Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Síða 37
LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987.
49
Um daginn var sagt frá því í sjón-
varpinu mínu aö búið væri að setja
hitaveitu í gangstéttirnar í Banka-
stræti, Laugavegurinn nýi er víst
líka upphitaður og þegar menn
hafa lokið við að hita upp gangstíg-
ana á Arnarhóli verður svo komið
að menn geta eiginlega hvergi
handleggsbrotið sig lengur.
Ég þekki að vísu konu sem fót-
braut sig á stofugólfmu heima hjá
sér en þrátt fyrir það er algjörlega
ósannað að það sé hægt að hand-
leggsbrjóta sig ef á þarf að halda.
Og nú mun vera búið að gera stati-
stikk yfir það hverjir brjóta sig
oftast, hvar, hvenær og hvers
vegna og kom í ljós að metið eiga
gamlar konur sem detta á svelli eða
annarri hálku og bera fyrir sig
hendumar í fallinu. Oftast nær
brutu gömlu konurnar sig á leið-
inni niður Bankastræti og býst ég
við að það hafi aðallega verið þess
vegna sem farið var að hita upp
gangstéttirnar þar en hvers vegna
' menn eru að hita upp nýja Lauga-
veginn hef ég ekki hugmynd um
því að þar hefur enginn brotið sig
svo vitað sé.
Kannski það sé verið að hita upp
Laugaveginn svo að portúgalska
grjótið njóti sín betur að vetrarlagi
en snævi þakið er það auðvitað
ekki meira augnayndi en fegurðar-
drottning alheimsins í nútíma
svefnpoka sem eru þeirrar náttúru
að ef manni tekst á annað borð að
skríða ofan í þá er alveg undir
hælinn lagt að maður komist upp
úr þeim aftur hérna megin grafar.
Flókið mál
En þannig eru nú einu sinni
tímarnir sem við lifum á og sú
spurning sígild hvers vegna gera
eigi hlutina einfalda ef hægt er að
hafa þá flókna.
Að vísu halda flestir á minu
heimili að það sé afskaplega einfalt
að gera þá hluti sem þeir þurfa
ekki að gera sjálfir. - Er ekki hægt
að færa stofuvegginn innar um svo
sem einn og hálfan metra til að
stækka með því eldhúsið? segir
kannski einhver yfir morgunkaff-
inu á sunnudögum. - Væri ekki
Einfalt mál
Háaloft
Benédikt Axelsson
þU Crtz T UfL
EK.K.Í
j LEyT-i Ti L A•£>
FLVTJA tþ-UÐnUhSD fi-
I 'A 3AKDA R. IKJA MAIZ&A-Ð ■
hægt að færa kastarann í herberg-
inu mínu út í hom? segir annar og
sá þriðji vill fá að vita hvort ekki
sé hægt að reyna að pumpa í fót-
boltann sinn með ónýtu hiólhesta-
pumpunni, sem sé úti í bílskúr,
vegna þess að blaðran í boltanum
sé hvort sem er ábyggilega sprung-
in.
Það þarf víst ekki að taka það
fram að allt á þetta að gerast fyrir
mánudagsmorgun.
En stundum eru kröfurnar miklu
hógværari en þetta, maður er til
dæmis beðinn um að setja ljós und-
ir eldhússkápinn sem sé ekkert mál
að sögn Gunnu hans Jóns en á
þeirra heimfii gerir Jón alla skap-
aða hluti og fer létt með það.
Þegar svona löguðu er skellt
framan í mann, sjálfsagt í þeim til-
gangi að hvetja mann til dáða, er
maður ekkert að hafa fyrir því að
tilkynna að maður treysti sér svo
sem líka til að gera alla skapaða
hluti heima hjá Jóni og Gunnu.
Maður kaupir einfaldlega ljósið og
þegar maður er hér um bil búinn
að drepa sig og kveikja í húsinu
hringir maður í rafvirkja ef maður
er skynsamur. Ef maður er það
ekki heldur maður áfram að tengja
ljósið og hringir að því búnu í
slökkviliðið.
Og vegna þess að jólin og flensan
eru að koma, hvort tveggja hefur
stungið sér niður í Kringlunni,
Hagkaupi og Miklagarði, gerir
maður margt fleira en manni gott
þykir, um daginn tók ég til dæmis
þátt í bakstri heima hjá mér og fékk
að launum að smakka á framleiðsl-
unni en var rekinn frá störfum
þegar ég hafði smakkað eina teg-
undina tíu sinnum.
Þetta kallaði ég vönduð vinnu-
brögð en konan mín var ekki á
sama máli og setti mig í það að
þurrka af í stofunni með þeim
ummælum að þótt það væri
kannski ekki hundrað prósent ör-
uggt að ég æti ekki afþurrkunar-
klútinn skipti það svo sem ekki svo
miklu máh þótt ég gerði það, hún
ætti nóg af klútum.
Kveðja
Ben. Ax.
Fiimurðu
átta breytingar?
73
Þessar tvær myndir sýnast í fljótu bragði eins en á neðri
myndinni hafa fallið burt hlutar af myndinni eða þeir
breyst, alls á átta stöðum. Það er misjafnlega eríitt að fmna
þessar breytingar en ef fjölskyldan sameinast um að leysa
þetta trúum við því að allt komi þetta að lokum.
Merkið með hring eða krossi þar sem breytingarnar eru
og sendið okkur neðri myndina. Skilafrestur er tíu dagar.
Að þeim tíma liðnum drögum við úr réttum lausnum og
veitum þrenn verðlaun, öll frá versluninni Japis, Brautar-
holti 2. Þau eru LED útvarpsvekjari (verðmæti 4.680,-),
Supertech útvarp (verðmæti 2.840,-) og Supertech ferðatæki
(verðmæti 1.880,-).
I öðru helgarblaði héðan í frá birtast nöfn hinna heppnu
en ný þraut kemur í næsta helgarblaði.
Góða skemmtun!
Merkið umslagið:
„Átta breytingar - 73, c/o DV, pósthólf5380,125 Reykjavík.“
Verðlaunahafar 71. gátu reyndust vera: Helgi Guðmunds-
son, Sæbólsbraut 23, 200 Kópavogi (ferðatæki); Linda Rut
Hreggviðsdóttir, Strandgötu 75 a, 735 Eskifirði (útvarpsvekj-
ari); Teitur Jóhannesson, Hellisgötu 22, 220 Hafnarfirði
(útvarpstæki).
Vinningarnir verða sendir heim.
<
NAFN .......
HEIMILISFANG
PÓSTNÚMER ..