Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 5. MARS 1988. Popp Oft hefur veriö talað um Ríó tríóið sem eitt af stærri tríóum heimsins. Sennilega hefur það aldrei verið fjöl- mennara en einmitt nú. „ Við erum komnir með þrjár söng- konur til liðs við okkur, þær Ernu Þórarinsdóttur, Evu Albertsdóttur og Guðrúnu Gunnarsdóttur," segir Helgi Pétursson. Nú, og svo höfum við á að skipa vænum flokki hljóð- færaleikara, þeim Eyþóri Gunnars- syni, Friðrik Karlssyni og Gunnlaugi Briem úr Mezzoforte. Einnig er með okkur Haraldur Þorsteinsson bassa- leikari, belgiskur steelgítarleikari og fjórir blásarar. Yfir þessu öllu gin svo Gunnsi, það er Gunnar Þórðarson tónlistarmaður." Ríó „tríóið" var einmitt endurvak- ið um síðustu helgi og skemmtir í Broadway næstu vikurnar. Að sögn Helga Péturssonar er dagskráin allt önnur en síðast þegar hann, Ólafur Þórðarson og Ágúst Atlason komu saman ásamt undirleikurum. „Viðerum meónokkurþjóðlögaf síðustu plötunni okkar á dagskrá - byrjum raunar á þeim. Síðan kemur gamla góða ritúalið með upptrekkta karlinum og sliku, þar á eftir bregð- um við okkur í gospelsöngva og endum loks með nokkrum slögurum afeldri plötunumokkar.Óla Jóog því um líku.“ Ríó tríóið tók þátt í slagnurn á síð- asta jólaplötumarkaði með góðum árangri. Platan Á þjóðlegum nótum fór í gull nokkru.fyrir jól. -ÁT- Enn stækkar Ríó tríóið n srna íyrstu lt Eyjólfur Kristjánsson tónlistar- maður á annríkt um þessar mundir. Hann syngur í Næturgalanum á Sögu, í Superstar í Evrópu, syngur á veitingastaðnum Evrópu og skrepp- ur meira að segja öðru hverju til Akureyrar til að taka lagið á veit- ingahúsi þar. Hann hefur nýlokið við að syngja tvö lög í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstööva og til við- bótar viö allt þetta vinnur Eyjólfur að eigin hljómplötu um þessar mund- ir. - Sumum verður einfaldlega meira úr tímanum en öðrum! „Við byrjuöum á plötunni í október síðastliönum, lögðum síðan verkið á hilluna um skeið og byrjuöum loks að nýju fyrir nokkru,“ segir Eyjólf- ur. „Ég hef hins vegar ekki upptöku- manninn, sem hefur unnið með okkur, nema til tólfta mars. Hann þarf þá að fara utan en kemur aftur í apríl. Þá ljúkum við vonandi plöt- unni.“ Með Eyjólfí vinnur Eyþór Gunn- arsson aðallega við upptökurnar. Gunnlaugur Briem sér um áslátt og Jóhann Asmundsson kemur til með að spila á bassa það sem á annað borð verður handspilað. „Annars notuin við tölvur aö langmestu leyti,“ segir Eyjólfur. „Ég sé sjálfur um allan gítarleik, nema hvað það getur veriö að ég fái einhvern snilling til að taka nokkur sóló.“ Allt í allt verða á plötunni níu til tíu lög. Öll eru þau eftir Eyjólf Krist- jánsson og textar velflestir eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Einn eftir Sverri Stormsker kann að fá að fljóta með. Þegar þetta birtist er enn allt óvíst um hvort Eurovisionlögin tvö, sem Eyjólfur syngur, verða með á plötunni. Væntanlega ræðst það af því hvernig þeim vegnar í forkeppn- inni. -ÁT- Eyjólfur Kristjánsson gefur sér tima mitt í öllu annrikinu til að hljóðrita plötu. Skin og skúrir hjá Tíbet Tabú — búið að skipta. um trommu- og bassaleikara. Rió trióið syngur nú gospeltónlist i bland við gömlu, góðu slagarana. Hljómsveitin Tíbet Tabú er enn ekki orðin ýkja þekkt. Þótt hún hafi einungis nokkrum sinnum komið opinberlega fram er geta hennar þó farin að spyrjast. Tíbet Tabú er ný- lega komin úr hljóöveri og.. .beina leið í bílskúrinn að nýju til að æfa enn belur. „Við vorum ekki fyrr búnir að hljóðrita sex lög en trommuleikarinn yfirgaf okkur og bar við tónlistarleg- um ágreiningi," segir Jóhannes Eiðsson, söngvari Tíbet Tabú. „Áður höfðum við skipt um bassaieikara. Össur Hafþórsson, fyrrum liðsmaður Rauðra fiata, leikur nú með okkur og á trommur leikur nú Hallur Ing- ólfsson. Við erum í óða önn að æfa þessa tvo upp.“ Hallur lék áður með hljómsveitinni Gypsy og eftir aö hún lagði upp laup- ana var hann um skeiö í hljómsveit með Bjarna Tryggva. - En hvaö með lögin sex sem tekin voru upp. Á að koma þeim á hljómplötu? „Við vonum það,“ svarar Jóhann- es. „Viö erum einmitt um þessar mundir aö leyfa útgefendum að heyra þau. Lítist þeim ekki á þaö sem við höfum fram að færa ætlum við að reyna að gefa okkur út sjálfir." Lagahöfundur Tíbet Tabú er Gu- mundur Jónsson sem í eina tíð lék meö hljómsveitinni Kikk. Textar eru samdir í sameiningu - á íslensku. - Hljómsveitin hefur nú þegar um fimmtán lög á prógramminu, öll frumsamin. „Við stefnum síöan að því að lengja prógrammið og taka líka upp meira þegar fram liða stundir og við erum búnir aö æfa nýju mennina upj>,“ segir Jóhannes. -AT- Popp Ásgeir Tómasson Hljómsveitin Tíbet Tabú í æfingabúðum sinum i vesturbænum. Konungar Afkastamestu popplagasmiðirnir um þeaaar mundir, Stock, Aitken og Waterman. Þeir sjá meðal annars um tónlist og upptökur fyrir Rick Astley. smellasmiðanna Hvaöskyldu Bananarama, Mel & Kim, Dead or Alive, Samantha Fox, Hick Astley og Princess eiga sam- ciginlegt? Jú, öll hafaþessi nöfn skreytt toppa vinsældalista víða um Evrópu. Og merkilegt nokk, li- statopparnir koma úr einni og sömudægurlagavcrksmiöjunni. Þar ráða þeir ríkjum Mike Stock, Matt Aitken og Peter Waterman. Þcssir þremenningar hafa þróað sína eigin formúlu og hún virðist vera í tískuumþessarmundir. Þeir byrja til að mynda stundum á því að finna nafn á lag. Síöan er einhvertakturhamraðurinn í trommuheilaoglokser laginu hlaðið utan á þennan umrædda takt og bingó! Nýr metsölusmellur erfæddur. Áöur en þeir Stock, Aitken og Waterman siógu í gegn sem laga- höfundar og upptökustjórar eyddu þeir mikium tíma í að kanna á hvaö ungdómurinn hlustaöi aðal- lega í alimörgum löndum Evrópu. Þegar þremcnningarnir tóku aö sér að finna nýja tónlistarstefnu fyrir kvennatríóið Bananarama var Waterman til að myndascndurtil nokkurradagadvaiarí Parístilað stúdera hvað helst væri leikið þar. i iann sneri heim til linglands með fjórardiskóplötur... ítalskar. I lann taldi sig hafa fundið töfra- formúluna: ítalska laglínu, evr- ópskan takt og texta í anda tónlistar bandarísku Motown útg- áfunnar. Formúlan virtist virka. Að minnsta kosti hefur Bananar- ama aldrei verið vinsælli en • einmitt nú. „ Viö skömmu mst okkar ekkert fyrir að stela svona,“ segja þre- menningarnir. „Þaöerhvorteöer búið að finna upp llest jiað sem liægt er að gera við dægu rtónlist- ina eins og við þekkjum liana. Núoröiðeru einungis búin til til- brigöi viö stefhvað þelta varðar." Það eru ekki cinungis broskir tónlistarmenn sem leita á náöir þeirra Stocks, Aitkensog Waler- mans. Þessa dagana eru þeir að vinna í Svíþjóð milli þess sem þeir skjótast til llollands og Þýskalands, Þeireru óumdeilaniegaafkvaiða- mestir í popptónlist livrópu um jiessar mundir. Hins vegar eiga [ieir á hættu að veröa gleymdir að ári eins og aðrir sem einskoröa sig við léltustu tegund lóttmetis. En meðan góöu dagarnir vara er um að gera að vera nógu alkastamik- ill. Og þaö eru þeir Stock, Ailken og Walerman sannarlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.