Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ Í988. 25 Breiðsíðan DV-mpdbrot vikimnar Það er auðvitað alveg stórhættu- legt að leika sér I rúllustigum. Þessi litli hefur án efa verið þess fullviss. Hins vegar er svo of- boðslega freistandi að prófa pínulítið, þó ekki væri nema að tylla fætinum rétt á tröppuna. Hann þorði ekki lengra. Alls kyns varúðarmiðar speglast í handriðinu og það er víst betra að fara eftir þeim. Ljósmyndari DV rakst á liíla guttann þar sem hann var að dunda sér með fætinum í rúllustiganum. Sjálf- sagt hefur hann ekki orðið Ijós- myndarans var enda þorir stráksi ekki að líta upp því hann veit að hann er að gera eitthvað sem er bannað. Sem beturfer hætti stráksi stuttu síðar en myndin ætti að vera hvatning til allra barna að fara að settum reglum og leika sér ekki í rúllustigum. Það gæti orð- ið slys... ELA DV-mynd JAK *4\>; Gunnsteinn Olafsson er aöeins 25 ára og hefur undanfarin fimm ár verið í námi í tónsmfðum og hljómsveitarstjórn. DV-mynd Hanna Gunnsteinn Ólafsson hljómsveitarstjóri: Stjómaði kór í fyrsta skipti sautián ára „Tónleikamir eru sérstakir að því leytinu að allir sem taka þátt í þeim eru annað hvort ennþá í tónlistar- námi eða nýútskrifaðir," sagði Gunnsteinn Ólafsson sem í dag mun stjóma sinfóníutónleikum ungs fólks í Kristskirkju. Gunnsteinn er aðeins 25 ára gamall en hefur stundað nám í tónsmíðum og hljómsveitarstjórn undanfarið ár í Þýskalandi. Þar áður stundaði hann nám í Ungveijalandi í fjögur ár. Gunnsteinn segist aðeins vera hálfnaður með námið því ennþá séu nokkur ár eftir. Hann var aðeins 17 ára er hann setti upp og stjómaði kór Mennta- skólans í Kópavogi. „Æth ég hafi ekki verið yngsti kennarinn á launa- skrá þá,“ segir hann. Kórnum stjóm- aði hann í íjögur ár. „Ætli ég hafi ekki gert þetta af innri þörf. Ég var búinn að vera í tónlistarskólanum hjá Jóni Ásgeirssyni að læra hljóm- fræði og ég hafði ennfremur alltaf mikinn áhuga á öllu félagslífi," segir hann. Gunnsteinn segist hafa haft tónhst- aráhuga aht frá þvi hann man fyrst eftir sér. Faðir hans leikur á harmón- íku og orgel og fór oft með soninn á tónleika. „Ég lék fyrst 13 ára gamall í popphljómsveitinni Hlekkjum. Við lékum á skólaböhum og það var mjög skemmtilegt. Hins vegar var áhugi minn meiri á klassískri tónhst. Ég hafði lært á fiðlu en þegar ég kom tii Ungverjalands krafðist námið þess af mér að læra á píanó svo ég lagði mikla áherslu á það. Einnig hef ég tekið upp gítarinn og haxmóníku við ákveöin tækifæri," sagði Gunn- steinn. Hann hefur ekki áöur tekið að sér stjórn tónieika frá því hann hóf nám- ið. Síðustu tónleikarnir vom í Kópa- vogskirkju árið 1983 en þeir tónleikar vora einnig færðir upp þegar íþrótta- hús Digranesskóla var tekið í notk- uri. Hljóðfæraleikararnir sem koma fram í dag era alrir um tvítugt og hafa þeir lagt á sig stíft æfingapró- gramm síðustu daga svo vel megi takast í dag. Gaman verður að fylgj- ast með Gunnsteini því margir spá honum miklum frama í hijómsveit- arstjóm. -ELA Kim Larsen til íslands? - vonandi í september, segir Birgir Hrafnsson „Við ætluðum að fá Kim Larsen núna í ágúst en því miður sá hann sér ekki fært að koma þá. Við bind- um vonir okkar við að hann geti komið hingað í september en eiginlega er hann bókaður allt th ára- móta,“sagðiBirgir Hrafnsson, markaðsstjóri Hótel íslands, í samtah við Breiðsíðuna. Daninn Kim Larsen er einn frægasti tónhstarmaður Norður- landa og á marga aðdáend- ur hér á landi. Birgir sagði að það væri mikih áhugi hjá Hótel íslandi að fá Kim Larsen hingað og yrði það reynt th hins ýtrasta. „Við verðum með margt nýtt á dagskránni í vetur og meðal annars munum við fá nokkra þekkta er- lenda gesti. Máhð er hins vegar aht á viðkvæmu stigi og erfitt aö segja frá því strax.“ Birgir sagði að aðsóknin á Hótel íslandi hefði farið fram úr,björtustu vonum á fóstudagskvöldum en þá eru sendir út sjónvarps- þættimir í sumarskapi. „Þeir hafa haft mikið að- dráttarafl og þessi nýjung, að gestir taki virkan þátt í skemmtidagskránni, hefur hitt í mark. Þættimir verða sendir út th loka ágúst en ekki er ósennhegt að við höldum áfram á þessari braut síðar. Það hefur sýnt sig að grund- vöhurinn er fyrir hendi,“ sagði Birgir ennfremur. Birgir Hrafnsson var í vinsælustu hljómsveitun- um hér á áttunda áratugn- um en hann haföi að mestu lagt tónhstina á hilluna er honum bauðst að setja upp dagskrá í Holly wood sem þar hefur gengið undir nafninu Leitin að týndu kynslóðinni. Hann hefur meðal annars haft það verk með höndum að smala saman „týndum“ hljómsveitum og fá þær th að taka lagið á nýjan leik. „Ég verð að viðurkenna að þetta hefur stundum ekki gengið átakalaust en alltaf hafst á endanum," sagðiBirgir. „Hinsvegar hefur dagskráin sem slík fengið feikigóðar undir- tektir gesta. Jafnhhða þessu hef ég fengist við að setja upp verk á Hótel ís- landi og er þessa dagana að vinna í haustdag- skránni sem verður að mörgu leyti óhk þvi sem áöurhefurverið." Birgir sagði að hann hefði ekki haft tíma til að sinna tónhstinni að neinu marki. „Ég tek upp gítar- inn þegar mín er þörf í gömlu hljómsveitunum og það fullnægir þörfum mín- um um þessar mundir. Hins vegar er tónlistin þannig að aldrei er hægt aö segja alveg skhið við hana.“ Hús Ólafs Laufdal misstu talsverðar vinsældir í vet- ur, eins og mörgum er kimnugt, en nú héfur hon- um tekist að ná vinsældun- um upp aftur. Margir hafa undrast það en Birgir svar- aði því stuttlega: „Það er einmitt galdurinn og hon- um megum við ekki segja frá. Hörkuvinna hggur að baki þessari uppsveiflu núna og miklar íhuganir." -ELA Birgir Hrafnsson, markaðsstjóri hjá Hótel íslandi og tónlistarmaður, situr sveittur yfir bollaleggingum þessa dagana enda er samkeppnin hörð milli veitingahúsa. DV-mynd KAE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.