Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Blaðsíða 43
MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 1988. 43 Menning Orð, myndir og prent Þorsteinn frá Hamri & Tryggvi Ólafsson - LJÓÐ OG MYNDIR, Iðunn, 1988 Með flestum myndlistarmönnum blundar sú löngun að gera að minnsta kosti eina veglega bók um ævina, annaðhvort einir og sér eða í samvinnu við góðan höfund og listfengan útgefanda þannig að þetta þrennt, orð-, mynd- og prent- list yrðu sem eitt. Þetta er göfug hugsjón sem ræst hefur fyrir mörgum útlendum snillingum, til dæmis Matisse, Pic- asso og Chagall. Hér á landi hafa ýmsir myndlistarmenn átt gott samstarf við rithöfunda en hins vegar hafa íslenskir útgefendur ekki verið ýkja ginnkeyptir fyrir hugmyndinni, ekki síst vegna þess að hún er dýr í framkvæmd og markaður takmarkaður. Ég held nú samt að í framhaldi af graflk- bylgjunni, sem reis hér hátt á síð- asta áratug, svo og hinni glæsilegu útgáfu Lögbergs og Hins íslenska bókmenntafélags á fornritunum ljósprentuðum, hafi myndast hér hópur safnara sem reiðubúinn er að reiða fram stórar ijárupphæðir fyrir sérhannaða prentgripi í tak- mörkuðu upplagi. Bók fyrir bibliófíla Auðvitað má deila um réttmæti þess að framleiða slíka „lúxus- vöru“ fyrir fáa útvalda en allir sannir biblíófilar hljóta þó að kæt- ast við að handleika glæsilegan prentgrip eins og þann sem Iðunn hefur nú gefið út. í honum eru 14 ljóð eftir Þorstein frá Hamri sem Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður hefur valið og lýst með jafnmörgum myndum, gerðum með litblýanti. Sjálf bókin, sem er í A4 broti, er að mestu leyti handunnin, með tvöfóldum síðum úr efnismiklum pappír, óskornum, en utan um hana er vafið nær gegnsæjum japönskum trcfjapapp- ír. Ljóð Þorsteins eru prentuð skýru en fíngerðu letri vinstra megin á hverri opnu en myndir Tryggva teygja sig yfir hægri síður. Úr eigin gagnabanka Tryggvi hefur ekki áður notað litblýant til myndskreytinga en að öðru leyti kemur túlkun hans ekki á óvart þeim sem fylgst hefur með þróun listar hans undanfarinn ára- tug. Hann nýsist í eigin gagnabanka og tekur þaðan ýmis myndstef, skip, plöntur, bein, fugla, stein- gervinga, hendur, fornar styttur, Bókmenntir Aðalsteinn Ingólfsson augu og fjöll, og steypir þeim sam- an í samræmi við þær hugmyndir sem ljóðin blása honum í brjóst. Þessar lituðu teikningar eru samt opnari í strúktúr og fjörlegri en mörg málverk Tryggva í seinni tíð. Prentsmiðjan Oddi hefur séð til þess að sérhver teikning hans hef- ur á sér yfirbragð frummyndar, sem er ekki lítið afrek. Þorsteinn frá Hamri og Tryggvi Ólafsson árita bók sína. DV-mynd KAE BYGGINGAFULLTRÚI STARF BYGGINGAFULLTRÚA A SAUÐÁRKRÓKI er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur um starfið er til 28. okt. og skulu umsóknirsendar undirrituðum sem veitir nánari upplýsingar í síma 95-5133. Bæjarstjórinn á Sauðárkróki Bordlampi, krómadur, kr. 8.390,- Borðlampi, leir, m/skermi, kr. 2.860,- Mono kastari, einfaldur, kr. 980,- Mono kastari, tvöfaldur, kr. 1.750,- Mono kastari, þrefaldur, kr. 1.960,- m * habitat LAUGAVEGI 13, REYKJAVÍK LAMPAR 0GUÓS Ódýr og falleg Ijós sem prýða heimilið! mmm Pöntunarlisti — póstverslun. ® 91-625870 ■ 1 $s0 6e,ooi , y m Nýjung: Tékkaábyrgð án bankakorts á tékkum með mynd af reikningshafa. Nú ábyrgist Búnabarbankinn tékka, útgefna af eigendum Gullreiknings að upþhœð al.lt að kr. 10.000,- án framvísunar bankakorts. Til þess þarf tékkinn að bera mynd af reikningshafa en slíkt stendur eigendum Gullreiknings iil boða. Pað fer ekki milli mála hver þú ert. fös . . ( jrBUNADARBANKINN \£ \J TBAUSTUH BANKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.