Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Qupperneq 47

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Qupperneq 47
LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987. 59 Jkh Ferðamál VESTUR - ÞÝSKALAND VESTUR ÞÝSKALAND SKÍÐALÖND í SVISS ins er Bern. Aörar stórborg- ir í Sviss teljast Ziirich, Basel, Genf og Lausanne. Árið um kring er mikið í boði fyrir ferðamenn og reyndar er hægt að vera á skíðum þama í sumum brekk- um allt árið. Þá eru þar skautahallir, tennisvellir, sundhallir, golfvelhr og gönguleiðir um fjöll fyrir göngu- garpa og klifurstaðir fyrir aðra. Það er sem sagt margt hægt að gera til afþreyingar og afslöppunar sem ferðamaður í Sviss. En við ætlum að huga aðeins að skíðunum að sinni. Eftir því sem við komumst næst eru um fimmtíu staðir, þorp, bæir og borgir í Sviss sem bjóða upp á skíðaaðstöðu, þ.e. góðar skíöabrekk- ur, hótel og lyftur. Þar af eru nokkrir staðir 'þar sem hægt er að vera á skíðum allt árið. Crans-Montana Á síðasta ári var heimsmeistara- keppnin í alpagreimlm haldin í Crans-Montana og er sá staður í há- vegum hafður af mörgum. Þar var gott að vera fyrir heimsmeistara- keppnina en mikið var gert til að bæta enn betur alla aðstöðu og því segja menn þar: Lengi getur gott batnað. Frá íslandi verður beint flug til Ziirich eftir áramótin. Ein ferða- skrifstofa hefur í nokkur ár selt í sérstakar skíðaferðir í Sviss. í ár er hún með tíu daga páskaferð til Grans-Montana. Þá er flogið til Zurich með Arnarflugi og síöan er ekið til Crans-Montana sem er um íjögurra klukkustunda akstur. Áætl- að verð er um fjörutíu og fimm þúsund krónur og er þá miðað við gistingu í tveggja manna herbergi og morgun- og kvöldverður innifalinn. Crans-Montana er í 1500 metra hæð en lyftur ganga upp í allt að þijú þúsund metra hæð sem er upp á Plaine Morte. Það eru um fjörutíu lyftur á þessu svæði og brekkur við allra hæfi. Brekkumar eru merktar eins og á öðrum skíðastöðum. Svört merking við skíðabrekkur þýðir að þær séu erfiðar yfirferðar, rauð merking segir okkur að brekkurnar séu fyrir meðaljóna í kunnáttunni og þær bláu eru fyrir nýhöana. Þegar skoðað er kort yfir skíðasvæðið í kringum Montana sést að uppi í þijú þúsund metra hæð em líka brekkur fyrir nýhða eða „bláar“ brekkur. Rétt við Montana er bærinn Amin- ona sem einnig er þekktur skíðabær. Zermatt og Saas Fee Ain Rón (Rhone) rennur eftir daln- um, sem Crans og Montana eru í, og út í Genfarvatn. í þessum dal eru fleiri skíðastaðir, t.d. Villars og Leys- in sem margir þekkja, en þar eru nokkrir íslendingar við nám í hótel- fræðum. Ekki langt frá er Zermatt sem er með elstu og þekktustu skíða- stöðunum. Zermatt er við rætur Matterhom og þaðan leggja upp göngugarpar sem klífa tindinn. í næsta nágrenni við Zermatt er svo Saas-Fee. Það er enn einn staðurinn sem rómaður er fyrir náttúrufegurð og skíðaaðstöðu. Skíðatímabilið er frá desember og fram í apríl á þessum slóðum. Upp úr miðjum aprílmánuði hverfa svo flestir skíðaiðkendur á braut en þá koma aðrir til Zermatt og Saas-Fee. Það eru skíðamenn sem fara efri leiö- ina (Haute Route) sem liggur frá Chamonix í Frakklandi til Saas-Fee. Áætlað er að um þijú þúsund manns fari þessa leið árlega. Shk skíðaferð er víst aðeins á færi þeirra þraut- þjálfuðu en aö þeirra mati ákaflega eftirsóknarverður ferðamáti. Frá bresku ferðaskrifstofunni London’s Super Sviss Travel em skipulagðar ferðir fyrir skíðagarpa sem vilja halda í slíkar alpaferðir. I Graubunden- kantónu Við færum okkur aðeins í austur eða yfir í Graubundenkantónuna sem er austast í Sviss, við landa- mæri Áusturríkis. Þar finnum við m.a. skíðastaðina Arosa, St. Moritz, Davos og Klosters sem er alveg við austurrisku landamærin. Arosa er í átján hundruð metra hæð og þar eru tólf skíðalyftur og aðstaöa góö. Marg- ir frægir hafa lagt leið sína í skíða- brekkurnar í St. Moritz. Þar er öll aðstaða mjög ákjósanleg, fjórar kláf- lyftur og ehefu aðrar lyftur, og þarna er hægt að stunda skíðin sumar sem vetur. Sundhallir eru þar og skauta- aðstaða, golf og tennis á sumrin: sem sagt aUt sem hugur ferðamannsins stendur tfi. í St. Moritz var fyrsti skíðaskóh heims stofnaður árið 1927. * Rétt er þó að taka fram að skíðaskól- Með kompásinn í vasanum Á þessum árstíma leggja margir leið sína um heiðar og yfir ijöll með byssu um öxl í leit að ijúpu. Flestir eiga þeir það þó sameiginlegt að útivistin skiptir jafnnúklu máh fyr- ir þá og fengurinn. Emn þeirra er Bjami Kristjánsson, skólastjóri Tækniskóla íslands. Bjarni er hald- inn slæmri veiðideUu, aö eigin sögn. Hann handleikur veiðistöng við ár og vötn landsins nánast um hverja helgi aUt sumariö og svo röltir hann með byssuna frá miöj- um október og fram tU jóla á eftir rjúþunnL „Eg hef lagt það í vana minn aö rápa og glápa,” segir Bjami. „Úti- vistin er mér afar nauðsynleg og ég er ekki frá því að hún sé vana- bindandi. Ef áreynsluna vantar koma í ljós „fráhvarfseinkenni1- í líkamlegri og andlegri vanhðan. Eftir vinnu á vorin og sumrin geng ég oft á Úlfarsfell áður en ég fer heim.“ Úlfarsfellið blasir við skólastjór- rætt við Bjama Kristjánsson, skólastjóra og rjúpnaskyttu anum úr glugga skrifstofu hans og togar þá eflaust i hann og ýtir und- ir löngunina. Esjan er klifin hka og gengnar fiörur í nágrenni höfuð- borgarinnar. Hann segist hafa byijað á veiði- og útivistarferðum fyrir einum tuttugu áram og vera betur á sig kominn hkamlega nú en áður þó aldursáranum hafi fjölgað. „Eg hef gengið viða á svæðinu hér í kring, austur aö Botnssúlum og að Hrafnabjörgum og suður á Selvogsheiöi. Bjami segist oft rölta án veiðar- færa og þá sérstaklega á útmánuð- um. Viljinn til að búa í þessu landi er meðal annars sprottinn af löng- un til að njóta utivistar hér og mikillar náttúrufegurðar, segir hann. „Alhr árstímar eru góðir tfl úti- vistar. Þaö sem skiptir máh er að klæða sig rétt og hafa kompásinn í vasanum.“ •ÞG ca®kniskóii Bjarní Kristjánsson skólastjcri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.