Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Blaðsíða 23
23 LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988. Nicol Williamson leikur Mountbatten lávarð. verður vinkona mín, frú Gandhi, sár,“ sagði hún í gríni. Nehru var fyrsti forsætisráðherra Indlands og faðir Indiru Gandhi sem var myrt árið 1984. Þá voru þættir þessir í vinnslu og orð Thatcher voru sögð áður en sá hörmulegi atburður átti sér stað. Richardson, sem hefur unnið við Shakespeare-Ieikhúsið í fimm ár, sagði að þegar hann kom til Indlands hefði fólk talað við hann á sínu tungumáli. „Þegar við vorum við upptökur á flugvellinum þurfti ég að tala við konu í utanríkisþjónustunni. Einn úr okkar hópi kallaði til henn- ar: „Heyrðu, Nehru þarf að tala við þig.“ Konan sagði mér að hún hefði fengið hálfgert taugaáfall því henni fannst hún fara þrjátíu ár aftur í tím- ann þegar hún starfaði sem þýðandi fyrir Nehru í Moskvu. Henni fannst ég nákvæmlega eins og Nehru í út- M,“ sagði Richardson. Leikarinn var svo heppinn að hitta Indiru Gandhi á heimili hennar í Nýju-Delhi þar sem hún sat fyrir á mynd með leikaranum sem var í hlutverki fóður hennar. Sam Dastor leikur Mahatma Gandhi í myndaflokknum en hlut- verkið hafði hann langað í frá því hann gerðist leikari. „Ég hef alltaf dáð þennan mann.“ Eins og aðrir leikarar í hópnum fannst Dastor það mikil upplifun að koma á slóðir þessa sögufræga.manns á Indlandi. Dastor Janet Suzman í hlutverki lafði Mountbatten. Hún hjálpaði manni sínum að koma á friði á Indlandi. lét sig ekki muna um að léttast um tæp tíu kíló til að leika Gandhi og lét raka af sér þykkt og mikiö hár. Við undirbúningsvinnu þáttanna lögðu leikaramir á sig mikla vinnu til að kynnast sögunni og ræddu við menn sem höfðu kynnst þessum mikil- mennum sem þáttaröðin fjallar um. Leikkona með heiðursnafnbót Viktoría Alberta prinsessa kem- ur einnig mikið við sögu í þáttunum en með hlutverk hennar fer Wendy Hiller. Viktoría Alberta var barna- bam Viktoríu drottningar og gift Louis Alexander, prins af Batten- berg. Hún var móðir Mountbattens lávarðar. Leikkonan Wendy Hiller fékk óskarverðlaun fyrir leik í kvikmynd- inni Seperate Tables. Hún er ástsæl- asta leikkona Breta og hlaut heiðurs- nafnbótina „Darne" breska heims- veldisins árið 1975. Wendy Hiller hefur bæði starfað í Englandi sem leikkona og í Bandaríkjunum. Hlut- verk hennar em mörg og bæði á sviði og í kvikmyndum. Má þar nefna David Copperfield, Murder on the Orient Express, The Voyage of the Damned, The Elephant Man og Mak- ing Love. Meðal sjónvarpmynda hennar má nefna Miss Morrisons Ghosts, Wit- ness for the Prosecution og Comedy of Errors. Frægur leikstjóri Vladek Sheybal leikur Mo- hammed Ali Jinnah í þáttunum. Sheybal er pólskur og hefur bæði leikið og leikstýrt mörgum þekktum verkum. Hann stundaði nám í þrjú ár við Warsaw Stanislavskf School of Drama, sex mánuði í Moscow Art Theatre og fjögur ár í Warsaw School of Drama Directors. Sheybal starfaði lengi í heimalandi sínu bæði leikhúsum og kvikmynd- um áður en hann flutti til Englands árið 1958. Frá því og til ársins 1960 stjómaði hann Stanislavski Method Classes í Oxford. Þá tók hann að sér leikstjóm í htlu leikhúsi nálægt Lon- don. En fór aftur til kennslu á ámn- um 1962-63 þá í Royal Academy of Dramatic Art í London. Hann tók einnig að sér kennslu í Ástralíu og var með eigin námskeið bæöi í Lon- don og Róm. Hann hefur stjómað upptökum á , mörgum verkum og óperum fyrir BBC og ITV. Hann leikstýrði fyrir Dutch Theatre í Amsterdam. Auk þess hefur hann unnið við fjölmargar þekktar kvikmyndir. Eins og sjá má á þessari upptaln- ingu em hér á ferðinni miklir fag- menn og má búast við að mynda- flokkurinn eigi eftir að vekja athygli fyrir fagmannleg vinnubrögð. Má segja að Mountbatten-myndaflokk- urinn sé stórbrotið verk sem sýni sögulegar staðreyndir. ELA JP Innihurðir Fyrir þá sem sætta sig ekki við neitt nema það besta. Vandaðar hurðir úr eik, beyki, mahóní og hvitlakkaðar. innréttingar Skeilan 7 - Reykjavik - Simar 83913 31113 ^ karlmannafatnaður Itölsk hönnun -toppurinnídag KRON styður EinarVilhjðlmsson og Islensku ólympfunefndina. Viðóskum fslensku ólympfuförunum góðs gengis í Seoul. KAUPSTADUR 2. HÆÐ ÍMJÓDD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.