Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Blaðsíða 40
52 - sigling með Norrænu verður sífellt vinsælli Fimmtudagur á Seyðisfirði Þaö er fimmtudagsmorgunn á Seyðisflrði og lífið gengur sinn vana- gang. Eitthvað greinir samt mannlíf- ið hér frá öðru kaupstaðamannlífi. Yfir Fjarðarheiði streyma erlendir ferðamenn frá Egilsstöðum, á mótor- hjólum, þríhjólabílum og gömlum herbílum, en aðrir hafa haft vara á sér og slegið upp tjöldum til einnar nætur kvöldið áður á Seyðisfirði. í nokkrar klukkustundir í hverri viku verður samband Austfjarða við um- heiminn áþreifanlegra en ella - og + ástæða þessa kemur fjótlega í ljós. Á níunda tímanum siglir Norræna inn fjörðinn, níu þúsund og eitt hundrað tonna ferja frá Smyril-line sem tekur eitt þúsund og fimmtíu manns og tvö hundruð og flmmtíu bíla. Nú færist fjör í leikinn við bryggjuna þar sem skipið leggur upp að. Ferðamenn kveðja landið og nýir koma í þeirra stað. með það að hún endurtekur sig í hverri viku yfir sumartímann. Fámenna frændur dreymdi stóran draum Þessi lýsing er hluti af ævintýri sem frændur vorir Færeyingar hófu fyrir þrettán árum og enn sér ekki fyrir endann á. Þá hóf Smyrill sigl- ingar sínar til Seyðisfjarðar frá Fær- eyjum, Noregi og Skotlandi en Smyr- ill tók fimm hundruð farþega og hundrað og tíu bíla. Síðan hefur mik- ið vatn runnið til sjávar. Fyrsta árið komu hingað og fóru aftur með Smyrli um fjórtán hundr- uö farþegar en í fyrra vom þeir tólf þúsund og sex hundruð. í sumar er svo gert ráð fyrir um fjórtán þúsund farþegum til Seyðisfjarðar með Nor- rænu, en skipiö hefur ffutt hingað um 6-7% þeirra erlendu ferðamanna sem til landsins koma. Þessar far- þegaferðir skipanna hafa því gengiö sem notfæra sér þennan skemmti- lega ferðamáta en hópferðir þeirra með skipinu verða sífellt vinsælli. Auk farþega- og bilaflutninga hafa vöruflutningar meö skipinu aukist til og frá landinu en héðan hefur skipið flutt ferskfisk og íslenskan iðnvarning. Norræna - Hið samnorræna samfélag Af níutíu manna áhöfn Norrænu eru Færeyingar langflestir og yfir- menn skipsins hafa verið færeyskir. Áhöfnin er skemmtileg blanda nor- rænna þjóða sem ugglaust myndar hið athyglisverðasta málsamfélag. í áhöfninni eru svo tuttugu og fimm íslendingar og það hefur vakið at- hygli að í eldhúsi skipsins hefur ver- ið gerð hailarbylting en þar ráöa nú íslendingar lögum og lofum, við góð- an róm farþeganna. Það gengur mikið á við brýggjuna á Seyðisfirði meðan Norræna staldrar við. Ferðir Norrænu Skipstjórnarmenn á Norrænu: Amalian Knudsen skipstjóri, vinstra megin, og Peter Hojgárd yfirvélstjóri, til hægri, en í miðið stendur „þeirra maður á Seyðisfirði", Jónas Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Austfars hf. Um hádegisbilið leggur skipið frá landi og heldur til Færeyja. Þeir sem hér urðu eftir gá til veðurs, rýna í 'J’landakort, lesa bæklinga, leggja á ráðin og hefja síöan íslandsleiðangur sinn, fullir eftirvæntingar. Eftir því sem líður á daginn verður bærinn aftur sjálfum sér líkur. Stórkapitalistinn og heimsmaður- inn Otto Wathne, faðir Seyðisfjarðar, heföi sennilega orðið hreyldnn af þessari uppákomu og hæstánægður vonum framar. Nýting Norrænu hef- ur veriö mjög góð og útlitið er bjart framundan. Fyrir fimm árum var Smyrill orð- inn of lítill og var þá ráðist í kaup á Norrænu sem síðan hefur siglt hing- að á sumrin. Flestir ferðamannanna hafa verið Þjóðveijar en þeim íslendingum sem ferðast með Norrænu fjölgar jafnt og þétt. Það eru þá ekki síst eldri borgarar Norræna fer yfirleitt þrettán til fjórtán ferðir á sumri. Hún kemur hingað fyrst um mánaðamótin maí- júní en fer sína síðustu ferð í byrjun september. Frá Seyðisfirði siglir Norræna til Þórshafnar í Færeyjum, þaðan til Hamstholm í Danmörku, aftur til Færeyja, þá til Leirvíkur á Hjalt- landi, síðan til Bergen í Noregi, aftur til Hjaltlands, svo Færeyja og loks til Seyðisfjaröar. Þessi sigling tekur sjö daga en skip- ið stansar tvo til fjóra tíma á hverjum stað. Hringmiði með Norrænu Farþegar geta keypt sér hring- miöa með ferjunni frá Seyðisfirði til Seyðisfjaröar en þeir ráða þá sjálfir hvar þeir fara í land og verða eftir og hvenær þeir nýta sér þá hluta ferðarinnar sem þeir eiga ófarna. Hringmiðinn kostar um tuttugu og þrjú þúsund krónur. Aðstaðan um borð Aðstaðan um borð í Norrænu er eins og best verður á kosið á milli- landaferjum. Þar eru morgunverðar- og kvöldverðarsalir, ásamt danssal og börum. Fríhöfn er um borð en þar eru glæsilegar fríhafnarverslanir sem selja áfengi, tóbak, sælgæti, snyrtivörur og fatnað. Þá er kvik- myndasalur p skipinu og leiktæki fyrir böm 'pg unglinga. Hverjir eiga Smyril-line? í upphafi var Smyrill rekinn af færeyska ríkisfyrirtækinu Strand- faraskip landsins en útgerðarfélagið Smyril-line, sem rekur Norrænu, er hlutafélag. Færeyingar eiga um 94% hlutafjárins og íslendingar tæp 6%, en auk þess eiga örfáir danskir aðilar þar lítinn hluta. Umboðsaðili Smyril-line hér á landi er Austfar hf. á Seyðisfirði. Góð nýting en of skamman tíma Jónas Hallgrímsson, fram- kvæmdastjóri Austfars hf., gat þess við DV að júlímánuður væri nú allur fullbókaður og að allt benti til þess að innan fárra daga yrði fullbókaö með skipinu frá íslandi fyrir ágúst- mánuð. Hann benti jafnframt á að þótt nýting skipsins væri sérstaklega góð þann tíma sem það er í fórum væri sá tími því miður allt of stuttur og því skipti nú mestu máli að geta lengt ferðamannatímann. -KGK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.