Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987. Sérstæð sakamál Renate Dawid batt enda á líf manns síns með hamri en var sýknuð. Dómaramir komust að þeirri niðurstöðu að hún hefði gripið til þess eina ráðs sem henni hefði komið til hugar til þess að leysa þann vanda sem að henni steðjaði í hjónabandinu. Horst Dawid. Myndin er tekin á brúðkaupsdag hjónanna í ágúst 1966. til þess að flýja frá Austur-Þýska- landi til Vestur-Þýskalands. Fátt ef nokkuð var honum þó meira kapps- mál en að tvíburasynir hans, Markús og Manúel, sem voru nítján ára, yrðu bestir í júdó í heiminum. Er hér var komið sögðu höfðu þeir lent í fyrsta og öðru sæti á vestur-þýska meist- aramótinu. Þeim gekk þó ekki eins vel á júdó- móti sem fram fór í Köln þann 9. mars. Markús tapaði þrívegis í röð og vann því engan sigur. Er faðir hans sá hvernig farið hafði hringdi hann heim til konu sinnar æfur af bræði. „Þessi vesæli sonur þinn tap- aði í dag. Hvern andskotann á þetta að þýða?“ Þá fór frú Renate að óttast að fyrir dyrum væri enn eitt erfitt laugar- dagskvöld. Dregin á hárinu Hún hafði rétt fyrir sér. Varla var Horst Dawid kominn inn fyrir dyrn- ar heimá hjá sér er hann þreif til konu sinar og dró hana á hárinu yfir anddyrið. Um leið sparkaði hann fast í hana. Synirnir skiptu sér ekki af þessu. Þeir höfðu kynnst því á sárs- aukafullan hátt hvað það gat haft í íör með sér aö gera slíkt. Seinna um kvöldiö, er hjónin sátu og horföu á sjónvarp, þreif Horst Dawid í konu sína, velti henni úr stólnum, sem hún sat í, og hrópaði: „Þú átt ekki að sitja í stól sem ég á og hef keypt og borgaö fyrir. Fram- vegis getur þú setið á gólfinu." Svo þreif hann aftur í Renate, tók í hár hennar og nú reif hann flygsur úr því. Þá fór hann að beija höfði henn- ar við gólfið. Síðan kastaði hann ávaxtaskál í andlit hennar og svo vatnsglasi. Loks hrópaði hann: „Ég nenni ekki að drepa þig í dag. En á morgun... Annaðhvort hengi ég þig eða drep þig með öxi.“ Og svo hélt áfram Horst Dawid lét þetta ekki nægja. Um tvöleytið um nóttina réöst hann á syni sína sem höfðu fylgst með því sem móðir þeirra hafði orðið að þola. „Ykkur er eins gott að biðja þess aö Móðir Horst, Erna Götz. Svaf Renate Dawid var fjörutíu og sex ára þegar hún varð manni sínum að bana. Hún réðst að honum þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Dómar- arnir þrír, sem fengu máhð til úrskurðar i Konstanz, í suðurhluta Vestur-Þýskalands, voru sammála um að sýkna hana. Og meira að segja móðir þess myrta, sjötíu og fimm ára gömul kona, að nafni Erna Götz, var ánægð með dóminn. „Sonur minn var djöfull í mannsmynd,“ sagði hún. Hefur vakið mikla athygli Dómurinn yfir Renate Dawid vegna morðs hennar á manni sínum, Horst Dawid, hefur vakið mikla at- hygli. Geta móðursjúkar konur nú drepið menn sína og fengið sýknun? spyrja sumir. Aðrir segja aftur á móti að það sé gott að lögin skuli vernda konur sem þurfa að lifa í hjónabandi sem sé helvíti líkast og séu í þann veginn að örvinglast. Menn eru því ekki á einu máli en einmitt þess vegna og af því hve, óvenjulegt málið allt er hefur mikið verið um það fjallað, einkum í Þýska- landi. Morðið var framið snemma að morgni 10. mars 1985 í glæsilegu einbýlishúsi Dawidhjónanna viö Bodenvatn. Þetta var sunnudagur. Horst Dawid, fimmtíu og eins árs, svaf er hann var myrtur. Og venjulega er það talið sérstakt fólskuverk að ráðast á sof- andi fólk. Þess vegna haföi í Vestur- Þýskalandi ætíö verið refsað fyrir morð af þessu tagi með lífstíðar- dómi. Dómararnir í Konstanz litu hins vegar þannig á morðið hefði verið eina lausnin á þeim vanda sem leitt hefði af óvenjulegum erfiðleik- um í hjónabandinu. Efnaður maður Horst Dawid hafði efnast mjög vel á því að hjálpa óhamingjusömu fólki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.