Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988. Skjálftavirkni í Sjónvarpinu t „Það eru takmörk fyrir bladri og yfirlýsingagleði" Markús Örn Antonsson útvarps- stjóri heldur upp á fjögurra ára starfsafmaeli sitt um næstu áramót. Hann hefur gegnt embættinu á mikl- um umbrotatímum því nú í ágúst eru tvö ár síðan fyrsta frjálsa útvarps- stöðin hóf starfsemi og Ríkisútvarpið missti einokun sína á markaðnum. Markús Örn, sem er fjórði útvarps- stjóri Rikisútvarpsins. hefur því gegnt mun erfiöara embætti en fyrir- rennarar hans. Samkeppnin er mikil og sérstaklega með tilkomu Stöðvar 2, þangaö sem margir af bestu starfs- mönnum Sjónvarpsins hafa flúiö, nú síðast Ómar Ragnarsson. Innbyrðis deilur og blaðaskrif hafa sett mark sitt á Sjónvarpið á undanförnum vetri og almenningur kvartar yfir of háum afnotagjöldum og lélegri dag- skrá. - Þýðir nokkuð fyrir ríkið að standa í samkeppni? „Það er viðbúið, þegar róttækar breytingar eiga sér stað, eins og þeg- ar einkaaðstaða einnar ríkisstofnun- ar er allt í einu rofin með litlum að- draganda, að það gæti ákveðinnar skjálftavirkni sem segir til sín með ýmsum hætti. Það sama hefur verið að gerast í nágrannalöndum okkar þar sem sams konar breytingar hafa átt sér stað og eru að eiga sér staö. í Danmörku á að heíja útsendingar nýrrar stöðvar, TV 2, í október. Þar ..eru menn nú að kveöja gömlu stofn- unina Danmarks Radio og ráða sig í störf á nýju stöðinni. Í starfsmanna- blaði Danmarks Radio birtast langar greinar og vangaveltur, þar sem sumir gera grein fyrir af hveiju þeir ætla að hafa vistaskipti. Menn vilja breyta til og við höfum gengið í gegn- um það sama. Örugglega verður áframhaldandi hreyfing á milli þess- ara fyrirtækja. Það er þó engin ein- stefna aö menn fari úr ríkissjón- varpinu því hingað hafa komið ágæt- ir menn frá einkastöðvum. Mér er vel kunnugt um að það eru fleiri sem hafa áhuga á að koma hingað til starfa. Við erum bara ekki með opn- ar stöður fyrir ótakmarkaðan íjölda manna. Að því leytinu til er að koma á visst jafnvægi miðað við hvernig þetta var er frjálsræðið skall á. Sveiflumar koma einnig fram í hlustendakönnunum. Bylgjan kom inn á markaöinn meö miklum krafti og naut mikilla vinsælda á meðan hún var glæný en síðan hefur gengið breyst vemlega. Vissulega hafa kom- iö upp óánægjuraddir þar sem við getum ekki borgað sömu laun og einkafyrirtækin. Viö erum bundnir af launatöxtum opinberra stofnana. Það gerir okkur á vissan hátt erfið- ara fyrir með að halda góðu fólki.“ - Hefðir þú kosið að einokunin hefði mátt vara eitthvað lengur. Til dæmis á meðan Ríkisútvarpið var að koma upp eigin húsnæði? „Það var óheppileg aöstaöa sem Ríkisútvarpið var í einmitt þegar einkaleyfið var afnumið. Hér var verið að leggja síðustu hönd á fram- tíöarhúsnæði hljóðvarpsins og að sjálfsögðu var ætlast til að Sjón- varpið kæmi litlu síðar en það verður einhver töf á því. Það var feikilega stórt verkefni sem stofnunin stóð í á meðan hún þurfti að breyta öllum sínum rekstri vegna samkeppninn- ar. Verst er afstaða þeirra sem hafa afgerandi áhrif á fjárhagsstööuna. Hún hefur öll verið handahófskennd og svífandi. Ég held aö það verði ekki annað sagt en aö Alþingi og rík- isstjórnir, sem setiö hafa á þessum tíma, hafi gert sér lítið far um að setja sig nákvæmlega inn í stöðu fjár- mála hjá stofnuninni. Gripið hefur verið til skyndiákvarðana sem hafa komið sér iÚa hér. Við vorum sviptir tekjustofni sem átti að vera til fram- kvæmda við útvarpshúsið. Einnig hefur sú frysting, sem hefur verið á hækkunum á afnotagjöldum, aukið óvissuna. Liðið hafa heilu árin án þess aö afnotagjaldið hafi hækkað. Það var síðan Sverrir Hermannsson sem tók duglega á þessu máli áður en hann stóð upp úr ráðherrastóln- um og bætti okkur upp það sem við höfðum farið á mis. I upphafi þessa árs var lögð fram mjög markviss áætlun um íjárhag og rekstur Ríkis- útvarpsins á árinu. Sú áætlun var kynnt fyrir þingmönnum og ijárveit- inganefnd sem tók þá afstöðu að mæla með 15% raunhækkunum á árinu. Síðan grípur ríkisstjórnin inn í og heimilar ekki þær hækkanir sem Alþingi var búið að samþykkja. Sú ákvörðun teflir allri rekstrarstöðu okkar í tvísýnu og er það ólík aðstaða miðað viö það sem gerist á Stöð 2 sem hækkar gjöld í samræmi við verð- lagshækkanir í þjóðfélaginu, árs- fjórðungslega." - Nú hefur komið fram gagnrýni um að hækkun afnotagjalda sé óeðlileg miðað við að Sjónvarpið stytti út- sendingu og bjóði upp á lélegri dag- skrá. „Ekki veit ég hvernig menn rökstyðja að dagskráin styttist í heildina séð, þegar haft er í huga að í október í fyrra bættum við einum útsendingardegi við. Kannað hefur verið viðhorf manna til lengingar dagskrár, ef af henni gæti orðið. Sumir vilja fá besta efnið snemma á kvöldin til að bömin og eldra fólkið geti notið þess en aðrir vilja hafa dagskrána fram á nótt. Við getum ekki litið á það sem forgangsverkefni að þjóna hér nátthröfnum. Reynt er aö hafa dagskrána lengri um helgar en í sumar hefur hún verið öllu styttri en almennt hefur gerst á und- anförnum árum. Það er einungis vegna þeirrar íjármálalegu óvissu sem stofnunin býr við. Við höfum verið að undirbúa vetrardagskrá og lagt mikiö í hana. Stór verkefni eru í vinnslu í innlendri dagskrárgerð. Unniö hefur verið að fimm íslensk- um leikritum sem tekin verða til sýn- ingar í vetur. Mjög margt er á döf- inni hjá innlendu dagskrárdeildinni og það er rétt stefna að hafa dag- skrána viðameiri og tjalda því besta sem við eigum í vetrardagskrá og í kringum hátíðar. Það væri óráölegt að kosta miklu til í sumardagskrá þegar vitað er að fólk er út og suður á feröalögum." - Ertu að tala um að róttækar breyt- ingar verði á dagskrá Sjónvarps í haust? „Já, það er ákaflega margt á döf- inni. Ég ætla aö vona aö við fáum þá hækkun á afnotagjöldum sem við höfum farið fram á í október og þá ættu allar okkar áætlanir um aukn- ingu á innlendu efni að standast. Átak verður gert í framleiðslu á skemmtiefni, leiknu efni, heimildar- efni og aö fréttastofa komi meira við sögu í þáttagerð en var sl. vet- ur.“ - Verða þá Kastljósþættir teknir upp aftur? „Bæöi Kastljós og annars konar umræðu- og fréttaskýringarþættir. Við höfum verið að velta fyrir okkur fréttum og tímasetningu þeirra. Fé- lagsvísindastofnun gerði könnun fyrir okkur fyrir stuttu til að kanna viðhorf manna til tímasetninga frétta. Þar kom fram að 63% segjast alltaf eða oftast horfa á fréttir Sjón- varpsins á móti 37% sem horfa oft eða alltaf á fréttir Stöðvar 2. Þetta er það viðhorf sem hefur verið gegn- umgangandi í könnunum. Sjónvarp- ið á að leggja áherslu á vandaðan fréttaflutning og það er ætlast til að það sé hefðbundin formfesta yfir fréttatímum þess.“ - Nú var hávaðasamt í vetur í kring- um fréttastofu Sjónvarpsins og þá helst í sambandi við brottrekstur Ingva Hrafns. Telurðu að það hafi getað skaðað á einhvern hátt frétta- stofuna út á við? „Já, ég tel það mjög miður þegar forystumenn fyrir einstökum deild- um ganga fram fyrir skjöldu til þess að koma því að í umræðunni út á við að hér sé allt á fallanda fæti. Léleg dagskrá framundan og að Sjónvarpið eigi sér ekki viðreisnar von. Þetta er sérálit sem menn geta rætt innan stofnunarinnar. Ég held aö þrátt fyr- ir að þetta sé galopin stofnun, sem oft er henni styrkur, þá geti líka ver- ið takmörk fyrir því hversu langt er hægt að ganga í blaðri og yfirlýsinga- gleði. í öllum fyrirtækjum og stofn- unum eru einhverjar innbyröis defi- ur og menn skella hurðum án þess að fjallað sé um þaö í fjölmiðlum. Hins vegar viröist vera einhver til- hneiging, þegar skoöanaágreiningur kemur upp og magnast á milli per- sóna hjá Ríkisútvarpinu, að úr verði opinbert umtalsefni og tímarit velti sér upp úr því. Það er kannski til marks um þaö vægi sem stofnunin hefur og þaö fólk sem hér kemur við sögu. Ég ætla mér ekki að ræða mál- efni Ingva Hrafns en það er mikill misskilningur að brottrekstur hans héðan hafi einvörðungu veriö vegna þessa viðtals. Ingvi Hrafn hafði verið á förum í tvö ár.“ - Hvað finnst þér um væntanlega bók Ingva Hrafns um Sjónvarpið? „Ég bíð spenntur eftir að sjá hveiju verður sleppt í þeirri bók.“ - í viðtali í Nýju Lífi segir Sigrún Stefánsdóttir að þú hafir boðið henni starf fréttastjóra fyrir siðustu ára- mót og einnig að þú hafir boðlð henni starf dagskrárstjóra á sinum tíma er Hrafn Gunnlaugsson var ráðinn. Hún segir að þú hafir tvívegis boðið henni starf sem hún síðan fékk ekki. Er þettá rétt? „Ég sá í Morgunblaöinu að hún var umsækjandi um fréttastjórastööuna. Það kom mér ekkert á óvart. Þegar Ingvi Hrafn haföi á orði um áramótin að hann væri á förum nefndi ég við Sigrúnu hvort hún gæti hugsað sér aö fara til starfa á fréttástofu. Mér fannst aö fréttastofan þyrfti á því að halda að fá jafn-gamalreyndan frétta- mann til starfa eins og ástatt var. Hún ætlaöi að taka það mál til athug- unar og okkar á milli barst þaö í tal hvað við tæki ef Ingvi Hrafn léti verða að því að fara skyndilega frá. Ég sagði henni að það væri óljóst. Hins vegar tjáöi ég henni, þar sem við erum gamlir kunningjar, að mér fyndist að það væru tveir sem kæmu til greina í starfið. Það væru Bogi Ágústsson og hún. Ég lét það einnig í ljós við fleiri aðila. Bogi var á förum héðan og búinn að ráða sig hjá Flug- leiðum þannig að hann var ekki lík- legur umsækjandi á þeim tíma. Síðan leyföi ég mér að álykta að Sigrún Stefánsdóttir sem kona og sem ötull fréttamaður mætti vænta stuðnings útvarpsráðs þar sem meirihlutinn er skipaður konum. Ég taldi á þeim tíma að Sigrún yrði sterkur umsækj- andi. í ljósi þess að Bogi var að ráða sig annars staðar og Sigrún haföi áhuga á þessu máli þá hefur það ver- ið rétt skilið hjá henni að ég taldi hana mjög sterklega koma til greina. Ég bjóst við að hún mætti vænta mikils stuónings í útvarpsráði en mikilsvert var að víðtæk samstaða næðist um þann umsækjanda sem ráðinn yrði í þetta starf eins og á stóð. Þaö gætu ýmsir vottað að ég mælti mjög eindregið með að Sigrún fengi starfið eftir að ég sá að hún hafði sótt um. Ég stóð hins vegar frammi fyrir því að umsókn hennar hlaut lítinn hljómgrunn og hafði endanlega aðeins einn stuðningsmann í út- varpsráði. Það var ekkert um það að ræöa, eins og á stóð, að virða þá nið- urstöðu að vettugi." - Fórstu fram á við Boga að hann sækti um? „Bogi sendi inn umsókn með fyrir- vara um að hann kæmi og ræddi við okkur áður en umsóknin yrði opin- ber. Ég hafði ekki leitað til Boga Ágústssonar þegar hann sendi inn þá umsókn. Hann sendi hana með þeim tilmælum aö henni yrði haldiö leyndri. Hann var á förum til útlanda og hafði ekki haft ráðrúm til að gera yfirmönnum sínum hjá Flugleiöum grein fyrir málinu. Þegar afstaða út- varpsráðs fór að skýrast til málsins latti ég ekki Boga þegar kom að því að hann tæki ákvörðun um hvort hann yrði umsækjandi eöa ekki. Ráðning Boga var góð lausn sem hefur mælst vel fyrir innan stofnun- arinnar sem utan hennar." - Eftir ummælum Sigrúnar að dæma virðist hún hafa verið sett hjá tvisvar sinnum í stöðuveitingum. „Ég var búinn að endurráða Sig- rúnu til starfa á fréttastofunni um síðustu áramót. Henni snerist hugur. Þá kom til tals að hún tæki að sér forystu fræðslusjónvarpsins. Ég vann að því að Sigrún fengi þaö starf. Til aö hðka fyrir fékk hún skrifstofu hjá Sjónvarpinu og fékk greiddan hluta af launum sínum beint frá minni skrifstofu. Þannig að mér þyk- ir það miður ef Sigrún heldur því fram að ég hafi komið fram af ein- hverjum óheilindum gagnvart henni varðandi stöðuveitingar hjá Sjón- varp inu. Um hitt starfið er það aö segja aö það var fáeinum dögum áður en umsóknarfrestur rann út um stöðu dagskrárstjóra innlendrar dagskrár sumariö 1985 aö Sigrún heimsótti mig á skrifstofuna. Við vissum bæði að aðeins einn maður heföi sótt um starfið og ég var reyndar í fullko- minni óvissu hvort fleiri umsóknir bærust. Hún tjáði sig hafa áhuga á starfinu. Á síðustu stundu kom fram umsókn Hrafns Gunnlaugssonar og þaö breytti stöðu málsins. í ljósi þess að fram kom umsókn Hrafns, sem mér leist mjög vel á, gat ég ekki gefið Sigrúnu bindandi loforð um stuðn- ing. Sigrún sótti aldrei um starf dag- skrárstjórans. Hún fór til Bandaríkj- anna til að fullnuma sig í fjölmiðla- fræði og ljúka við doktorsritgerð á styrk frá Ríkisútvarpinu, sem fram- kvæmdastjórn Ríkisútvarpsins veitti henni sérstaklega samkvæmt minni tillögu vegna áhuga okkar á fræðslu- sj ónvarpsmálum. “ - Nú segir Sigrún að það hafi verið að þínu undirlagi sem hún kynnti sér fræðslusjónvarp en ekki af því að hún hygðist gera það að ævistarfi sínu. Einnig að hún hefði hugsað sig um tvisvar áður en hún lagði út á þá braut ef hún hefði vitað að það yrði notað gegn henni við stöðuveitingu fréttastjórastarfsins. Starf sitt við fræðslusjónvarpið telur hún aðeins vera til bráðabirgða. Vissir þú að hún liti á starfið sem stökkpall í frétta- stjóraembætti hjá Sjónvarpinu? „Ég veit ekki hvernig hún hugsar það. Er það líklegt að fólk leggi í tveggja ára nám í fjarkennslu og riti doktorsritgerð sem byggir sérstak- lega á því máli til að vera í þrjá mán- uði forstöðumaður á einhverju til- raunatímabili í fræðslusjónvarpi? Mér finnst það ótrúlegt. Ég heyrði aldrei þessi framtíðaráform reifuö af hennar hálfu þegar hún ræddi það að fara út í doktorsnám í fjar- kennslu." - Nú hafa stöðuveitingar útvarps- ráðs oftsinnis verið gagnrýndar og talað er um að núverandi fyrirkomu- lag sé á engan hátt í takt við nútím- ann og samkeppnina. Hvaða skoðun hefur þú á því? „Stofnuniji þarf aðhald og yfirsýn fulltrúa almannavaldsins yfir það sem hér gerist. Að hinu leytinu hefur útvarpsráð verið hugsað á sínum tíma til þess að stuðla að auknu jafn- vægi mannaráðninga. Að hér gæti farið fram eðlileg endurnýjun á starfsmönnum og að hér ríkti póh- tískt jafnvægi. Þetta hefur komið okkur bölvanlega núna og staðan er gjörbreytt eftir að síharðnandi sam- keppni varö um starfskrafta. Þá er þetta auðvitað alltaf langur ferill sem slík mál þurfa að fara hér hjá okkur. Sem framkvæmdastjóri hjá þessu fyrirtæki ætti ég að geta verið á hött- unum eftir besta starfsfólkinu en ég get heldur ekki boðið þau laun sem viðgangast á markaðnum. Þó þaö væri ekki annað en að leitast við að fá sem hæfast starfsfólk þá veit mað- ur aldrei hver verður niðurstaða út- varpsráðs. Svo er manni legið á hálsi fyrir aö ráða ménn í andstöðu við meirihluta útvarpsráðs. Ég tel fulla þörf á að endurskoöa þessi mál og þetta er eitt af þeim atriðum sem Ríkisendurskoðun benti á. í önnur störf en frétta- og dagskrárgerðar- manna er ráðið án þess að útvarps- ráð komi þar nærri. Það hefur komið oft fyrir þegar mannaráðningar hafa verið í gangi að útvarpsráð undrast að ekki séu fleiri umsækjendur eða þá umsækjendur óski nafnleyndar. Ég hef bent á að fólk veigri sér við að sækja um stöður vegna styrs sem stendur um ráðningar hér og þeirrar almennu umfjöllunar sem umsóknir hljóta.“ - Hefur þú trú á að þetta muni breyt- ast? „Ég heyri töluvert mikið rætt í kjöl- far skýrslu endurskoðunar að þessu ákvæði yrði að breyta. Það þætti tímabært vegna þeirrar samkeppni sem við stöndum í. Ég á alveg von á að þetta muni breytast." - Nú varð Sjónvarpið fyrir áfalli fyrir stuttu þegar vinsælasti sjón- varpsmaðurinn, Ómar Ragnarsson, sagði upp starfi sínu. „Já, það var mikið áfall. Við erum berskjaldaðir fyrir hreinum yfirboð- um og nánast ekki neitt hægt að gera.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.