Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Side 45
LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987.
57
Iþróttapistill
Stúkan á
skökkum stað
Enn einu sinni var landslið okk-
ar í handknattleik í sviðsljósinu í
vikunni og að vanda stóðu lands-
liðsmennirnir sig vel svo ekki sé
meira sagt. Reyndar hefur landshö-
ið verið á fleygiferð í langan tíma
ef með er tahð Lottó-mótiö í Nor-
egi-. Þar hafnaði Uðiö sem kunnugt
er í þriðja sæti.
Landsmenn alUr gera miklar
kröfur til landsUðsins og það er
alltaf grunnt á óánægjuröddum
þegar ekki vinnast sigrar. Þeir
voru margir sem ötuðu Uðið auri
eftir tapið gegn Júgóslövum og
Norðmönnum á Lottó-mótinu enda
kröfuharður almenningur jafnan
fljótur til þegar Ula gengur. Vissu-
lega var tapið gegn Norðmönnum
nánast óþolandi vegna þess ein-
faldlega að Norðmenn áttu í hlut.
Þeir hafa lengi talið sig betri í
íþróttinni en íslendinga og það höf-
um við skiljanlega ekki viljað
viðurkenna. Ef grannt er skoðað
var tapið gegn Norðmönnum ekk-
ert reiðarslag eins og margir vilja
meina. Þeir léku jú á heimavelli.
ísland hefur sjaldan tapað gegn
Noregi en Norðmenn hafa hins
vegar unnið hinar Norðurlanda-
þjóðirnar, Svía og Dani, svo til
árlega. Frammistaða okkar gegn
Norðmönnum er því betri en Dana
og Svía.
Verðum að líta á málið í
heild
Varla er það mannsbarn til sem
fylgist með íþróttum hér á landi
sem ekki veit að íslenska landsliðið
býr sig nú af einstöku kappi fyrir
ólympíuleikana. Landsliðið leikur
tugi landsleikja á þessum tíma og
þaö gefur augaleið að okkur tekst
ekki að vinna alla þessa leiki. Mál-
ið er að vinna réttu leikina og þá
auðvitað þegar áð ólympíuleikun-
um kemur. Við verðum að stilla
gagnrýni í hóf á meðan á undirbún-
ingstímanum stendur og gefa
landsliðinu þann frið sem það þarf
á að halda.
Árangurinn gegn Júgóslöv-
um var mjög góður
Árangur íslenska landsliðsins í
leikjunum tveimur gegn heims-
meisturum Júgóslava í Laugar-
dalshöllinni í vikunni var mjög
góður. Liðið náði að hefna ófaranna
frá Noregi og sigra í fyrri leiknum
og engu munaði að okkur tækist
aö ná jöfnu í síðari leiknum.
Reyndar er langt síðan maður hef-
ur orðið vitni að annarri eins
óheppni og elti íslenska liðið í síð-
ari leiknum. Þrátt fyrir mjög góðan
árangur gegn Júggunum er vafa-
samt að dæma liðin handknatt-
leikslega séð eftir leikina. Álagið,
sem var á báðum liðum, að leika
sjö landsleiki á átta dögum, er mjög
óvenjulegt en á örugglega eftir að
koma sér vel þegar að alvörunni
kemur.
Stúka á vitlausum stað
Þeir sem hafa átt leið um Laug-
ardahnn hafa vafaUtið tekið eftir
mikilU stúkubyggingu sem nú er
verið að reisa við gervigrasvöUinn.
Á undanfórnum árum hefur mikil
gagnrýni komiö fram á margt það
Umsjón
Stefán Kristjánsson
sem gert hefur verið í Laugardaln-
um og ég held aö hin nýja stúku-
bygging veröi ekki síður á milU
tannanna á fólki en aðrar fram-
kvæmdir á íþróttasvæðinú í
Laugardal.
GervigrasveUinum var ákaflega
vel tekiö þegar hann leit dagsins
ljós og í raun var um hreina bylt-
ingu að ræða fyrir knattspymu-
menn. Þeir geta nú æft aUan ársins
hring án tilUts til veðurfars. Sann-
leikurinn er hins vegar sá aö
sárafáir alvöruleikir fara fram á
velUnum og raunar ekki nema einn
leikur árlega sem laðar að sér
marga áhorfendur og er hér átt við
úrslitaleik- Reykjavíkurmótsins.
Umrædd áhorfendastúka kemur
því aðeins að notum fyrir áhorf-
endur á sárafáum leikjum og er svo
sannarlega reist á snarvitlausum
stað.
Stúkuna átti auðvitað að
reisa við aðalleikvanginn
Það er mín skoðun og margra
annarra að skynsamlegra hefði
verið að reisa umrædda stúku.
gegnt stúkunni sem fyrir er á aöal-
leikvanginum í Laugardal. Þar átti
þessi stúka að vera og þar er og
verður þörf fyrir hana. Það liggur
í augum uppi að nýtingin á stú-
kunni á gervigrasvellinum verður
ekki mikil. Allir stórleikirnir í
knattspyrnunni hér heima fara
fram á Laugardalsvellinum og svo
gæti fariö að tvö 1. deildar lið lékju
heimaleiki sína á velhnum næsta
sumar. Allavega eitt. Ég er alls
ekki aö deila á þá framkvæmd að
reisa stúku í Laugardalnum, held-
ur forgangsröð verkefnanna sem
er röng að mínu mati. Vera má að
stúkubygging sé á dagskránni á
aðalleikvanginum en ég hef grun
um að framkvæmdir við völlinn
sjálfan muni hafa forgang enda er
það eðUlegt. Laugardalsvöllurinn
sjálfur er í slæmu ástandi og þar
þarf margt að laga. EðUleg röð
framkvæmda áð mínu mati heíði
verið að byrja á því að gera við
vöUinn, reisa síðan stúkubyggingu
á móti stóru stúkunni á aðaUeik-
vanginum og bygging stúku við
gervigrasvöUinn hefði síðan komið
þar á eftir.
Þarft framtak hjá FRÍ
Nýverið kom út nýtt tímarit á
vegum Frjálsíþróttasambands ís-
lands og nefnist það „Tímarit um
frjálsar." í blaðinu, sem koma á út
sex sinnum á ári hverju, verða
fréttir af mótum, þjálfunargreinar
og fleira sem viðkemur frjálsum
íþróttum auk þess að vera málgagn
FRÍ. Meðal efnis í fyrsta blaðinu
sem nýkomiö er út má nefna viðtal
viö ErUng Jóhannsson, íslands-
methafa í 800 metra hlaupi, grein
um stangastökkvarann sovéska
Sergei Bubka sem á heimsmetið í
greininni og ótalmargt fleira. í
fréttatUkynningu frá FRÍ segir að
með útkomu þessa blaös sé brotið
blað í sögu FRÍ. Það eru orð að
sönnu og þetta framtak FRÍ er mjög
virðingarvert. Blaöiö verður selt í
áskrift og verður tekið við áskrift-
arbeiðnum á skrifstofu FRÍ.
Östutt svar til formanns KKÍ
í síðasta mánudagsblaði DV rit-
aði Björn M. Björgvinsson, formað-
ur Körfuknattleikssambands
íslands, grein í þáttinn „Stungið
niöur penna.“ Þar fjallaði Björn
meðal annars um blaðaskrif varð-
andi körfuknattleikinn og var ekki
sáttur við afar neikvæð skrif um
íþróttina. Ég get ekki stiUt mig um
aö svara Bimi í örfáum orðum. Það
virðist vera útbreiddur misskiln-
ingur meðal manna að það sé í
verkahring íþróttafréttaritara að
hefla íþróttagreinar til vegs og
virðingar og oftar en ekki neita
menn að horfast í augu við sann-
leikann. Og hann er einfaldlega sá
að körfuboltinn hér á landi hefur
verið á hröðu undanhaldi síöustu
árin eða aUt frá því að erlendir leik-
menn voru bannaðir. Ég fuUyrði
að það sé ekki sök íþróttafrétta-
manna hvernig komið er fyrir
körfunni. Það er okkar aö segja frá
staðreyndum og það hefur verið
gert, aUavega í DV. Ekkert skal
fullyrt um það hér hvort það er sök
KKI eða félaganna hvernig málum
er nú komið en þaö Uggur á borðinu
að eitthvað þarf að gera til að auka
■ áhugann. Svo virðist sem menn séu
nú að vakna af áralöngum dvala
og meiningin sé að leyfa hér er-
lenda leikmenn á ný. Þessu hljóta
allir að fagna en mennirnir sváfu
bara alltof lengi. En þeir eru loks
vaknaðir og vonandi hafa þeir farið
réttum megin framúr rúminu.
Stefán Kristjánsson
• Nýja stúkubyggingin við gervigrasvöllinn í Laugardal sem kostaði margar milljónir, sumir segja 18, þegar
allt sé komið til alls. Hefði ekki verið skynsamlegra að reisa þessa fallegu byggingu við aðalleikvanginn i
Laugardal?
Viltu spara? -
- Kíktu bara!!
Nýkomið
mikið úrval af
ódýrum skóm.
Odýri skómarkaðurinn
Hverfisgötu 89
<r
SÖFASETT Á HEILDSÖLUVERÐI
30 % ÖDÝRARI!
Vönduð sófasett með vali
um tau- eða leðuráklæði.
Bólstrun og Tréverk hf.
Síðumúla 33, sími 688599
BarbaraPucci
Laugavegi 89 - sími 22453
Austurstræti 6 - sími 22450