Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1988. 65 Afmæli Guðni Guðjónsson Guðni Guðjónsson, Fossheiði 60, Selfossi, er níræður í dag. Guðni er fæddur á Brekkum, Hvolhreppi, RangárvaUasýslu. Hann ólst upp á Brekkum og bjó þar, að undanskildum sex árum, til 73 ára aldurs. Guðni vandist ungur öllum almennum sveitarstörfum og um tvítugt fór hann sem aðgerð- armaður til Vestmannaeyja. Alls fór Guðni á um það bil 20 vertíðir til Eyja. Guðni hóf búskap á Brekkum 1922 en eftir árið tók hann við Guýnastöðum í Austur-Landeyjum og var þar í þrjú ár. Þá fylgdi eitt ár í Vestmannaeyjum en þaðan fór Guðni aftur að Brekkum og bjó þar til ársins 1971. Það ár fór Guöni til Reykjavíkur og vann um tveggja ára skeið hjá Guðmundi í Víði. Að lokinni Reykjavíkurvist fór Guöni til Selfoss og lagði stund á söðla- smíði sem hann sinnir enn. Guðmundur var einn af stofnend- um Ungmennafélagsins Baldurs, sat í stjórn félagsins og veitti því formennsku um nokkurt skeið. Guðni var forðagæslumaður í sinni sveit i mörg ár og starfaöi í stjórn Búnaðarfélagsins. Einnig vann hann mikið við dýralækningar. Guðni átti 3 bræður og 5 systur. Af þeim eru tveir bræður á lífi og tvær systur. Systkini Guðna: Ingi- gerður, húsmóðir í Kirkjulækjar- koti, Fljótshlíð, látin; Katrín Jón- ína, húsmóðir í Króktúni, Hvol- hreppi, látin; Guðný, lengi búsett í Vestmannaeyjum, látin; Anna, húsmóðir í Hveragerði; Björgvin Kristinn, verkamaður í Þorláks- höfn; Guðjón, sjómaður og fom- bókasali í Reykjavík, látinn; Bogi Pétur, byggingaverkam. á Akra- nesi; Guðrún, húsmóðir á Eyrar- bakka. Guðni kvæntist Jónínu Guð- mundu Jónsdóttur, b. í Austur- Búðarhólshjáleigu í Austur-Land- eyjum, Goðmundssonar. Valgerð- ur Gestsdóttir var móðir Jónínu. Með Jónínu eignaðist Guðni 12 börn, eitt dó á fyrsta ári en hin komust öll upp án fjölskyldubóta. Afkomendur Guðna eru 80 en af þeim eru fimm dánir. Böm Guðna og Jónínu era: Val- gerður, f. 14.6.1923, húsmóðir, Sel- fossi; Ingólfur, f. 21.2.1925, málara- meistari, Reykjavík; Guðni Björg- vin, f. 1.4.1926, aðstoðarkaupfélags- stjóri, Selfossi; Ágústa, f. 20.8.1927, látin; Haraldur, f. 14.12.1928, starfs- maður Hitaveitu Reykjavíkur; Gunnar, f. 7.3. 1930, mjólkurbíl- stjóri, Selfossi; Hafsteinn, f. 22.10. 1932, verkamaður í Reykjavík; Júl- íus, f. 16.10. 1933, látinn; Dagbjört Jóna, f. 1.9.1939, húsmóðir, Hafnar- firði; Sverrir, f. 31.5. 1935, fisk- vinnslumaður í Vestmannaeyjum og Þorsteinn, f. 10.6.1942, bensínaf- greiðslumaður í Reykjavík. Faðir Guðna var Guðjón, b. á Brekkum og söðlasmiður, Jón- geirsson, b. i Mörk, Jóns hómópata, b. í Mörk. Kona Jóngeirs var Gunn- vör Jónsdóttir, b. í Hlíðarkoti, Ól- afs, prests á Eyvindarhólum. Kona Ólafs var Helga Jónsdóttir eld- prests Steingrímssonar. Móðir Guöna hét Guðbjörg Guðnadóttir, bróður Bjarna, fóður Bjarna, skólastjóra á Laugarvatni. í móðurætt var Guðbjörg af Selja- landsætt. Kristín Þorsteinsdóttir Kristín Þorsteinsdóttir frá Eski- firði er sjötíu og fimm ára í dag. Kristín er dóttir hjónanna Þor- steins Marteinssonar og Þuríðar Andrésdóttur. Kristín giftist 22.11. 1934 Viggó Á. Loftssyni frá ísafirði. Þau hjónin eignuðust tíu börn og eru níu þeirra á lífi, sjö synir og tvær dætur. Afkomendur Kristínar og Viggós era orðnir margir, 35 barnabörn og 11 barnabarnabörn. Lengst af bjuggu Kristín og Viggó á Eskifirði en fluttust til Reykjavík- ur 1972 og hafa búið þar síðan. Heimili þeirra er að Krosshömrum 5. Á afmælisdaginn varður Kristín hjá dóttur sinni, Kristínu, og tengdasyni, Birgi Dýrfjörð, í Skeif- unni við Breiðholtsveg. Hólmar Öm Sigfússon Hólmar Örn Sigfússon, Sólheim- um 25, Reykjavík, verður sextugur á morgun, 12. júní. Örn fæddist í Reykjavík, sonur hjónanna Kristrúnar Fransdóttur og Sigfúsar Sigfússonar málara sem nú er látinn. Örn stundaði ýmsa vinnu á yngri árum, svo sem vélavinnu og akstur, en frá árinu 1969 var hann á sjó, fyrst vélstjóri á síldar- og loðnuskipum en síðar á Sambandsskipum. Eftir að Örn hætti sjómennsku hefur hann starfað hjá Stálsmiðjunni. Örn kvæntist Hildi Þórlindsdótt- ur þann 29.8. 1957. Örn á fjóra uppkomna syni, Ing- ólf, Sævar, Rúnar og Guðna. Fóst- ursynir Amar era tveir, Halldór og Ævar. Bamabörn Arnars eru nú orðin 18. Örn og sambýliskona hans, Fríða Valdimarsdóttir, dvelja um þessar mundir á Benidorm á Spáni. Sigríður Stefánsdóttir Sigríður Stefánsdóttir, Rauðar- árstíg 9, Reykjavík, er níræð í dag. Sigríður fæddist á Brattalandi í Vestur-Skaftafellssýslu, dóttir hjónanna Sigríðar Jónsdóttur' og Stefáns Péturssonar bónda. Sigríð- ur átti þijá bræður, Þórarinn, Matthías og Valdimar, en þeir eru allir látnir. Sigríður missti föður sinn korn- ung og var henni komið í fóstur til föðurbróður síns, Jóns, og síðan til annars föðurbróður síns, Sigurðar. Sigríður fluttist til bróður síns, Matthíasar, bónda á Fossi í Síðu. Þar vann Sigríður í 16 ár. Frá Fossi á Síðu lá leiðin til Reykjavíkur þar sem Sigríður vann við heimilis- hjálp. Sigríður giftist Halldóri Gísla- syni, uppeldisbróður Vilmundar landlæknis. Þau Halldór hófu bú- skap á Sjónarhóli, Vatnsleysu- strönd, og bjuggu þar í um 17 ár. Á Sjónarhóli lést Halldór. Eftir lát eiginmanniin'í fluttist Sigríður til Reykjavikur og hefur búið síðan í eigin íbúð á Rauðarárstíg 9. Á afmælisdaginn dvelur Sigríður hjá Ingibjörgu Jóhannesdóttur, Blesastöðum, Skeiðahreppi í Ár- nessýslu. Ester Kristjánsdóttir Ester Kristjánsdóttir, húsfreyja að Skógum í Dalasýslu, er fimmtug í dag. Ester fæddist að Belsstaö í Saurbæ, en fluttist mánaðargömul að Efri-Múla í Saurbæ og ólst þar upp í foreldrahúsum. Veturinn 1953-1954 var Ester vinnukona hjá hjónunum Halldóri E. Sigurðsyni og Margréti Gísla- dóttur á Staðarfelli. Um áramótin 1955 fór Ester í Húsmæðraskólann á Staðarfelli og var þar til vors. Ester kynntist Guðmundi Jóns- syni veturinn 1954 og hófu þau búskap að Túngarði á Fellsströnd vorið 1955. Guðmundur er sonur hjónanna Jóns Guðmundssonar og Jófríðar Einarsdóttur. Ester og Guðmundur eiga sex börn: Jón, f. 27.6. 1956; Valgeir Kristján, f. 7.4. 1958; Friðjón, f. 25.3. 1959; Garðar Hlíðar, f. 16.5.1963; María Kristín, f.' 9.4.1965; Guöni Hannes, f. 20.10. 1972. Ester og Guðmundur fluttust að Skógum á Fellsströnd sumarið 1979. Foreldrar Esterar eru Kristján Jóhannsson og Valgerður Hannes- dóttir. Systkini Esterar eru 6. Ester hefur starfað í kvenfélag- inu Hvöt um margra ára skeiö, þar af formaöur 1985-1988. í 35 ár hefur Ester sungið í kórnum. Ester tekur á móti gestum á heimili sínu i dag. Einar Kjartan Ólafsson, Látra- strönd 26, Seltjarnarnesi, er sjötiu og fimm ára í dag. Einar fæddist og ólst upp í Reykjavík. Hann hóf nám í bif- vélavirkjun hjá Sveini Egilssyni 1932 og starfaði þar til ársins 1960. Það ár réð Einar sig til Læknavakt- arinnar í Reykjavík og starfaði þar sem bílstjóri til ársins 1987. Guðni söng í fjölda ára annan bassa í Karlakór Reykjavíkur og syngur enn með gömlum félögum. Afmælisdaginn 11. júní árið 1938 kvæntist Einar Þorbjörgu Sigurö- ardóttur, f. 4. janúar 1919, og eiga þau þvi gullbrúðkaupsafmæli í dag. Foreldrar Þorbjargar voru Sigurð- ur Daníelsson, gullsmiður á Eyrar- bakka, og Ágústa Ebeneserdóttir. Börn Einars og Þorbjargar eru: Sesselia Ólafía, f. 21.8.1938; Katrín Særún, f. 6.5.1941; Ágústa, f. 14.11. 1943; Sigrún, f. 10.6.1949; Gróa Sig- ríður,-f. 31.12. 1950; Þórey, f. 1.1. 1954; Lind, f. 11.7. 1956, og Ólafur Brynjólfur, f. 16.1.1967. Dóttir Ein- ars fyrir hjónaband er Hjördís Inga, f. 30.3. 1934. Foreldrar Einars voru Ólafur Einarsson, f. 1.9. 1887, d. 19.6. 1974, og Magdalena Margrét Benedikts- dóttir, f. 13.5. 1891, d. 6.6. 1930. Stjúpmóðir Einars er Guðrún Hall- dórsdóttir, f. 14.7.1908. Systkini Einars: Benedikt, f. 19.8. 1910; Björgvin, f. 6.8.1916; Halldóra Kristjana, f. 20.12. 1918; Guðgeir Oddur, f. 27.5.1920; Kjartan Sigur- jón, f. 1.8.1921, d. 24.6.1986; Guðrún Jóhanna, f. 16.11. 1923; Þórólfur Valur, f. 6.4. 1925; Sigurður Guð- björn, f. 5.9. 1929. Hálfsystkini: Magdalena Margrét, f. 29.8. 1931; Ólafía Auöur f. 21.12.1934; Dagný, f. 21.9. 1940. Einar Kjartan Ólafsson Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frænd- garð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið. Sigurður Jónsson Sigurður Jónsson, dvalarheimil- inu Höfða, Akranesi, áður Skóla- braut 24, Akranesi, er áttatíu og fimm ára í dag. Sigurður er fæddur í Skálanen í Gufudalssveit, Austur-Baröa- strandarsýslu, sonur Jóns Einars- sonar bónda og þriðju konu nans, Sigurlínu Bjarnadóttur úr Hrúta- firði. Sigurður eignaðist eftirtahn systkini; Finnboga Pétur, sem drukknaði 19 ára; Jón, bónda í Skálanesi, kvæntist Ingibjörgu Jónsdóttur og eignuöust þau 10 börn: Jónínu, Hallgrím, Gyðu, Kristjönu, Erling, sem lést 2 ára, Erling, Guönýjn, Svandísi, Hjördísi og Sverri; Sigríði, fjórðu konu Pét- urs Pálssonar, bónda í Hafnardal, átti hún þar eitt barn, Sirrý, og sjö stjúpbörn; Ástríöi, látin, ógift og barnlaus. Sigurður missti fóður sinn 12 ára gamall og urðu því systkinin snemma að taka að sér búverkin með móður sinni. Skálanes er í þjóðbraut og lenti það mikið á Sig- urði að flytja ferðafólk. Hann flutti fólk sjóleiðis yfir á Reykjanes og á hestum vestur að ísafjarðardjúpi. Það kom sér oft vel hvað Sigurður hafði gaman af góðum hestum. Sigurður er kvæntur Kristínu Jónsdóttur, Arnfinnsonar, Björns- sonar frá Eyri í Gufudalssveit. Þau hófu búskap á parti af Skálanesi árið 1928, en tíu árum seinna fluttu þau til Akraness og hafa búið þar síðan. Sigurður vann í 15 sumur hjá Vegagerð ríkisins. Frá 1937 var hann flokksstjóri á Holtavörðu- heiði, Stóra-Vatnsskarði, en síðar víöa í Stranda- og Borgarfjarðar- sýslu. Á vetrum vann Sigurður á vertíð. Upp úr 1959 keypti hann vörubíl og keyrði hann í mörg ár. Sigurður og Kristín eignuðust fjögur börn; Guðmundu Vigdisi, f. 1929, gift séra Róbert Jack, og eiga þau 10 börn; Arnfinn Ingvar, f. 1930, kvæntur Þórönnu Jónsdóttur, hús- móður, og eiga þau 3 börn; Kjartan Trausti, skrifstofustjóri, skilinn og á 2 böm; Erlingur, f. 1942 d. 1944.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.