Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Side 33
LAUGARDAGUR 5. MARS 1988. 45 Islensk tunga Það hefur löngum verið vinsælt meðal þeirra sem fjalla um íslenskt mál að agnúast útí málfar blaða- manna. Þetta er skiljanlegt. Blaða- menn skrifa manna mest og því eðlilegt að þeim verði á í messunni. Ég hef ekki lagt það í vana minn að leita fanga í mistökum blaða- manna. En lengi má manninn reyna. Eftir að hafa lesið DV þann 18. sl. ákvað ég að breyta út af venju minni. Þar var tvennt sem mig langar að gera athugasemd við. Fyrra atriðið er myndatexti sem birtist á tískusíðum blaðsins. Á myndinni eru tvær konur klæddar kjólum og undir stendur: Kvöldkjólar, hvort sem þeir eru síðir eða stuttir, eru mjög kvenleg- ir. Við “þetta er tvennt að athuga. í fyrsta lagi þá er málsgreinin afar klúðursleg. Setningin „Kvöldkjólar eru mjög kvenlegir." er klofin í tvennt af aukasetningunni „hvort sem þeir eru síðir eða stuttir,“. Setningagerð af þessu tæi ætti að reyna að forðast. Hitt atriðið er þetta með „kven- lega kjóla“. Ég bar þetta undir sérfræðing minn í kvenfatnaði sem var sammála mér í því að þetta væri della. Geti kjóll veriö „kven- legur“ hljóta einnig að vera til „karlmannlegir" kjólar. Ég bíð EIRÍKUR BRYNJÓLFSSON KENNARIVIÐ ÁRMÚLASKÓLA Kvenlegir kjólar og kona sem lést Lisbeth Schluter lést í gær Haukur L. Haulcmn. DV, Kaupnuumaho6u Lisbcth Schltiter forsætisráðherra frú iést i gær, 43 ára að aldri. HafOi hún átt viö langvarandi krabba- meinssjúkdóm aö stríða og var lögö inn á rikisspítalann í Kaupmanna- höfn á fóstudag. Snemma i gærmorg- un var Poul Schlúter kallaöur til sjúkrahússins og skömmu e(Ur há- degi lést kona hans. Fréttin um andlát hennar kom eins og reiöarslag yflr dönsku þjóðina en einungisnánustu vinir og flölskyldu- meðlimir forsætisráöherrahjónanna vissu um hinn alvarlega sjúkdóm. Lisbeth, eins og hún var alltaf köll- uö, naut mikillar viröingar og vinsælda sem „fyrsta dama Dana" i enda starfl sfnu mjög vel vaxin aö flestra mati. Var fómarlund hennar sem bæöi menntaskólakennari i dönsku og fomaldarsögu alrómuö en hún reyndi að sinna báöum hlut- verkum eflir bestu getu. Hún taldi sig styöja mann sinn best með þvi aö vera sjálfstæö. Lagði hún titt áherslu á aö hún væri af þeirri kyn- slóð sem ekki heföi vanist við aö ganga fyrir aftan karlmennina held- ur væri ætíö viö hliöina á þeim. Lisbeth var besti ráögjafl Schiúters og afkastamesta forsætisráöherrafrú sem um getur i Danmörku. Var hún þekkt fyrir röggsemi sina og kimni- gáfu sem ósjaldan bjargaöi opin- berum athöfnum á síðustu stundu. Vakti hún meðal annars mikla at- hygli er hún opnaöi sýninguna Scandinavian Open i New York 1982 i staö manns sins sem forfallaöist. Hún umskrifaöi hluta ræöunnar og stóð sig meö prýöi. Vann hún hug og hjörtu bláðamanna er hún sagði frá þvi er hún stóð á náttkjólnum á hótelgangi í New York um miöja nótt og sagði manni sinum frá hvem- ig gengið hefði. Var henni eðlilegt aö segja frá sUkum hlutum og varö þaö ekki tíl aö draga úr vinsældum henn- ar sem manneskju. Var enginn vafi hvaö þessi Utla, röggsama kona haföi aö segja 1 hjónabandi hennar og Schlúters sem varöi aðeins i átta ár. Hún var gjaman kölluö félagsleg samviska forsætisráöherrans. Us- beth Schlúter verður jarösungjn frá Holmenskirkju i Kaupmannahöfn á laugardag. spenntur eftir næsta tískuþætti í DV. Án gamans, þetta er eitt af þessum merkingarlausu orðum sem við notum hugsunarlaust en við athugun sér hver maður að orðalagið stenst ekki. Hitt var grein um andlát Lisbeth Schluter, forsætisráðherrafrúar Dana. Sú grein er með endemum undarleg. í upphafi er sagt frá aldri kon- unnar og veikindum. Þar tekst fréttamanninum ágætlega. Síðan heldur hann áfram og segir að fáir hafi vitað um veikindi hannar, ...einungis nánustu vinir og fjöl- skyldumeölimir forsætisráðherra- hjónanna...“ Mér hefur alltaf fundist „fjölskyldumeðlimur" ljótt orð og óþarft. Þarna mátti segja „fjölskylda" eöa „ættingjar“. Eftir þennan formála tekur blaðamaðurinn mikið ílug. Næsta málsgrein er svohljóðandi: „Lisbeth, eins og hún var alltaf kölluð, naut mikillar virðingar og vinsælda sem „fyrsta dama Dana“ enda stai*fi sínu mjög vel vaxin að flestra mati.“ Þarna er sagt að Lisbeth hafi ve- rið kölluð Lisbeth sem er ekki undarlegt af því að hún hét einmitt Lisbeth. Og svo kallar blaðamaður hana „fyrstu dömu Dana“. Þetta er léleg þýðing og misskiln- ingur á enskunni „First lady“ sem þýðir forsetafrú Bandaríkjanna eða eiginkona einhvers yfirmanns ríkis eða borgar. Þetta þýðir því á ís- lensku forsetafrú, forsætisráðherr- afrú, borgarstjórafrú eða annað eftir atvikum. „Fyrsta dama“ er bara buU eða hvað fyndist ykkur ef Edda hans Steingríms væri köll- uð „fyrsta dama íslands"? Eða er Þorsteinn forsætisráðherra?! Enn heldur blaðamaður áfram: „Var fórnarlund hennar sem bæði manntaskólakennara í 7dönsku og fornaldarsögu alrómuð en hún reyndi að sinna báðum hlut- verkum eftir bestu getu.“ Ég skil þetta ekki. En það hlýtur að vera hræöilegt að vera danskur menntaskólakennari! Við má bæta að orðið alrómuð er nýyrði og kem- ur þarna í fyrsta sinn á prenti. Þá er haft eftir Lisbeth heitinni að hún hafl talið sig styðja mann sinn best með því að vera sjálf- stæð. Og: Lagði hún títt áherslu á að hún væri af þeirri kynslóð sem ekki hefði vanist við að ganga fyrir aftan karlmennina heldur væri ætíð við hliðina á þeim. Ef maður á að taka þessa setn- ingu bókstaflega þá hlýtur vesal- ings konan oft að hafa lent í erfiðleikum í margmenni, sérstak- lega innan um karlmenn, ekki síst í skrúðgöngum. Þarna hefði mátt segja að feta í fótspor karlmanna eða að standa í skugga þeirra. Síðan er frá því sagt aö Lisbeth hafi eitt sinn haldið ræðu fyrir mann sinn þegar hann forfallaðist. Vann hún hug og hjörtu blaða- manna er hún sagði frá þvi er hún stóð á náttkjólnum á hótelgangi í New York um miðja nótt og sagði manni sínum frá hvernig gengið hefði.“ Hér vantar eitthvaö í frásögnina nema blaðamennirnir hafi verið einstaklega meyrir við þetta ’tæki- færi og því látið hug sinn og hjarta. í lokin fer blaöamaður á kostum: „Var enginn vafi hvað þessi litla, röggsama kona hafði að segja í hjónabandi hennar og Schlúters sem varði aðeins í átta ár. Hún var gjarnan kölluð félagsleg samviska forsætisráðherrans.“ Ég er orölaus. _______________Vísnaþáttur Fjórir stuðlamálahöfundar 1925-32 Andrés Björnsson Fyrir skömmu hóf ég umræöur um Stuðlamál, nokkurs konar sýn- isbók íslenskra hagyrðinga sem gefm var út í þremur heftum á Akureyri á árunum 1925-32. Ekki mun þó hafa náðst samkomulag við alla sem til greina gátu komið og sumir teknir með sem þegar voru látnir fyrir aldur fram en sett höfðu svip sinn á sviðið fyrr á öldinni: Ferskeytlan er frónbúans fyrsta barnaglingur. En verður seinna í höndum hans hvöss sem byssustingur. Þetta er hin alkunna vísa Andrés- ar Björnssonar Skagfirðings. Hann fæddist 1883 og dó 1916. Eftir hann höfum við birt stökur, þó líklega ekki þessa. Það er hægt að hafa yfir heilar bögur án þess að rímið þekkist þeg- ar þær eru nógu alþýðlegar. Þetta er þríhenda, en hægt er að fara með hana eins og hún sé mælt mál. Eftir Andrés er líka þessi, ort um vin hans, Einar Sæmundsen skógfræðing, sem líka var ágætlega hagmæltur: Þér mun ekki þyngjast geð, þó að stytti daginn. Haustið flytur meyjar með myrkrinu í bæinn. í fyrri grein minni um Stuölamál bað ég um upplýsingar um Dýró- Mnu Jónsdóttur. Nú hef ég komist í samband við dóttur hennar og vonast til að geta látið lesendur njóta þess með mér síðar. Einar Friðgeirsson Séra Einar Friögeirsson var Fnjóskdælingur, lengst prestur og prófastur á Borg á Mýrum. Fæddur 1863, dáinn 1929. Hann var því á lífi þegar fyrsta hefti umræddrar vísnabókar kom út, átti hann ein- mitt þar efni. Hann notaði stundum dulnefnið Fnjóskur. Hann orti þessa landskunnu vísu sem er nokkurs konar svar við bölsýnis- stöku Páls Ólafssonar um framtíð ferskeytlunnar. - Einar sagði: Ferhendan er ijörug enn, fjölga þjóðar rímur, þó að dæju þrír í senn, Þorsteinn, Páll og Grímur. Hér eru enn tvær stökur eftir sama höfund. Fleiri koma síðar: Láti ég mín ljóð í té leikandi af gáska, hafa fljóð í fullu tré aö forðast sálarháska. Þann ég undrast sólarsið, að sótroðna á kvöldin. Ætli það sé af andstyggð við eitthvað bak við tjöldin. Jón S. Bergmann Jón S. Bergmann Miðfirðingur, 1874-1927, var líka í fullii fjöri um þetta leyti og einn af kunnustu hagyröingum landsins. En hann dó sama ár og annað hefti Stuðlamála kom út. Jón birti í Stuðlamálum, eins og Andrés Björnsson, vísu til Einars Sæmundsen. Bii^igróin grundin þín gaf mér nóg að kanna. Fyrstum hló þér fjallasýn frjálsra skógarmanna. Vísur eftir Jón eru vinsælar í öll- um slíkum þáttum sem þessum og höfum við oft gripiö til þeirra og svo mun verða. Hann gaf út ljóða- kver og dóttir hans vandað úrval ferskeytla hans að honum látnum. Að þessu sinni koma hér tiltölulega fáar. Meðan einhver yrkir brag og íslendingar skrifa, þetta gamla þjóðarlag það skal alltaf lifa. Eru skáldum arnfleygum æðri leiðir kunnar. En ég vel mér veginn um veldi ferskeytlunnar. Hér kennir óþarfa lítillætis al- þýðumannsins. Margir óttuðust á þessum árum um framtíð hinnar almennu hagmælsku þjóðarinnar. Seinna kallaði þessi ótti á óþarfa andúð á öllum nýjungum. Þessa gætti jafnvel í dómum fólks á ljóö- um skálda sem fljótt unnu sér almenna hylli, eins og t.d. Davíðs og Stefáns Fagraskógar- og Hvíta- dalsskálda. Þrjár vísur til viðbótar eftir Jón S, Bergmann. Norðri hallar höföi að hreinni fjallameyju. • Hún varð falleg fyrir það, færð í mjallartreyju. Frægðartak hjá fornri þjóð forði sakarvöldum. Hérna vakir heilög glóð hulin klakatjöldum. Meðan hýsir göfgan gest góðra dísa setur. Það sem íslenskt er og best aldrei frýs um vetur. Baldvin Stefánsson í fyrsta hefti Stuðlamála eru nokkrar stökur eftir Baldvin Stef- ánsson sem var fæddur á Skútu- stööum við Mývatn. Hann og Þura í Garði voru systkinabörn og vant- ar mig dánadægur og ár beggja. Vona ég að einhver vinsamlegur bæti úr því, sendi mér bréf og láti fylgja með vísur eftir sjálfan sig eða aðra. En Baldvin er fæddur 1849, á lífi 1925. Hann yrkir svo á ferð við Laxá: Elur söng og fæðufóng, frostaspöng má hopa. Laxá ströng um stikar göng, stans er á öngum dropa. Þegar mannabein gömul fundust á Raufarhóli. Það i leyni liggur svar, lýðum einatt dulið. Varla beinin blásnu þar birta sveininn hver hann var. Komið við á veitingastað. Heiðri týna, heilsa dvín, hugarpína bítur, þegar svínin svelgja vín, sest á trýnin skítur. Ort í vanda. Illa staddur er ég hér, ýmsum þakinn kaunum. Herra Jesús hjálpi mér, huggi í öllum raunum. Á eyðibýli. Hér voru áður ahn naut, yflr túniö rudd var braut. Rjómi á trogum faguf flaut, faldagná um bæinn þaut. Til kunningja og sjálfs sín: Ort er staka um þig, Páll. Út það kvak ég sendi, vertu spakur vel sem Njáll vits í akurlendi. Þegar ég er ekki einn eru ljóð í hafti, þá er eins og stærðar steinn standi í mínum kjafti. Utanáskrift: Jón úr Vör, Fannborg 7, Kópavogi. J—L.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.