Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 1988. Fréttir Hvalvíkin kyrrsett í Njarðvík vegna launaskulda: Útgerðin hugleiðir að flyty'a skipin undir annan þjóðfána - kyrrsetningm ólögleg að mati útgerðarmannsins „Þeir segja að ég eigi eftir að greiða þeim fimm milljónir. Ég tel að það sé ekki svo mikið. Lögmaður minn telur að sjómannafélögin séu að gera fullkomlega ólöglega hluti. Þeir eru skaðabótaskyldir vegna þeirra tafa sem skipið verður fyrir. Það er samt aðeins ein lausn á þessu máli - það er að við verðum að greiða þaö sem við skuldum," sagði Finnbogi Kjeld hjá Skipafélaginu Víkur. Vegna skulda skipafélagsins við áhöfnina á Hvalvikinni var skipið kyrrsett í Njarðvíkurhöfn á fóstudag. Ahöfnin telur sig eiga um íimm millj- ónir í ógreidd laun. „Fyrirtækið er bæði meö skipaút- gerð og saltsölu. Þetta ár hefur veriö hrikalega erfitt hvað innheimtur varðar. Fyrirtæki í sjávarútvegi eiga í miklum erfiöleikum. Við eigum 50 til 60 milljónir útistandandi vegna saltsins. Við erum einn hlekkur í þessari erfiðu keðju. Þetta er hrika- lega leiöinlegt fyrir mig. Það er leið- inlegt hlutverk að geta ekki greitt laun eins gert er ráð fyrir. Sjávarút- vegsfyrirtækin bíða eftir aögerðum „Viðskilnaður ríkisstjómar Þor- steins Pálssonar er mun alvarlegri en haldið hefur verið fram til þessa,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson íjár- málaráðherra á fundi sem Alþýðu- bandalagið í Garðabæ hélt á laugar- dag. Olafur Ragnar sagöi viðskilnað fyrri ríkisstjórnar það slæman að stofna þyrfti sérstakan skuldaskila- sjóð ríkisstjómar Þorsteins Pálsson- ar. „Það þyrfti að vera sérstakur reit- ur á næsta skattframtali svo almenn- ingur fái að sjá hvað þarf að borga vegna rikisstjómar Þorsteins. Það er kannski réttast aö Sjálfstæðisflokk- urinn borgi þetta sjálfur. Þó hann seldi allar sínar eigur þá nægði það hvergi. Það verður því miður al- 12 stúlkur í búnámi Þórhatlur Ásmundsscm, DV, Sauðárkróki: Kennsla í Bændaskólanum á Hól- um hófst mánudaginn 19.september sL en vegna anna og amsturs á Hóla- stað gafst ekki tóm til að setja skól- ann fyrr en sl. fimmtudag. Nemend- ur verða 43 í skólanum í vetur og verða Hólasveinar og -meyjar með því flesta í vetur. Tólf stúlkur em í skólanum. Nítján nemendur stunda nú nám í hvorri deild og um áramót koma fimm stúdentsefni til náms í eldri deild. Rúmlega helmingur nemenda er á fiskeldisbraut við skólann, sem ber hið frumlega nafn Sporðbraut. Tæplega helmingur ér í almennu búfræðinámi. Helsta nýmælið hvað námsefnið varðar er fjölgun eininga í hrossaræktamámi. Breytingar á kennaraliði eru litlar frá síðasta vetri. Nýr kennari er nú við skólann í fiskeldi, Valdimar Gunnarsson heitir hann og starfaði áður hjá Veiðimálastofnun. Þó muri Þórarinn Sólmundarson kenna við skólann í vetur, aðallega hagfræði, en Ema Bjamadóttir, sem kenndi við skólann síðasta vetur, er horfm á braut til framhaldsnáms erlendis. þessarar ríkisstjórnar. Þau eru illa stödd og geta lítið greitt. Ég vonast til að leysa þetta mál á allra næstu dögum. Það er von til þess að bankinn hjálpi okkur. Það er eðlilegt að fólk sé ergilegt þegar það fær ekki launin sín greidd. Kyrr- setningin leysir ekki þetta mál. Það koma engar tekjur inn á skipið í Njarðvíkurhöfn," sagði Finnbogi Kjeld. Finnbogi sagðist vera að hugsa af mikilli alvöru um að flytja skipin undir annan þjóðfána. Hann sagði að nýlegir útreikningar sýndu að meö því myndi hann spara 60 til 70 milljónir á ári. Finnbogi gerir út þijú skip. Hann sagði að sparnaður á skip yrði ekki undir tuttugu milljónum á ári. „Það er erfitt að keppa við hina sem hafa þegar gert þetta. Danir hafa sett mörg skip undir fána Bahama. Mark- aðurinn tekur ekki mið af sérþörfum okkar íslendinga," sagöi Finnbogi Kjeld. -sme Ráðherrar Alþýðubandalagsins á fundi í Garðabæ. Fundarsókn var ekki mikil en samt fengu þeir margar fyrirspurnir. DV-mynd GVA Ólafur Ragnar Grímsson Qármálaráðherra: Þessi ríkisstjóm er í góðu skapi - stofna þarf skuldaskilasjóð fyrri ríkisstjómar G-samtökin: VHjum lógfræðing nteð réttlætiskennd „Nú leitum við eftir lögfræðingi með réttlætiskennd til að starfa með samtökunum og fyrir einstaka meðlimi þeirra. Nú eru tæplega 80 meðlimir á skrá hjá okkur og mál margra þeirra eru þannig að taka þarf málin upp aftur. Málin hafa ekki verið almennilega afgreidd. Það vantar uppgjör á stöðunni og fólk þekkir ekki réttarstöðu sína,“ sagði Grétar Kristjánsson þjá sam- tökum gjaldþrota einstaklinga viö DV. Grétar sagöi aö meðlimir G- samtakanna væru að stofhi til' harðduglegt fólk meö nfandi tekj- ur. Það hafi aftur á móti lent í greiðsluerfiðleikum af margvísleg- um ástæðum. „Það hefur verið stofnaður sjóður fyrir fyrirtæki i greiösluerfiðleik- um og sjávarútvegsráðherra hefur lýst því yfir að lán til þessara fyrir- tækja fáist aldrei greidd. Okkar fólk er harðduglegt og héfur rífandi tekjur þannig að það er rekstrar- grundvöllur fyrir þessa einstakl- inga framvegis ef þeir fá einhveija fyrirgreiðslu eins og fyrirtækin. Skuldirnar yrðu greiddar. Það sést líka ef litið er á einstök mál að mikill hluti skuldanna getur verið beinn kostnaður." -hlh Finnbogi Kjeld yfirgefur Hvalvikina. Skipið er nú kyrrsett í Njarðvíkur- höfn. Áhöfnin telur sig eiga fimm milljóna launagreiðslur óuppgerðar. Útgerðin vonast til að leysa málið fljótlega. DV-mynd Ægir Már Hesthús: Hey brennur Nokkrar birgðir af heyi eyðilögðust þegar eldur kom upp í hesthúsi norö- an við kirkjugarðinn í Hafnarfirði í gærmorgun. Miklar skemmdir urðu eirmig á húsinu en engir hestar voru í því. Slökkviliðsmenn voru á þriðju klukkustund að ráöa niðurlögum eldsins og þurftu meðal annars að rjúfa þakið á húsinu. -gb menningur í þessu landi sem þarf að borga þennan skuldaskilaskatt," sagði Ólafur Ragnar. Hann fór nokkrum oröum um starfið í núverandi ríkisstjóm. Hann sagði greinilegt aö kratar og fram- sóknarmenn hafi lært ýmislegt, um hvemig ekki á að vinna, með þátt- töku sinni í fyrri ríkisstjóm. Þá hafi ráðherrar vart ræðst við nema í fjöl- miðlum og þá til að tala illa hver um annan. „Þessi ríkisstjórn er í góöu skapi og hefur möguleika á að sitja lengi. Ríkisstjómir með mikinn þing- meirihluta eiga oft erfitt með að koma málum gegnum þingið. Naum- an meirihluta þessarar ríkisstjórnar taldi Ólafur Ragnar af hinu góða. Formannskjör í Heimdalli: Ólafur sigraði með litlum mun - mikil óánægja meðal fundarmanna Ólafur Stephensen, formaður í Heimdalh, sigraöi í formannskosn- ingu á laugardag. Mótframbjóðand- inn, Gunnar Jóhann Birgisson, fékk tuttugu og tveimur atkvæðum minna en Ólafur. AUs greiddi 471 atkvæði á aðal- fundinum. Lætur nærri að það séu tífalt fleiri en mættu á aðalfund Heimdallar á síðasta ári. Ólafur hlaut 246 atkvæði en Gunnar Jóhann 222. Þrír seðlar voru auðir. í upphafi fundarins mælti fundar- stjórinn, Ami Sigfússon, formaður SUS, fyrir breytingu á auglýstri dag- skrá. Árni vildi að formannskjörið yrði fiórði liður dagskrárinnar í stað þess að vera sjötti liður. Sigurbjöm Magnússon, sem beið lægri hlut í kjöri til formanns SUS á síðasta ári, mótmælti tillögu Áma. Ami hafði betur og breyting dagskrárinnar var samþykkt. Eftir að úrslit lágu fyrir var greini- legt að mikil óánægja er meðal fé- lagsmanna. Þetta er í fyrsta sinn, í sextíu ára sögu felagsins, sem boðið var fram á móti sitjandi formanni. Aldrei áður hefur kjörinn formaður fengið eins mörg atkvæði gegn sér og nú. Stuðningsmenn Gunnars Jó- hanns hyggjast hunsa starf Heimd- allar á þessu kjörtímabili. Ólafur Stephensen sagði eftir kjör- ið að hann væri ánægður með úrslit- in og það traust sem honum væri sýnt. Ólafur sagði að þar sem mót- frambjóðandinn hefði talað um að gera þyrfti breytingar á starfi félags- ins vildi hann taka fram að han væri opinn fyrir öUum tiUögum. Ó: afur Stephensen, sem er tvítugur, e yngsti formaður HeimdaUar frá upj hafi. I fyrra var hann sjálfkjörinn þa sem hann var þá einn í framboði. -sme Fjölmenni var á Heimdallarfundinum á laugardagmídahartbaristífS annSkÍOri' DV-mynd GV/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.