Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Side 20
20
LAUGARDAGUR 5. MARS 1988.
Stj ómley si afnumið
Kæri vin
Ég hef verið að velta því fyrir
mér hvort ég búi í stjórnlausu þjóð-
félagi. Þá á ég ekki við þetta stjórh-
leysi sem þeir flokkar sem eru í
stjómarandstöðu á hvexjum tíma
ásaka jafnan ríkisstjóm um. Nei,
ég á við almennt sljómleysi í fyrir-
tækjum, stofnunum og svona
almennt. Ég hef nefnilega tekið eft-
ir þvi að stöðugt fjölgar auglýsing-
um um námskeiö í stjórnun af
ýmsu tagi. Kennarar sækja nám-
skeið til að læra að stjóma börnun-
um og skólastjórar setjast á
námskeið tii að læra að stjórna
kennurum. Forstjórar taka kúrs í
að stjórna skrifstofustjórum og
hinir síðamefndu em svo þegar
byrjaðir á námskeiði í stjómun
undirmanna. Þetta stjórnunaræði
fer nú sem eldur í sinu um landið.
Sérfræðingar í stjómun virðast allt
í einu vera til á öðm hveiju götu-
horni. Svo þegar yfirmenn em
orðnir svona sprenglærðir í að
stjóma undirmönnum þarf að
halda enn eina námskeiðsröðina til
að kenna undirmönnum að með-
taka hina nýtískulegu stjómun.
Þú manst í dentíð þegar við vor-
um í skóla hvað það var misjafnt
hvemig kennurum gekk að halda
uppi aga, Sumir höfðu svo gott lag
á nemendum að þar gekk allt upp
án þess að þeir þyrftu að áminna
nokkum. Það var skemmtilegt að
læra hjá þeim mönnum. Aðrir
héldu uppi sannkölluðum járnaga
með hálfgerðum Gestapóaðferðum
og við óttuðumst þá og hötuðum í
senn. Svo var það þriðji kennara-
hópurinn sem var fyrir löngu
búinn að gefast upp á að halda
uppi aga og stjóma. Þeir svona luf-
suðust um og var ekki annaö að sjá
en þeim stæði nákvæmlega á sama
hvort á þá væri hlustað eða ekki
eða hvort nemendur lærðu nokk-
um skapaðan hlut. Ófáir nemend-
ur nýttu sér þetta útí ystu æsar en
grétu svo beisklega þegar prófein-
kunnir komu. En þessi munur á
kennumm verður auðvitað úr sög-
unni þegar allir era búnir að ljúka
námskeiði í stjómun. En mikið
skelfmg held ég að þá verði leiðin-
legt að sitja á skólabekk.
Þjóðminjasafnið átti 125 ára af-
mæli um daginn og af því tilefni
var þingmönnum boðið að skoða
safnið. Ekki veit ég hve margir
þeirra hafa komiö þangað áður en
til þess að tryggja að allir mættu
var þeim boðið upp á hákall og
brennivín, það er að segja þeim er
vildu en hinir fengu hrútspunga
og mysu.
Þeir á DV vora nú að gantast með
það að það væri við hæfi að skilja
suma þingmenn eftir þama á safn-
inu. Ekki ætla ég að taka undir slíkt
gáleysishjal því ég vil endilega að
það ríki áfram friður og ró á safn-
inu og þar verði ekki aðrir innan-
hússmenn en þessar elskulegu
eldri konur sem sitja í homum með
pijónana sína. Þær era ómissandi
hluti safnsins og skera sig úr öðr-
um munum vegna þess að þær
standa upp og hreyfa sig af og til.
Mér hefur stundum dottið í hug
hvort ekki væri upplagt að fá
nokkra gamla sjómenn af Hrafn-
istu til aö vera á vappi í skinnklæð-
um í þeirri deild safnsins sem hefur
að geyma báta og aðra muni frá
sjósókn fyrri tíma. Allavega þætti
útlendingum matur í slíku.
„Þeir a DV voru nu að gantast með það að það væri við hæfi að skilja
suma þingmenn eftir þarna á safnínu."
Annars er ég hnur viö að sækja
söfnin. Hef til dæmis aldrei skoðaö
myntsafn Seðlabankans né heldur
Náttúrugripasafnið. Og svo er mað-
ur að flengjast milli safna í hinum
og þessum borgum erlendis. En
svona er þetta líka með lands-
byggðarfólk á íslandi. Það skrepp-
ur til Reykjavíkur nokkram
sinnum á ári og skoðar þá allar
málverkasýningar, sækir leikhús
og bíó og yfirleitt allt sem í boði er.
Svo flytur þetta fólk búferlum til
höfuðborgarinnar og eftir það er
bara setið fyrir framan sjónvarpið
og allar sýningar látnar lönd og
leið því það má alltaf fara á morgun
eða um næstu helgi fyrst þetta er
alveg við bæjardymar.
Um daginn rakst ég á kunningja
í Austurstræti. í fylgd með honum
var Þjóðveiji sem var búinn að
vera hér í fjóra daga. Við stungum
okkur inn á Hressó og fengum
kafS. Þjóðveijinn fór að segja frá
öllu sem hann hafði skoðað í borg-
inni og næsta nágrenni á fjórum
dögum. Þaö var meira en ég kemst
yfir á einu ári. Ég var því heldur
sneypulegur þegar ég kvaddi, en
náði mér brátt og hugsaði með mér
að svona væra þessir Þjóðverjar.
Allt vildu þeir gleypa á sem
skemmstum tíma og þeir væru svo
vanir að skipuleggja tíma sinn að
ekki færi mínúta til spillis. Við
þessir innfæddu höfum hins vegar
svo mikið að gera við að hafa mik-
ið að gera að við megum ekki vera
að neinu.
Að endingu ætla ég svo að þakka
þér fyrir bréfið sem mér barst í
gær. Það er gott að þú ert búinn
Sæmundur Guðvinsson
að fá betra húsnæði þar sem þú
getur lært í friði. En segðu mér eitt.
Hvenær reiknaröu með að ljúka
prófi? Þetta era nú að verða ellefu
ár síðan þú fórst fyrst utan til náms
og alltaf ertu að skipta um fóg.
Svei mér ef ég man hvað þú ert að
stúdera núna. En með sama áfram-
haldi þarftu ekki að vinna nema
svona 10 ár að námi loknu áöur en
þú kemst á ellilaun. En þetta er
þitt líf en ekki mitt. Jón gamli á
Hallærisá, þú manst sem við vor-
um í sveit hjá sem strákar, kom í
bæinn um daginn og var þá að
spyrja um þig. Sagðist ekki hafa
heyrt frá þér áram saman. Ég sagði
að þú værir að mennta þig í stjóm-
un með þann tilgang í huga að
stjórna landinu þegar þú útskrifað-
ist.
- Ja, mig skal ekki undra að það
taki tímana tvo að læra það, sagði
Jón gamli.
Hafðu það gott.
Þinn vinur
Sæmundur.
Fiimurðu
átta breytingar?
83
Þessar tvær myndir sýnast í fljótu bragði eins en á neðri
myndinni hafa fallið burt hlutar af myndinni eða þeir
breyst, alls á átta stöðum. Það er misjafnlega erfitt að finna
þessar breytingar en ef fjölskyldan sameinast um að leysa
þetta trúum við því að allt komi þetta að lokum.
Merkið með hring eða krossi þar sem breytingarnar eru
og sendið okkur neðri myndina. Skilafrestur er tíu dagar.
Að þeim tíma liðnum drögum við úr réttum lausnum og
veitum þrenn verðlaun, allt Philipsvörur frá Heimilistækj-
um h/f. Þau eru Philips útvarpsklukka (verðmæti 3.210,-),
Philips kaffivél (verðmæti 2.280,-) og Philips ferðastraujárn
(verðmæti 1.600,-).
í öðru helgarblaði héðan í frá birtast nöfn hinna heppnu
en ný þraut kemur í næsta helgarblaði.
Góða skemmtun!
Merkið umslagið:
„Átta breytingar-83, c/o DV, pósthólf5380,125 Reykjavík."
Verðlaunahafar 81. gátu reyndust vera: Hermann Gunn-
arsson, Sundstræti 27, 400 Isafjörður (segulband); Harpa
Kristinsdóttir, Skarðshlíð 151, 603 Akureyri (útvarp); Matt-
hías Ólafsson, Hæðargarði 40, 108 Reykjavík (útvarpsvekj-
ari).
Vinningamir verða sendir heim.
gHe
NAFN .......
HEIMILISFANG
PÓSTNÚMER ..