Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 1988. Utlönd Raisa Gorbalsjov og Maria de Mlta, eiginkona italska forsætisráöherr- ans, heimsækja listaverkasýningu i Moskvu fyrír helgi. Sfmamynd Reutor Clracao de Mita, sem er í opinberri heimsókn í Sovétrikjunum, sagöi á laugardag aö Vestur-Evrópa ættt að grípa það tækiíæri sem nú gefst til að hagnast á því aö veita flla stöddum Austur-Evrópuríkjum langtíma efnahagsaðstoð. Á meðan heimsókn hans stendur verður skriíað undir samkomulag milli Sovétríkjanna og Italíu um sameigktíeg verkefni og samvinni á sviði bankamála. Reiknaö er meö aö Helmut Koltí, kanslari Vestur-Þýskalands, skrifi undir sams konar samkomulag víð Gorbatsjov þegar hann heimsækir Sovétrfkln á nœstunnl Shamlr varar Palestínumenn vid Palestínskur drengur slöngvar steini f átt aö ísraelskum hermönnum á vesturbakkanum fyrir helgi. Simamynd Heuler Rfldsútvarpiö í ísrael skýrði frá því í morgun aö Yitzhak Shamir, forsæt- isráöherra landsins, hefði varað Palestínumenn viö því að nota skotvopn í uppreisn sinni gegn stjóm ísraels og sagt aö enginn sem tæki upp skot- vopn myndi lifa af. Shamir sagði þetta í kosningaræðu sem hann hélt í bænum Sderot í suðurhluta Israels. Reuter De Mita heimsækir Moskvu Tíu ára staifsafmæii páfa Jóhannes Pálf páfl blður hér tll Guðs ásamt kardinálum sinum á Péturs- torginu I Röm I gær, á tlu óra starfsafmæli slnu. Sfmamynd Reuter Jóhannes Páll annar páfi átti í gær tíu ára starfsafinæli sem páfi. í til- efhi þess flykktust þúsundir Pólverja tfl aö hlýða á messu hans á Péturs- torginu í Róm. Pólveijamir komu hvaðanæva að enda býr fólk af pólskum ættum út um allan heim. Mikill fiöldi ferðaðist frá Bandaríkjunum sérstaklega í tílefni þessara tímamóta. Reutcr Dukakis breytir baráttuaðferðum Steinimn Böövarsdóttir, DV, Washington: Kosningabarátta Michaels Dukak- is, forsetaframbjóðanda demókrata í Bandaríkjunum, mun fá á sig nýjan blæ þær þrjár vikur sem eftir eru fram að kosningum. Þetta kom fram í mörgum fjölmiðlum vestra nú um helgina. Mörg dagblöö og sjónvarpsstöðvar í Bandaríkjunum vitnuðu í heimild- armenn innan herbúða Dukakis í umfjöllun sinni um kosningabarátt- una um helgina. Þar var skýrt frá því að ráðgjafar Dukakis hygðust breyta um stefnu í kjölfar seinni kappræðna frambjóðendanna í síð- ustu viku en skoðanakannanir sýna að George Bush, frambjóðandi repú- blikana, hafi unnið yfirgnæfandi sig- ur í þeim. Samkvæmt fréttum fjölmiðla munu herbúðir Dukakis nú leggja megináherslu á að ná til kjósenda í átján mikilvægum fylkjum Banda- ríkjanna í stað þess að há jafna bar- áttu í öllum fimmtíu fylkjunum. Öfl átján fylkin eru, samkvæmt skoð- anakönnunum, annaðhvort hliðholl Dukakis eða nær jöfn í stuðningi sín- um við frambjóöendurna. Meöal þeirra eru Kalifomíuríki, sem hefur á að skipa 47 atkvæðum, New York, Pennsylvania og Ohio en þau hafa öfl yfir 20 atkvæði. Önnur fimmtán fylki eru einnig talin geta farið á annan hvorn veginn og munu stuðn- ingsmenn demókrata reyna að ná tfl kjósenda þeirra. Önnur breyting, sem herbúðir Dukakis munu sýna á næstu dögum, varðar sjónvarpsauglýsingar til stuðnings frambjóðandanum. Aug- lýsingar beggja herbúða hafa verið mjög harðskeyttar en að sögn heim- fldarmanna innan raða demókrata' mun kveða við mildari og persónu- Michael Dukakis, forsetaframbjóðandi demókrata, í hornabolta á kosninga- ferðalagi SÍnu. Símamynd Reuter legri tón í sjónvarpsauglýsingum Dukakis. Kjósendur hafa þegar feng: ið forsmekkinn af hinni nýju stefnu Dukakis og birtust nýju auglýs- ingarnar á sjónvarpsskerminum um helgina. Þar er ekki ráðist beint á Bush heldur reynt aö biðla tfl tilfmn- inga kjósenda á mun persónulegri hátt en áður. Andstæðingur Dukakis, George Bush, hélt sinn fyrsta blaðamanna- fund í hartnær tvo mánuöi um helg- ina. Á fundinum reyndu blaðamenn að fá forsetann til að útskýra í smáat- riðum stefnu sína í fjármálum, af- stöðu sína til kontraskæruliða í Nic- aragua, en nú er ljóst að Reagan for- seti mun ekki fá samþykktar tillögur um aukna hernaðaraðstoð til skæru- liða á valdatíma sínum, og segja hverja hann myndi tilnefna til ráð- herra næði hann kosningu. Bush neitaði að svara þessum spurningum blaðamanna á þeirri forsendu að hann skipulegði framtíð sína fram aö kosningum en ekki lengra. Hann kvaðst vilja leyfa kjós- endum að íhuga það sem hann hefur sagt á ferðalögum um landið en ekki koma með nýjar tillögur svo seint í kosningabaráttunni. Bush leiðir í þessari kosningabar- áttu samkvæmt niðurstöðum skoð- anakannana með allt að 10 prósent meira fylgi en Dukakis. Bush hefur einnig tekist að brúa milið rnifli kynj- anna. Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar Washington Post dag- blaðsins og ABC sjónvarpsstöðvar- innar nýtur Bush fylgis 47 prósent kvenna en Dukakis 48 prósent. í júní síðastliðnum var Dukakis með 26 prósent meira fylgi meðal kvenna en Bush. Botha hitti Houp- houet-Boigny Suður-Afríkumönnum tókst um helgina að ná í gegn snilldarbragði í innri stjórnmálum Afríku og við- leitni sinni við að friðmælast við leið- toga svörtu Afríku þegar P.W. Botha, forseti landsins, átti fund með Feflx Houphouet-Boigny, forseta Fíla- beinsstrandarinnar, sem er einn virtasti stjórnmálamaður í Afríku. Fimm klukkustunda heimsókn í Yamoussoukro, höfuðborg Fíla- beinsstrandarinnar, var fyrsta opin- bera heimsókn leiðtoga Suður-Afr- íku til ríkisins. Þetta var í fjórða skipti síðan í sept- ember sem Botha fer í heimsóknir til svartra leiðtoga til að reyna að eignast nýja vini. Embættismenn á Fílabeinsströnd- inni lögðu á það mikla áherslu í gær að það hefði verið Botha sem bað um fundinn, og fékk .hann þar með ein- stakt tækifæri til að láta mynda sig með þessum virtasta leiðtoga svörtu Afríku. Houphouet-Boigny, sem er áttatiu og þriggja ára að aldri, er sá leiðtogi í Afríku sem lengst hefur setið við völd. Hann hefur verið hlynntur því að eiga viðræður við Suður-Afríku frá árinu 1971. Hann átti leynilegan fund með John Vorster, fyrrum for- sætisráðherra Suður-Afríku, árið 1974. Aö sögn stjórnarerindreka hef- ur Botha einnig átt leynilegan fund með Houphouet-Boigny. Eftir kvöldverð og fund með forset- anum sagði Botha að þeir hefðu orð- ið ásáttir um að gefa ekki út neina yfirlýsingu að loknum fundi sínum, en Botha sagði að forseti Fílabeins- strandarinnar væri einn af eldri stjómskörungum Afríku og að alltaf væri ánægjulegt að hitta hann. Reuter P.W. Botha, forseti Suður-Afríku, tekur hér í höndina á Houphouet-Boigny, forseta Fílabeinsstrandarinnar, á laugardag. Það var Botha kærkomið tæki- færi að láta mynda sig með Houphouet-Boigny. Símamynd Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.