Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Síða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Síða 53
LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1988. 65 Afmæli Guðni Guðjónsson Guðni Guðjónsson, Fossheiði 60, Selfossi, er níræður í dag. Guðni er fæddur á Brekkum, Hvolhreppi, RangárvaUasýslu. Hann ólst upp á Brekkum og bjó þar, að undanskildum sex árum, til 73 ára aldurs. Guðni vandist ungur öllum almennum sveitarstörfum og um tvítugt fór hann sem aðgerð- armaður til Vestmannaeyja. Alls fór Guðni á um það bil 20 vertíðir til Eyja. Guðni hóf búskap á Brekkum 1922 en eftir árið tók hann við Guýnastöðum í Austur-Landeyjum og var þar í þrjú ár. Þá fylgdi eitt ár í Vestmannaeyjum en þaðan fór Guðni aftur að Brekkum og bjó þar til ársins 1971. Það ár fór Guöni til Reykjavíkur og vann um tveggja ára skeið hjá Guðmundi í Víði. Að lokinni Reykjavíkurvist fór Guöni til Selfoss og lagði stund á söðla- smíði sem hann sinnir enn. Guðmundur var einn af stofnend- um Ungmennafélagsins Baldurs, sat í stjórn félagsins og veitti því formennsku um nokkurt skeið. Guðni var forðagæslumaður í sinni sveit i mörg ár og starfaöi í stjórn Búnaðarfélagsins. Einnig vann hann mikið við dýralækningar. Guðni átti 3 bræður og 5 systur. Af þeim eru tveir bræður á lífi og tvær systur. Systkini Guðna: Ingi- gerður, húsmóðir í Kirkjulækjar- koti, Fljótshlíð, látin; Katrín Jón- ína, húsmóðir í Króktúni, Hvol- hreppi, látin; Guðný, lengi búsett í Vestmannaeyjum, látin; Anna, húsmóðir í Hveragerði; Björgvin Kristinn, verkamaður í Þorláks- höfn; Guðjón, sjómaður og fom- bókasali í Reykjavík, látinn; Bogi Pétur, byggingaverkam. á Akra- nesi; Guðrún, húsmóðir á Eyrar- bakka. Guðni kvæntist Jónínu Guð- mundu Jónsdóttur, b. í Austur- Búðarhólshjáleigu í Austur-Land- eyjum, Goðmundssonar. Valgerð- ur Gestsdóttir var móðir Jónínu. Með Jónínu eignaðist Guðni 12 börn, eitt dó á fyrsta ári en hin komust öll upp án fjölskyldubóta. Afkomendur Guðna eru 80 en af þeim eru fimm dánir. Böm Guðna og Jónínu era: Val- gerður, f. 14.6.1923, húsmóðir, Sel- fossi; Ingólfur, f. 21.2.1925, málara- meistari, Reykjavík; Guðni Björg- vin, f. 1.4.1926, aðstoðarkaupfélags- stjóri, Selfossi; Ágústa, f. 20.8.1927, látin; Haraldur, f. 14.12.1928, starfs- maður Hitaveitu Reykjavíkur; Gunnar, f. 7.3. 1930, mjólkurbíl- stjóri, Selfossi; Hafsteinn, f. 22.10. 1932, verkamaður í Reykjavík; Júl- íus, f. 16.10. 1933, látinn; Dagbjört Jóna, f. 1.9.1939, húsmóðir, Hafnar- firði; Sverrir, f. 31.5. 1935, fisk- vinnslumaður í Vestmannaeyjum og Þorsteinn, f. 10.6.1942, bensínaf- greiðslumaður í Reykjavík. Faðir Guðna var Guðjón, b. á Brekkum og söðlasmiður, Jón- geirsson, b. i Mörk, Jóns hómópata, b. í Mörk. Kona Jóngeirs var Gunn- vör Jónsdóttir, b. í Hlíðarkoti, Ól- afs, prests á Eyvindarhólum. Kona Ólafs var Helga Jónsdóttir eld- prests Steingrímssonar. Móðir Guöna hét Guðbjörg Guðnadóttir, bróður Bjarna, fóður Bjarna, skólastjóra á Laugarvatni. í móðurætt var Guðbjörg af Selja- landsætt. Kristín Þorsteinsdóttir Kristín Þorsteinsdóttir frá Eski- firði er sjötíu og fimm ára í dag. Kristín er dóttir hjónanna Þor- steins Marteinssonar og Þuríðar Andrésdóttur. Kristín giftist 22.11. 1934 Viggó Á. Loftssyni frá ísafirði. Þau hjónin eignuðust tíu börn og eru níu þeirra á lífi, sjö synir og tvær dætur. Afkomendur Kristínar og Viggós era orðnir margir, 35 barnabörn og 11 barnabarnabörn. Lengst af bjuggu Kristín og Viggó á Eskifirði en fluttust til Reykjavík- ur 1972 og hafa búið þar síðan. Heimili þeirra er að Krosshömrum 5. Á afmælisdaginn varður Kristín hjá dóttur sinni, Kristínu, og tengdasyni, Birgi Dýrfjörð, í Skeif- unni við Breiðholtsveg. Hólmar Öm Sigfússon Hólmar Örn Sigfússon, Sólheim- um 25, Reykjavík, verður sextugur á morgun, 12. júní. Örn fæddist í Reykjavík, sonur hjónanna Kristrúnar Fransdóttur og Sigfúsar Sigfússonar málara sem nú er látinn. Örn stundaði ýmsa vinnu á yngri árum, svo sem vélavinnu og akstur, en frá árinu 1969 var hann á sjó, fyrst vélstjóri á síldar- og loðnuskipum en síðar á Sambandsskipum. Eftir að Örn hætti sjómennsku hefur hann starfað hjá Stálsmiðjunni. Örn kvæntist Hildi Þórlindsdótt- ur þann 29.8. 1957. Örn á fjóra uppkomna syni, Ing- ólf, Sævar, Rúnar og Guðna. Fóst- ursynir Amar era tveir, Halldór og Ævar. Bamabörn Arnars eru nú orðin 18. Örn og sambýliskona hans, Fríða Valdimarsdóttir, dvelja um þessar mundir á Benidorm á Spáni. Sigríður Stefánsdóttir Sigríður Stefánsdóttir, Rauðar- árstíg 9, Reykjavík, er níræð í dag. Sigríður fæddist á Brattalandi í Vestur-Skaftafellssýslu, dóttir hjónanna Sigríðar Jónsdóttur' og Stefáns Péturssonar bónda. Sigríð- ur átti þijá bræður, Þórarinn, Matthías og Valdimar, en þeir eru allir látnir. Sigríður missti föður sinn korn- ung og var henni komið í fóstur til föðurbróður síns, Jóns, og síðan til annars föðurbróður síns, Sigurðar. Sigríður fluttist til bróður síns, Matthíasar, bónda á Fossi í Síðu. Þar vann Sigríður í 16 ár. Frá Fossi á Síðu lá leiðin til Reykjavíkur þar sem Sigríður vann við heimilis- hjálp. Sigríður giftist Halldóri Gísla- syni, uppeldisbróður Vilmundar landlæknis. Þau Halldór hófu bú- skap á Sjónarhóli, Vatnsleysu- strönd, og bjuggu þar í um 17 ár. Á Sjónarhóli lést Halldór. Eftir lát eiginmanniin'í fluttist Sigríður til Reykjavikur og hefur búið síðan í eigin íbúð á Rauðarárstíg 9. Á afmælisdaginn dvelur Sigríður hjá Ingibjörgu Jóhannesdóttur, Blesastöðum, Skeiðahreppi í Ár- nessýslu. Ester Kristjánsdóttir Ester Kristjánsdóttir, húsfreyja að Skógum í Dalasýslu, er fimmtug í dag. Ester fæddist að Belsstaö í Saurbæ, en fluttist mánaðargömul að Efri-Múla í Saurbæ og ólst þar upp í foreldrahúsum. Veturinn 1953-1954 var Ester vinnukona hjá hjónunum Halldóri E. Sigurðsyni og Margréti Gísla- dóttur á Staðarfelli. Um áramótin 1955 fór Ester í Húsmæðraskólann á Staðarfelli og var þar til vors. Ester kynntist Guðmundi Jóns- syni veturinn 1954 og hófu þau búskap að Túngarði á Fellsströnd vorið 1955. Guðmundur er sonur hjónanna Jóns Guðmundssonar og Jófríðar Einarsdóttur. Ester og Guðmundur eiga sex börn: Jón, f. 27.6. 1956; Valgeir Kristján, f. 7.4. 1958; Friðjón, f. 25.3. 1959; Garðar Hlíðar, f. 16.5.1963; María Kristín, f.' 9.4.1965; Guöni Hannes, f. 20.10. 1972. Ester og Guðmundur fluttust að Skógum á Fellsströnd sumarið 1979. Foreldrar Esterar eru Kristján Jóhannsson og Valgerður Hannes- dóttir. Systkini Esterar eru 6. Ester hefur starfað í kvenfélag- inu Hvöt um margra ára skeiö, þar af formaöur 1985-1988. í 35 ár hefur Ester sungið í kórnum. Ester tekur á móti gestum á heimili sínu i dag. Einar Kjartan Ólafsson, Látra- strönd 26, Seltjarnarnesi, er sjötiu og fimm ára í dag. Einar fæddist og ólst upp í Reykjavík. Hann hóf nám í bif- vélavirkjun hjá Sveini Egilssyni 1932 og starfaði þar til ársins 1960. Það ár réð Einar sig til Læknavakt- arinnar í Reykjavík og starfaði þar sem bílstjóri til ársins 1987. Guðni söng í fjölda ára annan bassa í Karlakór Reykjavíkur og syngur enn með gömlum félögum. Afmælisdaginn 11. júní árið 1938 kvæntist Einar Þorbjörgu Sigurö- ardóttur, f. 4. janúar 1919, og eiga þau þvi gullbrúðkaupsafmæli í dag. Foreldrar Þorbjargar voru Sigurð- ur Daníelsson, gullsmiður á Eyrar- bakka, og Ágústa Ebeneserdóttir. Börn Einars og Þorbjargar eru: Sesselia Ólafía, f. 21.8.1938; Katrín Særún, f. 6.5.1941; Ágústa, f. 14.11. 1943; Sigrún, f. 10.6.1949; Gróa Sig- ríður,-f. 31.12. 1950; Þórey, f. 1.1. 1954; Lind, f. 11.7. 1956, og Ólafur Brynjólfur, f. 16.1.1967. Dóttir Ein- ars fyrir hjónaband er Hjördís Inga, f. 30.3. 1934. Foreldrar Einars voru Ólafur Einarsson, f. 1.9. 1887, d. 19.6. 1974, og Magdalena Margrét Benedikts- dóttir, f. 13.5. 1891, d. 6.6. 1930. Stjúpmóðir Einars er Guðrún Hall- dórsdóttir, f. 14.7.1908. Systkini Einars: Benedikt, f. 19.8. 1910; Björgvin, f. 6.8.1916; Halldóra Kristjana, f. 20.12. 1918; Guðgeir Oddur, f. 27.5.1920; Kjartan Sigur- jón, f. 1.8.1921, d. 24.6.1986; Guðrún Jóhanna, f. 16.11. 1923; Þórólfur Valur, f. 6.4. 1925; Sigurður Guð- björn, f. 5.9. 1929. Hálfsystkini: Magdalena Margrét, f. 29.8. 1931; Ólafía Auöur f. 21.12.1934; Dagný, f. 21.9. 1940. Einar Kjartan Ólafsson Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frænd- garð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið. Sigurður Jónsson Sigurður Jónsson, dvalarheimil- inu Höfða, Akranesi, áður Skóla- braut 24, Akranesi, er áttatíu og fimm ára í dag. Sigurður er fæddur í Skálanen í Gufudalssveit, Austur-Baröa- strandarsýslu, sonur Jóns Einars- sonar bónda og þriðju konu nans, Sigurlínu Bjarnadóttur úr Hrúta- firði. Sigurður eignaðist eftirtahn systkini; Finnboga Pétur, sem drukknaði 19 ára; Jón, bónda í Skálanesi, kvæntist Ingibjörgu Jónsdóttur og eignuöust þau 10 börn: Jónínu, Hallgrím, Gyðu, Kristjönu, Erling, sem lést 2 ára, Erling, Guönýjn, Svandísi, Hjördísi og Sverri; Sigríði, fjórðu konu Pét- urs Pálssonar, bónda í Hafnardal, átti hún þar eitt barn, Sirrý, og sjö stjúpbörn; Ástríöi, látin, ógift og barnlaus. Sigurður missti fóður sinn 12 ára gamall og urðu því systkinin snemma að taka að sér búverkin með móður sinni. Skálanes er í þjóðbraut og lenti það mikið á Sig- urði að flytja ferðafólk. Hann flutti fólk sjóleiðis yfir á Reykjanes og á hestum vestur að ísafjarðardjúpi. Það kom sér oft vel hvað Sigurður hafði gaman af góðum hestum. Sigurður er kvæntur Kristínu Jónsdóttur, Arnfinnsonar, Björns- sonar frá Eyri í Gufudalssveit. Þau hófu búskap á parti af Skálanesi árið 1928, en tíu árum seinna fluttu þau til Akraness og hafa búið þar síðan. Sigurður vann í 15 sumur hjá Vegagerð ríkisins. Frá 1937 var hann flokksstjóri á Holtavörðu- heiði, Stóra-Vatnsskarði, en síðar víöa í Stranda- og Borgarfjarðar- sýslu. Á vetrum vann Sigurður á vertíð. Upp úr 1959 keypti hann vörubíl og keyrði hann í mörg ár. Sigurður og Kristín eignuðust fjögur börn; Guðmundu Vigdisi, f. 1929, gift séra Róbert Jack, og eiga þau 10 börn; Arnfinn Ingvar, f. 1930, kvæntur Þórönnu Jónsdóttur, hús- móður, og eiga þau 3 börn; Kjartan Trausti, skrifstofustjóri, skilinn og á 2 böm; Erlingur, f. 1942 d. 1944.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.