Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 1988. íþróttir Sigurður Bjöxroaan, DV, V-í>ýBkalandi: Enn eltt jafnteflið Nýliöar St Pauli geröu enn eitt jafnteflið í úrvalsdeildinni í knattspymu á laugardaginn. Þeir fengu þá Borussia Mönchenglad- bach í heimsókn og úrsht urðu 1-1 þrátt fyrir að Criens hefði komið Gladbach yfir á fyrstu mínútu. Gronau jafnaðifyrir litla Harnborgarliöiö á 59. mínútu og sjötta jafntefli þess i haust var staðreynd. Þetta var eini leikur- inn í deildinni um helgina, hinum var frestaö vegna undirbúnings landshðsins fyrir HM-leikinn við Holiendinga á miðvikudag. Slys á æfingaleik Landsliðið vestur-þýska lék æf- ingaleik við áhugamannaliðið Rottach um helgina á heimavelli þess og vann með tölum sem ís- lendingar þekkja vel, 14-2! Það slys átti sér staö að pallur, sem settur var upp vegna mynd- bandsupptöku, hrundi rétt áður en leikurinn hófst og urðu margir áhorfenda undir honum. Sex slösuöust, þar af tveir alvarlega, en taiið er að þeim hafi orðið það til lífs aö læknir landsliösins var á staðnum og gat komið þeim undir eins til hjálpar. Rehhagel upp I palla Otto Rehhagel veröur að sljóma liöi Werder Bremen af áhorf- endapöllunum í næsta Evrópu- leik. Hann rauf reglur Knatt- spymusambands Evrópu um að sitja sem íastast á varamanna- bekkmun þegar lið hans gerði fimmta markið gegn Dynamo Berlin sL miðvikudag og tryggði sér með þvi sæti í 2. umferð keppninnar. Þá héldu Rehhagel engin bönd og hann hjjóp inn á völlinn í taumlausri gleði! Völler tll Franklurt Frankfurt er nú svo gott sem búið aö tryggja sér landshðs- mennina Rudi Vöher frá Roma og Dieter Eckstein frá Númberg. Reiknað er með aö Eckstein geti leikið með höinu strax um næstu helgi en Vöher ekki fyrr en í des- ember. Vöher hefur lent utan- gátta hjá ítalska hðinu eftir aö það keypti nýjan Brasihumann, en Roma þarf samt á honum að halda í næstu umferð Evrópu- keppninnar vegna þess aö hvor- ugur hinna útlendinga hðsins verður gjaldgengur í þá leikL Ennerdópi smyglaö Tveir danskir hkamsræktar- menn vora teknir á landamærum Frakklands og V-Þýskalands meö talsvert magn af vaxtarhorraón- um í fórum sínum. Var þetta lyf samsvarandi því sem Kanada- maöurinn Ben Johnson er sakaö- ur um aö hafa neytt á sínum tíma. Landamæralögregla leitaði í bíl Dananna og fann þar 12.100 töflur af lyfiuu og 1.405 skammta ann- ars eölis. Þessi efni eru lyfseðhsskyld og aö sögn Dananna ætluðu þeir að dreifa þeim í hkamsræktarklúbb- um. Heimsmetið stendur Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur neitað öhum ásökunum þess efnis að Kanadamaðurinn Ben Johnson hafi haft rangt við er hann hljóp á heimsmeti í Rómaborg í fyrra. Ásakanir þess efhis komu upp í kjölfar þess að kappinn var rekinn af ólympíu- leikunum í Seoul vegna lyfja- notkunar. Johnson gekkst undir lyfiapróf eftir hlaupið í Róm og var niður- staöan Kanadamanninum f hag. Stórkostlegur árangur á ólympíuleikum fatlaöra: Gull og brons á brjóst Islendinga - Haukur Gunnarsson vann gull og setti ólympíumet 1 þrígang íslendingar unnu það ótrúlega afrek í morgun að vinna gullverðlaun á ólympíuleikum fatlaðra en þeir fara fram í Seoul í S-Kóreu. Samhliða því að vinna gullið hrepptu íslendingar einnig bronsverðiaun um helgina og er ljóst að markið er sett hátt hjá okkar mönnum í höfuðstað íþróttaheimsins. Það var Haukur Gunnarsson sem sigraði í 100 metra hlaupi í Seoul og bætti hann að auki ólymp- íumetið í þrígang. Haukur fékk fyrst tímann 13,05 sekúndur í und- anrásum, þá 12,90 í undanúrslitum og loks 12,88 sekúndur í sjálfu úr- slitahlaupinu. „Þe'tta er mjög glæsilegur árang- ur, sérstaklega með hhðsjón af því aö Haukur sat eftir í startinu... en hann hljóp hina uppi,“ sagöi Ólafur Jensson, formaður íþrótta- sambands fatlaðra, í samtali við DV í morgun. Haukur hefur náð miklum fram- forum í íþrótt sinni hin allra síð- ustu ár en hann vann einnig til verðlauna á síðustu ólympíuleik- um í New York árið 1984. Þar hreppti hann tvenn verðlaun, silfur og brons. Haukur laut þá í lægra haldi fyrir frönskum frjálsíþrótta- manni í 100 metra hiaupinu sem nú horföi hins vegar á hæla Hauki við marklínuna. Ólafur Eiríksson vann bronsverðlaun Sundkappinn Ólafur Eiríksson sté einnig á pall í Seoul en hann hreppti bronsverðlaun í sínum flokki í 400 metra skriðsundi. Jafnhliða því að vinna til verð- launa setti Ólafur stórglæsilegt ís- landsmet, synti vegalengdina á 5:00,02 mínútum. Islenska sundfólkið setti annars mark sitt á sundkeppni ólympíu- leikanna með eftirminnilegum hætti. Lilja M. Snorradóttir komst til að mynda mjög nærri því aö vinna til verðlauna. Hún var í þriöja sæti í sínum flokki í 400 metra skriðsundi alveg þar til á síðustu þumlungunum en þá lét hún sætið eftir. Munaði einum hundraðshluta á henni og þeirri stúlku er hreppti bronsið og átta hundraðshlutum á henni og þeim keppinauti hennar er hafði siifrið. Áf öðrum íslenskum keppendum í Seoul er það helst að segja að Jónas Óskarsson setti glæsilegt ís- landsmet í sínum flokki í 400 metra skriðsundi, synti á 5:32,50 mínútum en gamla metið var 5:33,98. Þessi bæting færði þó Óskari ekki rétt til að synda í úrslitum. Þá varð Arnar Klemensson í 6. sæti í 800 metra hjólastólaakstri í morgun og Reyn- ir Kristófersson náði sama sæti í spjótkasti. Glæsilegur árangur Eftir því sem heimildir DV herma hafa ólympíuleikar fatlaðra farið vel fram þótt atburðir hafi ekki all- ir staðist áætlun. Setningin þótti einstaklega glæsileg og hafa afrek- in á kappvellinum ekki staðið á sér eins og dæmin sýna hjá íslensku keppendunum. JÖG Haukur Gunnarsson varð i morgun ólympíumeistari i 100 metra hlaupi. Hann bætti að auki ólympíumetið í þrígang í greininni. Á lofti í Seoul Kanadamaðurinn Arnold Boldt vann gullvérðlaun í hástökki á ólympíuleik- um fatlaðra í Seoul. Hann tór yfir 1,94 metra sem er glæsilegur árangur. Má líta kappann hér að ofan í sjálfu sigurstökkinu og eru tilþrifin bersýni- lega mikil. Þessi kappi hljóp siðasta spölinn með kyndilinn inn á ólympíuleikvanginn. Símamynd Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.