Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 23. JÚLl 1988. Sérstæð sakamál Gwen Massey var orðin fræg söng- kona þegar hún kynntist iðjuhöldin- um Frank Veldon. Þau urðu ást- fangin við fyrstu sýn en afleiðingarn- ar urðu aðrar en þau grunaöi þá. Þykkt snjólag Það lá þykkt lag af snjó yfir öllu i litla enska bænurn Rudyard þetta kvöld. Allt í einu mátti heyra að ein- hver var að moka þvi skófla rakst í harða jörðina undir snjónum. í daufu mánaskininu sást ung. lagleg kona í pels vera í óðaönn að fylla fótu af snjó sem hún flýtti sér svo nteö inn til sin. Þetta var óvenjuleg sjón. Konan var þrituga söngkonan Gwen Massey og hún hafði vissulega ástæðu til þess að standa i þessum snjómokstri þótt hún kæmi ekki í dagljósið fvrr en síðar. Söngi’ödd Gwen Massey uppgötvaðist þegar hún var táningur en þá söng hún í kirkjukór og áður en hún var orðin tvítug var hún farin að syngja opin- berlega viðs vegar um Bretland. Hún vann til margra verðlauna og hlaut tilsögn í söng bæði í París og Mílanó án þess að þurfa nokkuð að greiða fyrir. Hún var því orðin vel kunn í heimalandi sínu og reyndar víðar er það gerðist sem nú segir frá. Frank og Mary Veldon á brúðkaups- daginn. Iðnjöfurinn Frank Veldon var kynntur fyrir Gwen Massey aö lokinni söng- skemmtun sem hún kom fram á. Hann rak þá klæðaverksmiðju í bæn- um Hanley sem er skammt frá Rudy- ard. Hann var kvæntur og á fimm- tugsaldri en ástin milli hans og konu hans var ekki jafnheit og á árum áður. Þá hafði kona hans, Mary, ekki sama áhuga á hljómlist og hann en varði hins vegar miklum tíma í að heimsækja aldraö fólk og létta því lífiö. Erfitt samband Frank Veldon varð strax ást- fanginn af Gwen Massey og hún gaf honum strax til kynna að hún væri hrifin af honum. Það leið því ekki á löngu þar til þau fóru að hittast á laun. Sumar nætur voru þau í af- skekktum gistihúsum því þeim var báðum ljóst aö þau gætu orðið fyrir miklum óþægindum, ekki síst í starfi, ef ástarsamband þeirra kæm- ist upp. Þar kom svo að Frank full- vissaöi Gwen um aö hann myndi brátt biðja konu sína um skilnað og myndi hann þá ganga að eiga hana. Sambandið kemst upp Ekki leið þó á löngu þar til Frank Gwen Massey. Franks en það var kona hans, Mary, sem kom í símann. Konurnar tvær hittast „Svo það ert þá þú,“ sagði Mary er hún heyrði hver hringdi. „Já, ertu til í að koma og ræða við mig svo við getum gert út um Frank og framtíð okkar,“ spurði Gwen, Þessi spurning vakti ýmsar fleiri. Mary sá að best væri að fá svar við þeim svo að hún ákvað stað og stundu. Og þegar hún lagði bíl sínum fyrir framan hús Gwen sáust þær í fyrsta sinn. Önnur var miðaldra, ekki sérstak- lega lagleg og ekki klædd samkvæmt nýjustu tísku, en hin þrítug, lagleg, fræg og pelsklædd. Ókunnugur hefði því við fyrstu sýn ekki getað séð að þær ættu margt sameiginlegt en það áttu þær því Frank Veldon var mað- urinn í lífi þeirra beggia. Rifrildi og átök Báðar gáfu konurnar sig fljótlega á vald sterkum tilfinningum. Leið svo ekki á löngu þar til þær fóru að takast á. Gwen var yngri og sterkari og Mary varð undir en svo ultu þær báðar fram af háum kletti við hús Gwen með hendur hvor á annarrar hálsi. Mary Veldon missti meðvitund við fallið og rétt á eftir svipti Gwen hana lífinu með því að slá hana í höfuðið meö hamri sem hún sótti inn í bílskúrinn hjá sér. Vandi Gwen var nú hvernig hún kæmi líkinu af Gwen og bíl hennar undan. Og brátt fann hún lausnina. Gamlar kastalarústir Skammt frá heimili Gwen voru Will Bradley. Hluti af gömlu kastalarústunum. og Gwen tókst ekki lengur að halda sambandi sínu leyndu. Skammt var milli bæjanna Rudyard og Hanley og þegar sagan spurðist út fékk Mary Veldon mikla samúö. Og auðvitað fór svo að hún frétti um framhjáhald manns síns. Kvöld eitt sagði hún honum að hún vissi ailt um samband hans og Gwen og yrði hann að binda enda á þaö áður en það yrði á allra vitorði í fjöl- skyldum þeirra. Þá hét hann því há- tíðlega að hætta að hitta Gwen Mass- ey. Honum var þó ekki alvara. Leynilegt samkomulag Frank hringdi til Gwen og gekk frá samkomulagi við hana þess efnis aö þau héldu sig hvort frá öðru um hálfs árs skeiö. Þá gætu þau farið að hittast aftur, með meiri leynd en fyrr, þar til honum hefði tekist að fá skiln- aö en það ætti þá að geta tekist án þess að Gwen kæmi nokkuð viö sögu skilnaðarmálsins. Eftir þetta héldu þau Frank og Gwen áfram aö ræöast viö í síma en hittust ekki. Mary Vel- don var hins vegar í þeirri trú að maður hennar hefði með öllu sagt skiliö við Gwen Massey. Gwen gerist óróleg Er svo haföi gengiö um tíma lýsti Gwen því yfir við Frank einn daginn að hún þyldi ekki þetta ástand leng- ur. Væri honum alvara með aö kvænast sér yröi hann að gera hreint fyrir sínum dyrum. Hann yrði þegar að velja milh sín og Mary því annars myndi hún slíta sambandinu við hann. Svo geröist það eitt kalt febrú- arkvöld að Gwen hringdi heim til gamlar kastalarústir og þangað ók hún með líkiö af Mary í bílnum. Er þangað kom setti hún það undir stýri en lét bílinn síðan steypast fram af háum klettum við rústirnar. Hún leit nú svo á að hún hefði framiö full- komna glæpinn. Talið yrði að Mary Veldon hefði ekið út af veginum þarna og fengið svo mikinn áverka að hún hefði látist. Gwen hélt því fótgangandi heim, klædd pelsinum, og gætti þess að leita skjóls í hvert sinn sem hún sá bíl koma. Hamarinn brenndur Er heim kom lét Gwen það verða sitt fyrsta verk að kasta hamrinum á eld og stóð hún hjá uns handfangið var brunnið upp til agna. Þá fór hún að moka burt blóðugum snjó fyrir neðan klettinn þar sem hún hafði veitt Mary banahöggið. Snjóinn bar hún í fótu inn í eldhús þar sem hún bræddi hann. Næsta morgun hringdi elskhugi hennar til hennar og sagði að kona sín væri ekki enn komin heim og hefði hún ekki verið um nóttina hjá Ölmu Coogan eins og ákveðið hefði verið. Gwen reyndi þá aö róa Frank og sagði honum aö Mary hlyti að koma fram fljótlega. Mary finnst Það leið ekki á löngu þar til líkið af Mary Veldon fannst. Ökumaður skólabíls sá bíl hennar þar sem hann lá utan vegar. Er hann kom að hon- um sá hann illa leikna konuna við stýrið. Fannst honum ólíklegt, eftir skemmdunum á bílnum að dæma, að konan hefði orðið fyrir svo mikl- um áverka viö að aka út af. Þá var hvorki að sjá blóð á stýri né mæla- borði. Ökumaðurinn, Will Bradley, gerði lögreglunni þegar grein fyrir fundinum og grunsemdum sínum um að einhver vildi láta svo líta út fyrir að um slys hefði verið að ræða því flest benti til þess að konan hefði verið myrt og slysið síðan sett á sviö. Lögreglan sammála Frumrannsókn lögreglunnar leiddi til sömu niðurstöðu og Will Bradley hafði komist að. Hér hlaut aö vera um morð aö ræða. Það leið svo ekki á löngu þar til lögreglan komst á snoðir um samband Franks Veldons og Gwen Massey; samband sem þau höfðu reynt aö halda leyndu en án árangurs. Næst lá því fyrir að ræða við Gwen Massey. Það varð sömuleiðis til þess að varpa grun á hana að maöur nokkur sagöi aö morðnóttina hefði hann séð hana eina á gangi á þjóðveginum en er hún hefði séð til ferða hans heföi hún reynt aö fela sig á bak við runna. Var lýsing hans á Gwen og pelsi hennar svo góð aö vart varð dregið í efa að það hefði verið hún sem maðurinn sá. Gwen yfirheyrð Er lögreglan kom til Gwen sagði hún í fyrstu að hún hefði séö bíl Mary fyrir utan hús sitt og heföi hún veriö meðvitundarlaus í honum. Hefði hún jafnframt verið með áverka á höfði. Sagði Gwen svo frá því að hún hefði veriö ástkona Franks Veldons, manns Mary, og því hefði sér fundist aö hún mætti ekki koma við sögu málsins því það myndi aðeins vekja grunsemdir um að hún bæri á einhvern hátt ábyrgð á dauða Mary. Því hefði hún verið gripin skelfingu og ekiö bílnum upp að gömlu kastalarústunum þar sem hún hefði reynt að setja slys á sviö. Játningin Leikhæftleikar Gwen Massey leyndu sér ekki og rannsóknarlög- reglumennnirnir undruðust frá- sagnargáfu hennar. Svo var eins og henni yrði ljóst aö hún yrði ekki hengd þótt hún segði sannleikann og þá geröi hún það. Glæsilegur söngferill var á enda. Gwen Massey kom í síðasta sinn fram opinberlega í réttarsalnum þar sem hún fékk langan fangelsisdóm fyrir morðið á Mary Veldon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.