Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Blaðsíða 30
30
MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 1988.
Iþróttir
DV
Kunnáttuleysi
eða þröngsýni?
- opið bréf til Halldórs Hálldórssonar
Tilefni þessa bréfs er að svara skot-
grein þinni laugardaginn 8. október
sl. Eg vil byrja á að taka undir með
þér hvað varðar ríg milli deilda. Þetta
er mikið áhyggjuefni og standa mörg
íþróttafélög raðþrota vegna þessa. Það
liggja margar astæður að baki en að
mínu mati þá eru það fyrst og fremst
tvær sem valda þessu.
1. Deildimar nota nafn félagsins í
sinni fjáröflun og þegar ein þeirra
hefur fengið styrk frá tilteknu fyrir-
tæki þá fa hinar deildirnar ekki.
2. Tímabil knattspymu og hand-
knattleiks skaraðist ekki til skamms
tíma. Nú hefur hins vegar orðið sú
þróun að báðar íþróttir eru iðkaðar
nær allt árið. Það eru sömu krakkam-
ir sem um er að tefla. Það getur því
reynst erfltt að velja eina sumaríþrótt
á móti einni vetraríþrótt.
Þá má nefna þá staðreynd að fram-
boðið á íþróttum er orðið svo fjöl-
breytt að það getur reynst erfitt fyrir
bömin að v- 'K Þá má ekki gleyma
því að það ti jyrt að borga æfinga-
gjöld í mörgum greinum.
Svo ég snúi mér að seinni hluta
greinarinnar, þar sem þú fullyrðir:
„Æfingar og keppni í 5. flokki krakka
í handknattleik skila engu upp á fram-
tíðina.“ Því er til að svara að þú er
greinilega algjörlega úr öllu samnengi
við þaö starf sem á sér stað innan
handknattleiksdeilda íþróttafélag-
anna. Og skil ég ekki hvað liggur að
baki slíkrar fullyrðingar annað en
kunnáttuleysi, eða er það einfaldlega
þröngsýni?
Það hefur oft verið fullyrt að fim-
leikakonur (telpur) sem ætla að ná
langt verði aö byrja að æfa kerfis-
bundið mjög snemma. Þá er það stað-
reynd að sundmenn verða að byija
mjög snemma ef þeir ætla aö ná langt
í sinni íþrótt. Knattspyrnumenn byrja
líka snemma og er það vel, það að
byrja snemma er eitt atriði og svo er
það annað hvað er lagt til grundvallar
í slíkri þjálfun.
Til þess að fjalla örlítið nánar um
þau atriði sem þú nefnir í umræddri
grein þá er ég nauðbeygður til að
nefna þaö að fleiri rangfærslur og rök-
leysur hef ég aldrei séð í jafnstuttri
grein og þessari.
1. Hvers vegna skyldi það hafa úr-
slitaþýðingu að byrja snemma í knatt-
spyrnu en ekki í handknattleik.
Grunnurinn að góðum fótboltamanni
og handboltamanni er sá sami. Nefni-
lega samhæfing hreyfinga og bolta-
tækni. Tilgangurinn með grunn-
kennslu er ekki að vinna leiki heldur
að kenna íþróttina. í dag er öllum
handknattleiksdeildum þetta vel
kunnugt og einnig ráðamönnum sem
skipuleggja mót. Þetta er m.a. gert með
iví að færa allar ytri stærðir niður svo
jað henti litlum kroppum og litlum
íöndum. Handboltamörkin eru
minnkuð og boltinn er minni. Svipað-
ar aðferðir eru notaðar í svokallaðri
„mini-körfu“. Þá eru leikstaðir valdir
meö þetta í huga. Leikir yngstu flokk-
anna eru spilaðir i minni sölum. Þetta
þykir svo sjálfsagt að það tók því ekki
aðnefna það, eða láta þig vita, Halldór.
2. Rússar byrja aö æfa 13-14* ára?-??
Hvaðan hefur þú þá vitneskju? Það er
staöreynd sem allir handboltamenn-
yjta aö Rússar, Júgóslavar og Rúmen-
ár eru höfundar að mörgum þekktum
kerfum og leikaöferðum sem allar aör-
ár handknáttleiksþjóöir hafa tekið
upp effir þeim. Eg vil nefna tvær, su
fyrri ér „rússa-blokkering“ og sú síð-
ari „stiniplun" (stimplun' til baka).
Þétta eru í sjálfu sér mjög einfaldir
hlutir en vegna þess að þessar þjóðir
lögðu riiikla áherslu á þessa tækni í
grunnkennslunni hefur þeim reynst
auövelt að byggja upp lið síðar meir
sem hafa yfir að ráða miklum sóknar-
þungg sem erfitt er að verjast.
31 Arétting þín er alveg stórköstleg.
Wunderlich byrjaöi 23 ara??? Þér að
segja spilaði Wunderlich á HM 21 árs
1977, þa 19 ára gamall. Ætli hann hafi
æft badminton fyrir það mót?
En nú skal ég segja þér nokkuð sem
ég veit að margir eru mér sammála
um og þá er alveg sama hvaða íþrótta-
grein þeir tileinka krafta sína. Aö
starfa að grunnþjálfun íþrótta er mik-
iö alvörumál og taka deildirnar á því
með eftirfarandi hætti.
1. Þjálfarinn er sérstaklega valinn
með ölliti til kunnáttu til þjálfunar
yngstu flokkanna. I dag er það venju-
lega þjálfari sem hefur sótt tilheyrandi
þjalfaranámskeið og hefur góöa
reynslu. Sem sagt „þjálfari" en ekki
„flautari“. Það skiptir nefnilega öllu
málifivernig þessi grunnur er lagður.
2. Eg fullyrði að öll íþróttafélög hafa
það sem meginmarkmiö þessarar
þjálfunar að kenna en ekki keppa.
3. Það er venja í þessum flokkum (5.
og 6.) aö leitast er við að hafa mikið
og gp.tt samstarf viö foreldra.
4. 011 kennslan er byggð upp á leik
og handboltalíkum leikjum sem um
leið er til samhæfmgar handar og hug-
ar. Þó að handbolti sé hörö íþrótt í
fullorðinsflokkum þá er hún það ekki
í þessum aldurshópi.
Það mætti nefna fleiri atriöi en að
lokum vil ég benda þér á að í dag eig-
um við landslið sem meðal annars er
skipað ungum leikmönnura eins og
Bjarka og Karli, og eru þeir fyrstu
fulltrúar þeirrar kynslóðar sem byij-
aði að æfa í 5. flokki. Svo að í raun
hefur það ekki komið í ljós ennþá hver
ávinningurinn verður. Það væri nær
að skoða árangurinn eftir heimsmeist-
aramótið hér heima árið 1995.
Þá þefur landsliðsfyrirliðinn, Þor-
gils Ottar Mathiesen, einnig fengið
góðan grunn úr æfingum í 5. flokki.
Eins og hann fullyrðir sjálfur: „Eg á
mínum þjálfurum í 5. flokki mikið að
þakka velgengni mína í dag, þeir lögðu
grunninn."
Annað dæmi sem mætti nefna sem
ætti að vera þinni kynslóð nær. Geir
Hallsteinsson var sennilega sá hand-
knattleiksmaður sem náði hvað
lengst, allavega hvað varðar tækni.
Hvað olli þessu? Það var vegna þessað
hann var lítill meðal jafnaldra á sínum
tíma og bætti það upp með því að æfa
boltatækni og liðleika. Það er þetta
seiji góð grunnkennsla byggir á í dag.
Eg þekki marga þá þjálfara sem
þjálfa yngstu flokka félaganna í dag
og veit að þeir eru starfi sínu vaxnir.
Það eru þeir sem eru að leggja grunn-
inn að handbolta framtíðarinnar og
er það óþolandi þegar fáfróður blaða-
maður kemur með svona „skot“ og
gerir þjálfara op handknattleiksdeildir
tortryggilegar í augum foreldra.
Að lokum við ég bjóða þér, Halldór,
að koma á æfmgu hjá 6. flokki karla
hjá Þrótti eða farðu a æfingu hjá þínu
felagi, Val, og kynntu þér starfsemina
áður en þú skrifar næsta „skot“.
Árni Svavarsson,
þjálfari 6. flokks karla í Þrótti
„Skotið“ geigaði ekki
Rétt er að þao komi skýrt fram aö
ég er mikill unnandi handknattleiks
og knattspymu svo það er langt frá
því aö „skotið" á unglingasíðu DV 8.
október sl. sé stílað af einhveijum
annarlegum hvötum, eins og bréfritari
vill halda fram. Eg hef aftur á móti
undanfarin ár orðið var við harkalega
árekstra hinna fyrrnefndu deilda og
benti á að leysa þyrfti það mál sem
fyrst. Það held ég að allir hljóti að
vera sammála um.
Að bera saman æfmgakerfi fim-
leikakvenna og handknattleiksfólks
er náttúrulega alveg út í hött og lýsir
best vanþekkingu bréfritara.
Það er og flestum ljóst að það þarf
einnig miklu meiri yfirlegu og tekur
þarafleiðandi meiri tima fyrir ungling
að ná tökum á tækni í knattspymu en
í handknattle.ik. Það þarf ekki fleiri
orð þar um. Eg er samt á engan hátt
að gera lítið úr iðkun handknattleiks
meö þessum orðum. Hlutimir eru
bara svona, hvort sem mönnum líkar
betur eða verr.
Það þarf stundum að ,,skjóta“ svolít-
ið fast til að vekja menn til umhugsun-
ar. Þaö er ljóst að margir ágætis menn
starfa við handknattleiksþjálfun og
vínna þar gott starf. En það er bara
ekki til umræðu hér.
Það getur aftur á móti engan veginn
verið hollt.hinum ungu meölimum
féláganna aö vera vitni að þeirri óvild
sem rikir milli deildanna. Börnin
standa oft ráðþrota gegn þéssum
ósköpum og vita vart í hvom fótinn
þau eigá að stíga.
Böm eru ávallt opin og hreinskilin.
En emm við, hinir fullorðnu, nógu
þreinskiptir. gagnvart þeim? Og af því
Arni dregur foreldra inn í umræðuna
væri kannski ekki svo vitlaust að þeir
kynntu sér betur starfsemina. Þeirra
vilji er auðvitað aö barniö alist upp í
anda félagsþroska en ekki sundur-
lyndis.
Um það að Wunderlich hinn vestur-
þýski hafi byrjað 23 ára í handknatt-
leik er prentvilla og átti að vera 20
ára. Það atriöi skiptir nú ekki höfuö-
máli í þessu öllu saman. Allavega byrj-
aði kappinn seint að iðka handknatt-
leik af alvörú og það er mergurinn
málsins. Það er og rangt hjá Ama að
ég hafi talað um aö Rússar byijuðu
aö æfa handknattleik af alvöru 13-14
ára. Eg talaði um að þeir byrjuðu að
spila á þeim aldri. Þetta eru upplýsing-
ar sem ég fékk hjá aðila sem ég hef
enga ástæðu til að rengja.
. Onnur atriöi í langlokuskrifum .
Arna eru fremur léttvæg og því ekki
svara verð.
Svona í lokin er rétt að árétta að
báöar þessar deildir em greinar af
sama meiði og hlýtur því að skipta
miklu máli að samskiptin séu sem
best svo að báðar fái að njóta sín.
Knattspyma og handknattleikur eru
þær tvær íþróttagreinar sember hæst
á Islandi og því á að hlúa vel að þeim.
Ef „skotið“ yrði til þess að menn
fæm aö ræða saman innan félaganna
þá hefur það hitt í mark og ber auðvit-
að að fagna því.
Með kveðju, unglingasíða DV,
Halldór Halldórsson
• Dennis McKinnon (85) frá Chicago þykir góóur útherji. Hér er hann í leik gegn Buffalo.
Ameríski fótboltiim:
Hverjir stefna
í úrslitin?
- Bengals virðast óstöðvandi
Þegar þetta er skrifað er lokið 6
umferðum í NFL-atvmnumannafót-
boltanum í Bandaríkjunum og stað-
an í riðlunum að verða marktæk. í
dag munum við þess vegna líta ein-
göngu yfir stöðuna í riðlunum og
spá í spilin. Þetta gefur öllum mögu-
leika á að skoða stööu síns liös og
þeir sem ekki hafa valiö sér lið geta
gert það núna. Viö skulum hafa í
huga aö liðin leika 16 leiki áður en
úrslitakeppnin hefst. í lokin sjáum
viö síðan úrsMn úr 6. umferö. ’
American-deildin
í American-deildinni byxjum við
á þvi að skoða stöðuna 1 Austurriöl-
inum. Þar má segja að Buffalo hafi
komið allnokkuð á óvarrt Liðið
hefur unniö 5 leiki en aöeins tapaö
1. Fyrir tveiraur árum hefði þetta
verið ótrúleg staða en raeð skyn-
samlegu vaii á leikmönnum úr há-
skólunum og með Jim Kelly sem
stjómanda hefúr liðið hreiöraö úm
sig á tpppi riöilsins og miöað við
leikina fram undan bendir ekkert
til annars en aö BufTalo haldi þessu
sæti. Liðið á eftir að leika viö öll
önnur lið 1 riölinum og reyndar-viö
New York Jets tvisvar en Jets eru
i ööru sæti riðiMns.
Fyrir tvejmur tU þremur árum
hefði Miami sennilega trónað á
toppi þessa riðUs en New England
ekki veriö langt undan. Buffalo og
Indianapolis væru sennUega án
sigra. Fýrir enn fleiri árum hefði
Jets verið aöalliðið. Fyrir þetta
keppnistímabU spáðu flestir Indi-
anapolis sigri í Austurriðlinum en
þeir hafa átt í erfiðleikum með
stjómendur og sitja neðstir fyrir
vikið:
AUSTURRIÐILL
Buffalo BiUs 5 1 0 111-105
New York Jets 3 2 1 124-97
Miami Dolphins 3 3 0 98-96
New England Patriots 2 4 0 78-148
Indianapolis Colts 1 5 0 99-125
í Miðriölinum er eina ósigraða
liöið í NFL-fótboltanum það sem
af er keppnistímabilmu Cincinnati
Bengals. Liöiö hefur leikiö ótrúlega
vel undir stjóm stjórnandans ljós-
hærða, Boomer Esiason. Fyrirfram
var taliö víst að Cleveland Browns
myndu rúlla þessari deUd upp en
Houston Oilers myndu koma næst-
ir. Bæði þessi. lið hafa hins vegar
misst aöalstjómendur sína vegna
meiösla og viö því máttu þau ekki.
Reyndar hafa varamenn þeirra
einnig orðiö fyrir meiðslum og liðin
keyra nú annars vegar á eldri
stjórnanda, Don Strock hjá Cleve-
land, og hins vegar óreyndum
manni, Brent Pease hjá OUers.
Pittsburgh má muna sinn fífil fegri
en Hðið vann Super Bowl fíórum
sinnum í upphafi áttunda áratug-
arins:
MIÐRIÐILL
Cincinnati Bengals 6 0 0 171-107
Houston OUers 4 2 0 119-138
Cleveland Browns 3 3 0 82-92
Pittsburgh Steelers 15 0 116-158
í VesturriðHnum er baráttan
hnífíöfn nema hvað Kansas er nán-
ast úr leik eins og fyrirfram haíði
verið búist við. Seattle er í efsta
sætínu en Denver, sem spUaö hefur
í Super Bowl síöasthðin tvö ár, er
aöeins leik á eftlr. Denver var al-
mennt spáð sigri i riðiinum en
í haginn. Hugsanlega hefur það
eitthvaö að segja aö þeir spUa á
„Sun DevU Stadium“ í Phoenix:
AUSTURRIÐILL
Phoenix Cardinals 4 2 0 160-124
New York Giants 3 3 0 124-142
Washington Redskins 330146-137
PhUadelphia Eagles 3 3 0 152-118
DaUas Cowboys 2 4 0 108-125
í MiðriðUnum er nánast aöeins
um keppni tveggja Uöa að ræöa.
Chicago hefur forystu en Minne-
sota, sem margir spá aö muni vinna
Super Bowl í janúar, fylgir fast á
eftir. Hin Uðin em þeim næsta auð-
veld bráö:
MIÐRIÐILL
Chicago Bears 5 1 0 130-67
Minnesota Vikings 4 2 0 121-84
Tampa Bay Buccaneers 2 4 0
100-132 \
Þórmundur Bergsson
skrifar um ameríska
fótboltann í ÐV
stjama þar, stjórnandinnJohn El-
way, hefur ekki náö að sýna sitt
besta. Liðinu hefíir gengið illa aö
skora snertimörk en reitt sig á
skotmanninn Rich Karlis sem
skorað hefur fjöldann aUan af vaU-
armörkum. L.A. Raiders eiga
eflaust eftir að láta aö sér kveða
eftir að nýr stjórnandi þeirra, Jay
Schroeder, sem kom frá Washing-
ton, kemst betur inn í leikkerfi liðs-
ins:
VESTURRIÐILL
Seattle Seahawks 4 2 0 112-109
Denver Broncos 3 3 0 116-87
Los Angeles Raiders 2 4 0 141-169
San Diego Chargers 2 4 0 74-122
Kansas City Chiefs 14 1 79-98
Nationaf-deildin
í Natíonal-deUdinni skoðum við
fyrst stöðuna í Austurriðli en þar
er aUt í jámum. Super-Bowlmeist-
ararnir frá síöasta keppnistímabiU,
Washington Redskins, uröu fyrir
því óláni að missa stjórnanda sinn,
Doug WUUams, vegna meiösla og
sitja nú í þriöja sæti. Phœnix Card-
inals, sem 1 fyrra hétu St. Louis
Cardinals, tróna efstir í riðlinum
þrátt fyrir að sérfræðingar hafi al-
mennt spáö þeim neðsta sætinu.
Eftír að hafa flutt sig til Phoenix,
undir góðri stjórn Boomer Esiason,
stjórnanda Uösins, gengur þeim aUt
Detí-oit Lions 1 5 0 85-117
Green Bay Packers 1 5 0 109-125
Að lokum er það Vesturriðillinn
en þar bítast þtjú lið um sigur á
meðan Atlanta er nánast úr leik.
New Orleans hefúr á undanfórnum
þrem árum byggt upp mjög gott Uð
og ógnar nú hefðbundnu risunum
49-ers og Rams. Flestir spáðu 49-ers
sigri í þessum riðU vegna þess að
þeir geta teflt fram tveimur góðum
stjómendum, Joe Montana og
Steve Young. Rams hafa hins vegar
farið hamfórum og sérstaklega er
liðið með góöa hlaupara:
VESTURRIÐILL
Los Angeles Rams 5 10 178-106
New Orleans Saints 5 10 140-112
San Francisco 49-ers 4 2 0 142-120
Atlanta Falcons 1 5 0 112-167
Aö lokum úrslit úr 6 umferð:
Chicago - Detroit 24-7
Buffalo - Colts 34-23
Houston - Kansas 7-6
L.A.Rams - Atlanta 33-0
GreenBay - Patriots..... 45-3
Bengals-Jets 36-19
Seattle - Browns 16-10
Vikings-TampaBay.... 14-13
Washington-Dallas
Miami - Raiders 24-14
Phoenix-Pittsburgh .... 31-14
Saints-SanDiego 23-17
Denver-49-ers .............. „16-13 Frl.
Eagles-Giants