Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 1988.
15
Deyðandi miðja - miklar öfgar
Þaö er alkunna að miðjustjómir
hafa yfirleitt náð skástum árangri
í hagstjórn á íslandi ef miðað er
við árangur í viðureign við verð-
bólgu samhhða þokkalegum hag-
vexti. Engu að síður eru miðju-
stjómir ekki einvörðungu af hinu
góða heldur örvæntingarfullt svar
við ríkjandi öfgum. 011 miðja er
deyðandi og miðjustjórnir ná yfir-
leitt ekki árangri nema á kostnað
skapandi krafta í samfélaginu.
Fasismi er miðjupólitík
Þegar svo er komið að þjóðfélag
stjpmast annars vegar af öfgum og
hins vegar af deyðandi andsvörum
er það á leið út í kviksyndi án þess
að vita af því. Miöjuöfhn í Weimar.
reyndust ekkert andsvar við
vandamálum síns tíma og þau em
aldrei svar nema víðtækt sam-
komulag hafi náðst um þjóðfélags-
leg viðfangsefni, til lengri tíma litið.
En til að ná slíku samkomulagi
þarf að sópa mörgum vandamálum
undir teppið eða deyða ýmsar taug-
ar í þjóðarlíkamanum. í versta falli
beitir ríkisvaldið hernum th að ná
fram miðlægum markmiðum sín-
um. Þannig reis upp fasismi til
vinstri á Ítalíu og fasismi th hægri
í Þýskalandi fyrir síðustu heims-
styijöld. Bæði ríkin voru að leitast
við að verða lýðveldi, hvort á sinn
hátt.
Uppgjör, sem aldrei fór fram
Vegna fenginnar reynslu leituð-
ust ríki Vestur-Evrópu við að ein-
angra öfgaöfl eftir seinni heims-
styrjöld. Vestur-Þýskaland bann-
aði kommúnistaflokka og framboð
nasista og Svíar þögguðu niður í
htlum hópi kommúnista með ýms-
um ráðum.
Lýðræðisöfhn á meginlandi Evr-
ópu tóku höndum saman um að
einangra kommúnista sem eftir
styrjöldina tóku upp baráttuað-
ferðir sem miðuðu að því að slá
lýðræðislegar stofnanir út af lag-
inu. Hér á landi var engin slík th-
raun gerð.
KjáHaiinn
Ásmundur Einarsson
útgáfustjóri
Hægri öflin studdu
kommúnista
Þvert á móti studdu hægri öflin
kommúnista gegn Alþýðuflokkn-
um bæði fyrir styrjöldina og eftir
hana. Á hátíðlegu máh hét það að
Sjálfstæðisflokkurinn væri að deila
pg drottna með vinstri öflunum á
íslandi. íslenski kommúnistaflokk-
urinn stóð eftir stríö með annan
fótinn á stóru tánni á Stalín og hina
löppina í íjárhirslum íslenska auð-
valdsins eins og það hét á þeirra
máli. Þeir leituðust við að grafa
undan stofnunum lýðræðisins með
ýmsum hætti og höfðu uppi lát-
lausar hótanir og gera ennþá.
Menningarpólitíkinni var og er
haldiö í heljargreipum og á þýðing-
armiklum augnablikum 'virðist
sem íslenskir kommúnistar hafi
fengið fjármagn th starfsemi sinnar
frá erlendum bræðraílokkum.
Þetta var pólitík ítalskra komm-
únista og hinna grísku og það er
ekki erfitt að skhja þótt kommún-
istar á íslandi hafi stundum htið
svo á að bandaríska varnarhöið
væri hér uppi á landi öðrum þræði
th að tryggja lýðræöið. Afskipti
annarra ríkja af málefnum Grikkja
og Itala eftir seinni heimsstyijöld
voru því th staðfestingar eða í það
minnsta viðvörunar.
Grófsína eigingröf
Þótt svo virtist sem Sjálfstæðis-
flokkurinn deildi og drottnaöi var
hann í reyndinni að grafa sína eig-
in gröf, eftir því sem á leiö. Miölæg-
ir samningar við verkalýðshreyf-
inguna eftir 1963 komu í staöinn
fyrir uppgjör lýðræðisaflanna við
öfgaþáttinn í stjórnmálum lands-
manna.
í reynd var verðbólgan jöfnuð út
í tölum tahð, fremur en að póli-
tískir verðbólguvaldar væru rifnir
upp með rótum eða settir út í horn.
Þetta gerði alla verðbólgustjóm því
erfiðari þegar til lengdar lét og þeg-
ar aö því kom að viðreisnarstjómin
féll losnaði um hinar pólitísku
hömlur í landinu og þensluöflum
kommúnista og vinstrisinna var
sleppt lausum, með þeim afleiðing-
um að við höfum ekki ástundað
markvissa efnahagsstjórn í nærri
tvo áratugi.
Við breiöum yfir sannleikann
öðru hvoru með því að minna okk-
ur á hina miklu velmegun sem hér
er ríkjandi en gleymum því gjarnan
að hennar er síst að leita í hag-
stjórninni sjálfri og að hún hefur
kostað óþarfar fórnir og gert okkur
háðari erlendum aðhum, bæði
austantjalds og vestan, en annars
hefði verið reyndin.
Umhugsunarefni
Ég hygg að segja megi að sjálf-
stæðismenn hafi tekið uppgjörs-
leysið við öfgaöflin út á sjálfum sér
á þann hátt að flokkurinn klofnaði
að lokum. Óþolinmæði gagnvart
öllum vinstri tilhneigingum braust
út í öfgakenndum vinnubrögðum
innan flokksins sjálfs með þeim
afleiðingum aö mikil átök leiddu th
stórfelldrar sundrungar. Þetta ætti
Morgunblaðið að hafa í huga þegar
það nú vhl kenna íslenskum stjórn-
málamönnum að fara ekki aftur í
baráttuaðferðir kreppuáranna og
huga að eigin þætti í málinu öllu.
Hinn pólitíski arfur kreppuár-
anna er nefnilega sumpart óleyst
vandamál á íslandi enn þann dag
í dag.
„Eg hygg að segja megi að sjálfstæðis-
menn hafi tekið uppgjörsleysið við
öfgaöflin út á sjálfum sér á þann hátt
að flokkurinn klofnaði að lokum.“
Ásmundur Einarsson
Vertu velkominn, Svavar
Með skipan nýrrar ríkisstjórnar
tók Svavar Gestsson við ráðuneyti
menntamála. Þó að skoðanir okkar '
Svavars fari ekki ýkja oft saman
eru á því undantekningar og ein
sú veigamesta er afstaöan gagnvart
Lánasjóði íslenskra námsmanna.
Hlutverk lánasjóðsins
Hlutverk Lánasjóðs íslenskra
námsmanna er að veita náms-
mönnum fjárhagsaðstoð meðan á
námi stendur. í lögum um sjóðinn
segir að aðstoðin skuh nægja
„hverjum námsmanni til að standa
straum af eðlilegum náms- og fram-
færslukostnaði". Með námslánum
er hið opinbera að gera öhum kleift
að stunda framhaldsnám. Framtíð-
artekjur námsmanna eru færðar til
samtímans en endurgreiddar eftir
að námi er lokiö. Lánin eru að fuhu
verðtryggð en vaxtalaus enda
renna þau th lífsframfærslu en eru
ekki ætluð th fjárfestingar. Það má
líta svo á að þjóðfélagið fái engu
að síður vexti sem lýsa sér í betur
menntuðum einstaklingum og hag-
vexti.
Misskilningur um námslánin
Þess leiða misskhnings virðist
hafa gætt að námslán séu munaður
og menn borgi þau aldrei til baka.
Vegna þessa má benda á að í dag
fær einstakhngur í leiguhúsnæði
33.418 krónur í lán á mánuði. Á
þessu ber námsmanninum að lifa
og líti nú hver í eigin barm og skoði
sínar neysluvenjur. Af þessari upp-
hæð er áætlað að um 5.140 krónur
fari í húsaleigu. Ódýrasta herbergi,
sem stúdent stendur th hoða, er á
stúdentagörðum og leigist á 8.300
KjaUariim
Jónas Fr. Jónsson
fulltrúi stúdenta í Háskólaráði
krónur.
Endurgreiðsluhlutfah hefur
hækkað til muna eftir að lánin voru
verðtryggð og námsmenn eru opnir
fyrir leiðum til að bæta það enn
frekar.
Frystingin og stóru orðin
Tilgangurinn með þessari grein
var ekki að ræða almennt um lána-
sjóðinn þó að vissulega væri full
þörf á að slá á ýmsar þær tröllasög-
ur sem ganga um hagi náms-
manna. Ætlun mín var að bjóða
Svavar Gestsson menntamálaráð-
herra velkominn í embætti og lýsa
þeirri von minni að hann standi
við fyrri yfirlýsingar.
í menntamálaráðherratíö Sverris
Hermannssonar var upphæð
námslána fryst vegna rekstrar-
stöðu sjóðsins og almenns kaup-
máttar. Afleiðing þess er sú að
námslánin eru 20% lægri en þau
ættu að vera ef þessi skerðing hefði
ekki komið til. Rekstrarstaða sjóðs-
ins hefur batnað og góðæri gengið
yfir en skerðingin stendur.
Á meðan lánin voru skert sat
Svavar Gestsson í stjórnarand-
stöðu og lét þar málefni sjóðsins til
sín taka. Svavar flutti ásamt þrem-
ur þingmönnum Alþýðubandalags-
ins þingsályktunartillögu árið 1986
og endurflutti árið 1987. í tihögunni
var farið fram á að skerðingunni
yrði aflétt og ráðstafanir gerðar
meö aukafjárveitingum eða lántök-
um. í greinargerð með þingsálykt-
unartillögunni segir að það sé
„skoðun flutningsmanna að náms-
lán eigi eðli sínu samkvæmt að
miða við raunverulegan fram-
færslukostnað námsmanna".
Steingrímur J. Sigfússon land-
búnaðar- og samgönguráðherra
var fyrsti flutningsmaður tillög-
unnar og sagði meðal annars í
umræðum: „Því er það tillaga okk-
ar flutningsmanna að lögin verði
látin ghda og sett í framkvæmd að
fullu eins og þau eru og ekki verði
viðhaföar áfram þær skerðingar-
reglugerðir sem hér hefur verið
vitnað th.“
Svavar Gestsson lýsti því svo yfir
á fundi með námsmönnum í Há-
skólabíói 25. febrúar 1987 að Al-
þýðubandalagið gerði það að skil-
yrði fyrir stjórnarsamstarfi að í
stjórnarsáttmála kæmi fram að
lögunum um námslán yrði fram-
fyigt.
Svavarfær völdin
Þessar skoðanir Svavars, sem
komið hafa fram í þingskjölum og
á opnum fundi, valda því aö ég
fagna embættisskipan hans. Nú er
valdið Svavars og hann fær tæki-
færi til að sýna að athafnir fylgi
orðum. Fjármálaráðherra er úr
sama flokki og því ættu að verða
hæg heimatökin að leiðrétta skerð-
inguna. Námsmenn treysta því að
hugur hafi fylgt máli en orö Svav-
ars í stjórnarandstöðu hafi ekki
verið fagurgali. Verðf skerðingin
afnumin hækka lánin til einstakl-
ings í leiguhúsnæði í um það bh
40.102 krónur á mánuði.
Kröfugerðarhópur
Sú ábending, sem hér hefur veriö
sett fram, er hvorki órökstudd né
af heimtufrekju. Námsmenn eru
einungis að beiöast þess að lán
„Eg trúi því ekki að óreyndu að Svavar
Gestsson bregðist námsmönnum held-
ur fylgi hinni fornu íslensku dreng-
skaparreglu að „orð skuli standa“.
„Námsmenn treysta þvi að hugur
hafi fylgt máli en orð Svavars i
stjórnarandstöðu hafi ekki verið
fagurgali," segir í greininni. -
Svavar Gestsson menntamálaráð-
herra.
þeirra verði miðuö við eðlilega
framfærsluþörf, svo sem lög gera
ráð fyrir. Fyrsta skrefið er að af-
nema skerðinguna sem við Svavar
erum sammála um aö hafi verið
mikill hölvaldur fyrir námsmenn.
Dæmi eru um að námsmenn hafi
horfið frá námi vegna fjárskorts og
hagir annarra röskuðust.
Orð skulu standa
Fyrir skömmu samþykkti Stúd-
entaráð Háskóla íslands einróma
þá tillögu Vöku, félags lýðræðis-
sinnaðra stúdenta, aö skorað yrði
á Svavar að aflétta frystingunni.
Nú er beðið eftir svari mennta-
málaráðherra en það er ljóst aö
námsmenn munu fylgjast með
störfum Svavars. Ég trúi því ekki
aö óreyndu aö Svavar Gestsson
bregðist námsmönnum heldur
fylgi hinni fornu íslensku dreng-
skaparreglu að „orð skuli standa“.
Jónas Fr. Jónsson