Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Blaðsíða 18
MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 1988. Merming Litil stúlka upp til fjalla. Mynd: Torfi Hjartarson Land og líf í góðu lagi Land og lif 64 bls. 105 myndlr auk korta, skýringarmynda og teikninga Útg. Námsgagnastotnun 1988 Höf. Torfi Hjartarson Á18. öld réö svonefnd upplýsing- arstefna miklu í menningu Vestur- landa. Þá héldu andans menn fast viö hugmyndir um aö skynsemi og upplýsing almennings væri margra meina bót. Þessar hugmyndir réðu enn miklu þegar þjóðfrelsisbarátta íslendinga greiddi m.a. fyrir stofn- un almenningsskóla um og eftir síðustu aldamót. Ein helsta upp- spretta almenns fróðleiks voru skólamir og heldur fá bindi bóka sem alþýða manna kom höndum yfir. Með aukinni bókaútgáfu, dag- blöðum, útvarpi og ekki hvaö síst sjónvarpi hafa þekkingarmiðlamir orðiö fleiri og áhrifameiri en áöur. Um langt skeið hafa skólar engu að síður verið þungir á metum og gamla, góða upplýsingarstefnan gefiö tóninn. Og það sem betur fer, held ég, því aö ein undirstaða þess að lýðræði verði virkt og almenn- ingur ráði einhveiju um eigin hag er sú að menn viti jafnlangt nefi sínu og þekki ekki aðeins eigið samfélag heldur og náttúmna og umheiminn. Líflítil landafræöi Nokkrar kennslubækur í landa- fræöi hafa verið lengi í umferð í grannskólimum. Mest af þeim eru bækur sem vora samdar handa bömum og unglingum sem sóttu mest af vitneskju sinni í prentað mál, - voru upp til hópa vön lestri og skoðun á 'staðreyndarunum. Landafræði, ferðabækur, skáldsög- ur og stöku myndhefti voru helstu gluggarnir að umheiminum. Með árunum hefur allt þetta vik- ið að nokkru fyrir myndmáli og töluðu orði og allra handa fróðleik- ur streymir úr öllum áttum yfir ungt fólk; bara „poppfræöin" ein getur tekið hálfan hugann. Meðal annars af þessum sökum hefur efni í landafraeðikennslu oröiö fremur líflítið í augum allt of margra með þeim afleiðingum að staðfræði- og landafræðiþekkingu hefur hrakaö þegar á heildina er litið. Upplýs- ingaflóðiö úr öðrum áttum, sem gæti vegið þarna eitthvað upp, er svo yfirþyrmandi að þaö hefur lítið hjálpaö upp á sakimar. Svo er ég hræddur um að uppalendur eða kennarar ofgeri í leitinni aö fijáls- ræði og láti stjórnast af frasanum: Leyfum börnum að læra þaö sem þau hafa áhuga á. Og til hvers þá aö byija á að fræða fólk um Gjög- ur, Burkina Faso og stærð íslensks gróðurlendis? Af hverju landafræði? Kennsluaöferðum og verkstjórn kennara hefur farið meira fram en meginstofhi kennsluefnis í landa- fræði. Gott er það. Á þar líklega í hlut hópur fólks sem veit að landa- fræði er meira en staðfræöi og að hún er nauðsynleg á tímum æ meiri samskipta þjóða og á öld ljós- vakamiðlanna. Hún er til dæmis meðal gegn heimskulegum kyn- þáttafordómum og enn aftur- haldssamari hugmyndum um að við séum öðrum þjóðum fremri á öllum sviðum. Hún getur líka feng- ið fólk til þess að skilja að lönd og samfélög eru tengd og að hver ein- staklingur þarf að tala máh móður jaröar. En eigi landafræði að ná til bama og unglinga nú þarf ekki bara dug- lega kennara, gott sjónvarp, vitur- legar skáldsögur og nýmóðins kennslubækur, menn verða að vita að það er ekki hægt að pakka öllu námsefninu í tiltekið rit og muna eftir að fjalla um gildi landafræði ekki síður en landafræðina sjálfa. Knappur texti Toríi Hjartarson semur sína landafræðibók um ísland í tveimur hlutum. í þeim fyrri (útkominn) Bókmenntir Ari Trausti Guðmundsson fjallar hann um almenna þætti landmótunar og lífsins í landinu. í hinum (óútkominn) mun hann lýsa einstökum landshlutum. Fyrri hlutinn heitir Land og líf. Þar út- skýrir Torfi helstu þætti í jarðfræði og veðurfari landsins og segir dálít- ið frá sjónum. Textinn er lipur og vel skiljanlegur krökkum á aldrin- um 10 til 12 ára og höfundur leyfir sér meira að segja að kenna lesend- um íslensku með því að nota orð eða hugtök sem eru nútímabömum ekki töm en samt ómissandi í við- haldi og þróun tungunnar. Þaö er gott að sjá orð eins og „grotnar", „skolgrár" eöa „berangur"; börnin þurfa aö spyija og velta vöngum. í heild er textinn stuttur og alveg víst að margir 12 ára nemendur þurfa viðbótarlesefni til þess að kitla fróðleikstaugarnar. En samt tel ég höfund hafa náð áð brúa bil milli þriggja árganga með einu og sama ritinu. Gott myndefni Mestallt myndefni bókarinnar stenst helstu kröfur og era margar ljósmyndirnar þar áberandi góðar. Mér er þó alveg óskiljanlegt af hveiju sumar þeirra eru ótextaðar þegar full ástæða er til annars. Þetta á við 10-20 myndir. Til dæm- is er fjörður og fjallgarður á ótext- aðri mynd á bls. 22, en textuð mynd af Hraunfossum á bls. 23 (sama opna). FlestaUar myndir af ám og hverum eru ótextaðar að nauð- synjalausu. Þannig mætti áfram telja. Kort og „grafískar" myndir eru skýrar. Mér leist mjög vel á verkefna- kafla með hugmyndaríkum og óvenjulegum verkefnum og sama má segja um spurningalista sem fylgja flestum köflum - í takt við þá hugmynd að fólk verði að vinna með þekkingaratriði, eigi þau aö festast. Ekki ávallt rétt kveðið Ég fann efnislegar villur í bókinni Land og líf. Sagt er um Surtsey að þar hafi hitinn brætt saman ösku og möl (myndaö móberg). Ekki gekk þetta nú svo langt. Þama ætti að segja „steypt saman“ því vatn og hiti valda ákveðnum efnabreyt- ingum sem gera lausa efnið að fostu; hitinn er hvergi nærri bræðslumarki basaltsins. Ekki myndi ég þora að fullyröa að elstu hlutar landsins hafi orðið hafinu að bráö fyrir löngu. Þá er hæpið að segja að undir jarðskurnsplötunum, sem hreyfast á jörðinni, sé lag af bráðnu og brennheitu bergi. Betra er að telja lagið næstum því bráðið, deigt eða þvíumlíkt. Vont er að líkja stuölum stuðla- bergs við kubba því kubbur er sem næst jafnlangur á allar hliðar. Fáein atriði fann ég í viðbót en prófarkalestur sýnist .mér aftur á móti gallalaus. Að öllu þessu sögöu er niðurstaða mín sú aö Land og líf er vel fram- bærileg og hentug bók sem inn- gangur að landafræði. Mig grunar líka að stöku pabbi og mamma finni sér eitthvaö til fróðleiks í svona bók. ATG NýjainS" léttjógúrtin er kjörin til uppbyggingar 1 heilsuræktinni þinni; hvort sem þú gengur, hleypur, syndir eða styrkir þig á annan hátt. Svo léttir hún þér línudansinn án þess að létta heimilispyngjuna svo nokkru nemi því hún kostar aðeins kr. 32.* Allir vilja tönnunum vel. í nýjuTnr léttjógúrtinni er notað NutraSweet 1 stað sykurs sem gerir hana að mjög æskilegri fæðu með tilliti til tannverndar. Hjá sumum kemur hún í stað sælgætis. Allar tegundirnar af Hnf1 léttjógúrtinni eru komnar 1 nýjan búning, óbrothætta bikara með hæfilegum skammti fyrir einn. * Leiðbeinandi verð. iNutraSweet ' BMND SWimNEN nmr Léttjógúrt Framleidd í Mjólkurbúi Flóamanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.