Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Blaðsíða 52
52 MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 1988. Jarðarfarir Guðmundína (Gýja) Bergmann lést 8. október sl. Hún var fædd í Kefla- vík 25. maí 1925. Eftirlifandi eigin- maður hennar er Jón Franklín. Þau eignuðust saman tvær dætur. Útfór Gýju verður gerð frá Bústaðakirkju í dag kl. 13.30. Sólveig Böðvarsdóttir lést 9. október. Hún var fædd 27. júni 1908, dóttir Böðvars Marteinssonar og Guðbjarg- ar Jónsdóttur. Sólveig giftist Stefáni Agnari Hjartarsyni en hann lést fyrir allmörgum árum. Þau eignuðust þrjú börn og eru tvö á lifi. Útfór Sól- veigar verður gerð frá Fossvogs- kirkju 1 dag kl. 13.30. Haukur Hafstein, sem lést 10. sept- ember í Þýskalandi, verður jarð- sunginn frá Fossvogskapellu þriðju- daginn 18. október kl. 13.30. Kveðjuathöfn Ólafiu Guðrúnar Jóns- dóttur, Hamarsbraut 10, Hafnarflrði, fer fram þriðjudaginn 18. október kl. 14 í húsi Sóknar, Skipholti 50a. Ólöf Grímea Þorláksdóttir, Stóra- gerði 23, verður jarðsungin frá Há- teigskirkju miðvikudaginn 19. októb- er kl. 15. Útför Emilíu Lárusdóttur, Austur- brún 6, fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 18. október kl. 15. Herbert Pálsson (Heinbert Bethke), Álfheimum 56, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðjudaginn 18. október kl. 15. Andlát Sigurður Elíasson garðyrkjumaður frá Saurbæ, Holtahreppi, andaöist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 11. okt- óber. Þorvaldur Ásgeirsson golfkennari, Miðleiti 1, Reykjavík, lést á gjör- gæsludeild Borgarspítalans 14. okt- óber. Lárus Jónsson andaðist í Borgar- spítalanum 14. október sl Hallgrímur Konráðsson, Furugerði 1, lést í Borgarspítalanum 12. október sl. Sigurður Bjarnason frá Lambadal í Dýrafirði,.bjó á Skúlagötu 52, Reykja- vík, lést í Borgarspítalanum 13. okt- óber. Tónleikar Orgeltónleikar í Landakirkju Þriðjudaginn 18. október kl. 21 mun org- anistinn Reidar Hauge frá Noregi halda tónleika í Landakirkju, Vestmannaeyj- um. Hann er fæddur 1947 í Stryn í Norð- firði í Noregi. Rúmlega tvítugur lauk hann kantorprófi frá Bergen Musikkons- ervatorium og tveimur árum síðar lauk hann mastersprófi í listum við háskólann í Minnesota. Hann var síðan ráðinn sem organisti við kirkjuna í Kóngsbergi 1973 og hefur starfað þar samfellt síðan að undanskildum styttri námsdvölum er- lendis. Tilkyiuiingar Herbjörg Wassmo les upp í Norræna húsinu Norski rithöfundurinn Herbjörg Wassmo les upp úr verkum sínum og segir frá sjálfri sér í Norræna húsinu þriðjudags- kvöldið 18. október kl. 20.30. TUeftú heim- sóknarinnar er að bók hennar, Húsið með blindu glersvölunum, kemur út í þýðingu Hannesar Sigfússonar hjá Máli og menningu eftir helgina og mun Her- björg Wassmo árita bókina í Norræna húsinu eftir dagskrána þar. Herbjörg hlaut bókmenntaverðlaun Norðurland- aráðs 1987 fyrir bókina „Hudlös himmel". Stuðbandið Ó.M. og Garðar eru að hefja sitt annað starfsár. Þeir leika á árshátíðum, þorrablótum og öllum mannfógnuðum alhliða danstónlist, t.d. gömlu dansana, gamla góða rokkið og nýju lögin. Meðlimir hljómsveitarinnar voru allir í þekktum hljómsveitum á árum áður. Á myndinni eru f.v.: Garðar Guðmundsson söngvari, Ólafur Már, hljómborð og söngur, Lárus Hjaltested, bassi og söngur, og Guðmar Marelsson, trommur. Upplýsingar gefur Garðar Guömundsson í síma 37526. Græna línan í nýtt húsnæði Græna linan, sem er heilsuvöru- og gjafa- vörubúð, hefur opnað í nýju húsnæði að Bergstaðastræti 1, Reykjavík. í verslun- inni er veitt húðráðgjöf með lífrænni húövöru og fæðubótarefnum.' Verslunin var áður að Týsgötu 3. Á myndinni eru eigendur verslunarinnar, Guðný Guð- mundsdóttir og Auður F. Halldórsdóttir, og aðstoðarverslunarstjórinn, Ingibjörg Sveinsdóttir. Meiming Eftirmálverk, erkstýpur og eins konar stólar - um sýningar í FÍM-sal, Gangskör og Nýhöfh Hér verður getið þriggja athygl- isverðra sýninga sem raunar eiga fátt sammerkt annað en að það eru konur sem að þeim standa. E.t.v. sætir mestum tíöindum sýning Bergljótar Kjartansdóttur í FÍM-salnum, en verk hennar hafa notið talsverðrar athygli á Norð- urlöndum síðustu ár. Frá því árið 1981 hefur hún kennt verk sín við hugmyndafræði sem nefnist „post- painting" eða eftirmálun. Bergljót hefur haldið fjölmargar sýningar í anda þessarar hugmyndafræöi ásamt Dananum Elmer, þ. á m. eina í Nýhstasafni íslands árið 1983. Eft- irmálunin er hlekkur í póstmód- ernismanum og hugmyndin að baki tengist m.a. því viðhorfl að Myndlist Ólafur Engilbertsson einstakhngsbundinn stih í mál- verki sé fyrir bí. Eftirmálarar herma þannig eftir hinu og þessu; auglýsingum, teppum, Munch, Renoir, Picasso og Ándrési önd. En viðhorfið er annað en hjá fótóreal- ískum poppurum kennedýáranna. Eftirmálverkið storkar sögunni, oröabókunum og hláupabrautum tímans. Áherslan liggur ekki í hst- rænu gildi eða handbragði heldur í upplifun á viðfangsefninu. Þannig má e.t.v. líkja aðferðum eftirmál- ara við leikhúshugmyndir Stan- islavskýs sem kunnar eru undir samheitinu „aðferðin" og ganga út á svo gagngera upplifun á annarri persónu og tímabih að nálgast sam- lögun. Eftirmálarar afneita gjarn- an kópíurétti verka sinna. Bergljót segir: „Það sem við köllum list er ekki upphaf neins, aðeins endur- tekning þess sem við þekkjum." Sjálf málaði hún eitt sinn eftirmál- verk á plast en hefur nú hneigst að endingarbetra efni. Hugmyndir þeirra Elmers munu hafa íjarlægst nokkuð, þó enn byggi þau á sömu forsendu. Elmer mun staöfastur í hstarleysinu á meðan Bergljót við- urkennir gildi málverksins. Það kemur líka glögglega i ljós á sýn- ingunni í FÍM-salnum. Harla mal- erískar eftirmyndir af austrænum teppum munu hanga þar uppi á veggjum fram á næsta sunnudag. Og Bergljót leggur mikla áherslu á að þær séu í nákvæmlega réttum stærðum. Málverkið ræður líka lögum og lofum á sýningu Önnu Gunnlaugs- dóttur í Gallerí Gangskör. Þó ekki Eitt verkanna á sýningu Bergljótar Kjartansdóttur. muni um eftirmyndir að ræða þá minna upptillingar Önnu um margt á senur Toulouse-Lautrecs úr París aldamótanna. Viöfangs- efni Önnu virðast fyrst og fremst vera erkitýpur næturlífsins, hvar og hvenær sem það er niðurkomiö. Því koma tvær fyrstu myndirnar af sauðfénu að nokkru eins og skratti úr sauðarlegg. Önnú virðast margir vegir færir í karíkatúr eins og sést vel á myndinni Hanastél. Það er óvenjulegt að sjá svo örugg vinnubrögð í anatómíu. Anna not- ar sköfuaðferö sem gegnir miklu hlutverki í að skapa knappan og blæbrigðaríkan stíl. í smámyndun- um númer 8 til 10 gerir hún skemmtilegar tilraunir með and- litsbyggingu og litbrigði. Vel út- færður karíkatúr er það sem hæst ber á þessari sýningu. Henni lýkur um næstu helgi. Höggmyndasýning Borghildar Óskarsdóttur í Gallerí Nýhöfn verður opin ögn lengur eða til mið- vikudagsins 26. október. Högg- myndirnar taka sig vel út í marm- aralögðum sal Nýhafnar og er at- hugunarefni fyrir galleríið að bjóða upp á fleiri höggmyndasýningar. Verk Borghildar minna óneitan- lega á húsgögn, einkum þó númer eitt, þrjú og sex. Leirinn er ýmist rauðleitur eins og masonít eða fól- ur eins og fura. Hvað húsgögnin varðar þá minna þau að nokkru á hversdagshlutaskúlptúra Claes Oldenburg. Borghildur sækir þó ugglaust meira til kúbista eða konstrúktívista. Aðall verka henn- ar er einmitt spenna sem skapast af óvæntum vinklum. Borghildur er mátulega sparsöm á gler og fyrir. það öðlast verkin aukna dýpt. Ekki sakar að lýsingin í Nýhöfn er til mikillar fyrirmyndar. -ÓE Fatasöfnun Rauða kross íslands Rauði krossinn safnar notuðum fótum vikuna 17.-23. okt. nk. ÖU fót eru þakk- samlega þegin, þó er ekki tekið á móti skóm. Formenn RauðakrossdeUda um land aUt auglýsa móttökustaði og tíma. í Reykjavík er tekið á móti fótum í hús- næði ReykjavikurdeUdar RKÍ á Öldugötu 4 frá kl. 13-18 og í anddyri Laugardals- hallar frá kl. 16-20. Tekið er á móti fotum aUt árið á skrifstofu RKÍ að Rauðarárstíg 18 á skrifstofutíma kl. 9-17. Einnig verður tekið á móti efnum sem sauma má fót úr tU notkunar í þróunariöndunum. Sl. 2 ár hafa íslendingar gefið Rauða krossin- um 102 tonn af fótum sem öU hafa nú veriö send til flóttamanna í Asíu og Afr- íku. Birgðageymsla Rauða kross íslands er nú galtóm en margar beiðnir um fót hafa borist að undanfómu. Rauði kross- inn vonast tíl að landsmenn bregðist vel við ákaUi eins og ávaUt áður. Miimingarkort Minningarkort Kvenfélags Háteigskirkju fást á eftirtöldum stöðum: Bókabúðinni Bók, MUdubraut 68, Kirkjuhúsinu, Klapparstíg 27, hjá Láru Böðvarsdóttur, Barmahlíð 54, s. 16917, Guðrúnu Þor- steinsdóttur, Stangarholti 32, s. 22501, og Jónínu Jónsdóttur, Safamýri 51, s. 30321. „Nýtt af nálinni“ með sauma og prjónanámskeið Á komandi haustönn mun handavinnu- klúbburinn Nýtt af náhnni annast nám- skeiðshald í fatasaumi og prjóni víðs veg- ar um landið. Kennt verður á 13 stöðum. Sérmenntaðir handavinnukennarar ann- ast kennsluna. Á námskeiðunum er fatn- aður saumaður eða pijónaður upp úr sniðum og uppskriftum sem birst hafa í tímariti klúbbsins, Nýtt af nálinni. Útgef- andi er Vaka-Helgafell en tísku- og handavinnuklúbburinn starfar einmitt á vegum fyrirtækisins. Hvert námskeið stendur yfir í sex vikur og kennt er einu sinni í viku, fiórar kennslustundir í senn. Fatasaumsnámskeið verða haldin á eft- irtöldum stöðum: Egilsstöðum, Eiðum, Akureyri, Sauðárkróki, ísafirði, Akra- nesi, Stykkishólmi, Selfossi, Vestmanna- eyjum, Keflavík og Reykjavík. Prjóna- námskeið verða haldin á eftirtöldum stöðum: Eiðum, Akranesi, Selfossi og Reykjavík. Námskeiðin í Reykjavík eru í samvinnu viö Tómstundaskólann sem mun veita allar nánari upplýsingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.