Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Blaðsíða 31
43 WSfií nfjT. P.S. HTTOAÍTHAOIJA.I LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988. Markús örn Antonsson útvarpsstjóri rýnir í gegnum frumskóg fjölmiðlunarinnar eins og Ijósmyndarinn kaus að kalla myndina. Hann er bjartsýnn á að ákveðið jafnvægi sé að komast á eftir að einokun Ríkisútvarpsins var aflétt fyrir tveimur árum. DV-mynd GVA Mér er fullkunnugt um að Ómar Ragnarsson fékk mjög girnilegt kauptilboð sem verður að segjast eins og er að hefði verið hreint ábyrgðarleysi fyrir hann gagnvart sjálfum sér og fjölskyldunni að hafna.“ - Áttir þú von á að Ómar færi? „Nei, satt að segja hafði ég ekki búist við því á þessum tíma. Ég haföi hins vegar haft spurnir af því að stöð- ugt væri verið að bjóða í hann. Eftir því sem okkur var kleift haföi veriö unnið að því í Sjónvarpinu að bæta hag hans. Eins og ég segi eru okkur sett takmörk í þeim efnum og það hefur því ekki dugað til. Það er veru- leg eftirsjá í honum og hefur einmitt komið í ljós að Ómar er einhvers konar sameign þjóöarinnar. Ýmsir telja að hann eigi.aðeins sinn sess hjá ríkissjónvarpinu og það segir mikið um almannahug til Sjónvarp sins. Þó menn séu ekki alitaf að hæla Sjónvarpinu kemur það upp á ýms- um stundum hversu sterkar taugar hggja til þess.“ - Gæti komið til greina að Ríkisút- varp og Sjónvarp gerðu sína eigin launasamninga og skæru sig frá öðr- um rikisstofnunum vegna sérstöðu sinnar? „Því ekki það. Þetta var gert í Nor- egi fyrir stuttu síðan. Norska sjón- varpið var gert að sjálfseignarstofn- un og þar með var innifalið að stofn- unin semji sjálf við sitt starfsfólk. Ég tel að það geti alveg gerst hér hka. Það hefur einmitt vr :r. "ætt hvort við gætum farið svipa^a æið og Norð- menn í þessum efnum. Þá yröi losað um tengsl við ríkiskerfið. Það er und- ir vilja Alþingis komið. Ég veit ekki hvað endurskoðunamefnd útvarps- laga leggur til en hygg að hjá henni sé þessi möguleiki til umræðu. Ef stofnunin yrði gerð að sjálfseignar- stofnun gætum við brugðist við dæmum eins og Ómars á sama hátt og Stöð 2 gerir og aðrir fjölmiðlar í einkaeign." - Við sjáum að Ólína Þorvarðardótt- ir er komin aftur. Er fréttastofan far- in að leita til gamla starfsfólksins að koma aftur? „Mér er ekki kunnugt um þaö. Ólína var í orlofi og hafði aldrei sagt upp. Edda Andrésdóttir er einnig í orlofi og kemur aftur og þá væntan- lega meira í dagskrárgerð en fréttir. Við hlaupum ekki út í bæ og veifum seðlabúntum. Það hafa ýmsir verið að spyrjast fyrir um störf hér og eins og dæmin sanna þá koma menn aft- ur.“ - Hafa komið upp hugmyndir um að sameina fréttastofur útvarps og sjón- varps? „Þaö hafa fæðst hugmyndir og menn hafa verið að velta fyrir sér skipulagsbreytingum. Aftur á móti tel ég að það eigi langt í land og mik- ið vafaatriöi aö sameina fréttastof- urnar. Það eru sínir starfshættir hjá hvorum miðli og ég tel að þetta eigi að vera aðskihð að vissu marki. Þetta breytist að einhveiju leyti þegar báö- ar fréttastofumar eru kpmnar undir sama þak. Þær gætu t.d. haft stuön- ing hvor af annarri. Það eru einstak- ir þættir í starfinu sem gjaman mætti sameina eins og tengsl við fréttaritarakerfið og grundvahar- fréttaöflun." - Innlenda dagskrárdeildin hefur verið talsvert gagnrýnd og þeir ög- mundur Jónasson og Baldur Her- mannsson hafa skrifast á á siðum blaða. Er það rétt að skrifstofuhald dagskrárdeildarinnar stækki á kostnað annarra deilda á meðan for- stöðumaður deildarinnar framleiðir kvikmyndir í Svíþjóð? „Þetta er angi af geysivíðtækri umræðu sem fer fram hjá sjónvarps- stöðvum mjög víða. Það er vegna þeirrar nýju einkafyrirtækja sem eru að hasla sér vöh í þessum geira. Nú er kominn fram samanburður á þess- um rekstri sem áður var eingöngu á færi stóru sjónvarpsstöðvanna að framkvæma. Spumingin er því orðin sú hvað stofnunin eigi að fjárfesta mikið í mannskap, tæKjum, hús- búnaði og upptökusölum fyrir dýra dagskrárgerð og hvaö sé eðlhegt aö leita mikið fanga hjá sjálfstæðum fyrirtækjum sem hafa sérhæft sig í þessari grein. í nágrannalöndum okkar hefur umræöan verið mun meiri en hjá okkur. Þar hafa menn veriö meö hugmyndir um kvóta, t.d. hjá BBC þar sem ákveöinn hluti dag- skrár er unnin af öörum en stofnun- inni sjálfri. Áhorfendur spyrja hvort efnið sé áhugavert, ekki hveijir hafi unniö það. Mín skoðun er sú að Sjón- varp ið þurfi að vera vel búiö tækjum til að sinna starfi og skyldum sem á það eru lagöar. Mér finnst óeðlilegt að það yrði svo vanbúið að fyrirtæki úti í bæ næðu kverkataki á því. Mjög eðlilegt er að toppar í dagskrárgerð- inni, sem verða t.d. í kringum stór- hátíðir, séu teknir af með þvi að leita samstarfs við utanaðkomandi aðha. Þá yrði það ákveðna verk sett í útboö eða keypt samkvæmt verksamning- um. Fólk verður hissa þegar það er rifj- að upp hvernig stjórnunarþátturinn hefur verið frá byrjun Sjónvarpsins. í þeirri deild, sem annaðist innlenda dagskrárgerð og innkaup á erlendu efni og hét áður Lista- og skemmti- deild fram til skipulagsbreytinga 1985, var aðeins einn yfirmaður sem ekki haföi einu sinni ritara. Aðstoö- armenn dagskrárgerðarmanna, sem unnu viö stúdíóvinnu, höfðu það sem íhlaupaverk að vélrita bréf fyrir deildarstjórann. Sjálfur þurfti hann að eyða drjúgum tíma í að fara yfir stimpilkort og þvíumlíkt. Vera síðan á ferðalögum erlendis til aö kaupa inn efni til sýninga og vinna jöfnum höndum að innlendri dagskrárgerð- aráætlun. Þaö var löngu kominn tími til aö breyta skipulagi hjá deildinni. Breytingar hafa orðið þær að dehd- arstjórinn hefur ritara, staögengh og fjármálaeftirlitsaðila sem hefur yfir- sýn yfir hvernig ýmsum fjárhagsá- ætlunum reiðir af. Það er þýðingar- mikið þar sem kostnaðurinn hleypur á mihjónum í stærstu leiknu verk- efnunum. Hrafn Gunnlaugsson er mikill atorkumaður og hamhleypa. Það er ekki víst að hans vinnuálag henti th frambúðar. Hann veröur sjálfur að gera þaö upp viö sig hvort hann ætlar að vinna að kvikmynda- gerð, jafnvel erlendis, eða hvort hann ætlar að vera áframhaldandi starfs- maöur Sjónvarpsins. Hrafn hefur að mörgu leyti staðið sig vel og er mað- ur sem vinnur í törnum. Hann hefur unnið að sínum kvikmyndum hvort sem þaö er hér eða í Svíþjóð og þá hefur hann fengiö leyfi th þess. Hing- að var ráðinn í fyrra Eghl Eðvarðs- son á meðan Hrafn var í fríi þannig að deildin var ekki stjórnlaus. Hrafn hefur verið að vinna að lokagerð nýrrar kvikmyndar og það hefur ekki bitnað neitt á starfi hans hér. Honum verður bara mikið úr sólar- hringnum. Hrafn Gunnlaugsson hef- ur bæöi með verkum sínum og skrif- um í blöð storkað ýmsum i þjóðfélag- inu. Hann er ekki vinur allra og eng- inn almannarómur lofsyngur hann. Það var hins vegar kostur að fá hann til starfa hjá Sjónvarpinu. Ég geri þo ekki ráð fyrir að hann verði einhver augnakarl hér. Hann hefur sjálfur sagt að hann muni vera hér einhvern thtekinn árafjölda, fimm til sex ár. Mér finnst að sú stefna eigi að gilda almennt. Mannaráðningar eiga að vera tímabundnar.“ - Hvað um þig sjálfan? „Það sama gildir um útvarpsstjór- ann. Ég þekki það frá starfsbræðrum mínum í nágrannalöndunum að þar er gert ráð fyrir aö þetta séu ráðning- ar til ákveðins áraflölda. Ég gef þessu starfi sjö th tíu ár, tólf eru algjört hámark." - Þú ert þá ekkert orðinn þreyttur á starfi útvarpsstjóra? „Alls ekki og síður en svo. Þetta er erfitt starf að mörgu leyti en vandamáhn eru th að sigrast á þeirn. Það eru líka svo margir skemmtheg- ir hlutir sem gerast hér að það er ánægjulegt að fást við verkefnin í hehd. Það sem er kannski sárast í þessu er hversu stjómvöld láta sig htlu skipta hvemig þessari stofnun vegnar. Þar er talað út í bláinn og ekkert mark á neinu takandi." ELA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.