Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988. 45 Iitli skítur í fótbolta Utan við gluggann minn eru nokkrir pottormar í fótbolta. Af og til hafa þeir svo eindregna afstöðu í sambandi við eitthvert atvik í leiknum að þeir stöðvast við og upphefja háværar deilur. Handan við grænan völlinn er skurður, hin- um megin við skurðinn er mat- jurtagarður og svo blasir við gam- aldags burstabær sem er alls ekk- ert gamall, svo víöáttumikil slétta sem teygir sig upp í fjall. Eiginlega er þetta útsýni nákvæmlega eins og myndirnár sem ég teiknaði í teiknitímum í barnaskólanum fyr- ir löngu: grænt gras, bær meö þremur burstum og reykur sem lið- aöist upp í bláan himin og fjall í fjarska, grænt á litinn og svo gul sól sem virtist hafa dottið ofan á fjallið. Fótbolti og pólitík Pottormarnir sem sparka bolta hér fyrir utan rjúka af og til saman út af smávægilegum atvikum, að því mér finnst. Þeir deila um þaö hvort boltinn hafi farið út af, hvort einhverjum hafi verið hrint löglega eða ólöglega, hvort einhver hafi brugðið fæti fyrir andstæðing el- legar snert boltann méð hendi. Þeir minna mig um margt á pólitíkusa, þessir strákar, og ég tek það fram að ég ætla ekki að segja orö um pólitík hér og nú. Ég hef ekki vit á pólitík og á sólríkum sumardegi engan áhuga. Hún verður að bíða haustsins, pólitíkin, eða næstu stórrigninga. En þótt ég ætli ekki að ræða pólitík, þá minnir hún mig samt á fótboltamenn sem rífast. Eða berjast harðvítuglega um knöttinn. Til aö mynda er þarna úti á vellinum bakvörður sem ég myndi aldrei velja í nokkurt lið. Hann er of lítill. Hann er of lítill miðað við hina, en hefur fólskulegt í talfæri Gunnar Gunnarsson skap, sparkar í fótleggi þeirra stærri þegar hann getur og skákar í því skjólinu að hann er smár og hinir svo vel upp aldir að þeir sparka ekki í smápeð. Þeir sitja stundum gráti nær á vellinum og nudda sköflunginn og horfa á eftir litla skít sem brunar upp völlinn með boltann sem átti svo sannar- lega að komast í netið upp úr þess- ari sókn. Hlutdrægur dómari Það verður einhver að dæma þetta, æpir nú einhver úti á vellin- um. Þeir eru stopp eina ferðina enn og rífast eins og hundar og kettir um hvort liðið eigi fríspark. Ég er áð hugsa um að drífa af þessa grein og vinda mér út í sólina með gömlu blokkflautuna mína, bjóðast til að dæma. Ég hefði bara gott af því. Og knattspyrna er áreiðanlega pól- itískt þroskandi án þess að ég geti hugsað mér að tala um pólitík eða jafnvel þroska mínu pólitísku hugsun. Pólitík? Gengur þaö ekki út á að pota sér í áhrifastööu til aö geta síðan potaö vinum sínum í aðrar áhrifastöður? Mér hefur virst það. Litli skíturinn í bakvarðar- stööunni spakar í fótleggi vegna þess að hann nær ekki til sín knett- inum öðruvisi. Og ég heyri á hon- um að honum finnst hann eiga rétt á knettinum vegna þess að bróðir hans, sem er í marki, á boltann. Þetta er náttúrlega ekki hægt. Svona hugarfar dugir ekki. En er samt svo algengt. Að minnsta kosti á vellinum hér fyrir utan gluggann. Röggsamur dómari nokkuð að vera að fara hér út til að dæma fyrir strákana. Ég er trú- lega ekki nógu röggsamur. Mér hættir til að upphefja vangaveltur, ræða málin, tala menn til í stað þess að brúka bara gula eða rauða spjaldið. Þeir eru nú stundum með dómara, þessir drengir hér. Hann kemur á stórum bíl, flautar álengd- ar niðri á veginum til að allir viti að nú er hann að koma, vindur sér út og tekur alyöru dómaraflautu úr vasanum. Á nokkrum mínútum hefur hann komiö reglu á kaosið, bendir mönnum og skipar og flaut- ar og flautar og dæmir og dæmir, heldur leiknum í járngreipum, rek- ur suma út af og ég hef séð hann snoppunga aðra. En þeir þola hann samt vegna þess að hann færir þeim reglu, skipulag - úrslit úr leiknum. Hann er aö vísu fjandan- um hlutdrægari enda stóri bróðir litla skíts og markvarðarins, stærri en allir á vellinum, líka stærri en stóru strákarnir, hann ræður. En hann er ekki vinsæll. Það hverfur öll gleði þegar hann birtist, það sé ég. Og fyrir suma verður hann aö martröð. Sjónvarpsfótbolti Eiginlega finnst mér skemmti- legra að horfa á fótbolta í sjón- varpi. Sá fótbolti er oftast útlensk- ur, kallarnir eru víðsfjarri, allir atvinnumenn, og þótt þeir leiki stundum harkalega er það fag- mannlega gert. Og sjónvarpið end- ursýnir mörkin og snilldartaktana. Eiginlega er ég að veröa latur að fara á völlinn. Og sama gildir um póhtíkina. Mér finnst gaman að sjá útlenda meistara í blöðúnum eða sjónvarpinu, sjá stutt klipp af Gor- batsjoff að lýsa hugmyndum um framtíð stórs ríkis. Þegar maður kíkir á þetta á heimavelli - horfir á þá pólitík sem skiptir mann skratti miklu máli - þá er maður allt i einu nánast orðinn þátttak- andi í bolabrögðum og geöillsku kauða eins og litla skíts sem á allt sitt undir dómaranum bróður sín- um. Eins og til dæmis um daginn þegar - nei. Ég ætla ekki að tala um pólitík. Ég ætla að horfa á fót- boltann út um gluggann. Eða - kannski maður herði upp hugann, nái í gömlu blokkflautuna og bjóði strákunum óvilhalla dómgæslu og jafnvel lærðar vangaveltur um réttmæti hvers úrskurðar. Þeir hefðu bara gott af því - ekki satt? Ég veit reyndar ekki hvort ég á Vísnaþáttur Svona eins og gerist og gengur Undarlegt kann það að virðast að vera um hásumar í hlýju herbergi, sitjandi viö nýtískulegt borð og hamrandi á nútímalegt tæki, vísur sem sumar þær elstu gætu verið aldagamlar. En ég tek þær allar úr dauðsmanns skrifum, get þó ekki nefnt hann með nafni. Eg held hann hafi dáið á góðum aldri, óvænt, eins og oft vill verða, ógiftur og barnlaus. Honum gafst ekki tóm til að ganga frá handritum sínum. Vinir hans og ættingjar sendu vísnakass- ann hans, þar sem aðeins ein staka var á hverjum miða, í handritasafn Landsbókasafnsins. Svona hefur farið fyrir fleirum en honum. í hálfunnin handaverk hans ganga óboðnir gestir. Hitt er þó enn al- gengara, og alltaf að gerast, að handritum efnilegra manna sé orðalaust kastað ef þeir deyja snögglega um aldur fram. Síðasta blað þessa greinarhand- rits er þó áður skrifað og er úr minni eigin verksmiöju. Ég hef stundum þann hátt á aö tengja saman fortíð og nútíð. Hart í ári í. Á góuþrælinn gekk ég út að grafa rætur, og svo mínar allar dætur, óspjallaðar heimasætur. Þröngt hefur verið í búi hjá þess- um hagmælta manni. 2. Bjami Bjarnason á Brekku í Skagafirði orti. Ekkert veit ég meira um hann: . Á himininn skyldi ég höggva rauf og henda þér upp á stallinn, ef þú tækir tóbakslauf og træðir upp í kallinn. 3. Útsynningur einatt flýgur hraður, Ægir hefur enga ró, aldrei gefur bein úr sjó. Þetta er einkennileg vísa og sjálf- sagt mjög gömul. 4. Á Borgarfelli biskup Steinn bjó um sína daga. Biblíuna alla einn át í sálarmaga. Og næst er gamalt ráð í kvenna- málum sem hefur eflaust komið að litlu gagni. 5. Á svellum vindi sigla ber, en sel ei hug þinn ungri frú. Rastalöður einatt er óhultara en kvennatrú. Víða komið við 6. Og þessi kvað vera ort í útreið- artúr í Reykjavík fyrir tíma bfl- anna. Höfundar ekki getið. Ástin hún var ekki stygg í útreiðinni. Þau föðmuðust svo fór um hrygg hjá frökeninni. Maður, sem lá með mér á spítala fyrir mörgum árum og ég lét heyra þessa vísu, nýbúinn að finna hana, sagði mér eftirfarandi sögu. Hió mikið. Verð að láta hana fylgja hér. Maður man þessa tíma, sagði hann. Þá fórum við lausamenn í Reykjavík í útreiðartúra þegar við gátum. Það var á björtum sunnu- degi, fór ekki alfaraleið. Heyri hnegg, stoppa og lít niður í laut. Þar hggja piitur og stúlka í besta gengi. Halda samt hvort í sinn hest. Þau voru snögg að komast á bak. Hún með buxurnar í annarri hend- inni, en hann komst bara í aðra skálmina sína. Þetta var í Blesu- grófmni. 7. Eftirsóknarverð hefur sú stúlka verið sem þessi staka er ort um: Hjörtu Þura hefur tvö, hægra og vinstra megin. Ó, að þau væru orðin sjö, þá yrði margur feginn. En skammgóður vermir þætti sumum það. En þetta er greinileg tækifærisvísa. 8. Hér er þingvísa frá 1911 og á að vera eftir Hannes Hafstein og mun aðalandstæðingur hans jafnan, Björn Jónsson ritstjóri nefndur: Húnverja var huglaus vörn, heykjast þeir sem prjónar. En allir spörkuðu þeir auman Björn Alþingisins Jónar. Heitt í glóðum á þingi eins og jafnan. 9. Heldur dapurt hjá honum hann því pínir kvefið. Allt er fallegt á honum, augun bæði og nefið. Frá okkar tíð Ég sagöi frá þvi nýlega í blaða- viðtali aö fyrsta ljóðabók mín, sem út kom 1937, hefði heitið Ég ber að dyrum. Og eigi alls fyrir löngu eignaðist ég vísu sem ég hafði ritað' á eintak bókarinnar og gefið ungri stúlku, ættaðri úr Þingeyjarsýslu. Þaö mun hafa verið á stríðsárunum að ég kynntist henni í húsi sameig- inlegs vinafólks og engin undirmál verið í efni vísunnar. En henni var ég búinn að gleyma þegar ég nú fékk hana í hendur. En hitt mundi ég enn að einmitt á stríðsárunum vorum við tvö ung skáld að sumarlagi á ferð um sveit stúlkunnar og höíðum með okkur tjald. Við litum samt inn á bæ for- eldra hennar en auk hennar voru tvær aðrar greindar og blómlegar heimasætur og gáfuð húsfreyja þar. Var okkur vel tekiö. En húsbóndi var ekki heima, þjóðkunnur skáldbóndi. En þegar við sátum þar í góöu yfirlæti kom hann. Þá breyttist allur andi vistar- innar og styttist ósjálfrátt. Hann vildi fara að tala viö okkur um pólitík og hafði þar allt á hornum sér, enda fljótt fundið, og vitað fyr- ir, að við vorum þar á annarri hnu en heppilegt þótti. Við vorum ekki í bónorðsferð. En nú þegar ég fæ vísuna í hend- ur fer ég að halda að karl hafi grun- aö okkur um græsku. En hún má vel birtast þó ekki sé merkileg: í sumar þegar sólin skín, ég sjálfur ber að dyrum. Ætli þar bíði ástin mín áijáður ég spyr um. Það var ein af heimasætunum, nú þjóðkunn menntakona, sem kunni vísuna og gaf mér hana. Jón úr Vör Fannborg 7 Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.