Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988. Fréttir______________________________________________________py Ákvarðanir um vexti og verðtryggingu bíða nkisstjómarinnar: Deilt um hvort stjómvöld eigi sjálf að ákvarða vexti - önnur óleyst ágreiningsmál hlaðast upp á borði ríkissfjómarinnar Halldór Ásgrimsson fylgist með því þegar þær tvær til þrjár vikur sem for- maðurinn hans hefur skammtað þessari ríkisstjórn til raunhæfra aðgerða renna út. „Það stendur í lögunum að raun- vextir skuli vera sambærilegir hér og í nágrannalöndunum. Ef lána- stofnanir treysta sér ekki til þess verða stjórnvöld að grípa inn í með ákveönum hætti,“ sagði Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra í samtali við DV. Ágreiningur Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins liggur í þessum orðum. Framsókn vill stokka upp fjármagnsmarkaðinn eins og Al- þýðuflokkurinn, auka frelsi í fjár- magnsstreymi milli íslands og er- lendra markaða og samræma með því lánakjör á innlendum og erlend- um lánum. Framsókn vill hins vegar grípa til aðgerða nú þegar til að lækka fjármagnskostnaðinn. Flokk- urinn telur of dýrt að bíða þess að íslenski fjármagnsmarkaðurinn sjálfur aðlagi sig að erlendum mörk- uðum og lækki raunvexti. Jón Sigurðsson viöskiptaráðherra segir hins vegar þolinmæði sína næga. Hann vill hta á vaxta- og verð- tryggingarmál í samhengi við heild- aruppstokkun á markaönum. í haust er von á frumvörpum um verðbréfa- sjóði, fjármögnunarleigur, greiðslu- kort, afborgunarviðskipti, aukiö frelsi í viðskiptum við önnur lönd, húsnæðismarkaðinn og fleira. Jón vill líta á fjármagnskostnaöinn í samhengi við þessi frumvörp og end- urskoðun á undirstöðuatriðum eins og gengis- og launastefnu. Um uppstokkun fjármagnsmark- aðarins og aukið samræmi milli ís- lensks lánamarkaðar og erlends er í sjálfu sér lítill ágreiningur í ríkis- stjóminni. Ágreiningur um hvort nauðsynlegt sé aö grípa til sérstakra aðgerða strax áður en kerfisbreyt- ingar fara að skila árangri gæti hins vegar reynt á þolrifin í ríkisstjóm- inni. Gengisfelling I haust i samtölum DV við þingmenn stjómarflokkanna kom skýrt fram að menn ganga að því sem vísu að gengið verði fellt í haust. Lækkun á freðfiski í Bandaríkjunum og skulda- söfnun sjávarútvegsfyrirtækja kalla á slika aðgerð. Þingmennimir töluðu einnig á þeim nótum að nú þyrfti einhveijar hliðarráðstafanir sem dygðu. Efnahagsráðstafanimar frá því í maí kenndu mönnum þá lexíu. Fyrir utan hefðbundnar fjár- magnstilfærslur til sjávarútvegsins og samkeppnisgreina er það tví- rftelalaust fjármagnskostnaöurinn sem mun vega þyngst í haust. Steingrímur Hermannsson lét hafa það eftir sér í Tímanum í gær að fyrsta skref ríkisstjómarinnar varð- andi fj ármagnskostnaöinn væri auk- ið vægi gengisbindingar á lánamark- aðnum. Gengisviðmiðun hefur verið heimil allt frá því Ólafslög vom sett árið 1979. En margt bendir til að stórvægi- legri breytingar liggi í loftinu. Nefnd um verðtryggingu taldi samruna íslensks flármagnsmarkað- ar við erlenda einu leiðina til að gera fjármagnskostnað hér sambærilegan og erlendis. Erlendu skuldirnar heimta samræmingu „Við höfum tekið það mikið af er- lendum lánum að við getum ekki haft hér lánamarkaö sem hegðar sér eftir allt öðrum lögmálum en tíðkast í kringum okkur,“ sagði Halldór Ás- grímsson. Nefnd um verðtryggingu sagði meðal annars í greinargerð sinni að nú þyrftu sfjómvöld að velta því fyr- ir sér hvort ekki væri rétt að tengja gengi íslensku krónunnar við ein- hveija erlenda mynt eða reikniein- ingu og tiltók sérstaklega ECU eða evrópsku myntskráninguna. í vetur lagði Kristinn Pétursson, arftaki Sverris Hermannssonar á þingi, fram tfllögu í þinginu um að Islendingar gengju inn í EMS sem em samtök Evrópuríkja sem hafa með sér samvinnu í gengismálum. ECU er skráning á gengi gjaldmiðla þessara þjóða. Ef stjómmálamenn ætla sér að eyða misræminu á mifli íslensks lánamarkaðar og erlends kemur varla til greina annað en að tengja lánakjör hér eða krónuna sjálfa á einhvem hátt við aðra gjaldmiðla. Af ummælum Halldórs Ásgrímsson- ar og Jóns Sigurðssonar má sjá að slík ákvörðim er eitt af því sem bíður ríkisstjómarinnar. Alþýðuflokkurinn vill allt undir í haust En Jón Sigurösson hefur í ummæl- um sínum að undanfomu hengt fleira á spýtuna. Hann segir að í haust þurfi að taka fjölþættar ákvarðanir um lánamarkaðinn, gengismál, launastefnu og húsnæðis- mál sem allar hanga saman. í viðskiptaráðuneytinu er verið að vinna að þremur fmmvörpum um fjármagnsmarkaðinn. Fyrsta frum- varpið er um verðbréf og verðbréfa- miðlun. Annað er um kaupleigufyr- irtæki, eða það sem Jón vill kalla eignaleigufyrirtæki. Það þriðja er um neytendalán; greiðslukort og afborg- unarviðskipti. Öll þessi frumvörp miða að því að samræma lánamark- aðinn og eyða misræmi milli ein- stakra lánaforma. Nefnd á vegum félagsmálaráðu- neytisins er að gera enn einn upp- skurðinn á húsnæðiskerflnu. Þar má til dæmis búast við tfllögum um hærri vexti á húsnæðisstjómarlán. Þá ætlgr ríkisstjómin sér að auka frelsi íslendinga til að leita á erlenda fjármagnsmarkaði og öfugt. „Það þarf að breyta þessum regl- um. Fyrirtæki, sem hafa til þess burði, verða að hafa möguleika til þess að fá lán erlendis,“ sagði Halld- ór Ásgrímsson. Uppstokkun bankakerfisins forsenda breytinga En með auknu samræmi á innlend- um lánamarkaði og frekari sam- skiptum við útlönd mun reyna á ís- lenska bankakerfið. „Grundvöllurinn fyrir samræm- ingu íslenska fjármagnsmarkaðarins við hinn erlenda er að aukin hagræð- ing verði í íslenska bankakerfmu. Annars er hætt við að þessi starfsemi flytjist öll út úr landinu," sagði HaÚdór Ásgrímsson. „Þær breytingar á innlenda lána- markaðinum, sem gera þarf, veröa ekki gerðar nema fleira komi til en breytingar á lögum. Bankakerfið hér Fréttaljós Gunnar Smári Egilsson er alltof óhagkvæmt og dýrt,“ sagði Jón Sigurðsson á blaðamannafundi nýlega. Hann sagðist heldur ekki ætla sér að selja hlut ríkisins í Út- vegsbankanum nema það tryggði að úr þeirri sölu kæmi sterkur og öflug- ur banki. Þeir Jón og Halldór virðast þvi gera ráð fyrir aö bankamenn taki þátt í þeim breytingum sem þeir vilja koma á með samruna banka og lána- fyrirtækja. Það hleöst því æ meira á spýtuna hjá Jóni Sigurössyni. Eykon hættir stuðningi ef skattar verða auknir En það bíða mörg önnur og stór verkefni þessarar ríkisstjórnar. Samkvæmt útreikningum fjármála- ráðuneytisins stefnir í 2,5 til 3 millj- arða halla á flárlögum næsta árs. Sljórnin hefur samþykkt að þessi flárlög skuli verða hallalaus. Jón Baldvin Hannibalsson segir að nið- urskuröur á ríkisútgjöldum muni fylla þetta gat að mestu. Þó er ráðgert er að tveir nýir skatt- ar skili einhveijum tekjum til að fylla upp í þetta gat. Annars vegar breyt- ing á sköttun fyrirtækja þar sem tek- ið verði meira mið af tekj um en veltu. Samhliða þessum breytingum er gert ráð fyrir auknum tekjum ríkissjóðs. Hins vegar stendur til að skattleggja fjármagnstekjur einstaklinga. Lítill ágreiningur er um þessi atriði innan stjómarinnar. Þó er líklegt aö það geti kostað hana stuðning Eyjólfs Konráðs Jónssonar. Hann lýsti því yfir í DV á miðvikudaginn að hann myndi hætta að styðja stjómina ef kæmi til frekari skattheimtu. Niðurskurðurinn verður fag- ráðherrunum sársaukafullur Það er þó líklegra að niðurskurður ríkisútgjalda muni kosta meiri titr- ing innan sljómarinnar. Alþýðu- flokksmenn leggja mikla áherslu á að starf nefndar til endurskoðunar búvömsamningsins skili raunvem- legum árangri. Árangurinn mun ef til vill ekki vega þungt í að fylla upp í gatið á næstu fjárlögum en hann getur hins vegar lækkað framlög til landbúnaðarmála á komandi fjárlög- um. Annað sem litið er til varðandi nið- urskurð er könnun á fjármagns- streymi í heilbrigðiskerfinu. Um 10 milljarðar renna til þess í ár. Lítill ávinningur þar getur því vegið þungt. Samgöngumál eru sömuleiðis þurftafrek á fjármagn. Niðurskurður í landbúnaðarmál- um mun mæta andstöðu framsókn- armanna í Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Fagráðherramir munu sjálfsagt einnig reyna að verja sín mál fyrir niðurskurði. Ríkis- stjóminni mun því reynast mun erf- iðara að beija saman hallalaus fjár- lög en í fyrra þegar skattar vom ein- faldlega hækkaðir til að fylla upp í gatið. Landsbyggðin vill aðgerðir sem skila sér strax Þeir Halldór Ásgrímsson og Jón Sigurðsson em merkilega sammála um margt varðandi fjármagnsmark- aðinn og það umhverfi sem þeir vilja búa íslensku atvinnulifi í framtíð- inni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig tekið undir flest af því sem þeir segja enda em innan þess flokks flest þau öfl sem er að finna í Fram- sókn og Alþýöuflokknum. En ríkis- stjórnin á eftir sem áður eftir að finna mörg Ijón á veginum áður en þessi sýn getur orðið að veruleika. í öllum flokkunum eru sterkar raddir landsbyggðarþingmanna sem krefjast nú aðgerða sem bera árang- ur strax. Þeir munu ekki sætta sig við gengisfellinguna eina. Þeir eiga líka erfitt með að koma í kjördæmið og útskýra aö með samruna við er- lenda lánamarkaði muni íjármagns- kostnaður hér lækka. Þingmenn af landsbyggðinni munu einnig krefjast íjár úr ríkissjóði til styrktar atvinnulífinu. Niðurskurð- ur á framlögum til samgöngumála er líka eitur í þeirra beinum. Þeir líta einnig á landbúnaðarmál sem eitthvað annaö og meira en útgjalda- vanda ríkissjóðs. Reynir á þá samstööu sem eftir er Þingmenn með tengsl við verka- lýðshreyfinguna mimu einnig eiga erfitt með að sætta sig við kaup- máttarrýmun á sama tíma og láns- kjaravísitalan hækkar ört. Þeir munu eiga erfitt með að segja sínu fólki að þegar til lengri tíma sé litið jafni þetta sig yflrleitt út. Rauöu strikin í nóvember eru sprungin og það mun ekki ganga hljóðalaust fyrir sig að kippa þeim úr sambandi. Virðisaukaskatturinn er einnig enn óafgreitt mál þó hann hafi verið samþykktur í þinginu. Honum var skotiö í milliþinganefnd sem ætlað er að jafna ágreininginn. Framsókn- armenn hafa meðal annars gert kröfu um tvö skattstig. Þessi mál munu reyna á ríkis- stjómina. Fyrst og fremst em þaö þó efnahagsráðstafanimar í haust sem reyna á þá litlu samstöðu sem stjórnarílokkarnir hafa haft. Þar mun fjármagnskostnaöurinn vega þyngst og um það atriði er alvarlegur ágreiningur eins og sjá má af um- mælum Halldórs Ásgrímssonar. Útvegsbankinn nýi gerði ekki tilboð Uppboð hefur farið fram á eignar- hlut Óla Biltvedt í jöröinni Ottars- stöðum I við Straumsvík en jörðin var veðsett fyrir skuldum Nesco- fyrirtækjanna. Aðalskuldareigendur vom ríkisbankamir, Landsbankinn, Búnaðarbankinn og Útvegsbanki ís- lands, ásamt Gjaldheimtunni í Reykjavík. Uppboöiö fór fram að kröfu Landsbankans sem keypti eignarhlutinn, 240 hektara, á 8 miÚj- ónir króna. Útvegsbankinn hf. bauö ekki í jörð- ina en samkvæmt veðbókarvottorði átti bankinn veð í jörðinni að upp- hæð 100 milljónir króna. En er þetta fé tapað? „Oft þegar tekin em veð em þau tekin í mörgum eignum. Lánið getur því hvílt á fleiri eignum og oft em tryggingar meiri en nafnverð skuldanna. Þess vegna segir þaö ekk- ert um endanlegt tap bankans vegna þessara skipta hvað fæst út úr sölu hverrar tryggingar. Það kemur ekki í Ijós fyrr en í lokin," sagði Guð- mundur Hauksson, bankasfjóri Út- vegsbankans hf. Um ástæðuna fyrir því að Útvegs- bankinn hf. bauð ekki í jörðina sagði Guðmundur að hann heföi verið aft- arlega í veðröð (6. veðréttur) og þeir hefðu ekki álitið að bankinn myndi ná fjármagni sínu til baka með því að selja jörðina. „Ég vil hins vegar mótmæla því sem komið hefur fram í öðrum flölmiðlum að við leitumst ekki við að gæta hagsmuna gamla bankans og ríkisins. Það reynum viö enda er ríkissjóður stærsti hluthafl í Utvegsbankanum hf.,“ sagöi Guö- mundur Hauksson. JFJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.