Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Side 43

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Side 43
MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 1988. 43 Menning Orð, myndir og prent Þorsteinn frá Hamri & Tryggvi Ólafsson - LJÓÐ OG MYNDIR, Iðunn, 1988 Með flestum myndlistarmönnum blundar sú löngun að gera að minnsta kosti eina veglega bók um ævina, annaðhvort einir og sér eða í samvinnu við góðan höfund og listfengan útgefanda þannig að þetta þrennt, orð-, mynd- og prent- list yrðu sem eitt. Þetta er göfug hugsjón sem ræst hefur fyrir mörgum útlendum snillingum, til dæmis Matisse, Pic- asso og Chagall. Hér á landi hafa ýmsir myndlistarmenn átt gott samstarf við rithöfunda en hins vegar hafa íslenskir útgefendur ekki verið ýkja ginnkeyptir fyrir hugmyndinni, ekki síst vegna þess að hún er dýr í framkvæmd og markaður takmarkaður. Ég held nú samt að í framhaldi af graflk- bylgjunni, sem reis hér hátt á síð- asta áratug, svo og hinni glæsilegu útgáfu Lögbergs og Hins íslenska bókmenntafélags á fornritunum ljósprentuðum, hafi myndast hér hópur safnara sem reiðubúinn er að reiða fram stórar ijárupphæðir fyrir sérhannaða prentgripi í tak- mörkuðu upplagi. Bók fyrir bibliófíla Auðvitað má deila um réttmæti þess að framleiða slíka „lúxus- vöru“ fyrir fáa útvalda en allir sannir biblíófilar hljóta þó að kæt- ast við að handleika glæsilegan prentgrip eins og þann sem Iðunn hefur nú gefið út. í honum eru 14 ljóð eftir Þorstein frá Hamri sem Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður hefur valið og lýst með jafnmörgum myndum, gerðum með litblýanti. Sjálf bókin, sem er í A4 broti, er að mestu leyti handunnin, með tvöfóldum síðum úr efnismiklum pappír, óskornum, en utan um hana er vafið nær gegnsæjum japönskum trcfjapapp- ír. Ljóð Þorsteins eru prentuð skýru en fíngerðu letri vinstra megin á hverri opnu en myndir Tryggva teygja sig yfir hægri síður. Úr eigin gagnabanka Tryggvi hefur ekki áður notað litblýant til myndskreytinga en að öðru leyti kemur túlkun hans ekki á óvart þeim sem fylgst hefur með þróun listar hans undanfarinn ára- tug. Hann nýsist í eigin gagnabanka og tekur þaðan ýmis myndstef, skip, plöntur, bein, fugla, stein- gervinga, hendur, fornar styttur, Bókmenntir Aðalsteinn Ingólfsson augu og fjöll, og steypir þeim sam- an í samræmi við þær hugmyndir sem ljóðin blása honum í brjóst. Þessar lituðu teikningar eru samt opnari í strúktúr og fjörlegri en mörg málverk Tryggva í seinni tíð. Prentsmiðjan Oddi hefur séð til þess að sérhver teikning hans hef- ur á sér yfirbragð frummyndar, sem er ekki lítið afrek. Þorsteinn frá Hamri og Tryggvi Ólafsson árita bók sína. DV-mynd KAE BYGGINGAFULLTRÚI STARF BYGGINGAFULLTRÚA A SAUÐÁRKRÓKI er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur um starfið er til 28. okt. og skulu umsóknirsendar undirrituðum sem veitir nánari upplýsingar í síma 95-5133. Bæjarstjórinn á Sauðárkróki Bordlampi, krómadur, kr. 8.390,- Borðlampi, leir, m/skermi, kr. 2.860,- Mono kastari, einfaldur, kr. 980,- Mono kastari, tvöfaldur, kr. 1.750,- Mono kastari, þrefaldur, kr. 1.960,- m * habitat LAUGAVEGI 13, REYKJAVÍK LAMPAR 0GUÓS Ódýr og falleg Ijós sem prýða heimilið! mmm Pöntunarlisti — póstverslun. ® 91-625870 ■ 1 $s0 6e,ooi , y m Nýjung: Tékkaábyrgð án bankakorts á tékkum með mynd af reikningshafa. Nú ábyrgist Búnabarbankinn tékka, útgefna af eigendum Gullreiknings að upþhœð al.lt að kr. 10.000,- án framvísunar bankakorts. Til þess þarf tékkinn að bera mynd af reikningshafa en slíkt stendur eigendum Gullreiknings iil boða. Pað fer ekki milli mála hver þú ert. fös . . ( jrBUNADARBANKINN \£ \J TBAUSTUH BANKI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.