Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987. í útlöndum 1. desember Kæri vin Á dögunum hitti ég íslending sem hefur verið búsettur í Skandinavíu í rúman aldarfjórðung. Hann sakn- aði ekki margs frá Fróni. Játaði þó, nánast klökkur, að stundum gripi sig næsta óviðráöanleg löngun í rammíslenskan mat, svo sem há- kall, svið, hrútspunga, skyr og kæsta skötu. Eitthvað fleira taldi hann upp sem ég man nú ekki í bili hvað var. Ég spurði hvort hann sækti ekki þorrablót íslendingafé- laga hvar hann gæti fullnægt þessari löngun sinni, en hann tók því víðs fjarri: - Ég gerði það fyrstu árin eftir að ég flutti út, en hætti því alveg eftir nokkur ár. Að vísu var góður þorramatur á borðum og brennivín með, en mér leiddist félagsskapur- inn æ meir með hverju árinu sem leið. Það er nefnilega svoleiðis að í útlöndumtalarfólkgjamanvelum ' hvert annað en á þssum samkom- um virtist það keppikefli alltof margra að níða niður náungann og baktala allt ogalla. Nú fer ég í helg- arferð til íslands einu sinni á vetri og kýli mig út af þorramat með gömlflfn vinum í svona tvo sólar- hringa. Það er alls ekki sama með hverjum maður borðar góðan mat. Þú skalt athuga það, góði, sagði maðurinn og spurði svo hvort það væri satt sem hann hefði heyrt, að banna ætti hákallaveiðar við ís- land. Gladdist mjög þegar ég sagði að svo væri ekki. „Jólaborðin" vinsælu Talandi um mat þá er það nú svo að enginn er maður með mönnum í borgum og bæjum í Skandinavíu nema hann fari á vertshús og fái sér af , jólaborðinu". Öll veitinga- hús, sem vilja láta að sér kveða, auglýsa jólaborð fljótlega uppúr miðjum nóvember. Og fólkiö þyrp- ist að og borðar ekta jólamat. Mörg fyrirtæki hafa þann sið að bjóða starfsfólkinu í jójaborð. Mér er sagt af kunnugum að kostnaður per mann í slíkum samkvæmum geti numið 15-18 þúsund krónum ís- lenskum þegar fljótandi veitingar eru taldar með. Á dögunum las ég í blaði leiðbeiningar frá yfirkokki á þekktu veitingahúsi þar sem hann ráðlagði gestum að fara 12 sinnum að jólaborðinu og gaf upp nákvæmlega hvað átti að taka í hverri ferð. Ég segi og skrifa 12 ferðir. Nú er það auövitað svo, að áhugi fólks á mat er mismikifl, en ég get sagt þér það að mér varð beinlínis flökurt við að lesa um alla þá rétti sem gestir áttu að láta ofan fyrir bijóstið á sér við þetta marg- umtalaða jólaborð. Ég hefði alla- vega þurft að hafa með mér páfuglsfjöður. Svo er það mér hulin ráðgáta hvaða ánægju fólk hefur af því að setjast að borðum heima loksins þegar jólin eru komin og snæða samskonar rétti og það er búið að belgja sig út af vikum sam- an. En þaö er þeirra höíðuðverkur en ekki minn. ísland á prenti Það má ætla að engin stórtíðindi hafi átt sér stað á íslandi síðustu vikur. Allavega er það viðburður að sjá lands og þjóðar getið í blöð- um í Skandinavíu um þessar mundir. Vissulega ergir þetta mig nokkuð því eins og aðrir landar er ég sannfærður um að ísland sé nafli alheimsins og þjóðin þekkt um veröld alla fyrir gáfur, dugnað og beri á allan hátt af öðrum jarð- arbúum sem gull af eiri. En Skandinavar virðast hafa mildu meiri áhuga á einhverjum banana- lýðveldum í Afríku og Suður- Ameríku en eyjunni í noröri. Þó ber það við að íslands sé getið. Til dæmis var ég að fletta norsku pressunni og rakst þar á lesenda- Bréftilvinar Sæmundur Guðvinsson bréf frá konu einni sem spyr hvort frekar beri að trúa lögreglustjóran- um í Osló eða bílstjórum sjúkrabíla þar í borg. Bílstjórarnir haldi því fram að þeir sem eru á ferli í mið- borginni seint um kvöld eða nótt geti allt eins átt á hættu að verða fyrir hnífstungu. Hins.vegar haldi lögreglustjórinn því fram opin- berlega að það sé jafn öruggt að ganga um götur Oslóar og Reykja- víkur. Kvaðst konan ekki draga í efa að fólk væri öruggt í Reykjavík en hallaðist frekar að skoðun bíl- stjóra sjúkrabílanna hvað OslÓ varðar. í ekki ómerkara blaði en Aftenposten er birt mynd af bréfi sem barst norska heilbrigðisráð- herranum frá manni í Tel-Aviv í ísrael. Hann kveðst hafa áhuga á að starfa með fótluðum börnum í Evrópu og biður hann því norska ráðherrann vinsamlegast að gefa sér upp heimilisfang á slíkri stofn- un á - íslandi. Blaðið telur þetta ógaman fyrir íslendinga sem hafi með þessu verið seldir Noregskon- ungi á hönd á nýjan leik. En svo geti verið að ísraelinn telji Noreg liluta af lýðveldinu íslenska. „Fá Norge pá kartet.“ segir blaðið. Þessi frétt kemur raunar í kjölfaríð á annarri þar sem greint er frá deilum ferðamálastjóra Oslóborgar og kollega hans í Finnlandi. Þeir eru komnir í hár saman út af heim- ilisfangi jólasveinsins. Böm um allan heim senda gjaman línu til jólasveinsins og skrifa utan á um- slagið að heimilisfangið sé Norður- póllinn. Ferðamálastjórinn finnski hefur látið þau boð út ganga að honum beri aö fá þessi bréf í hend- , ur þar sem jólasveinninn búi í Finnlandi. Ferðamálastjórinn í Osló tók þetta óstinnt upp og segir að jólasveinninn eigi hvergi heima nema í Noregi og ferðamálaráð Oslóar og nágrennis sjái um að svara öllum bréfum í nafni jóla- sveinsins. Ég hélt nú raunar að það væri á allra vitorði að jólasveinn- inn ætti heima á fslandi og legg til að Birgir Þorgilsson ferðamálsjeff taki að sér að leiðrétta kollega sína í Finnlandi og Noregi. Við getum ekki látið stela frá okkur jólasvein- inum svona þegjandi og hljóða- laust, jafnvel þótt þjófamir séu famir að bítast um feng sinn. Nú, svo sá ég að tímaritið Hjem- met í Noregi er að auglýsa viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, í næsta tölublaði. Sagt er að hún sé liin ókrýnda drottning íslands, virt af umheiminum og elskuð af þjóð sinni. „Að vera móð- ir gerir mig að betri forseta“, hefur blaðið eftir forseta vorum í nefndri auglýsingu. Svo rak ég augun í frétt þess efn- is að Noregur sæti á botninum hvað varðar byggingu íbúða fyrir háskólanema. Var sérstaklega tek- ið fram, að á íslandi væm fæstar háskólaíbúðir á hvern nema á öll- um Norðurlöndum, en þótt há- skólanemar í Noregi væru 20 sinnum fleiri en á íslandi þá byggðu íslendingar nú jafn margar íbúðir á ári og Norðmenn. Sögur af Svíum Eins og ég gat um í síðasta bréfi þreytast Svíar seint á að segja sög- ur af Norðmönnum og öfugt. Síðustu sögur af Svíum, sem ég hefi heyrt, em eftirfarandi: Tveir Svíar voru dæmdir fyrir peningafólsun. Á leið út úr réttar- salnum segir annar við lúnn: - Það varst þú sem áttir hugmynd- ina að því að búa til þessa 23ja krónu seðla. Heyrt í Stokkhólmi: - Hvemig fór fótboltaleikurinn? - Hann endaði núll núll. - Nei, er það satt? En segðu mér eitt. Hvernig var staðan í hálf- leik? Yfirþjónn á veitingastað í Stokk- hólmi: - Hvað á þetta að þýða maður? Kemur hingað inn á grútslutug- um skóm. - Skítugum skóm? Hvaða skóm? Skilti í sænsku veitingahúsi: - Við afgreiðum gestina sama dag og þeir panta. Tveir Svíar sátu og horfðu á keppni í ísknattleik í sjónvarp- inu. Þegar langt var liðið á leik- inn segir annar: - Nú veit ég hver Martinsen er og hver Johansen er, en hver í ósköpunum er þessi Pucken. (Ef þú horfir aldrei á ísholdu þá skal ég geta þess að „puck“ er heiti lilutarins sem keppendur reyna að koma í markið hvor hjá öðrum, svona eins og bolti í hand- eða fótbolta, skilurðu.) Ég læt þessu tilskrifi lokið að sinni, en skrifa síðar. Þinn vinur, Sæmundur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.