Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Blaðsíða 47
MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 1988. 47 Lífsstíll Verðkönnim í Árbæ og Grafarvogi: 44% verð- munur á Svala - 78% munur á tómötum DV kannaði verð á 13 vörutegund- um í sex verslunum í Árbaejarhverfi og í Grafarvogi. Niðurstaðan varð sú að þótt miklu gæti munað á verði einstakra vörutegunda þá var heild- armunur milli verslana ekki mjög mikill. Mestur munur á tómötum og Svala Mestur verðmunur var á tómötum. Þeir kostuðu 357 kr. kílóið í Gunn- laugsbúð í Grafarvogi en 200 kr/kg í Árbæjarkjöri. Munurinn er 78%. 44% munar á veröi 0,25 lítra fernu af Svala milli verslana. Svalinn er ódýrastur í Gunnlaugsbúð, þar sem hann kostar 18 krónur, en dýrastur í B. Baldursson á Selásbraut þar sem hann kostar 26 krónur. 2 kílóa poki af kartöflum er dýrastur í B. Bald- in-sson á 289 krónur en ódýrastur í Tómatar kosta 78% meira í Neytendur Gunnlaugsbúð og í Árkaupi á 235 krónur. Þama munar 23%. Tvö kíló af sykri em dýmst í Ár- bæjarkjöri á 90 krónur en ódýrust í Árkaupi á 69 krónur. Munurinn er 30%. Heildós af Ora fiskibollum er ódýmst í Gunnlaugsbúð á 199 krónur en dýrust í Kjörbúð Hraunbæjar á '233. Munurinn er 17%. Sjö af tólf vörutegundum fengust í öllum verslununum. Sé heildarverð þeirra borið saman kemur í ljós að þær em dýrastar í Gunnlaugsbúð á úð í Grafarvogi en í Arbæjarkjöri. DV-mynd 947 krónur en ódýrastar í Árbæjar- kjöri í Rofabæ á 832 krónur. Munur- inn er 13,8%. Sé litið á verö tegunda, sem teknar voru með í svipaðri könnun DV 30. ágúst á verði í stórmörkuöum, kem- ur í ljós að haframjöl í 950 g pökkum er að jafnaði 8% dýrara í verslunum í Árbæjarhverfi og Grafarvogi en í stórmörkuðum. Sykur er að jafnaöi 13% dýrari í þeirri könnun, sem birt- ist hér, en í áðurnefndri könnun frá 6. október. Rétt er að benda á að hér er um samanburð milli ólíkra verslana að ræða. Þetta gefur til kynna verömun milli stórmarkaða og smærri versl- ana og er því ekki marktækt vitni um það hvort verðstöðvun hefur haldið eða ekki. -Pá Breytingar á bifreiðaskoðun Nýtt númerakerfi: umskráningar leyfð- ar til áramóta Flestir ættu að vita að fastnúmera- kerfi bifreiða er í þann veginn að taka gildi hér á landi. Að sögn Hauks Ingibergssonar, forstöðumanns Bif- reiðaskoðunar íslands, eru tæki til framleiðslu á númeraplötunum nú komin til landsins. Plötumar verða smíðaðar á vinnuhælinu á Litla- Hrauni. Mesta breytingin gagnvart bíleig- endum er sú að nú geta þeir ekki lengur átt sama númerið ævilangt eins og tíðkast hefur. Sama númerið kemur til með að fylgja bifreiðinni frá fyrstu skrán- ingu til afskráningar. Ekki er hægt aö panta ákveðin númer og því verö- ur tilviljunum háð hvaða númer nýr eigandi fær á bílinn. Bifreiðum verö- ur úthlutaö númeri áður en þær koma til landsins og tollafgreiðsla fer fram á grundvelh nýja kerfisins. Umskráningar í núverandi kerfi verða leyfðar til áramóta en eftir það tekur fastnúmerakerfið gildi. Nýja númerakerfið byggist á tveimur bókstöfum og þremur tölu- stöfum. Plöturnar verða með end- urskini og auðum reit fyrir skjaldar- merki íslands. Eigendur geta haldið gömlu númeraplötunum áfram þar til viðkomandi bíll fer úr þeirra eigu eða verður umskráður. -Pá Bileigendur geta áfram ekið á gamla uppáhaldsnúmerinu þangað til bíllinn verður seldur eða afskráður. DV-mynd - nýtt númerakerfi um áramót Um næstu áramót tekur Bifreiða- skoðun íslands að mestu leyti við starfsemi Bifreiðaeftirlits ríkisins. Bifreiðaskoðun íslands var stofnuö í júlí á þessu ári í samræmi við breyt- ingar á umferðarlögum. Ríkið á 50% í Bifreiðaskoðun ís- lands. Tryggýigafélögin eiga 25% og 25% eru í eigu ýmissa aðila innan Bílgreiriasambandsins og Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda. Starfsmönnum Bifreiðaeftirhts ríkisins hefur flestum verið sagt upp frá og með næstu áramótum. Bif- reiðaeftirlitið ber þó áfram ábyrgð á prófeftirliti og meiraprófsnámskeiö- um. Heldur verðstöðv- unin? Miöaö við samanburö úr verð- könnunum DV frá upphafi verð- stöövunar virðist veröstöðvunin að mestu hafa haldist í könnuninni hér að ofan eru hrísgrjón 5,5% dýrari en í könn- un DV frá 30. ágúst. Púðursykur er 13% dýrari og hafrarpjöl 6% dýrara. 30. ágúst var kannaö verð í 10 stórmörkuðum og stórum hverfaverslunum. Sams konar könnun var gerö 6. október og leiddi hún i ljós óverulegan eða 2-3% verðmun á þeim tegundum sem voru með í báðum tilvikun- um. í þeirri könnun, sem birtist hér, er hins vegar litið á verö í lítlum hverfaverslunum. Verðmunur er eölilega einhver milli lítilla og stórra verslana. Sé sá munur tek- inn með í reikninginn verður ekki séð aö óeðlilegar hækkanir hafi orðið frá upphafi verðstöðv- unar. -Pá LAXALYSIÐ C(S! a',v' KOMIÐ AFTUR SALMON 0IL+ OMEGA 3 and 6 UltraVit Laxalýsi inniheldur náttúru- legu ómettuðu Omega-3 og 6 líf- rænu sýrurnar EPA, DHA og GLA sem stjórna kólesterólmagninu, einnig inniheldur það E-vítamín. Virkar vel á hjartað, blóðráðsina og efnaskipti líkamans. Laxalýsið UltraVit Omega-3 og 6 lífrænu sýrurnar draga úr kólesteról- magninu og stuðla að góðri, al- mennri heilsu með áhrifum sínum á æðakerfið, blóðþrýsting, heila- og kirtlastarfsemi líkamans. Útsölustaðir Reykjavik: Heilsumarkaðurinn Frækornið SS-búðirnar Kjötmiðstöðin, Garðabæ Hafnarfjörður: Fjarðarkaup Heilsubúðin Akureyri: Heilsuhornið ísafirði: Vöruval og flestum kaupfélögum úti á landi. Heildsölubirgðir: Sími 61-22-92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.