Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Qupperneq 40
52
LAUGARDAGUR 5. MARS 1988.
Lífcstm___________________
Mestu glæsifleytunni
hleypt af stokkunum
Stærsta skemmtiferðaskipið, sem
siglir um heimshöfin, er Sovereign
of the Seas. Það var vígt í síðasta
'mánuði. Rosalynn Carter er „guð-
móðir“ skipsins en eigandinn er
norska skipafélagið Royal Caribbe-
an. Skipið tekur rúmlega tvö þúsund
og tvö hundruð farþega og er áhöfnin
tæplega átta hundruð manns. Sover-
eign of the seas er sjötíu og fjögur
þúsund smálestir. Fjórtán hæðir
skipsins eru fyrir ofan sjávarmál og
eftir okkar heimildum átján lyftur
um borð.
Skipið er um þessar mundir í sjö
daga siglingum á Karíbahafmu en
heimahöfn þess er í Miami á Flórída.
Norðmenn eru að vonum hreyknir
af skipastól sínum á þessum siglinga-
leiðum en þetta skipafélag var
stofnað árið 1969 og hefur flutt tæpar
tvær milljónir farþega til dagsins í
dag. Binda eigendur miklar vonir við
tíðari ferðir Norðmanna til Karíba-
hafsins meö tilkomu Sovereign of the
Seas og einnig vegna stöðu dollars-
ins. Um borð í þessu flaggskipi eru
öll þægindi sem nútíma ferðamaður
sækist eftir.
Sigling með skemmtiferðaskipum
var áður talin kostur fárra útvaidra
en í dag eða þetta ferðakostur sem
almenningur getur veitt sér í aukn-
um mæli.
Það er auðvitað skýringin á því að
sífellt bætast í skipaílotann ný og
fullkomnari skip. í júníbyijun verð-
ur enn einni glæsifleytunni hleypt
af stokkunum, Crown Odyssey mun
hún heita og verður fjörutíu þúsund
smálestir að stærð.
Siglingaleiðimar em margar og
framboð skipa fjölbreytt. Margir sigl-
ingaleiðangrar fyrir náttúruskoðara,
til dæmis til Galapagos-eyja, hefjast
í marsbyriun. Tíu daga sigling verð-
ur frá Lissabon til Feneyja í haust
og um mitt sumar er ein ferð af mörg-
um frá Southampton í Suður-Eng-
landi til Malaga á Spáni og til ýmissa
eyja í Miðjarðarhafi, t.d. Sardiníu,
Elbu og Mallorca. Ferðimar skipta
hundruðum.
Hafi fólk í hyggju að nota næsta
leyfi til skemmtisiglingar verður val-
ið að mótast af árstíma, fjárráðum
og lengd leyfisins. Karíbahafið er
vinsælt á þessum árstíma, Miðjarð-
arhafið á vorin og svo mætti áfram
telja. Verð samkvæmt upplýsingum
í erlendum blöðum er 125-600 dollar-
ar á dag fyrir manninn, allt eftir
skipaleið, skipi, staðsetningu um
borð, stærð káetu o.fl. í íslenskum
krónum er þetta frá tæpum fimm
þúsund krónum og ailt upp í tuttugu
og tvö þúsund krónur rúmar.
Það ber að sjálfsögðu að hafa í huga
að fargjald, fæði og húsnæði er allt
innifaliö í verði sem gefið er upp.
Mergurinn málsins er að fjölmörg
skip sigla um heimsins höf og fleiri
og fleiri ferðamenn hafa tök á því að
njóta leyfisdaga á þennan hátt.
-ÞG
Sovereign of the Seas, flaggskipið glæsilega sem Rosalynn Carter gaf nafn.
Concord er ekki aðeins fljótasta farþegaflugvél í heimi heldur einnig
ein af þeim glæsilegustu.
Einn Islendingur hefur látið bóka
sig í heimsferð með Concord:
Miðinn kostar
950 þúsund
íslensk ferðaskrifstofa býður við-
skiptavinum sínum heimsreisu
með Concord flugvél.
Ferðin tekur 19 daga. Hópurinn
kemur fyrst saman í London en
fer síðan til Parísar þar sem flug-
ferðin hefst.
Þrjár ferðir eru fyrirhugaðar
með Concordflugvélinni og eru
mismunandi áfangastaöir í ferð-
unum. Brottfarardagar eru 15.
október, 4. nóvember og 23. des-
ember.
Ef tekið er dæmi um ferðina 4.
nóvember þá er komið við á eftir-
farandi stöðum: París - Ríó -
Lima - Mexíkóborg - Honolulu -
Papeete - Fiji - Kuala Lumpur -
Abu Dhabi - París.
Ferðaskrifstofan Saga í Reykja-
vík, sem býður þessar ferðir,
hefur þær f umboðssölu fyrir er-
lendu ferðaskrifstofuna Kuoni.
Sex sæti eru tekin frá fyrir ís-
lenska farþega í hverri brottfór.
Samtals gefst því 18 íslendingum
kostur á að kaupa sér miða.
Hvaðerinnifalið?
Hvað er svo innifalið í þessum
pakka? Allt flug með Concord og
öðrum flugvélum. Gisting á góð-
um hótelum á áfangastöðum
ásamt morgunverði. Ein skoðun-
arferð á hverjum áfangastað.
Tvær kvöldmáltíðir.
Þá er innifalin nafnleynd á far-
þegalista svo engin þurfi að óttast
,að það fréttist að hann hafi keypt
sér svona ferð.
Kostar hátt
í milljón
Hvað kostar svo að ferðast
með þotuliðinu um heiminn?
Mismunur er á verði eftir því
hvaða ferð er farin. Verðið er á
bihnu frá 850.000 til 950.000 krón-
ur fyrir manninn.
Samkvæmt upplýsingum frá
ferðaskrifstofunni þá er mikið
hringt og spurt um þessa ferð og
við komumst að því (þrátt fyrir
leyndina) að einn hefur látið
bóka.
-EG
Komið til Reykjavíkur og sjáið Vesalingana
Uppfœrslo Þjóðleikhússins á söngleiknum „Vesolingornir" nýfur
olmennror viðurkenningor ■ Arnorflug innonlonds hf. úfvegor miðo,
hófel og flyfur ykkur suður.