Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Qupperneq 42
54 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987. Skák Tuttugu hafa orðið Evrópumeistarar unglinga - Þröstur Þórhallsson teflir á mótinu í ár sem haldið verður í Amheim í Hollandi en í upphafi nýs árs. Honum til að- stoðar í Amheim veröur Þráinn Vigfússon. Núverandi Evrópumeistari ungl- inga, Sovétmaðurinn Ivantsjúk, ætlar að tefla aftur á mótinu í ár, senniiega með því hugarfari að verða tvöfaldur meistari. Landi hans, Gelf- and, efnilegur skákmaður sem þegar hefur getið sér gott orð, verður einn- ig með sigurstranglegri mönnum. Af öðrum nafntoguðum keppendum má nefna Danann Lars Bo Hansen og Englendinginn David Norwood sem sigraði eftirminnilega á Njarðvíkur- mótinu. í framhjáhlaupi er skylt að geta þess að mishermt var í skák- þætti á dögunum hvar lokaumferðir mótsins í Njarövík voru tefldar. Þær fóru fram við bestu aðstæður á Hótel Kristínu þar sem keppendur bjuggu einnig við afar góðan kost. Hafa skal það sem sannara reynist. Tuttugu Evrópumeistarar Fjölmargir íslendingar hafa teflt á unglingamótunum í Groningen og því ætti að vera viö hæfi aö minnast mótanna lítillega þegar skipt hefur verið um skákstað. Bæjarnafnið Groningen ætti annars ekki að hljóma ókunnuglega í eyrum öld- ungadeildarinnar því að þar var haldiö mikið mót 1946. Það var fyrsta stórmótiö eftir stríð og þar náði Bot- vinnik fyrst aö slá í gegn. Sigurvegararnir á unglingamótun- um í Groningen eru nú margir hverjir heimsþekktir skákmenn. Árið 1963 sigraði Hollendingurinn Þröstur Þórhallsson veröur full- trúi íslands á Evrópumeistaramóti unglinga í skák sem fram fer um jól- in og áramótin' samkvæmt venju. Mótinu hefur verið fundinn staður í hollenska bænum Groningen allar götur síðan 1969 en unglingamót þar var fyrst haldið sex árum fyrr. Undanfarin ár hafa skipuleggjend- ur mótsins í Groningen haldið hjartnæmar ræður við mótsslitin þar sem þeir lýsa því yfir með þungum ekkasogum að því miður hafi ekki fengist fiármagn til að halda mótið þetta árið nema meö miklum for- tölum og það verði áreiðanlega ekki mögulegt næst. Nú er loks komiö að þessari sögulegu stund. Mótið í ár verður haldið í Arnheim, öðrum hol- lenskum bæ. Vonandi ferst móts- stjórum skipulagning jafnvel úr hendi þar svo að unglingunum finn- ist eins og áður að þeir séu að tefla á alvöruskákmóti. Á þingi Alþjóðaskáksambandsins í Sevilla var Þröstur viðurkenndur sem alþjóðlegur meistari í skák. Hann náði eins og kunnugt er lokaá- fanga að titlinum á alþjóðamótinu í Njarðvík á dögunum. Sá böggull fylg- ir skammrifi að samkvæmt reglum FIDE þarf skákmaður að hafa minnst 2350 Eló-stig til að fá formlega útnefn- ingu. Þröst vantar enn fimm stig sem hann á þó inni og fær um áramótin er ný stig verða gefin út. Strangt til tekið hlýtur hann því ekki nafnbót- ina „alþjóðlegur meistari í skák“ fyrr Frá Evrópumeistaramóti unglinga í Groningen árið 1969. V-Þjóðverjinn Karl-Heinz Maeder varð óvænt Evrópumeistari. Hér er hann aö tafli við Armenann Rafael Vaganjan sem nú er heimsþekktur stórmeistari. Zuidema; næsta ár deildu landi hans Hartoch og Daninn Sloth sigrinum; síðan Ree og Hubner; þar næst Ree og Englendingurinn Whiteley; 1967 Rússinn Steinberg, sem lést fyrir ald- ur fram aðeins 25 ára gamaU, og 1968 varð skákmeistari, sem allir þekkja, efstur: Anatoly Karpov, sem þá var aðeins 16 ára gamall. Karpov náði því ekki að verða Evr- ópumeistari unglinga. Árið eftir að hann sigraði var teflt í fyrsta sinn um titilinn. Þessir hafa orðið Evr- ópumeistarar (í tímaröð): Karl-Heinz Maeder, Andreas Adoijan, Zoltan Ribli, Gyula Sax, Oleg Romanishin, Sergei Makaritsjev, John Nunn, Alexander Kotsjév, Mark Diesen og Lubomir Ftacnik, Shaun Taulbut, John Van der Wiel, Alexander Tsjémín, Ralf Akesson, Curt Hans- en, Jaan Ehlvest, Valery Salov, Ferdinand Hellers, Alexander Kha- lifman og Vassily Ivantsjúk. í upptalningunni kennir margra grasa. Tuttugu skákmenn hafa orðið Evrópumeistarar og margir þeirra eru nú heimsþekktir stórmeistarar. Aðrir hafa ekki uppfyllt þær vonir sem við þá voru bundnar. Eitt nafn- anna vakti sérstaka athygli mína. Það er Karl-Heinz Maeder sem sigr- aði 1969 og varð fyrsti Evrópumeist- ari unglinga. Hvaða maður er þetta og af hverju er hann hættur að tefla? Svarið er að finna í hollenskri bók um Groningenmótin sem út kom í fyrra. Þar kemur fram að Maeder þessi, sem bersýnilega var bráðefni- legur skákmaður á þessum tíma, dró sig í hlé frá kapptaíli tveimur árum seinna. í stað þess lagði hann stund á stærðfræði og fór að tefla bréfskák. Fyrir sex árum varö hann alþjóðleg- ur bréfskákmeistari. Ég get ekki stillt mig um að birta eina bráðskemmtilega skák frá mót- inu 1969. Skákin er reyndar ekki Skák Jón L. Árnason lýsandi dæmi um taflmennsku Maeders á mótinu því að þetta er eina skákin sem hann tapaði. And- stæðingur hans er lítt þekktur Finni sem vann þessa einu skák í úrslitun- um! Hvítt: Turunen Svart: Maeder Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 RfB 5. Rc3 a6 6. Bc4 e6 7. a3 Oftast er leikið 7. Bb3 en með texta- leiknum, sem reyndar er ekki sérlega beittur, vill hvítur halda biskupnum til haga. Friðrik teíldi svona í frægri skák við Fischer á áskorendamótinu 1959 og vann í 45 leikjum. 7. - Be7 8. 0-6 0-0 9. Ba2 b5 10. Del Friðrik lék 10. f4 Bb7 11. f5!? e5 12. Rde2 Rbd7 13. Rg3 Hc8 14. Bg5 Rb6 15. Rh5 og nú, í stað þess að fórna skiptamun með 15. - Hxc3?!, hefði 15. - Rc4 gefið Fischer prýðileg færi. 10. - Bb7 11.13 d5?! Það er eðlilegt að svartur vilji refsa andstæðingnum fyrir svo rólyndis- lega taflmennsku. Leikurinn hefur þó sína annmarka. 12. e5 Bc5 13. Be3 Db6 14. Hdl Rc6 15. Df2! Rxe5 Svartur þiggur peðið og lifir 1 von- inni því að annars fengi hann snöggtum lakari stöðu. 16. b4 Bxd4 17. Bxd4 Dc7 18. Dg3 Rfd7 19. Hfel f6 20. f4 Ef riddarinn forðar sér fellur kóngspeðið og svartur ætti í erfið- leikum. Þess vegna leggur svartur traust sitt á gagnsókn eftir c-línunni en hún er hæpin. 20. - Hac8?! 21. fxe5 fxe5 22. Hxe5! Rxe5 23. Bxe5 Df7 Svartur hefur misst tvo menn fyrir hrók og peð og hvítur á mun betri stöðu. Hann hefur hins vegar ekki í hyggju að leggjast í vöm. í næstu leikjum nær hann öflugu frum- kvæði. 24. Re4! Hxc2 Ekki 24. - dxe4 vegna 25. Bxe6! Dxe6 26. Dxg7 mát. 25. Bbl He2 26. RÍ6+ Kh8 27. Dh4? Ónákvæmni. Eftir 27. Dd3! væri taflinu sama og lokið. Þá svarar hvít- ur 27. - gxfB með 28. Bxfí> + ! Kg8 (ef 28. - Dxf6 29. Dxh7 mát) 29. Dg3+ og vinnur. 27. - h6 28. Rg4! Hótar 29. Dxh6 + með máti og vald- ar um leið 12-reitinn og biskupinn á e5. Svartur er hins vegar ekki af baki dottinn. 28. - Hxg2+! 29. Khl! Ekki 29. Kxg2 Df3+ og Hdl fellur með skák í næsta leik. 29. - Kg8 30. Dxh6?!! Svo virðist sem þessi laglega drottningarfóm geri út um taflið þar eð 30. - gxh6 31. Rxh6 er mát. En svartur á dulinn varnarmöguleika! Hvítur átti fallega vinningsleið í stöðunni: 30. Rxh6 + ! gxh6 31. Dxh6 Hg7 (aðrir leikir eru ekki til) 32. Bh7 + ! Hxh7 33. Hgl+ og mátar. 30. - Hd8? Missir af björgunarleiðinni sem satt að segja er enginn hægðarleikur að koma auga á. Svartur gat varist með 30. - Hc2!! sem lokar fyrir bisk- upslínuna og hótar um leið 31. - Df3+ með máti. Hrókurinn er friðhelgur. Ef 31. Bxc2? þá 31. - Df3+ 32. Kgl Dxg4+ og síðan 33. - gxh6. Ekki gengur heldur 31. Rf6 + ? Dxf6! 32. Dxf6 d4+! 33. Kgl Hg2+ 34. Kfl gxf6 og vinnur. í Ijós kemur aö eftir 30. - Hc2!! verð- ur hvítur að sætta sig við jafntefli með 31. Kgl! Hg2 + ! 32. Khl Hc2 o.s. frv. Sannarlega óvænt stef og skemmtilegt. Eftir leikinn í skákinni tapar svartur strax. 31. Dh7+ Kf8 32. Bxg7+! Ke8 33. Bg6 d4 34. Dg8+ - og svartur gafst upp. Unglingalandskeppni í Stavanger Um helgina fer fram í Stavanger í Noregi fiögurra landa keppni ungl- inga í skák. í keppninni taka þátt íslendingar, Norðmenn, Danir og Svíar. Þetta er árlegur viðburður en íslendingum hefur ekki fyrr verið boðið að taka þátt. Hollendingar hafa jafnan sent lið til þessarar keppni en af því gat ekki orðið nú. Tólf manna hópur fer til Stavan- ger: Þröstur Þórhallsson, Andri Áss Grétarsson, Davíð Ólafsson, Tómas Bjömsson, Arnar Þorsteinsson, Snorri G. Bergsson, Hannes Hlífar Stefánsson, Þröstur Árnason, Sig- urður Daði Sigfússon og Héðinn Steingrímsson. Fararstjórar verða Jón G. Briem og Ólafur H. Ólafsson. íslendingarnir hljóta að teljast sig- urstranglegir í keppninni, þó svo Simen Agdestein tefli á fyrsta borði fyrir Norðmenn og Ferdinand Hell- ers fyrir Svía. Er enginn vafi á því að keppnin verður góð æfing fyrir unglinga okkar. Hitt er svo annaö mál hvort það samrýmist metnaði okkar á skáksviðinu að hlaupa upp til handa og fóta og senda svo fiöl- menna sveit til útlanda með skömmum fyrirvara til þess eins að verða fiórða hjól undir vagni í keppni grannþjóðanna. -JLÁ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.