Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988. Frjálst,óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglysingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11. SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Sanngirni villir sýn Vextir á íslandi eru sagðir sanngjarnir eða ósann- gjarnir eftir sjónarhóli hvers og eins. Sama er að segja um verðtryggingu vaxta og vísitöluna, sem látin er mæla hana. Um fjármagnskostnað af ýmsu tagi ræða menn á þeim grundvelli, að sanngirni þurfi að ráða. Þeir, sem fylgjandi eru háum eða hærri vöxtum, verð- tryggingu og lánskjaravísitölu, ræða gjarna um gamla fólkið, sem hafi með þrotlausri vinnu á langri starfsævi safnað sér til ellinnar og þurfi að sjá óverðtryggt spari- fé sitt brenna upp á neikvæðum vöxtum í bönkunum. Hinir, sem andvígir eru háum eða hærri vöxtum, verðtryggingu og lánskjaravísitölu, sjá allt annað pen- ingafólk gegnum sín gleraugu. Þeir sjá slefandi okrara, sem leika sér að því að eyðileggja framtíð fólks með því að drepa það í skuldadróma frá unga aldri. Fyrra hópnum fmnst sanngjarnt, að sparendur fái umbun erfiðis síns og síðari hópnum fmnst ósann- gjarnt, að peningamönnum sé gert kleift að níðast á auralausu fólki. í báðum tilvikum er máhð metið á grundvelh þess, hvað sé sanngjarnt og ósanngjarnt. Sé htið á viðtakendur lánsfiárins, þá sér annar hópur- inn gegnum sín gleraugu margs konar gæludýr hins opinbera, fyrirtæki á borð við SÍS og aðra shka aðila, sem hafa meira eða minna hfað á aðgangi að peningum, sem ekki þurfti að endurgreiða að fuhu. Hinn hópurinn sér aftur á móti vaxtarbrodd atvinnu- hfsins. Hans gleraugu sýna þjóðhagslega hagkvæmar hugmyndir, sem ekki komast til framkvæmda eða eru kæfðar í fæðingu af hrikalegum fjármagnskostnaði. Enn er talað um, hvað sé sanngjarnt og ósanngjarnt. Þegar byggt er á slíku gæðamati, er venjulega skammt í handaflslausnir. Vextir eru hækkaðir eða lækkaðir með handafh til að auka sanngirni. Verðtrygging og vísitala eru teknar upp eða afhumdar með handafh til að auka sanngimi. Menn skipuleggja vandamáhð. í öhum þessum tilvikum er htið á lánsfj ármarkaðinn sem ákveðna stærð, sem sé til skiptanna. Síðan er htið á útlönd sem almenna fjáruppsprettu, sem ganga megi í til viðbótar eftir þörfum. í þessum hugmyndaheimi er gott rúm fyrir mat á sanngirni og ósanngirni. í reynd er leitast við að taka frá eins mikið af pening- um, sem koma á lánsfjármarkaðinn. Þessu fé er beint í farvegi til gæludýra og forgangsverkefna og gjarna á lágum vöxtum, sem ákveðnir em með sanngjörnu hand- afh. Ýmsir opinberir sjóðir gegna þessu hlutverki. Ennfremur er í reynd leitast við að fá sem mest af peningum frá útlöndum. Sú leið hefur verið ofnotuð svo lengi, að jafnvel sérfræðingum í sanngimi er farið að ofbjóða. Enda erum við nú orðin ein ahra skuldugasta þjóð heimsins og senn komin þar á leiðarenda. Einnig hafa í reynd yfirleitt orðið hlutadrýgst þau sjÓL-jmið, að sanngjarnt sé, að lántakendur borgi hóf- lega vexti, það er að segja lága. Með því handafh hefur verið dregið úr sparifiármyndun í landinu. Hungrið í lánsfé er ahtaf miklu meira en hægt er að seðja. Þegar saman koma langvinn ofnotkun á erlendu láns- fé, langvinnur forgangur gæludýra og forgangsverkefna að ódým lánsfé og langvinnir öfugvextir á almennum markaði, verður útkoman óhjákvæmhega ósfjórnleg lántökufíkn, sem ekki sefast, þótt vextir hækki um skeið. Hlutverk stjórnvalda er samt ekki að beita handafh th að auka vaxtasanngirni, heldur að haga svo málum, að meira lánsfé en eha verði th á innlendum markaði. Jónas Kristjánsson Erkiklerkur fær að geifla á eitrinu Arftakar Ruhollah Khomeini, erkiklerks í stjóm klerkaveldisins í íran, eru að reyna að bjarga því sem bjargað verður úr skipbroti íslömsku byltingarhreyfmgarinn- ar í stríöinu við írak. Þess vegna var bragðið við og lýst yfir sam- þykki við vopnahlé daginn eftir að erkióvinurinn, Saddam Hussein, forseti íraks, hafði boðið „frið með heiðri" í hátíðarræðu síðasta sunnudag. Þar var Hussein að minnast tveggja áratuga veldis Batth-flokksins og þrítugsafmæhs byltingarinnar gegn konungsstjóm á snærum Breta í írak. Á miðvikudag barst svo brostin raust byltingarleiðtogans til írana af bandi. Hann minnti á eiða sína að veija síðasta andardrætti og síð- asta blóðdropa til að yfirbuga Sadd- am Hussein. „Því var þessi ákvörð- un fyrir mig eins og að bergja eit- ur.“ En leiðtogum ríkisstjómar og herafla tókst að sögn öldungsins að sýna honum fram á að friðarum- leitanir væru nauðsynlegar í þágu hagsmuna íslamsks lýðveldis í Ir- an. Fyrir þeim varð draumurinn um útbreiðslu íslamskrar bylting- ar til annarra landa að víkja. Khomeini erkiklerkur er 88 ára, og í Teheran er altalað að hann sé dauðvona af krabbameini í blöðru- hálskirth. Félli hann frá að töpuðu fómfreku stríði, þjóð í eymdar- ástandi og óútkljáðri valdabaráttu innan klerkaveldisins mátti búast viö að íslamska lýðveldið færi í gröfina með honum. En með því að losna úr stríðinu, og fá Kho- meini til að samsinna friðargerð, gefst kostur á að reyna að hressa það viö'á ný. Um þetta verkefni tóku höndum saman háklerkar sem einatt hafa ERLEND TÍÐINDI Magnús Torfi Ólafsson og byltingarvarða lentu í innbyrðis átökum. Gömlu, bandarísku vopn- in frá keisarahernum týndu tölunni án þess að önnur fengjust í staðinn. Atvinnuvegir írans eru í lama- sessi af því að stríðsreksturinn gleypir obbann af tekjum fyrir olíu- útflutning. Þær hafa þar að auki dregist verulega saman upp á síðk- astið. Bæði stafar það af usla á út- skipunarmannvirkjum og vinnslu- stöðvum eftir loftárásir íraka og verölækkun og vaxandi sölutregðu á hráolíu á heimsmarkaði. Eftir að Rafsanjani tók við yfir- herstjórn boðaði hann í öðru orð- inu aukna herkvaðningu og nýjar baráttuaðferðir á vígvöllunum, en meira kvað þó aö hvatninu til end- urskoðunar á afstöðunni til um- Það hefur líka komið á daginn að afsakanir Bandaríkjaforseta og bandarísku herstjórnarinnar, fyrir drápi á 290 flugfarþegum og áhöfn, eru haldlausar. Flug 655 var á miðri alþjóðaflugbraut, að hækka flugið en ekki aö lækka það með stefnu á beitiskipið, og með auðkennasvara farþegaílugvélar (IFF) í gangi. Flest af þessu staðfesta önnur bandarísk herskip en Vincennes. Niðurstaða alþjóðlegrar rannsóknar er þvi lík- leg til að leiöa í ljós að Bandaríkja- floti sé ámóta háskalegur umhverfi sínu og vamarleysingjum sem í nánd við hann lenda og loftvamar- kerfi Sovétmanna. í trausti á þessa málavexti hefur íransstjóm ákveðið að gera ekki gagnslausa tilraun til að fá áfellis- dóm yfir Bandaríkjunum í Örygg- isráðinu, þar sem Bush forsetaefni hefði fengið tækifæri til að auglýsa sig við að beita neitunarvaldi, held- ur leggja málstaö sinn undir rann- sókn alþjóðlegra flugmálayfir- valda. Aðalritara SÞ og mönnum hans er mikill vandi á höndum. Eftir árs vífilengjur hefur íransstjórn fallist á vopnahlé samkvæmt ályktun 598. Peres de Cuellar hefur ákveðið að reyna að koma því á í snatri og snúa sér síðan að færslu heija að alþjóölega viöurkenndum landa- mærum og skiptum á hundruðum þúsunda stríðsfanga. Þetta eiga SÞ að framkvæma jafnframt sem við þeim blasir gjaldþrot af því að Bandaríkjastjórn neitar að greiða 450 milljóna dollara skuld sína við alþjóðasamtökin. Loks á að koma á varanlegum friðarsamningi og setja á laggir hlutlausa rannsókn- arnefnd til að skera úr um sök á því að Persaflóastríðið skall á. Rafsanjani herstjóri og þingforseti (t.h.) ásamt Khameini forseta Irans. tekist á innbyröis fram að þessu. Fremstur í flokki þeirra er Has- hemi Rafsanjani, forseti þings ír- ans. Hann fékk nú í lið með sér meðal annarra Ahmed Khomeini, son byltingarleiðtogans, Ali Mont- aseri, erkiklerk og útnefndan arf- taka leiðtogans, og Khameini, for- seta ríkisins. Atburðarásin, sem náði hámarki á mánudaginn þegar de Cuellar, aðalritara SÞ, barst tilkynning um að íran féllist á vopnahlé í sam- ræmi við ályktun Öryggisráðsins nr. 598, hófst 2. júní þegar Kho- meini erkiklerkur lýsti yfir að hann hefði ákveðið aö setja Has- hemi Rafsanjani þingforseta yfir allan herafla íslamska lýðveldisins, jafnt fastaherinn, byltingaverði og sjálfboðaliðasveitir. Á undan var gengin hver ósigur írana af öðrum fyrir tvíefldum her íraks. í sókn dugði trúarmóðurinn til að knýja íranska æskumenn til að fóma sér í hundruöa þúsunda tali. í vöm og á undanhaldi fjaraði hann út, og þá skorti líka herstjómar- kunnáttu og samheldni ósam- stæöra fylkinga. Sveitir fastahers heimsins. Fyrstu helgina í þessum mánuði kvað hann svo upp úr með að íslamska lýðveldið væri að hluta statt í sjálfskaparvíti, það hefði sjálft stuðlað að alþjóðlegri ein- angrun sinni, hrundið frá sér mögulegum vinum og gert hlut- lausa að óvinum. En einmitt um sömu mundir og rækilegar fregnir af þessum nýju tónum frá Teheran tóku að berast út um heiminn, sunnudaginn 3. júlí, gerðist sá atburður að banda- ríska beitiskipið Vincennes skaut niður flug 655 frá Iran Air á al- þjóöaflugleið milli Bandar Abbas í Iran og Dubai í Sameinuðu arab- ísku furstadæmunum og drap hvert mannsbarn um borð, 290 manns. Khomeini erkiklerkur hótaöi strax greypilegum hefndum og hvatti til árása á Bandaríkjamenn, hvar sem til þeirra næðist. En þá sýndi Rafsanjani fyrir alvöru, hvert völdin höfðu færst. Hann varaði við fljótræði, kvað írani nú njóta samúðar umheimsins, og hana mættu þeir ekki brjóta af sér með óyndisúrræðum. Þrátt fyrir að vofa Khomeinis hafi komið fram í írönskum fjöl- miðlum til að gera friðarumleitanir Rafsanjani trúverðugar vill stjórn íraks hafa vaðið fyrir neðan sig. Tariq Asis, utanríkisráðherra í Bagdad, hefur lagt til við aðalritara SÞ að komið verði á beinum við- ræðum íraks og írans um siglinga- frelsi á Persaflóa og hreinsun árósanna Shatt-al-Arab, sem bæði ríki eiga land að og eru eina leið íraka til sjávar. Ósinn er búinn að vera tepptur af skipsskrokkum frá því stríðið hófst fyrir tæpum átta árum. Og ólíkt væri það sögu írapska klerkaveldisins til þessa ef keppi- nautar Rafsanjani og hans manna reyndu ekki aö bregða fyrir þá fæti. Fremstir í flokki þeirra sem hoða áframhald þjóðfélagsbyltingar inn- anlands undir íslömsku formerki og látlaust stríö fyrir útbreiðslu byltingarmálstaðarins eru innan- ríkisráðherrann Mohamed Mont- ashemi og bandamenn hans í Hes- bollah eöa Guðshemum, bæði í ír- an og í Líbanon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.