Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988. Fréttir Endurskoðandi um fýnverandi framkvæmdasljóra Helgarpóstsins: Tók verulegar fjár- hæðir frá félaginu - ákveðið að kæra málið til rannsóknarlögreglunnar Samkvæmt þeim athugasemdum endurskoðanda við bókhald Goðgár hf.. útgáfufélags Helgarpóstsins, sem lagðar voru fram á framhaldsaðal- fundi í fvrrakvöld, tók fyrrverandi framkvæmdastjóri blaðsins veruleg- ar Qárhæðir frá fyrirtækinu. Athug- unin nær einungis til fyrstu fimm mánaða þessa árs, en samkvæmt at- hugasemdunum skuldar fram- kvæmdastjórinn fyrrverandi útgáfu- félaginu rúmlega 1,6 milljónir króna. í athugasemdum endurskoðand- ans, Magnúsar G. Benediktssonar, segir að framkvæmdastjórinn fyrr- verandi skuldi félaginu 1.635.275 kr. sem hann hafi tekið sér með einum eða öðrum hætti á umræddu tíma- bih. Þar í eru meðal armars oftekin laun upp á 460.000 kr„ fyrirfram- greidd laun upp á 189.000 kr. og tveir víxlar að upphæð 732.000 kr. sem hann hafi samþykkt fyrir hönd Goð- gár hf. en peningarnir fyrir víxlun- um aldrei komið til fyrirtækisins. Endurskoðandinn gerir sérstaka athugasemd við tíu liöi í reikningum félagsins fyrstu fimm mánuði ársins. Segir þar meðal annars að auglýs- ingastjórinn skuldi tvö skuldabréf að upphæð 335.237 kr. sem hafi verið færð með ólögmætum hætti á reikn- inga félagsins. Þá er gerð athuga- semd við launagreiðslur upp á rúmar 300.000 kr. til fyrrverandi stjómar- formanns. Einnig er gerð sérstök athugasemd við samskipti fyrirtækisins Fjaðra- bhks og Goðgár. Segir að fyrmefnda fyrirtækið hafi keypt hlutafé í Goðgá sem það í raun lét Goögá borga. Hlut- hafar Fjaðrabliks eru m.a. fyrrver- andi formaður og fyrrverandi fram- kvæmdastjóri sem fer með umboð fyrirtækisins. Endurskoðandinn gerði sérstaka athugasemd við bókfærslu á tekjum fyrir lausasölu og áskriftir. Telur endurskoðandi að erfitt sé aö sann- reyna tekjur vegna lausasölu og áskrifta blaðsins. -SMJ Sníktu mat og stálu hjólum Tveir 17 ára Þjóðverjar komu með ferjunni Norrænu 1 vikunni. Fréttist fyrst af þeim í Mývatns- sveit þar sem þeir höfðu gengið mihi hótela og sníkt mataraf- ganga af diskum fólks. í húsi þar stálu þeir tveimur reiðhjólum og hjóluðu alla leið til Þórshafnar. Þar fengu þeir gistingu og fæði. Þótti þeim ófært að borga ekki fyrir sig og gáfú börnunum á bænum hjólin. Virðast þeir síðan hafa komist á puttanum til Seyð- isfjarðar. Þar hafði lögreglan frétt af piltunum og handsamaöi þá. Játuðu þeir á sig verknaði þessa og voru sendir úr landi með fyrstu ferö. -hlh Ferskfisksala: Utgerðarmenn tapa miklu Næstu tvo mánuði munu íslensk- ir útgerðarmenn tapa mörg hundr- uð milljónum króna vegna útflutn- ingstakmarkana á ferskum fiski sem stjómvöld settu á. Þrátt fyrir að verð á ferskum fiski hækki í Bretlandi vegna minna framboðs er tap útgeröarmanna verulegt. Takmörkun stjómvalda á út- flutningi kemur mjög misjafnlega niður á útgerðarmönnum. Stór fyr- irtæki sem hvort tveggja gera út skip og reka fiskvinnslu tapa mun minna á útflutningshöftum en fyr- irtæki í eigu manns sem gerir út einn bát. Enginn greinarmunur er geröur í reglum sfjómvalda á þess- um ólíku rekstrarháttum. Stórir aðilar geta sett þann fisk í vinnslu sem ekki fæst leyfi th að flytja út. Þennan kost eiga smáút- geröarmenn ekki sem veröa að seija sinn fisk á mörkuöum, annað hvort hér heima eða erlendis. Samanburöur á verði á innlend- um og erlendum mörkuðum í þess- ari viku leiðir í fjós að þegar búið er aö draga frá flutningskostnað á erlendan raarkaö er mikill munur á því verði sem útgeröarmaðurinn getur stungið í vasann eftir sölu. Ef útgerðarmaöur hefði selt eitt tonn af þorski á Faxamarkaði i síð- ustu viku hefði hann fengið tæpar 40 þúsund krónur. Sama magn á Bretlandsmarkaöi heföi selst á 95 þúsimd krónur. Útgerðarmaöur- inn hefði þurft að borga 20 þúsund fyrir flutning á fiskinum tO Bret- iands og raunvirði sölunnar hefði því verið 75 þúsund krónur. Mun- urinn er 35 þúsund krónur. pv Verð á ferskfiski 18.-22. júií | Faxamarkaður □ Gámaflutn. til Bretlands □ Meðal flutningskostnaður 100-1 94.93 Þorskur Ýsa Myndin sýnlr samanburð á verði i þessari viku á milll Faxamarkað- ar i Reykjavik og markaöarins i Grimsby. Þó aö fiutningskostnaöur sé relkmúhir meö er miklll munur á verði. Útgeröarmaður græöir 35 þúsund krónur á hverju tonni af þorski sem hann selur í Bretlandi mlðað við veröiö hér heima. Verð- mlsmunur á tonni af ýsu er 15 þúsund krónur þegar flutnings- kostnaöur er dreglnn frá. Engin gögn liggja fyrir um glæp- samlegt athæfi - segir fyrrverandi framkvæmdastjóri HP „Þaö er ekki búið aö taka neitt til rannsóknar þótt einhveijir menn úti í bæ kæri til rannsóknarlögreglunn- ar. Núverandi meirihluti Goðgár hef- ur stefnt að þessu frá upphafi en ég sé nú ekki hvað er veriö aö kæra. Engin gögn liggja fyrir um glæpsam- legt athæfi,“ sagði Hákon Hákonar- son, fyrrverandi framkvæmdastjóri Helgarpóstsins og núverandi fram- kvæmdastjóri Alþýöublaösins. Há- kon sagði aö eðlilegra hefði verið að fara strax fram á gjaldþrot enda stefndi núverandi meirihluti leynt og ljóst að því. Hákon sagði aö þessi kæra hefði verið knúin í gegn í krafti meiri- hlutavalds á hluthafafundinum á fimmtudagskvöldið. Núverandi minnihluti í stjóminni hefði ekkert vitað um fundarefnið fyrirfram og því ekki getað imdirbúið sín málsrök. Þá hefðu eðlileg fundarsköp ekki verið höfð í heiðri en fundarstjóri var Ólafur Sigurgeirsson lögfræðingur. Hákon sagöi aö reikningar ársins í fyrra hefðu verið samþykktir af lög- giltum endurskoðanda. Aðspurður um fjárdráttarkæru vegna skatt- greiöslna starfsfólks sagði Hákon að það hefði komið til vegna slæmrar lausafiárstöðu. Sagðist hann ekki hafa neina trú á því að starfsmenn yrðu látnir tvígreiða skatt. -SMJ Bærinn frestar framkvæmdum „Ég sé ekki betur en þetta mál sé komið í höfn. Ég fór á fund með bæjarlögmanni og bæjarfógeta og þeir féllust á þær kröfur mínar að framkvæmdum yröi frestað á þessu svæði. Krakkamir fá þennan spark- völl á þessu svæði og við fognum því en lóðum undir hús verður ekki út- hlutað fyrr en eftir dóm Hæstaréttar, meira að segja verslunarlóð, sem búiö var aö auglýsa, verður ekki út- hiutað fyrr. Ég hef ekkert á móti íbú- unum á þessu svæði en bærinn á ekki að geta komist upp með slíka hegðun,“ sagði Garðar Sveinsson. í gær lokaði Garðar, ásamt ættingj- um sínum, vinnuvélar Kópavogs- bæjar inni, þannig að ekki var hægt að halda áfram framkvæmdum á hinu svonefnda Sæbólslandi. Deilur hafa staöið yfir á milii erfingja fyrri eigenda og bæjarins um lögmæti samnings á milli þeirra. Undirréttur ógilti samninginn en framkvæmdum hefúr engu að síöur veriö haldiö áfram. Garöar kvað bæinn hafa vilj- að sölsa landið undir sig og því hafi hairn gripið til þessa neyðarúrræðis. „Ég var búinn að reyna allt hvaö ég gat og þeir virtu mig ekki viðlits, þetta var síðasta hálmstráið. Ætii þeir hafi ekki veriö hræddir viö fjöl- miðlana, ekki veriö með góða sam- visku og því gefiö eftir,“ sagi Garðar um aðgerðimar í gær og viðbrögð bæjaryfirvalda. „Þetta er ipjög flókið mál en megin- málið er það að framkvæmdum á svæðinu verður hagað í samráði við bæjarfógetann en hann fer með mál dánarbúsins. Þær framkvæmdir sem þama hafa verið em ekki verulegar heldur almenn snyrting á svæöinu. Skiptaráöandi vissi af þeim fram- kvæmdum og við teljum okkur ekki hafa verið að ganga á rétt dánarbús- ins. Það er Kópavogsbær sem á landið, þetta er erfðafestusamningur sem bærinn getur alltaf innkailaö. Dómsmálið snýst um bætumar fyrir landiö, en samningurinn um þær var ógiitur. Bærinn mun hins vegar halda að sér höndunum fram yfir Hæstaréttardóminn enda hafa ekki verið neinar verulegar framkvæmd- ir á svæðinu. Um aðgerðir Garðars vil ég ekkert tjá mig,“ sagði Þórður Þórðarson, bæjarlögmaður Kópa- vogsbæjar. JFJ Forsvarsmenn bæjarins, Þórður Þórðarson bæjarlögfræðingur, Guðmundur Oddsson formaður bæjarráðs og Björn Þorstelnsson bæjarritari, þungir ó brún eftir að Garðar Sveinsson hafði stöðvað framkvæmdlr við Sæbðlsland f Kópavogi. Bærlnn gaf eftir og lætur af framkvæmdum að sögn Garðars. DV-mynd S Tuttugu þúsund á kílóið Ánamaðkar era sjálfsagt sú vara sem dýrust er hér á landi miðað við þyngd. Góður laxaorm- ur er seldur á um 17 krónur en í þurrkatíð getur verðið fariö upp í allt að 25 til 30 krónur. Anamaðkar em að mestu vatn. Maðkur sem er um 12 sentímetr- ar og 4 millímetrar í ummál ætti því að vega um 1,5 grömm. Þaö þarf því um 670 slíka maðka til að fylla kílóið. Samkvæmt þessu getur kílóið af ánamöðkum farið í allt að 20 þúsund krónur í þurr- katíö. Kílóverðiö er hærra en á nokkurri annarri íslenskri vöm. íslendingar hafa stundum líkt þorskinum viö gull. Hann veröur þó hálflítilmótlegur í samanburði viö maðkinn því ánamaðkar selj- ast á 400 sinnum hærra verði en þorskurinn. Til þess að finna einhvem sam- jöinuð við ánamaðkinn er helst að leita að aldýrustu kryddteg- undum eins og saffran. -gse
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.