Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Side 10
10
LAUGARDAGUR 5. MARS 1988.
„Ekki beinlínis persona grata..
Paul Zukofsky fékk Menningarverðlaun D V um daginn fyrir
afrek á tónlistarsviði sl. ár. Enn er hann kominn til að stjóma
Sinfóníuhlj ómsveit æskunnar sem frumflytur hér verk eftir
Messiaen og Beethoven á tónleikum 10. mars.
Það var seint um haustið 1965 sem
Paul Zukofsky kom fyrst til íslands.
Við Þorkell Sigurbjömsson höfðum
kynnst. honum í Tanglewood suma-
rið ’64 en þar vorum við að tónskálda
í nokkrar vikur ásamt kollegum frá
ýmsum löndum. Paul var þá tæplega
tvítugur en löngu orðinn frægur fið-
lusnillingur; hafði „slegið i gegn“ í
Carnegie Hall 13 ára gamall. Þarna
var hann forfiðlari í Fromm Cham-
ber Players, en í þeirri hljómsveit
voru eintómir verðlaunamenn, víð-
ast hvar úr Bandaríkjunum; íluttu
eingöngu spánýja músík eftir
„avantgardana" í heiminum. Mig
minnir að sá sem „ílnanseraöi” þetta
og flest annað sem viðkom nýrri
músík í Tanglewood þetta sumar
hafi verið lyijamilljónari Fromm frá
Chicago, gott ef hann var ekki bróðir
•Erics Fromms heimspekings sem var
mjög í tísku hér upp úr 1970. Auðvit-
að voru þetta gyðingar aö stórum
hluta. Það er staðreynd að ef eitthvað
almennilegt er á ferðinni í Ameríku
þá eru flestir framvarðanna gyðing-
ar, sama hvort þaö er í listum,
vísindum eða bisness. Þó held ég að
gyðingar skari ekki fram úr í horna-
bolta (basebalþ eða boxi, þar eru
líklega engilsaxar og svertingjar í
fremstu víglínu.
Þarna í Tanglewood voru sumsé
aðalnöfnin þetta sumar Bernstein,
Copeland, Foss, Leinsdorf, Berger
o.s.frv. Aðaltónskáldin í unga hópn-
um voru Wuorinen, Arrigo, Eloy og
Davidofsky, mögnuðustu hljóðfæra-
leikararnir Paul Jacobs, Sollberger
og Zukofsky. Forstjóri fyrir öllu sam-
an var Gunther Schuller. Og Paul
Zukofsky er auðvitað gyðingur af
rússnéskum ættum, eins og allir al-
mennilegir fiðluleikarar. Hann
fæddist og ólst uppú New York, son-
ur eins af virtustu ljóðskáldum
Bandaríkjanna, Louis Zukofsky.
Brennandi áhugi
Það riíjaöist margt upp frá þess-
nm dögum þegar ég hitti Paul í
í imbandi við Menningarverðlaun
DV vestur á Hótel Sögu um daginn.
E 1 það voru samt ekki gömlu dag-
arnir, sem við ætluðum að ræða um,
heldur fyrst og fremst staðan í dag
og hvað er fram undan - af hverju
þessi brennandi áhugi á íslandi og
íslensku músíklífi?
„Já, það er furðulegt að hugsa til
þess að þegar ég kom hingað fyrst til
að spila, haustið 1965, og ók með rú-
tunni frá Keflavík í gegnum þetta
eyðilega og algjörlega framandi
landslag þá fannst mér á einhvern
hátt að ég væri að koma heim. Ég
kann enga skýringu á þessu en alltaf
síðan hefur mér fundist að ég til-
heyrði þessu landi og þessu fólki sem
hér býr. New York er auðvitað mitt
heima, þar á ég fjölskyldu og flesta
vini, og þar hef ég starfað mest um
ævina, þótt reyndar sé starfsvett-
vangur minn um allar jarðir. En ég
kom reyndar ekki svo oft hingað fyrr
en fyrir u.þ.b. 11 árum, að við byrjuð-
um Zukofsky-námskeiðin. Þá kynnt-
ist ég fyrst högum fólks að ráöi og
fór aö átta mig á kostum þess og göll-
um. Og ég verð að segja að kostimir
eru yfirgnæfandi, þótt hér sé auðvit-
að margt skritið á ferðinni, ýmislegt
sem mér gengm- seint að skilja.“
Zukofskynámskeiðin, sem nú kall-
ast Sinfóníuhljómsveit æskunnar,
eru löngu þekkt langt út fyrir land-
steinana. I þeim hafa tekið þátt
úrvalsnemeiidur frá ótal löndum.
Þar er lögð megináhersla á seinni-
tíma músík og sjaldgæfari eldri
meistarastykki, sem eru brotin til
mergjar undir leiðsögn innlendra og
erlendra stórmúsíkanta. Og það
stendur yfir eitt slíkt námskeið þessa
dagana og kvöldin í Hagaskóla. Þar
vinna öll kvöld og helgar u.þ.b. 80
ungmenni, undir forustu Zukofskys,
aö frumuppfærslum á tveim meist-
araverkum, öðru nýju, hinu gömlu,
þ.e. „Et exspecte resurrectionem
mortuorum” fyrir 34 blásturshljóð-
færi og 6 slagverksleikara eftir
Olivier Messiaen og strengjahljóm-
sveitarútgáfan af kvartett op. 131
eftir Beethoven.
Turangalila
Paul: „Þaö er merkilegt að þetta
er í fyrsta sinn sem císmollkvartett-
inn er fluttur hér af íslenskum
aðilum. Hann hefur, að ég held, verið
leikinn hér tvisvar af erlendum
gestakvartettum, en íslenskur kvart-
ett hefur víst aldrei flutt hann
opinberlega. Þó er þetta eitt af dýpstu
og þýðingarmestu verkum Beetho-
vens. Hljómsveitarútgáfan er auðvit-
að eftir Beethoven sjálfan og hún er
gríöarlega sterk. En erfið er hún og
krakkarnir, sem fæstir hafa spilað í
kvartett, leggja sig alla fram. Ég held
að þeir læri mikið af þessu. Þeir leika
eftir raddskránni, stúdera allar radd-
ir af nákvæmni, kafa eins djúpt í
verkið og mögulegt er á þessum
tveim vikum.“
Þessir tónleikar eiga að vera 10.
mars, líklega í Langholtskirkju, þó
hugsanlega í Háskólabíói, ef um
semst og fjárhagurinn leyfir.
„Þetta eru sífelld vandræði með
hús fyrir tónleika, ekki bara hjá okk-
ur heldur öllum sem koma nálægt
tónlist hér á landi. En við erum hins
vegar stálheppin með æfingapláss í
Hagaskóla, svo langt sem það nær.“
Verkið eftir Messiaen er eflaust
tekið til meðferðar í og með vegna
áttræðisafmælis þessa franska
meistara sem stundum er kallaður
mesta trúartónskáld eftir Bach. En
stóð ekki til aö Paul Zukofsky stjóm-
aði Turangalila, sinfóníu hans, á
sinfóníutónleikum einhvern tíma á
þessu ári?
• „Ég kom alveg af íjöllum þegar mér
var sagt um daginn að Turangalila
hefði verið komin inn á plan Sinfó-
níuhljómsveitar íslands, á tónleikum
undir minni stjórn. SÍ hafði aldrei
samband við mig um þetta og ég hef
reyndar ekki verið beðinn um að
stjórna henni síðan 1981.
Ekki nógu
góður...
Ég hef á tilfmningunni að ég sé
ekki beinlínis „persona grata“ í þeim
herbúðum, hvað sem veldur.
Kannski er ég ekki nógu góður fyrir
þá eða of góður, sem er enn hættu-
legra. Nei, það var Listahátíðarfólk,
sem hafði samband við mig, og það
var reiknað með að í Turangalila,
sem krefst u.þ.b. 120 hljóðfæraleik-
ara, yrði fólk úr Sinfóníuhljómsveit
íslands og Sinfóníuhljómsveit æsk-
unnar. En þessu var klúðrað og það
ganga alls konar sögur. Ein er að ég
haíi ekki viljað stjórna SÍ heldur að-
eins Sinfóníuhljómsveit æskunnar,
með viöbót frá New York, þ.e. nem-
endum mínum við Juillard. Ég veit
ekki af hverju menn eru aö búa
svona sögur til og þetta er aðeins ein
saga af mörgum. Hitt er rétt að það
var ágreiningur um ýmis skipulags-
atriöi, mér var umhugað um að SÆ
væri ekki hlunnfarin. í öllu falli var
Turangalila aflýst á Listahátíð. Ég
frétti af því eftir nokkra mæöu í jan-
úar en þetta mun hafa verið ákveðið
löngu fyrir jól. Aðalástæðan er sögð
vera að Listahátíð bjóðist pólsk sinfó-
níuhljómsveit og hún ætli að flytja
Requiem eftir Pendercki, sem Jón
Þórarinsson heyrði í Danmörku. Það
er auðvitaö gott og blessað. En ég fæ
samt ekki skilið af hveiju það út áf
fyrir sig þarf að koma í veg fyrir að
íslensk hljómsveit flytji Messiaen.
Nú, en ef það er rétt að verkefna-
valsnefnd SÍ hafi viljað fá mig til að
stjóma Turangalila næsta vetur, en
hætt við það að ósk Listahátíðar, þá
fmnst mér mætti ræða það að nýju.
Ég er svo sannarlega til viðtals því
þetta verk er eitt þeirra sem þarf að
flytja hér eigi hijómsveitin og tónlist-
arlífið í heild að vaxa og dafna. Þetta
er eitt af lykilverkum nútímatónlist-
ar, eins og Le Sacre, sinfóníur
Mahlers og hljómsveitarverk Schön-
bergs.“
Er pláss fyrir
ungu kynslóðina?
„Auðvitað er samstarf milli Sin-
fóníuhljómsveitar íslands og Sinfó-
níuhljómsveitar æskunnar
bráðnauðsynlegt og það er fyrir
hendi að ýmsu leyti. ýmsir leiðandi
menn í SÍ hafa starfað með okkur
aö ýmsum verkefnum og margir
bestu hljóðfæraleikararnir af yngstu
kynslóðinni í SÍ koma úr Sinfóníu-
hljómsveit æskunnar. En hvað á
annars áð gera í framtíðinni? Það
má búast við að SÆ geti skaffað 2-3
frábæra sinfóníumúsíkanta á ári -
hvert eiga þeir að fara? Er pláss fyr-
ir þá í SI eða vilji til að ráða þá? Eöa
missum við þá til útlanda? Ég sé
möguleika í því að stofna stóra kam-
merhljómsveit á borð við Ensku eða
Skosku kammersveitirnar og sam-
keppnisfæra við þær. Slík hljómsveit
miðaðist eðlilega við Haydn- og Moz-
art-sinfóníur en gæti flutt allt
mögulegt annað, bæöi nýtt og gam-
alt. Þetta er kannski ekki svo ijarlæg-
ur draumur og kannski kominn tími
til að athuga rekstrargrundvöll slíks
fyrirtækis."
Þú sagðir áðan, Paul, að þú hefðir
ekki verið beðinn um að stjóma Sin-
fóníuhljómsveit íslands síðan 1981.
Samt fékkstu Menningaryerðlaun
DV, m.a. fyrir að stjórna SÍ á plötu
með verkum íslenskra tónskálda. Og
sú plata var gerð í fyrra.
„Já, en það var ekki hljómsveitin
eða stjórn hennar sem bað mig um
þetta. Það var íslensk tónverkamið-
stöð og tónskáldin sjálf höfðu líka
samband við mig. Ég hef reyndar
ástæðu til að halda að tónskáldin
hérna hafi mörg talsvert álit á mér,
lika margir af bestu hljóðfæraleikur-
unum. Eg fann ekki fyrir neinum
leiöindum þegar við vorum að taka
upp þessa plötu. Samt var það löng
og ströng vinna, sem gerði ýtrastu
kröfur til allra í hljómsveitinni. En
mér er samt sagt að um það bil helm-
ingur hljómsveitarinnar sé á móti
mér og hinn helmingurinn þó ein-
dregið með mér. Ég veit bara ekki
hvor helmingur er hvaö.
Skrifstofuliðið í
músíklífinu
Nei, ég hef aldrei átt í vandræö-
um við góða músíkanta, hvorki hér
né annars staðar. En ég skil ekki
suma í stjórnum og nefndum hér og
þeir botna margir eflaust lítið í mér.
En mikið er ég annars orðinn leiður
á þessum kafbátaleik.“
Ár eftir ár heyra menn og sjá Paul
Zukofsky vinna þrekvirki meö Sinfó-
níuhljómsveit æskunnar. Hann
frumflutti Le Sacre des Primtemps
eftir Stravinsky meö henni fyrir þón-
okkrum árum. Hann stjórnaði henni
við fyrsta og eina flutning á köflum
úr Wozzeck eftir Berg hér á landi og
sömuleiðis 9. sinfóníu Mahlers. Og
margt fleira stórmerkilegt gætum við
upp talið. Ekki má gleyma frumflutn-
ingi á Pierrot Lunaire og Serenade
eftir Schönberg, hjá Kammersveit
Reykjavíkur. Eða 5. Mahlers. Eða
bara síðustu tónleikum SÆ, þar sem
hann stjómaði eftirminnilegum Ha-
ydn og Schumann. Mér dettur
snöggvast í hug hvort ekki geti verið
að þessi öðlingur eigi þrátt fyrir allt
kröfu á að skrifstofuliðið í músíklíf-
inu íslenska komi fram við hann eins
og manneskju. LÞ.