Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988. 53 Ferðamenn smygla símum íslendingar reyna að snúa á toilgæsluna Hjá tollyfirvöldum í Keflavík kom fram aö símar eru vinsælasti smyglvarningur ferðamanna í dag. Síminn hefur tekið viö af geislaspil- urum og videotækjum. Símar í fyrsta sæti en geislaspilarar í öðru Smyglvenjur okkar íslendinga hafa breyst með árunum. Ákveðnir tískustraumar hafa áhrif á hvað við reynum að koma með, á ólög- legan hátt, inn í landiö. Aukapelinn og tóbak eru að vísu fastir liðir eins og venjulega en tækjasrayglið breytist. Videotæki hafa verið mjög vinsæl á síðustu árum. Geislaspil- ararnir tóku við og eru enn vinsæl- ir. En þaö nýjasta í smyglsmekk þjóðarinnar eru þráðlausu simarn- ir. Tollyfirvöld í Keflavík taka ótrú- Iegan íjölda þráðlausra síma af fólki viö komuna til iandsins. Allir þessir símar eru sendir til Pósts og síma þar sem athugað er hvortþeir séu leyfilegir hér á landi. í fæstum tilvikum standast þeir tilskildar kröfum. Símarnir eru sendir aftur til tollyfirvalda og þaöan út úr landinu. Allt er þetta að sjálfsögðu gert á kostnað þeirra sem reyndu að koma með símann inn í land- iö. Sjálfsbjai-garviðleitni eða magapínuvaldur? Erum við fslendingar forhertir smy glarar í þj óðfélagi þar sem ekk- Sumir smygla vegna sakleysíslegrar vanþekkingar sinnar. Aðrir eru útsmognari í þessari þjóðaríþrótt. ert má? Er kannski þekking okkar á tollalögunum lítil sem engin? Ljóst er að tollyfirvöld þurfa oft að hafa afskipti af farþegum sem eru að koma til landsins. Ekki eru allir sem teknir eru í græna hliðinu forhertir glæpamenn. Eins og fram kemur hér á síðunni er oft um að ræða þekkingar- og athugunarleysi þjá farþegum frekar en vísvitandi lögbrot. Samt eru alltaf til þeir sem reyna aö taka meö hluti sem ódýr- ari eru erlendis eða fást ekki hér á landi. Mismunandi er hversu al- varleg brotin eru en lögin eru skýr. Óliklegt er að hinn almenni smygl- ari líti á sig sem glæpamann þótt hann reyni að snuða ríkið um nokkrar krónur. Blaðamaöur spuröi nokkra ónafngreinda menn og konur hvort þau hefðu reynt aö smygla ein- hverju til landsins. Kona sagði að hún vildi ekki kalla þaö smygl þó að hún heföi tekiö einn aukapela af áfengi nokkrum sinnum með til landsins. „Mér finnst skammturinn það lítill aö allt í lagi sé að taka aukapela með annað slagið.“ „Ég lít á þetta sem hverja aöra sjálfsbjargarviðleitni," sagöi karl einn. „ Eg tók til dæmis videoiö með heim úr einni utanlandsrei- sunni. Ég fékk það helmingi ódýr- ara en ef ég hefði keypt það hérna heima. Ef yfirvöld leggja þunga tolla og gjöld á hlutina bregst fólk viö á þennan hátt. Það er ekki nema eðlilegt,“ sagði hann. „Ég tók einu sinni með mér raf- tæki sem ég vissi að ekki raátti,“ sagði önnur kona. „Smygliö heppn- aðist hjá mér en ég geri þetta aldr- ei aftur. Það er hreinlega ekki þess virði. Ég kveið fyrir nokkra daga áður en ég lagði af stað í flugtð heim. Ég skil nú bara ekki hvers vegna þeir stöðvuðu mig ekki í toll- inum því ég var sektin uppmáluö," segir hún og hlær. „Mér leið svo illa að ég var komin með magapínu í flugvélinni. Nei, það er ekki þess- ara aura virði að ganga í gegnum það helvíti aftur,“ bætir hún við. -EG. Kjöt, dýr og byssur má ekki flytja inn: Þekkingarleysi írekar en smyglárátta - segir Kristján Pétursson, deildarstjóri í tollinum Hvaö má taka með til landsins og hvað ekki? Ekki virðást allir hafa þetta á hreinu. DV hafði samband við Kristján Pétursson, deildarstjóra tollgæslunnar í flugstöð Leifs Eiríks- sonar, og spurði hann um þessi mál. Of verðmætir hlutir algengustu mistökin „Algengustu mistökin, sem fólk gerir, eru að koma með of verðmæta hluti til landsins. Leyfilegt er að koma með varning sem samsvarar 16.000 krónum íslenskum. Hámarks- verð eins hlutar má ekki fara yfir helming þessarar upphæðar eða 8.000 krónur. Þó aö hjón ferðist sam- an mega þau ekki koma með hlut sem er 16.000 króna virði. í framhaldi af þessu er hægt aö benda á skráningu verðmætra hluta, til dæmis mynda- véla, við brottfor úr landinu. Aðeins er hægt að skrá þá ef framleiðslu- númer er til staðar. Fólk ætti að nýta sér þetta enda getur það komið 1 veg fyrir þras og leiðindi þegar heim er komið,“ segir hann. „Ef ég renni yfir nokkur atriði sem köma alltaf upp hjá tollinum í Kefla- vík eru þessi helst: Matvörur, sem ekki eru fullsoðnar, er bannað að hafa með sér til lands- ins. Undir þetta bann falla hinar þekktu dönsku spægipylsur. Bannað er að flytja leyfislaust lif- andi dýr til landsins. Lifandi plöntur eru teknar af fólki. Þó er undantekning á því ef þær eru frá Norðurlöndunum. Einnig er leyfilegt að taka með lifandi blóm frá sumum löndum Evrópu. Þá verða þau aö vera keypt í viðurkenndum búðum sem veita lögleg heilbrigðis- vottorð. Vopn hvers konar eru bönnuð án tilskilinna leyfa. Veiðarfæri þarf að sótthreinsa áð- ur en komið er með þau til landsins. í neyðartilvikum útvegum við sótt- hreinsun hér en betra er éf þetta er gert erlendis. Símar verða að fullnægja kröfum frá Pósti og síma. Mikil brögð eru að því að ferðamenn athugi ekki hvers konar síma má koma með að áður en þeir eru keyptir í útlöndum. ÖU símtæki, sem við fáum, eru tekin og send tíl Pósts og síma til skoðunar. Ég vil því vekja eftirtekt á þessu þar sem fólk getur sparað sér kostnað og óþægindi með því að fá upplýsing- ar um þetta áður en hlutirnir eru keyptir. Að gefnu tilefni er rétt er að minn- ast á að ólöglegt er fyrir ungt fólk undir tuttugu ára aö taka með sér áfengi inn í landið. Það er í raun skiljanlegt að þessi hópur fólk ruglist í ríminu þar sem heimild til áfengis- kaupa er víða erlendis bundin við lægri aldur. Eg held að ekki þurfi að minnast á eiturlyfin. AlUr vita að slíkur inn- flutningur er stranglega bannaður," segir Kristján. Smyglarar, viljandi eða óviljandi Þarf tollgæslan að hafa afskipti af mörgum sem koma til landsins og er þetta fólk í smyglhugleiðingum? „Ég er sannfærður um að margir „Algengasta vandamálið er að fólk kemur með of verðmæta hluti með sér,“ segir Kristján Pétursson, deildarstjóri í tollinum Ferðir af þeim sem höfð eru afskipti af eru ekki að gerast lögbrjótar viljandi. í þessum tilfellum er um að ræða þekkingarleysi. Það má ef til vUl segja að stjórnvöld eigi hluta af sök- inni. Ekki hefur verið staöið nógu vel aö kynningu og upplýsingagjöf um þessa hluti,“ segir hann. „Á sínum tíma var gefinn út bækl- ingur sem settur var í flestar flugvél- ar. í þessum bækUngi voru upplýs- ingar um hvað mætti taka með til landsins. Það var áberandi hversu fækkaði þeim tilvikum þar sem toll- urinn þurfti að hafa afskipti af fólki. í flugstöðinni hanga uppi upplýsing- ar um hvað má taka með til landsins og hvaö ekki. Ég hvet fólk til að lesa þessi spjöld áður en það tekur ákvörðun um í hvort hUðið það fer sagði Kristján Pétursson. Árlega líkamsleit á 200 manns En hvernig er staðið aö leit hjá fóltó? „Við tökum stikkprufur og reynum þá að skoða farangur ítarlega. Á KeflavíkurflugvelU er í notkun gegn- umlýsingarvél. Henni er oft beitt þegar við tökum rassíur. Vélin er sérlega afkastamikil," segir hann. „Annars vil ég nota tækifærið til að minnast aðeins á líkamsleit. Ár- lega er framkvæmd líkamsleit á um tvö hundruð manns. Engin leit er gerð án samþykkis viðkomandi yfir- manns. Það segir sig sjáU't að þetta er mjög viðkvæmt mál. Einnig er staöreynd að oft lendir saklaust fólk í þessari leit og er ómöglegt að koma í veg fyrir það. Við reynum ætíð að gera þessa leit sem manneskjulegasta og tillit er tekið til þeirra sem lenda í þessu. Ég skil að saklaust fólk, sem lendir í lík- amsleit, komist í uppnám. Ég vU hvetja það til að reyna aö skilja hvers vegna við gerum þetta. Ég veit að ef fólk er rólegt, og hugsar um hver til- gangur þessara leitar er, þá sýnir það málinu skilning." -EG. Lífsstm Páll Agnar Pálsson yfirdýralæknir. Seint of . yarlega farið - segir Páll Agnar Pálsson „Það verður seint of varlega farið í þessum efnum,“ sagði Páll Agnar Pálsson yfirdýralæknir þegar DV spuröi hann um reglur og fram- kvæmd þeirra á innflutningi lifandi dýra. „Fólki finnst stundum að reglurnar séu harkalegar og ómanneskjulegar en metur ekki hætturnar í sömu andrá. í sumum tilfellum er um að ræða hugsunarlausan kjánaskdftf Einhver sér fallegt gæludýr í búðar- glugga í útlandinu og reynir síðan aö smygla því til landsins. Öllu alvar- legra er þegar fólk stundar innflutn- ing á dýrum, til dæmis hundum, til að ala undan þeim í gróðaskyni. Þessir aðilar vita fullvel hvað er í húfi. Ég efast um að talsmenn gælu- dýrasamtaka tækju mjúklega á þess- um mönnum ef ábyrgðarleysi þeirra legði gæludýrastofn landsmanna í rúst,“ sagði Páll. „Við brotum á lögum þessum hggja þungar sektir þó svo að hingað til hafi menn ekki veriö lögsóttir. Það kemur vel til greina að fylgja þessum lögum fastar eftir og verður sjálfsagt gert í framtíðinni. Annað má eínnig benda á og það er að stjórnendur flutningatækja eru einnig ábyrgir og sekthæfir vegna brota farþega af þessu tagi. Flugstjórar og skipstjórar eru sem sagt einnig aö svara til saka,“ segir hann. „Dýr, sem finnast við tollskoðun, eru deydd umsvifalaust. Þetta eru oft erfið mál því stundum eru á ferðinni gæludýr barna og fullorðinna. En hvað á að gera? Ráðherra getur veitt leyfi fyrir einstök tilfelli og er reynt að hafa þau sem fæst. Hjálparsveitar- hundar hafa til dæmis verið flutt#^ inn og eru þá í sóttkví í langan tíma ásamt því að vera undir stöðugu eft- irliti," segir hann. „Einnig er bannað-að flytja inn ósoðiö kjöt,“ segir Páll. „Stórslvs hafa orðið vegna hugsunarleysis og brota á lögum. Hægt er að taka fjölda dæma. Nefna mætti Þjóðverjann sem var að flytja til Kanada. Móðir þessa unga manns bjó hann út með nesti, svona eins og góöar mæður gera. í nestiskörfunni voru pylsur sem hún hafði útbúið. Þegar hann kom til Kanada og smakkaöi á pylsunum lik- aði honum þær ekki. Hann kastaði þeim fyrir svín. Þetta varð til þess að upp gaus heiftarlegt tilfelli af gin- og klaufaveiki í Kanada. Milljai’ðæ kostaði að uppræta sjúkdóminn. Svona lagað getur gerst alls staðar. Saklaus bjúga í ferðatöskunni getur verið sem hættuleg tímasprengja. Ég tel að íslenska þjóöin hafi ekki efni á að taka svona áhættu. Því er betra að hafa reglumar strangari og reyna að útiloka alla möguleika. Margar þjóðir í kringum okkur hafa einnig lög sem stefna að svipuðum mark- miðum og okkar,“ segir Páll. Stangast þessi lög ekki á við inn- flutning Bandaríkjamanna á hráu kjöti til landsins? „Jú, ég tel bað og auðvitað er þe%»« skrýtið. Þó að reynt sé að gæta fyllstu varúðar við innflutning á kjöti frá Bandaríkjunum er hættan ávallt fyr- ir hendi. Ánnars verður þú að spyija löglærða menn. Það var niðurstaða einhverrar lögfræðinganefndar að varnarsamningurinn væri rétthærri en landslög," segir Páll A. Pálsson yfirdýralæknir. - » -EG.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.