Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Síða 36
__________ _______________ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988. Short og Speelman í sporum Fischers og Larsens - Keppnin Sovétríkin - heimurinn fyrirhuguð á næsta ári Skákkeppni friöarins í Belgrad 1970 vakti heimsathygli. Þá áttust við landshö Sovétríkjanna og úr- valslið frá öðrum löndum. Aihr snjöhustu skákmenn þess tíma voru meðal keppenda. Heimsmeist- arinn Boris Spassky, fimm fyrrver- andi heimsmeistarar og verðandi heimsmeistari, Bobby Fischer. Teflt var á tíu borðum og svo fór að Sovétmenn mörðu sigur með 20,5 vinningum gegn 19,5. Tilraun th að endurtaka þennan heimsviöburð var gerð fjórtán árum síðar en fór hálfpartinn út um þúfur. Teflt var í Lundúnum við eyðhegar aðstæður og miklu færri áhorfendur fylgdust með en í Belgrad. Úrlitin urðu 21-19 so- vésku sveitinni í vil. Nú hefur verið ákveðið að efna th þessarar keppni í þriðja sinn. Ætlunin er að tefla um páskana á næsta ári í bænum Gent í Belgíu. Teflt verður á tíu borðum sem fyrr en nú verður teflt á átta boröum karla, einu unglingaborði og einu kvennaborði. Fyrir þá sem eru famir að huga að páskaleyfmu má geta þess að keppnin hefst sunnu- daginn 19. mars og lýkur á páska- dag, viku síðar. Jóhann í heimsliðinu? Ekki er enn ljóst hvemig heims- hðið verður vahð en væntanlega verða Elo-stig um næstu áramót höfð th hliðsjónar. Sovétmenn hafa öhu sterkara höi á að skipa. Meðai- stig tíu efstu manna þeirra er 2640 en tíu efstu menn heimsúrvalsins hafa 2630 stig að meðaltali. TU gam- ans getum við stillt upp hðunum miðaö við stig frá 1. júlí. Þá kemur í ljós aö Jóhann Hjartarson sleppur inn í heimsúrvalið á 8. borð. Auð- vitað getur margt breyst með nýj- um stigahsta en við vonum að Jó- hann haldi a.m.k. sæti sínu. 1. borð: Nigel Short (Englandi) 2665 - Garrí Kasparov 2760 2. Jonathan Speelman (Englandi) 2645 - Anatoly Karpov 2725 3. Jan Timman (Hollandi) 2640 - Alexander Beljavsky 2655 4. Lajos Portisch (Ungverjalandi) 2635 - Mikhail Gurevic 2630 5. Zoltan Ribh (Ungverjalandi) 2630 - Valery Salov 2625 6. Ulf Ándersson (Svíþjóð) 2625 - Artur Jusupov 2615 7. John Nunn (Englandi) 2625 - Mikhail Tal 2610 8. Jóhann Hjartarson 2620 - Andrei Sokolov 2600 Varamenn: Yasser Seirawan(- Bandaríkjunum)2610 - Rafael Vag- anjan 2595 og Predrag Nikohc (Júgóslavíu) 2610 - Tukmakov/Polugajevsky 2590 Stigahæstu konurnar í heimsúr- valinu eru Zsuzsa Polgar með 2490 sfig og Pia Cramhng með 2425 stig. Sovésku konurnar hafa þar yfir- höndina. Heimsmeistarinn Maja Tsjíbúrdanidze með 2555 stig og Nana Ioseliani með 2495 stig. Ovíst er hver tefla mun á unghngaborð- inu með heimshðinu en viö gerum ráð fyrir efnilegasta og stigahæsta unglingi Sovétmanna, Vassily Ivantsjúk, sem hefur 2625 stig og gæti því rétt eins teflt á 5. borði með sovésku sveitinni. Fischer gaf eftir fyrsta borð Sá sem stal senunni í Belgrad 1970 var Bobby Fischer sem hafði þá ekki teflt opinberlega í tæp tvö ár. Fischer var feikilega vinsæll í Júgóslavíu og var að nálgast hátind ferilsins. Síðar á árinu 1970 varð hann efstur með yfirburðum á þeim mótum sem hann tók þátt í og 1971 hófst sigurganga hans í áskorendaeinvígj unum. Flestir bjuggust við að Fischer yrði sjálfsldpaður á 1. borð en rétt áður en keppnin átti að hefjast krafðist Bent Larsen þess að sitja í öndvegi, á þeim forsendum að Fischer væri æfmgarlaus. Öllum að óvörum samþykkti Fischer þetta orðalaust. Hinn kunni júgó- slavneski skákblaðamaöur, Bjelica, segir svo frá að Fischer hafi um leið séð eftir þeirri ákvörð- un. „Ég hefði ekki átt að gera þetta,“ sagði hann. „Hvað heldurðu að vinir mínir í Ameríku segi?“ Bent Larsen tefldi við Spassky á 1. borði; Fischer við Petrosjan á 2. borði; Portisch og Kortsnoj áttust við á 3. borði; Hort og Polugajevsky á 4. borði; Gligoric og Geller á 5. borði; Reshevsky tefldi við Smyslov á 6. boröi; Uhlmann við Tajmanov á 7. borði; Matulovic við Botvinnik á 8. borði; Najdorf við Tal á 9. borði og Ivkov við Keres á 10. og síðasta borði. Varamenn Sov- étmanna voru Stein og Bronstein en Friðrik Ólafsson og Darga voru varamenn úrvalshðsins. Stein tefldi eina skák fyrir Spassky gegn Larsen og tapaði og Friðrik kom inn á í lokaumferðinni fyrir Res- hevsky en beið lægri hlut fyrir Smyslov. Frægasta skákin Flestra augu beindust að tafh Larsens við Spassky og Fischers við Petrosjan. Er skemmst frá því að segja að Fischer lék sér að Petro- sjan eins og köttur að mús en Lars- en átti hins vegar í miklum brösum með Spassky. Fyrstu skák þeirra lauk með jafntefli en í 2. skákinni varð Larsen að gefast upp eftir að- eins 17 leiki. í þriðju skákinni tókst Larsen að jafna metin með heppn- issigri og hann mátaði einnig Stein í 4. umferð. Skák Jón L. Árnason Larsen komst vel frá keppninni með 2,5 vinninga af 4 mögulegum en tapskák hans við Spassky lifir þó lengst. Larsen hafði hvítt en slapp í rauninni aldrei lifandi út úr byijuninni. Það var eftir því tek- ið hvað Spassky tefldi skákina af miklum krafti. Frægasta skákin í keppninni. Hvítt: Bent Larsen Svart: Boris Spassky Vængtafl 1. b3 e5 2. Bb2 Rc6 3. c4 Rf6 4. Rf3 e4 5. Rd4 Bc5 6. Rxc6 dxc6 7. e3 Bf5 8. Dc2 De7 9. Be2 0-0-0 10. f4? Hræðilegur afleikur sem gerir aðstöðu hvíts afar eríiða. 10. - Rg4! Nú er slæmt að hróka stutt vegna Að öllum líkindum verða Nigel Short og Jonathan Speelman á fyrstu borð- um í heimsliðinu UTBOÐ Svartárdalsvegur um Fjósaklif, 1988 V/V/é V Vegagerð rikisins óskar eftir tilboðum í ofan- greint verk. Lengd vegarkafla 1,4 km, magn 21.000 m3 * * * * 8 * 10. Verki skal lokið 30. október 1988. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 25. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 8. ágúst 1988. Vegamálastjóri UTBOÐ Endurbygging á gatnamótum Reykjanesbrautar - Lækjargötu/Lækjarbergs Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan- greint verk. Malbik 8.300 m* 2. Verki skal lokið 1. október 1988. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 26. þ.m. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00 þann 8. ágúst 1988. Vegamálastjóri Bridge______________ Bridgeheilræði BOLS: Feldu trompdrottninguna Hohenska stórfyrirtækið BOLS endurtekur nú keppni fyrri ára um heilræði til bridgespilara. Kunnir bridgemeistarar skrifa stuttar grein- ar um heilræði í öllum greinum sphs- ins. Við skulum hlusta á heilræði ensku bridgekonunnar Sahy Horton og það hljóðar svo: Feldu trompdrottninguna! „Eitt svið bridgesphsins, sem skU- ur meistarann frá hinum almenna spilara, er blekkispilamennska. Bridgemeistarinn leitar ávaUt leiða, til þess að villa um fyrir andstæðing- unum þannig að þeir geri mistök sem auöveldi honum úrspilið. Ein leið í úrspihnu er að sannfæra vamarspUarana um að þeir eigi fleiri varnarslagi en þeir í rauninni eiga. Tromphturinn býður upp á ágæta möguleika tíl blekkingar og betri en sýnt hefir verið fram á tU þessa. Segj- um að tromphtur þinn sé þessi. KGxx ÁDlOxx Við skulum ímynda okkur aö við séum að spUa samning með ýmsum möguleikum en engri öruggri vinn- ingsleið. Ef þú spUar tromplitnum Bridgedæmi helgarinnar er að þessu sinni um blekkingaspilamennsku - Hrólfur Hjaltason, núverandi íslandsmeistari i tvímenningi, er frægur fyrir blekkispilamennsku. DV-mynd ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.