þjóð veit alltaf meira um stærri þjóð en öfugt. En vissulega er rekin mjög góð og yfirgripsmikil fréttaþjónusta á íslandi og kannski sérstaklega í útvarpi og sjónvarpi. Og það er líka svo hér í Noregi. En ég hef stundum haft gaman af því þegar íslenskir blaðamenn eiga leið um Osló og segja mér að þeir hafi kíkt á sjónvarpsfréttir uppi á hótel- herbergi og fundist þær leiðinlegar. Svo koma Norðmenn til íslands_og gægjast í sjónvarpsfréttir þar og lenda kannski á fréttum um kal í túnum í Eyjafirði eða eitthvað álíka. Þeir verða ekkert sérstaklega upp- rifnir. En flölmiölar hér eru óbundn- ari en heima og ekki jafnháðir til dæmis stjórnmálaflokkunum." Flokksklafinn heima Við ræðum þetta frekar og Jón Ein- ■ ar segir meðal annars: „Mér skilst til dæmis aö á íslandi ráði útvarpsráð og stjómmálaflokk- amir tilhögun kosningaútvarps og sjónvarps. Hér kæmi slíkt ekki til greina. Flokksklafinn liggur á ríkis- flölmiðlunum heima. Og ég 'vil geta þess aö frá 1. mars á næsta ári verð- ur norska ríkisútvarpið og sjón- varpið algjörlega óháð og sjálfstæð stofnun. Það verða umræður um hana einu sinni á ári í Stórþingúju þar sem rætt verður um hvemig skal leggja aðallínur í starfseminni og þar ber hæst skyldu stofnunarinnar til að varðveita og hlúa að norskri tungu og menningu. Stærstu blöðin hér eru óháð stjórnmálaflokkum og almennt held ég að umræða í flöl- miðlum hér sé opnari og ágengari en er á íslandi. Og ég er þeirrar skoðun- ar að íslenskir flölmiðlar séu mjög varkárir að flalla um liðna tíð og jafnvel svo að það séu aðeins ein- staka menn sem télji sig hafa rétt til að koma þar nálægt." - Heldur Tangenmálið enn vöku fyrir þér? „Nei. Það er eins og ég sagði áður. Þessu máh er lokið af minni hálfu og ég veit ekki betur en fréttastofa hljóðvarpsins hafi gefið út sérstaka yfírlýsingu og harmað að heimildir reyndust ekki traustar þegar á reyndi. En auðvitað hefur þetta kennt mér það að aldrei er of varlega farið og mun draga minn lærdóm af því,“ sagði Jón Einar Guðjónsson._

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.