Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Blaðsíða 46
46
MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 1988.
Lífestm
Nýtt skólastig hefur orðið til innan menntakerfisins:
Stórt átak var gert í starfsmenntunarmálum fiskvinnslufólks í iengslum við kjarasamninga 1986 og hafa þúsundir útskrifast
af slíkum námskeióum. Myndin er tekin þegar stór hópur frá Granda í Reykjavík útskrifaðist en námskeiðið var haldið i
húsakynnum Háskóla íslands.
Margrét Björnsdóttir, endurmenntunar-
stjóri Háskóla íslands. Á síðasta ári
sóttu upp undir tvö þúsund háskóla-
menntaðir starfsmenn námskeið á veg-
um endurmenntunarnefndar Háskól-
ans.
DV-mynd KAE
Fjórðungur vinnu-
afls á námskeiðum
Á síðustu árum hefur orðið til nýtt
skólastig innan íslenska menntakerfis-
ins. Þetta nýja skólastig hefur að mestu
orðið til utan hefðbundins skólakerfis
og utan við lög og reglur í skólakerfinu.
Sífellt fleiri launþegar sækja námskeið
sem tengjast endurmenntun eöa sí-
menntun í starfi og er þá ekki með talin
sú fræðsla sem á sér stað inni í fyrirtækj-
um vegna breytinga, bæði fyrir nýliða
og eldri starfsmenn. Á árunum 1986-87
tóku ekki færri en 25-30.000 íslendingar
þátt í starfstengdum námskeiðum utan
fyrirtækja. Er það nálægt fjórðungi allra
vinnandi manna hér á landi. Ófaglært
verkafólk á þessum námskeiðum var
hátt í 7 þúsund manns og munar þar
mest um starfsfræðslunámskeið fisk-
vinnslunnar. Þetta kemur fram í saman-
tekt sem Margrét S. Björnsdóttir hefur
gert um þessi mál.
Margrét S. Björnsdóttir er endur-
menntunarstjóri Háskóla íslands og
veitir endurmenntunarstjóri forstöðu
endurmenntun háskólamanna.
„Endurmenntunarstjóri og hans skrif-
stofa sjá um námskeiðahald fyrir há-
skólamenn. Auk þess er töluvert af ein-
stökum félögum háskólamanna sem sjá
um námskeiðahald fyrir sína félags-
menn,“ sagði Margrét í samtali við DV.
Á árinu 1987 sóttu upp undir tvö þús-
und háskólamenntaðir starfsmenn nám-
skeið á vegum endurmenntunarnefndar
Háskólans sem tengjast störfum þeirra.
Tvöföldun milli ára
Þetta stóra hlutfall vinnandi manna á
námskeiðum, eða fjórðungur, vekur þá
spumingu hvort íslendingar séu nám-
skeiðaglaðari en aðrar þjóðir.
„Nei, ekki held ég það. Þegar ég flutti
þetta erindi á norrænni ráðstefnu um
þessi mál kom fram í máli annarra Norð-
urlandabúa að við íslendingar værum
svona tíu árum á eftir þeim. Það sem er
hins vegar einkennandi fyrir þessi mál
hjá okkur er hve þróunin hefur verið
hröð og gerst á skömmum tíma. Hún fer
eiginlega ekki af stað fyrr en eftir 1980
og aukningin milli ára hefur orðið mjög
mikil. Margir þeirra aðila, sem ég sadfn-
aði upplýsingum um, tvöfölduðu starf-
semi sína milli ára.
En þó að þetta sé hátt hlutfall, að fjórð-
ungur vinnandi manna sé á endur-
menntunarnámskeiðum, þá er algeng
lengd svona námskeiða ekki nema 15-25
klukkutímar þannig að ekki fer mikill
tími í þetta hjá hveijum og einum en það
fer áreiðanlega vaxandi líka,“ sagði
Margrét.
Þessar tölur, sem eru hér til umfjöllun-
ar um fjölda, eru eingöngu tengdar
starfstengdri símenntun. Þetta er ekki
svokailað frístunda- eða tómstundanám,
eins og málaskólar eða tómstundaskól-
ar. Það er alveg fyrir utan þetta og engar
tölur til í því sambandi en vafalaust er
það álíka mikill fjöldi eða jafnvel meiri.
„Hagstofan er nú að reyna að safna upp-
lýsingum frá ýmsum aðilum bæði um
starfstengda símenntun og tómstunda-
menntun, allt að dansskólum og líkam-
ræktarstöðvum. Hugsanlega gætu þess-
ar upplýsingar legið fyrir á næsta ári.
En þegar ég var að safna þessu saman
var n\jög erfitt að nálgast þessar upplýs-
ingar, jafnvel hjá þeim sem stóðu fyrir
fræðslunni sjálfri."
Sjö þúsund ófaglærðir
á námskeiðum
Þaö vekur athygli að sjö þúsund ófag-
lærðir starfsmenn sóttu námskeið í
tengslum við vinnu sína og vitað er að
slíkum námskeiðum fer fjölgandi.
„Þau námskeið eru fyrst og fremst til-
komin í gegnum kjarasamninga og ríkið
hefur látið töluverða fjármuni í þau.
Sérstaklega munar um það fé sem fór
til átaks í starfsmenntunarmálum fisk-
vinnslufólks en það eru líka aðrir sem
komu á eför, eins og iönverkafólk.
Starfsmannfélagið Sókn hefur líka verið
með námskeið frá árinu 1976 fyrir sína
félagsmenn sem eru opinberir starfs-
menn, ýmist hjá ríki eða sveitarfélögum,
og bera þau sem atvinnurekendur af
þeim allan kostriað. Það má ekki skilja
orð mín svo að ég telji þetta fólk ekki
vel að þessum fjármunum komið heldur
þvert á móti. Flestir ófaglærðir hafa litla
menntun hlotið í hinu hefðbundna
skólakerfi og er þarafleiöandi sérstök
ástæða fyrir ríkið að greiða starfsmennt-
un þeirra.
Tíðarandi
Þó má segja að þessi námskeið fyrir
ófaglærða hafi nokkra sérstöðu. i fyrsta
lagi er það vegna þess að þau eru tilkom-
in í gegnum kjarasamninga, ríkið greiðir
oftast alian kostnað og í langflestum til-
fellum leiðir þetta til launahækkana."
- Enerulaunahækkanirþánauðsynleg-
ur hvati fyrir fólk að sækja slík nám-
skeið?
„Nei, ég er ekki þeirrar skoðunar. Mikil
þátttaka iönaðarmanna og háskóla-
manna í námskeiðum, án þess að launa-
hækkanir fylgi í kjölfarið, staðfesta það.
Einu háskólamenntuðu starfsmennirnir
sem fá launahækkanir við námskeið,
eftir því sem ég veit best, eru kennarar."
Fólk er að eðlisfari
forvitið
„Ég er þeirrar skoðunar að fólk sé í
eðli sínu forvitið og vilji auka sína þekk-
ingu og sinn þroska. Þegar fólk er komið
á fullorðinsár, ekki lengur innan skóla-
kerfisins og farið að vinna, hefur það
jafnvel meiri innri þörf fyrir þekkingu
og menntun heldur en þegar það sat á
skólabekk.
Það að ófaglærðir fá almennt launa-
hækkanir að loknum námskeiðum er í
mínum huga afleiðing af smánarlega
lágum launum þeirra en ekki því að fólk
fáist ekki á námskeið með öðru móti.“
Námskeið sem veita
starfsréttindi
Fram hefur komiö að áætlaður kostn-
aður ríkisins við námskeiðahald fyrir
fólk í atvinnulífinu sé ekki undir 300
milljónum. Þá Uggur beinast við aö
spyrja hvort þessi kostnaður skili sér -
í ánægðara starfsfólki, meiri festu á
vinnumarkaði eða jafnvel í beinhörðum
peningum.
„Hér á landi hefur hingað til ekki verið
reynt með skipulögðum hætti að meta
hag af slíkum námskeiðum. Almennt er
þó álitiö að þau skili fólki a.m.k. ein-
hveriu í starfi. Ég tel hins vegar mjög
þarft að kanna hvort ekki sé hægt að
nota þessi námskeið fyrir ófaglærða til
að afla fólki starfsréttinda.
Tvö dæmi um slíkt eru þekkt. Annað
er úr prentiðnaðinum þar sem ófaglærð-
um með ákveðinn starfsaldur var gefinn
kostur á ljúka sveinsprófi í áfóngum.
Flestir sem það gerðu voru konur. Sama
er nú að gerast í húsgagnaiðnaðinum
þar sem námið er brotið upp í áfanga
sem geta leitt til sveinsprófs.
Ríkið hefur lagt mikla fjármuni í nám-
skeið fyrir fiskvinnslufólk og mér finnst
ókostur að ekki skuli reynt að tengja það
áframhaldandi námi, eins og til dæmis
í Fiskvinnsluskólanum."
Aukin fjölbreytni
„Ég tel að þaö sem muni einkenna næstu
ár eða áratugi í íslensku menntakerfi
verði aukin fjölbreytni í námsforminu,
stóraukið framboð á hvers kyns sí-
menntun sem í auknum mæli verði
tengd formlegum réttindum og aukin
fjarkennsla sem þegar er hafin í gegnum
útvarp og sjónvarp. Æ fleiri aðilar, ekki
bara skólar, munu hefja formlegt
fræðslustarf. Þetta er ekki síst brýnt
hagsmunamál þeirra sem minnst hiafa
fengið í skólakerfinu, það er ófaglærðs
verkafólks, kvenna og fólks í dreifbýli."
-JJ