Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988. Popp DV Listamaður ársins? Tónleikarnir, sem voru haldnir fyrir skömmu á Wembley-leikvanginum í Bretlandi, til heiðurs s-afríska blökku- mannaleiðtoganum Nelson Mandela, eru um margt eftirminnilegir. Þó að stjórnvöld S-Afríku hafi látið afdrátttar- lausa kröfu um frelsun Mandela sem vind um eyru þjóta geta aðstandendur tónleikanna státað sig af því að hafa gefið milljónum manna óvænt tækifæri til að uppgötva tuttugu ogfjögurra ára söngkonu sem er þegar í dag skærasta stjarna ársins í tónlistarheiminum. Tracy Chapman heitir hún og hefur, á þeim fáu vikum sem liðnar eru frá því hún heillaði tónleikagesti og sjónvarpsá- horfendur með leik sínum á Wembley, lagt undir sig efsta sæti breska breið- skífulistans með fyrstu breiðskífu sinni. í Bandaríkj unum hefur platan þotið upp vinsældalista og er nú komin inn á topp tíu breiðskífulistann þar í landi. ARt þetta væri svo sem ekki í frásögur fær- andi ef Tracy Chapman væri einungis nýjasta tilbrigðið við hið yfirborðs- kennda Madonna/Whitney Houston stef. Ekkert gæti verið eins fjarri lagi því auk þess sem hún getur tæpast talist „fall- eg“ út frá skilgreiningunni á hinni dæmigerðu poppginu, þá einkennist tón- list hennar af tvennu sem er sjaldgæfara en vatn í helvíti á efstu stigum vinsælda- listanna: einlægni ogboðskap. Sagan á bak við óvæntan frama Tracy Chapman er nokkuð óvenjuleg. Hún fæddist í Ohio-fylki í Bandaríkjunum og bjó ásamt móður sinni í svertingjahverfi fram að unglingsaldri. Þegar henni bauðst háskólastyrkur í Boston á aust- urströndinni íluttist hún þangað og byrj- aði að leika á götuhornum og einstaka knæpum borgarinnar á meðan á náminu stóð. Fyrir hreina tilviljun var hún upp- götvuð af einum af forráðamönnum El- ektra plötufyrirtækisins (útgáfufyrir- tæki Sykurmolanna í Bandaríkjunum) sem hreifst undir eins af tónlist hennar og söng. Nokkrum mánuðum seinna var fyrsta breiðskífan komin út og framlag hennar til Mandela-tónleikanna fylgdi skömmu seinna. Eftir þá tónleika hefur svo frami hennar verið ævintýri líkast- ur. Tónlist Tracy Chapman er einföld og íburðarlítil, lögin á fyrstu breiðskífunni (sem ber nafn hennar) eru flest ballöður í þjóðlagastíl þar sem kassagítar Chap- man leikur stærsta hlutverkið. Gagn- rýnendur hafa reynt að staðsetja hana í poppinu með því að líkja henni við Joni Mitchell, Suzanne Vega eða Joan Ar- matrading en slíkt er óþörf einföldun, því Tracy Chapman er engri lík. Sér- staöa hennar birtist í einni hljómfeg- urstu og jafnframt látlausustu rödd sem hefur heyrst í poppinu í mörg ár, rödd sem kemur tilfinningaróti persónanna sem hún skapar í lögum sínum til skila á óvenju einlægan hátt. Umfiöllunarefni Tracy Chapman eru heldur ekki af þeim toga, sem yfirleitt er að finna í tónlist þeirra sem ná efstu sætum vinsældalistanna. í laginu Fast Car, sem er fyrsta smáskífa plötunnar, fiallar hún um þrautseigju vonarinnar við þrúgandi aðstæður veruleikans. Textinn segir frá ungri konu sem gerir alvöru úr draumi sínum um að flýja frá ömurlegum aðstæðum tilveru sinnar til þess eins að uppgötva að áfangastaður- inn hefur orðið að nýrri prísund þar sem eiginmaður og börn eru fangaverðirnir. Aðrir textar fialla um hina ýmsu lesti mannlegs samfélags, kynþáttahatur, heimilisofbeldi og sjúkleg efnishyggja og fátækt er meðal þess sem Tracy Chap- man deilir á. Svartsýni er þó ekki alls- ráðandi og sum af eftirminnilegustu lög- unum fialla á næman og klisjulausan hátt um hin sígildu hugðarefni manns- ins, ástina og von um betri tíð. Það er greinilegt að einlægur söngur og meðvitaðir textar Tracy Chapman hafa komið boðskap á framfæri sem hef- ur hrifið bæði almenning og gagnrýn- endur nógu mikið til að fleyta henni upp í efstu sæti vinsældalista um allan heim. Undraverður árangur eflitið er til þess hversu ólík hún er þeim tónlistarmönn- um sem iðulega einoka listana með létt- vægu og oftast innantómu formúlu- poppi. Því miður er ekki annað að sjá en að gengi hennar sé undantekningin sem sannar regluna um uppistöðu vin- sældalistana. Reyndin er riefnilega sú aö með því að slá í gegn á Wembley komst Tracy Chapman bakdyramegin inn á vinsældalistana, þ.e. hún komst á toppinn nánast án aðstoðar fiölmiðla- mafíunnar (útvarpsstöðvar, sjónvarp o.fl.) sem sigtar oftast út þá tónlist sem fellur ekki inn í þrönga skilgreiningu hennar á því sem „almenningur vill heyra“. Þar sem ádeilulög Tracy Chap- man eru langt utan við þessa skilgrein- ingu er ólíklegt að tónhst hennar hefði nokkurn tímann náð slíkri hylh ef hún hefði ekki fengið að slæðast með stóru nöfnum hátíðarinnar, s.s George Mic- hael eöa Whitney Houston, og ná þannig beinu sambandi við fólkið. í framhaldi af þessum hugleiðingum er kannski við hæfi að velta því fyrir sér hversu marg- ir hæfileikaríkir tónlistarmenn leynast í þeim frjóa jarðvegi sem Tracy Chap- man er sprottin úr en ná aldrei th al- mennings, einfaldlega vegna þess að þeir falla ekki inn í „vinsældapopp“-básinn. Hvort Tracy Chapman keinur til með að vera perlan meðal svínanna í hsta- poppi næstu ára er erfitt að spá um, en framtíðin er svo sannarlega björt. í sept- ember verður hún eitt af aðalatriðum tónleikaherferðar sem Amnesty Inter- national gengst fyrir í fimmtán löndum í tilefni þess að fiörtíu ár eru liðin frá því að Mannréttindasáttmálinn var und- irritaður. Þar verður hún í samfloti með ekki minni spámönnum en Bruce Springsteen, Sting og Peter Gabriel. Glæstur félagsskapur fyrir listamann sem fyrir tæpu ári var að vinna fyrir sér með leik á götuhornum í Bandaríkjun- um. Síðan skein sól: enn rofar til i íslensku poppi... Áður en þú lest lengra vh ég koma þeim skilaboðum á framfæri að í þessum pisth verður hvergi minnst á sól, ský, rigningu né neitt sem yfir- leitt tengist veðurfari á landinu á nokkurn hátt. Við skulum láta ógert að varpa fram loftkenndum lýsingar- orðum sem krafsa i bakkann við að gefa th kynna það sem höfundi finnst um tónhst þeirra fiórmenninga sem hér eru kynntir. Höldum okkur frek- ar við staöreyndir og leyfum hverj- um um sig að gera upp sinn hug um það sem Síðan skein sól býður upp á sem nýjustu viðbótina við allblóm- lega útgáfu íslenskra sumarplatna. Nokkrar staðreyndir: Síðan skein sól er skipuð þeim Helga Björnssyni, Ingólfi Sigurðssyni, Eyjólfi Jóhann- essyni, og Jakobi Magnússyni. Alhr menn með tónlistarlega fortíð, ef svo má að orði komast. Helgi er fyrrum söngvari í Grafik, Eyjólfur var áður í slagtogi við Tappa tíkarrass og De Vunderfoolz, Jakob í hinum ýmsu gervum s.s. Tappi tíkarrassi, Das Kapital eða MX-21 og svo Ingólfur, sem þrátt fyrir yngstan aldur hefur komið víða við, t.d. í Rauðum ílötum ogBláttáfram. Síðan skein sól eða SSSól hafa leik- ið saman í rúmt ár og fyrsta afurðin, sem birtist almenningi úr smiðju þeirra, er nýkomin út, í formi tveggja laga tólf tommu sem Skífan annast útgáfu á. Blautar varir og Bannað eru nöfn þessarra laga sem þegar hafa hljómað víða á öldum ljósvak- ans og vakið athygli hjá þeim tæpa þriðjungi íslenskrar alþýðu sem enn leggur sig eftir þeim miðli. SSSól var líka meðal þátttakenda í útihljóm- leikunum sem haldnir voru á Mikla- túni um síðustu helgi til heiðurs Nelson Mandela sjötugum. Þar gerðu þeir enn lukku hjá þeim sem staddir voru á túninu en því miður urðu þeir fyrir barðinu á slælegri hljóð- blöndun Sjónvarpsins sem sýndi frá þessum tónleikum. Þannig fenguð þið sem heima sátuð tæpast rétta mynd af þeirri tónhst sem SSSól flyt- ur í dag. En hver er tónlist Síðan skein sól? í anda hefðarinnar krafði ég þá Helga Björnsson söngvara og Eyjólf gítar- leikara svara við þessari djúpstæöu og áleitnu spurningu: „Bara rokk og ról, okkar útgáfa af því.“ (Hið eina rétta svar við þessarri spurningu.) Og tilgangurinn með öllu saman? Reynir SSSól að höfða til einhvers ákveðins aldurs - eöa þjóðfélagshóps með textum sínum og tónlist? „Nei, ekki get ég sagt það, nema bara hugs- andi fólks. Einn texti höföar kannski meira í áttina til unglinga og annar í áttina að eldra fólki. Annars finnst mér ekki gott að skilgreina þetta á þennan hátt því ég held aö svona rokktónhst höfði raunar th allra ald- urshópa. Við spilum að minnsta kosti þannig tónlist að hún eigi að geta höföað til mjög breiðs hóps.“ Boð- skapur er þáttur í rokkinu sem sum- ir velta ekki mikið fyrir sér en aðrir reyna að flétta hann inn í með skemmtanagildi tónlistarinnar. Er hoðskapur nauðsynlegur hluti af tónlist SSSól? „ Já, mér finnst það skipta öllu máli. T.d. vegna þess að þegar staðið er á sviðinu og verið að spila er miklu innihaldsríkara að segja fólki eitthvað, í stað þess að segja ekkert. Það gefur miklu meiri kraft og tilgang sem skilar sér th fólksins." Núna megum við eiga von á breiðskífu frá hljómsveitinni þegar fram líða stundir. Eru lögin tvö á tólf tommunni einkennandi fyrir þá tónlist sem verður á breiðskífunni? „Það má segja að þetta sé svona miðj- an á þvi, við förum meira í báðar áttir frá þessum lögum. Sumt meira poppaö en annað rokkaðra og þyngra.“ Hvað er svo framundan á næstu dögum? Tónleikar o.s.frv.? „Við ákváðum að taka þá stefnu að beina kröftum okkar alhliða í þessa plötu og hún verður tekin upp fljót- lega. Við komum til með að eyða síð- ari hluta þessa mánaðar og ágúst í upptökur, þannig að tónleikahald mun ekki verða mikið á meðan. En við komum svo til með að fylgja eftir breiðskífunni af fullum krafti." Um Síðan skein sól riiætti segja sem svo að hún sé meö nýjasta framlagið í sumarpoppið sem er án efa skör ofar en flest það íslenska efni sem dynur á hlustum okkar þessa dag- ana. Getur ekki verið annað en gott mál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.