Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Blaðsíða 4
Fréttir
MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 1988.
dv
Erfiðleikar í fisksölu vegna hvalveiða í vísindaskyni:
Afall fyrir stefhu okkar
„Þetta er vissulega áfall fyrir
stefnu okkar í hvalveiöimálinu,“
sagði Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra um þá ákvörðum
þýska stórfyrirtækisins Tangel-
man að hætta að kaupa lagmeti
sem selt er fyrir milligöngu Sölu-
- segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra
stofnunar lagmetis. Veitingahús-
akeðjan Long John Silver í Banda-
ríkjunum hefur einnig dregið úr
fiskkaupum héðan vegna hvalveið-
anna.
„Það er óhjákvæmilegt aö við
endurskoðum framkvæmd stefn-
unnar í hvalveiðum. Það er ekki
um það að ræða að falla frá þeirri
stefnu sem mörkuð hefur verið en
ég sé ekki annaö en að fram-
kvæmdina verði að endurskoða.
Um það verður rætt á næsta fundi
ríkisstjórnarinnar," sagði Stein-
grímur.
Steingrímur sagði að ekki mætti
skilja orð sín svo að til stæði að
hætta hvalveiðum heldur yrði að
leggja enn meiri áherslu á að
breyta afstöðu Alþjóða hvalveiðir-
áðsins til málsins. „Við erum að
búa okkur undir næsta fund ráðs-
ins. Þessir öfgamenn hafa byggt á
samþykktum hvalveiðiráðsins og
ef breyting verður á þeim trúi ég
ekkí öðru en þeir taki rökum,“
sagði Steingrímur Hermannsson.
-GK
Nokkrar skemmdir urðu á verslun við Dunhaga laust fyrir hádegi í gær þegar bifreið var ekið á húsið. Ekki urðu
nein meiðsli á fólki við þessa ákeyrslu. DV-mynd S
Alþýöubandalagiö:
Maigrét kosin þingflokksformaður
Alþýðubandalagsmenn hefur ko-
siðnýjan þingflokksformann. Eins og
við var búist varð Margrét Frí-
mannsdóttir fyrir valinu og tekur
hún við af Steingrími J. Sigfússyni
samgöngu- og landbúnaðarráðherra.
Margrét er fyrsta konan til að gegna
þingflokksformannsembætti fyrir
utan Kvennalistann.
Báðar þingkonur Alþýðubanda-
lagsins hafa því fengið virðingarstöð-
ur innan þings í sárabætur fyrir ráð-
herrastóla.
-SMJ
Eigum að taka
upp samráð við
grænfríðunga
- segir Ami Gunnarsson alþingismaður
„Eg tel að við eigum að taka upp
samráð um hvalveiðimálið við nátt-
úruvemdarsamtök. Þar á ég bæði við
grænfriðunga og einnig ýmis önnur
samtök sem hafa látið sig máliö
varða,“ sagði Ámi Gunnarsson,
þingmaður Alþýðuflokksins. Hann
leggur í dag fram þingsályktunartil-
lögu þess efnis að hvalveiðistefna
íslendinga verði endurskoðuð vegna
erfiðleikanna sem hún hefur valdið
í fisksölu nú síðustu dagana.
„Það em vissulega margir vand-
ræöagemlingar í samtökum græn-
friðunga en þar er líka fólk sem vinn-
ur af samviskusemi og heiðarleika,"
sagði Ámi. „Við verðum að gæta
okkar á því að Island verði ekki vont
nafn í útlöndum. Ef svo fer hefur það
áhrif á fleira en fisksölu. Við verðum
að meta hvaö við eigum aö kaupa
stolt okkar og þrjósku dým verði.
Ég vefengi ekki rétt okkar til þess-
ara veiða en við verðum að taka til-
lit til breyttra aðstæðna. Það er eng-
inn minni maður fyrir það. Við lifum
ekki lengur í íslendingasögunum því
hér er um nútímaviðskipti að tefla.
Þegar farið er aö segja upp fólki
vegna svo lítilla hagsmuna sem við
höfum af hvalveiðunum þá er kom-
inn tími til að endurskoða stefn-
una,“ sagði Árni Gunnarsson.
-GK
Ha&iarQarðarvegur:
Hefti för ölvaðs ökumanns
Ölvaður ökumaður ók utan í bíl
á Hafnarfjarðarvegi í námunda við
Garðabæ skömmu eftir miðnætti á
föstudagskvöld. Ökumaður bifreið-
arinnar, sem ekið var utan í, gerði
sér þá lítið fyrir og hefti för hins
ölvaða þar til Kópavogslögreglan
haföi haft hendur í hári hans.
Litlar skemmdir urðu á bifreið-
unum við utaníkeyrsluna.
Lögreglan í Kópavogi haföi af-
skipti af þremur öðrum ölvuðum
ökumönnum frá því um miðnætti
á föstudagskvöld og fram á sunnu-
dagsmorgun.
-gb
í dag mælir Dagfari
Palladómar Jóns Baldvins
Jón Baldvin hefur gefiö fráfar-
andi ríkissljóm einkunn og kveðið
upp palladóma um samráðherra
sína. Allt er þetta þó fremur sak-
laust og meinlaust, enda þótt sumir
ráðherranna úr gömlu stjóminni
skilji ekki alvörana í palladómun-
um og telji þá níð.
Jón Baldvin segir um Þorstein
Pálsson að hann sé lokaður og dul-
ur en sléttur og felldur maður sem
ekki sé sýnt um að laða að sér fólk.
Þetta tekur Þorsteinn óstinnt upp
og segir Jón fara með níð um sig
og vísar þessum ummælum til föð-
imhúsanna. Þetta finnst Dagfara
óþarfa viðkvæmni þjá Þorsteini
enda hefur þaö aldrei verið lagt
mönnum til lasts að vera sléttir og
felldir og nenna ekki að laða að sér
ókunnugt fólk. Jón haföi meira að
segja ráölagt Þorsteini að eyða tíma
sínum uppi í sófa og nota símann
og hefur sú ráðlegging áreiðanlega
veriö vel meint gagnvart manni
sem ekki er gefinn fyrir fólk. Hann
þarf þó allténd ekki að horfa á það
á meðan hann talar viö þaö, ef sím-
inn er notaður.
En annað heilræði er Jóni Bald-
vin sömuleiðis ofarlega í huga.
Hann segir frá því að Bryndís hafi
einhvem tímann sagt við Þorstein:
Af hveiju dregur þú ekki þessa
stráka heim til þín og býður þeim
á fylhrí? Því miöur var það fiarri
Þorsteini Pálssyni, en það heföi
Ólafur Thors gert, segir Jón Bald-
vin.
Þetta heilræði rifiar Jón upp þeg-
ar Þorsteinn berst í tal og telur að
með því heföi mátt bjarga lífi frá-
farandi ríkisstjómar. Ekki þurfti
mikiö til og víst er það dýrasta fyll-
irí sem aldrei varð ef það kostaði
stjórnina lífið aö Jón skyldi ekki fá
að detta í það heima hjá Þorsteini.
En Þorsteinn segist ekki vera
Ólafur Thors. Hann bjóði ekki
neinum strákum heim með sér á
fyllirí. Og hann efast um að Ólafur
heföi gert það. Ólafur vildi vera
heima hjá Ingibjörgu sinni. Þaö
vill Þorsteinn líka. En einhver mis-
skilningur er hér á ferðinni þvi
enginn hefur sagt aö Ingibjörg
þurfi aö fara aö heiman þótt strák-
amir drekki heima hjá henni.
Menn geta fariö á fyllirí heima hjá
sér þótt eiginkonumar séu heima.
Þetta hefur Jón Baldvin öragglegá
gert oft og mörgum sinnum enda
kemst hann í hveija ríkisstjómina
á fætur annarri og er dús við nýja
samráðherra sína. Það þarf ekki
einu sinni fyllirí til. Jón bauö Ólafi
Ragnari Grímssyni í lifur heima
hjá Bryndísi þegar nýja stjómin
varð til og allt féll í ljúfa löð hjá
þeim félögunum og það þótt Jón
Baldvin geti sagt allt annað og
verra um Ólaf Ragnar en að hann
sé sléttur og felldur.
Lyktir þeirrar ríkisstjómar, sem
Þorsteinn Pálsson myndáði með
Framsókn og krötum fyrir rúmu
ári, urðu sem sagt þær að hann
haföi aldrei vit á því að bjóöa strák-
unum í sfióminni upp á glas og því
fór sem fór. Ein skýringin er sú að
Þorsteinn hafi ekki tímt því, en það
er þó frekar ólíklegt því menn tíma
nú ýmislegu til að halda ríkis-
stjórnum saman. Hann heföi getað
notaö ráðherrabrennivín og
drukkið frítt. Nei, varla hefur þetta
verið niska hjá Þorsteini. Önnur
skýring getur verið sú aö Ingibjörg
viti ekki að Þorsteinn smakki vín
og hann hafi ekki viljað að hún
kæmist að því. En þetta er líka ólík-
legt því þótt Þorsteinn sé lokaður
og dulur maður að mati Jóns Bald-
vins þá er útilokað að hann sé svo
lokaður að eiginkona hans hafi
ekki veitt það upp úr honum hvort
hann fái sér stöku sinnum í staup-
inu.
Sennilegasta skýringin er sú að
Þorsteinn hafi bara alls ekki reikn-
að með því að íslenskar ríkissfióm-
ir standi og falli með því hvort
menn drekki saman eða ekki.
Hvemig á stálheiðarlegur og sóma-
kær formaöur í Sjálfstæðisflokkn-
um að átta sig á því að formenn
annarra flokka nenni ekki að eiga
viö hann samstarf nema hann bjóði
þeim heim á fyllirí? Það varð hon-
um aö falli. Nú er bara að vona að
nýju ráðherramir drekki nógu
mikið heima hjá hver öðrum til að
stjórnin lafi, enda er það allsendis
ófært fyrir þjóðina að búa við
sfiómmálaóvissu og endurteknar
stj órnarmyndanir fyrir það eitt að
ráðherramir detti ekki í það. Við
skulum bara vona í guöanna bæn-
um að Steingrímur bjóði strákun-
um heim. Annars fer allt til and-
skotans aftur.
Dagfari