Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Qupperneq 24
24
LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987.
Hinir vammlausu -
umdeildir lögregluþættir á Stöð 2:
Jamvel
erfingjar
A1Capone
mótmæltu
Robert Stack í hlutverki Eliot Ness, hins skotglaða fulltrúa fjármálaráðuneytisins.
Hinir vammlausu voru frá fyrstu
sýningu umdeildir sjónvarpsþættir i
Bandaríkjunum. Vélbyssuskothríð
og bardagar á götum Chicago ein-
kenndu þessa þætti. Þrátt fyrir
mótmæli létu vinsældimar ekki á sér
standa, Sýningar hófust í október
árið 1959 og stóðu í nærfellt íjögur ár.
Á sínum tíma voru þessir þættir
sýndir í Kanasjónvarpinu þannig að
margir íslendingar kannast við þá.
Nú hefur Stöð 2 keypt þá til sýninga.
Fyrir skömmu fmmsýndi Há-
skólabíó einnig kvikmynd með þessu
sama nafni og efnið er það sama og
þættirnir eru spunnir út frá.
Ness gegn Capone
Hinir vammiausu voru harðsnúin
sveit lögreglumanna í Chicago með
þjóðsagnapersónuna Eliot Ness, full-
trúa úr fjármálaráðuneytinu, í
fararbroddi. Andstæðingurinn var
maður að nafni Alfonso Capone.
Hann var betur þekktur sem A1 Cap-
one og hafði að auki viðurnefnið
„Scarface".
Þetta er efni sem lengi hefur notið
vinsælda sem efniviður sjónvarps-
þátta og kvikmynda. Sögusviðið er
bannárin í Bandaríkjunum og glæpa-
gengið sem hreiðraði um sig í
Chicago og rakaði saman fjármunum
á leynilegri vínsölu. Sögunni af A1
Capone lýkur í raun og veru árið
1931 þegar Eliot Ness kemur honum
í steininn en það virðast engin tak-
mörk fyrir hve lengi er hægt að
spinna upp nýjar sögur af viðureign
þessara manna.
A1 Capone er trúlega nafntogaðasti
glæpamaður allra tíma ef þeir eru
frátaldir sem ætluðu verkum sínum
pólitískan tilgang. Hann var fæddur
í Napólí á Ítalíu árið 1899. Hann kom
ungur til Bandaríkjanna og fyllti þar
flokk þeirra landa sinna sem virtu
lög og rétt lítils. Hann var fyrst í New
York þar sem glæpaferill hans hófst.
Þar var hann tvívegis bendlaður við
morðmál en var ekki dæmdur.
í þjónustu John Torrio
Árið 1920 var hann búinn að fá nóg
af stórborginni og flutti til Chicago,
þá á tuttugasta og fyrsta aldursári. í
Chicago gerðist hann byssumaður
hjá John Torrio sem þá bar höfuö
og herðar yfir aðra glæpaforingja í
borginni. Á þessum árum var skálm-
öld bannáranna að ganga í garð í
Bandaríkjunum og hvergi varð
ástandið verra en í Chicago. Torrio
þessi stundaði leynivínsölu og hagn-
aðist veí.
Þar kom að hinn ungi A1 Capone
tók að gerast frekur til rúmsins og
árið 1923 hrakti hann foringja sinn
úr borginni og tók þar öll völd í und-
irheimunum. A1 Capone var þá 24
ára gamall. Hann hafði sérstakt lag
á að ná tökum á embættismönnum
og stjórnmálamönnum og beitti þar
jafnt morðhótunum sem mútum.
Andstæðinga sína lét hann myrða,
oft á hrottalegan hátt, og miskunnar-
leysi hans vakti hvarvetna ótta.
Auk leynivínsölunnar kom hann á
fót spilavítum og talið er að tekjur
hans á árinu 1927 hafi numið ríflega
100 milljónum Bandaríkjadala. Hann
átti undirsáta í lögreglunni og ekkert
virtist geta hnekkt veldi hans. Ráða-
menn í borginni kusu að sitja hjá þar
til Anton J. Cermak var kjörinn
borgarstjóri árið 1931. Meðal þeirra
sem þjónuðu málstað hans var Eliot
Ness. Honum tókst að sanna skatt-
svik á A1 Capone og hann var
dæmdur í 11 ára fangelsi þótt hann
sæti ekki allan þann tíma. Ál Capone
var sleppt lausum árið 1939 en hann
var þá farinn á sál og líkama og end-
urreisti aldrei fyrra veldi sitt þótt
hann Ufði til ársins 1947,
Yfirgengilegt ofbeldi
Þættirnir um lögreglusveit Eliot
Ness mörkuðu á vissan hátt þátta-
skil í bandarísku sjónvarpi. Áldrei
áður haiði oíbeldi verið notað jafn-
markvisst til að laða að áhorfendur.
Þættimir voru úthrópaðir fyrir til-
gangslausar morðsenur þar sem
blýkúlur fylltu loftið og blóðiö rann
um stræti. Áhorfendur virtust þó
áfjáðir í að sjá þetta vikulega blóðbað
í sjónvarpinu. Hver þáttur.býður upp
á tvo til þrjá skotbardaga.
Gagnrýnendur lýstu þessu efni
fjálglega og einn skrifaði: „í nærri
hverjum þætti er glæpaforingi negld-
ur upp við vegg og hann fylltur af
blýi, eða hann fellur á andlitið á bíla-
stæði (og ekki er blýið sparað), eða
hann liggur í göturæsinu (enn fullur
af blýi), eða hann hangir gaddfreðinn
í frystiklefa, eða hann er ekinn niður
af stórum, svörtum Hudson.“
Skýringin á þvi að þættirnir voru
ekki bannaðir er fyrst og fremst sú
að þeir byggjast á sögulegum stað-
reyndum. Söguhetjumar voru
raunveralegar persónur og atgangur
þeirra átti sér stoð í raunveruleikan-
um. Allir vissu að Eliot Ness átti
ríkan þátt í að brjóta niður veldi A1
Capone í Chicago árið 1931. Ness
skrifaði síðar sjálfsævisögu sína og
hún var notuð við gerð langrar heim-
ildarmyndar um baráttuna við A1
Capone. Heimildarmyndin var frum-
sýnd snemma árs 1959 o'g fékk mikið
lof.
Framhald heimildarmyndar
Það varð til þess að ABC sjón-
varpsstöðin réðst í gerð þátta um
sama efni og árið 1959 var ekki liðið
þegar árangurinn var sýndur sjón-
varpsáhorfendum. Þar voru rakin
ævintýri Ness og manna hans. Blöð
í Chicago gáfu þeim á sínum tíma
auknefnið hinir vammlausu því
þetta virtust vera einu lögreglu-
mennimir í borginni sem ekki létu
múta sér. Þetta gengi lagði að velli
hvern gangsterinn á fætur ööram.
Heimildarmyndinni lauk á því að
A1 Capone var sendur í steininn og
kvikmyndinni, sem nú er verið aö
sýna hér, lýkur á sama atriði. Sjón-
varpsþættirnir taka við þar sem
sögunni um A1 Capone lýkur. Þeir
hefjast á slagnum um völdin í hinu
fallna veldi A1 Capone.
Þegar líður á þættina fækkar þeim
glæpamönnum sem voru verðugir
andstæðingar hins frækna Ness og
höfundar þáttanna tóku að skálda
upp afrek sem hann átti að hafa unn-
ið. Ness hafði þó leyst upp lögreglu-
sveit sína eftir að A1 Capone var úr
sögunni og hann átti lítinn og oft
engan þátt í þeim verkum sem hann
vinnur í sjónvarpsþáttunum.
Þar er hann látinn ráða niðurlög-
um frægra bófa og á meira að segja
að hafa verið fremstur varnarmanna
þegar reynt var að ráða Franklin D.
Roosevelt af dögum á Miami Beach
árið 1933. Það var ekki svo í raun-
veruleikanum. Stundum varð þessi
skáldskapur til þess að lögreglan
mótmælti við höfunda þáttanna.
Þannig var Ness látinn vera í aðal-
hlutverkinu þegar lögreglan barðist
við Ma Barker og bófagengi hennar.
Ness var fulltrúi fjármálaráðuneyt-
isins í baráttunni gegn leynivínsölu
en Ma Barker varð að lúta í lægra
haldi gegn mönnum alríkislögregl-
unnar.
Mótmæli úr öllum áttum
Öllu skrautlegra varð þó mál sem
erfingjar A1 Capone höfðuðu gegn
sjónvarpsstöðinni. Þeim var sama
um sögulegar staðreyndir en kröfð-
ust einnar milljónar Bandaríkjadala
í skaðabætur fyrir að nafn A1 Capone
var notað í hagnaðarskyni án leyfis.
Þá mótmæltu ítalskir innflytjendur
því að flestir glæpamannanna voru
Italir og báru ítölsk nöfn. Fangaverð-
ir sáu einnig ástæðu til að mótmæla
vegna þess að geflð var í skyn að A1
Capone hefði notið betri aðbúnaðar
en aðrir fangar í Atlanta fangelsinu,
þar sem hann sat í átta ár. Framleið-
endur brugðust á endanum við
þessum klögumálum með því að taka
fram i lok hvers þáttar að efni þeirra
væri að hluta skáldskapur.
En þaö var ekki ónákvæmdi í með-
férð sögulegra staðreynda sem vakti
mesta athygli á þáttunum heldur of-
beldið. Þetta eru þættir um góða
menn og vonda. Glæpamennimir eru
skrautlegt lið, nánast alvondar
skepnur. Það virðist því oft sjálfsagt
mál að drepa þá. Eliot Ness og hans
menn eru virðulegir og strangheið-
arlegir verðir laganna. Það er enginn
húmor í Ness því skylduverkin
ganga fyrir öllu.
Leikarinn og hlutverk hans
Robert Stack, sem leikur Eliot
Ness, sagði eitt sinn að hann léki í
raun og veru ekki heldur væri það
sem sæist á skjánum aðeins viðbrögð
hans við þeim óþokkum sem hann
yrði að umgangast. Það var þessi
andstæða góðs og ills sem hélt þátt-
unum gangandi.
Robert Stack vann sér það helst til
frægðar um dagana að fara með hlut-
verk Ness. Hann var fæddur árið
1919 og reyndi snemma að komast
að sem kvikmyndaleikari í Hollywo-
od. Kvikmyndaframleiðendur höfn-
uðu honum fyrst í stað en árið 1939
fékk hann stöðu hjá Universal kvik-
myridaverinu án þess að hljóta þar
mikinn frama. Hann kom fyrst fram
i kvikmynd árið 1942 en vakti ekki
teljandi athygli.
Hans tími var ekki kominn fyrr en
ABC sjónvarpsstöðin réð hann til að
fara með hlutverk Ness. Eftir það lék
hann sama hlutverk í kvikmynd sem
heitir The Scarface Mob og fjallar
um þá kappa, A1 Capone og Eliot
Ness. Hann komst aldrei út úr þessu
hlutverki.
Þrátt fyrir verulegar vinsældir í
fyrstu entust þættirnir ekki lengi ef
miðað er við marga aðra vinsæla
sjónvarpsþætti. Þeir voru með vin-
sælasta sjónvarpsefni fyrsta vetur-
inn sem þeir voru sýndir en bjuggu
við fallandi gengi eftir það. Aðrar
sjónvarpsstöðvar gerðu hliðstæða
þætti sem þó voru ögn mannlegri og
ekki eins blóðugir. Ness tók smátt
og smátt breytingum og varð einnig
mannlegur og drápin hættu að vera
jafnyflrgengileg og áður. Fleiri lög-
reglumenn voru einnig kallaðir til
sögunnar en vinsældirnar héldu
áfram að minnka og haustiö 1963 var
framleiðslu þáttanna hætt.
-GK