Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Blaðsíða 42
42
MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 1988.
Fréttir
Laxeldisstöövar í Vogum deila:
Vogalax kvartar yfir
nálægð Faxalaxkvía
- förum eftir gildandi reglugerð, segja Faxalaxmenn
Skortur á hús-
næði á Þingeyri
- fjölbýlishús í byggmgu
SigurjónJ. Sigurösson, DV, Veatflörðum:
Rjölbýlishús á tveimur hæðum
er í byggingu á Þingeyri á vegum
hreppsins. í húsinu veröa níu
íbúöir, flestar 80-90 fermetrar.
Fjórar þeirra verða seldar í gegn-
um verkamannabústaöakerfiö
svonefnda. Þrjár verða í kaup-
leigu en eftir er að úthluta tveim-
ur íbúðum.
Jónas Ólafsson, sveitarstjóri á
Þingeyri, sagði í samtali við DV
að mikill skortur væri á húsnæði
á Þingeyri. Margir heíöu hringt,
sérstaklega ungt fólk, og spurst
fyrir um húsnæði. Því væri ótví-
ræö þörf á þessu húsi.
ísafjörður:
Skotfélagstofnað
Stjórnendur hafbeitarstöðvar-
innar Vogalax hafa ritað land-
búnaðarráöuneytinu bréf þar sem
kvartað er yfir því að Faxalax, sem
er eldisstöð, hafi sett niður eldisk-
víar sínar of nærri kvíum Voglax.
Vilhjálmur Guðmundsson hjá
Vogalaxi sagði í samtali við DV að
þeir Vogalaxmenn óttuðust að eld-
islax frá Faxalaxi blandaðist haf-
beitarlaxinum og það væri óæski-
leg blöndun því ratvísi hafbeitar-
laxins gæti brenglast við blöndun.
Þá benti hann á aö það væru
óskráð lög hjá laxeldismönnum að
hafa 5 til 7 kílómetra bil á milli
kvíanna, en kvíar Faxalax væru í
3ja kílómetra fjarlægð. Að sögn
Vilhjálms var Jón Helgason enn
landbúnaðarráðherra þegar bréfið
var skrifað og ekkert svar hefði enn
borist frá nýjum ráðherra.
Sveinn Snorrason, stjórnarform-
aður Faxalax, sagði að þeir færu í
einu og öllu eftir reglugerö um
þessi mál. í hénni væri gert fáð
fyrir 2ja kílómetra bili á milli kvía
en í þessu tilfelli væru 3 kílómetra
á milli. Þá benti hann á að áður
hefði fyrirtækið Sjóeldi verið á
'sama stað og Faxalax væri nú og
hefði þá aldrei veriö kvartaö enda
sömu eigendur þá að Vogalaxi og
Sjóeldi. Nú hefur Faxalax yfirtekið
Sjóeldi.
Þá benti Sveinn á að menn segðu
aö eldislax væri auðþekkjanlegur
frá hafbeitarlaxi og þar með ætti
ekki að vera nein hætta á að menn
færu að blanda saman hrognum
úr þessum tveimur ólíku fiskum,
auk þess sem það væri ósannað að
ratvísi hafbeitarlax brenglaðist við
kynblöndun við eldislax.
Sveinn sagðist líta svo á að þessar
bréfaskriftir Vogalaxmanna væru
á misskilningi byggðar og sá mis-
skilningur hlyti að leiðréttast.í sín-
um augum væri hér ekki um neitt
mál aö ræða.
-S.dór
Sgurjón J, Sgurðsson, DV, feafiröi:
Skotfélag ísafjarðar og ná-
grennis hefur verið formlega
stofnað og eru 95 manns skráðir
stofnfélagar. Félagsmenn eru frá
ísafirði og nágrannasveitarfélög-
unum við Djúp. Salmar Jóhanns-
son var kjörinn formaður hins
nýja félags.
Á stofnfundinum voru sett lög
fyrir félagið. Inngönguskilyrði er
að félagsmenn hafi náð 16 ára
aldri. Á fundinum hélt Jónas H.
Eyjólfsson yfirlögregluþjónn
ræðu og sagði meðal annars að
lengi hefði vantað slikan félags-
skap á ísafirði. Hann sagði einnig
að lögregluembættið yrði félag-
inu innan handar þegar á þyrfti
að halda.
Að sögn Salmars Jóhannssonar
er nú verið að leita að heppilegu
svæði til æfmga og koma ýmsir
staðir til greina m.a. Álftafjörður
og Amarnes.
Breytt dagskrá
eldri borgara
Regína Thorarensen, DV, SeBbssfi
Vetrarstarf aldraðra á Selfossi
hófst 6. október í Tryggvaskála
eins og venjulega. Sfðastliðinn
sunnudag fóru eldri borgarar í
Selfosskirkju og var þar fjöl-
menni. Þar var hlustað á góða
ræðu og fyrirbænir hins vinsæla
prests, séra Siguröar Sigurðar-
sonar. Hann þjónar þremur
kirkjum, vinnur oft prestsverk í
Reykjavík og viðar og er ástsæll
mjög.
Eftir kirkjuferðina var farið í
Tryggvaskála og þar rabbað sam-
an og drukkið kaffi. Einar form-
aður Siguxjónsson setti fundinn
og stýrði af röggsemi. Margir
tóku til máls, þar á meðal Guð-
munda Jónsdóttir, hin miðaldra
og mikla söngkona, sem þakkaði
þá miklu hugulsemi sem sér hefði
verið sýnd af eldri félögum sínum
á Selfossi i fyrra þegar varö að
taka af henni annan fóönn og
setja gervifót í staðinn. Hún var
undir læknishendi í Reykjavík i
sex mánuöi.
Einar formaöur kom með
breytta dagskrá f vetur. Til dæm-
is verður spiluð framsóknarvist í
stað fjögurra manna vistar og
auknar verða gönguferðir. í fyrra
var byrjað á því aö eldri borgarar
gengu niður á Eyrarbakka. Þá
minnti hann eldri borgara á að
auka ferðir sínar í sundlaugina.
Halldór Ármannsdóttir handa-
vinnukennari veröur áfram
kennari hiá okkur og verður nú
lögð áhersla á aö búa til fallegar
nælur úr eir. Einnig verður Inga
Bjarnason áfram forstöðukona
opins húss aldraöra í Tryggva-
skála.
„Boðin vinna í
útgerð sem ég
hef áhuga á“
- Brynjólfur Gíslason hættir sem sveitarstjóri á Tálknafirði
Sigurjón J. Sigurðsson, DV, Vestfjörðum:
Tálknfirðingar kveðja um mánaða-
mótin sveitarstjórann Brynjólf
Gíslason. Hann er á forum suður til
Reykjavíkur eftir fiögurra ára starf
á Tálknafirði. Staða hans á Tálkna-
firði hefur verið auglýst laus til um-
sóknar en óráðið er hver hreppir
hnossið.
„Það eru ýmsar ástæður sem liggja
að baki því að ég hætti hér,“ sagði
Brynjólfur í samtali við DV. „Ég er
búinn að vera hér í fjögur ár sem
sveitarstjóri og það er kannski best
að hætta áður en maður verður
þreyttur á starfmu og yfirboðararnir
þreyttir á mér. Annað er líka aö ég
á níu ára gamlan strák sem þarf að
sækja skóla og það er erfitt að vera
einstætt foreldri úti á landi“.
„En það sem gerði útslagið var að
mér hefur verið boðin vinna við út-
gerð sem ég hef áhuga á og menntun
til að stunda, þar sem ég er lærður
útgerðartæknir,“ sagði Brynjólfur
Gíslason.
Agnar Sveinsson aö fóðra laxinn. DV-mynd Ægir
Fáskrúös^ örður:
Laxaseiðin
dafna vel
Ægir Kristmsson, DV, Fáskrúðsfirði:
Á Fáskrúðsfiröi eru nú þijár lax-
eldisstöðvar. Agnar Sveinsson hjá
laxeldisstöð Akks hf. segir að seiðin
dafni vel og séu orðin rúmlega 100
grömm að þyngd. Akkur er með um
fjörutíu þúsund seiði í tveimur búr-
um og Ágnar telur að slátrun geti
hafist í lok næsta árs, 1989. Fyrir-
hugað er aö bæta við 40 þúsund seið-
um næsta vor.
Akkur og Stjörnulax eru með sín
búr sunnan fjarðar en Bú'Öalax er
meö lax í búri viö svokallaða Hrann-
arbryggju og er laxinum gefið fram
af bryggjunni.
Brynjólfur Gíslason - hættir sem
sveitarstjóri á Tálknafirði.
Sunnutindur veiðir kvóta annarra.
Djúpivogur:
Togarinn er löngu
búinn með kvótann
- og hefúr að undanfómu veitt af kvótum annarra
Sigurður Ægisson, DV, Djúpavogi:
Frá áramótum til 10. október höfðu
29 smábátar landað á Djúpavogi, alls
666.587 kg. Á sama tíma hafði togari
staðarins, ■Sunnutindur SU-59, land-
að 1.431.444 kg. og þá eru ekki taldar
með þær ferðir þegar hann sigldi með
aflann. Stjörnutindur SU-159, sem er
150 lesta bátur, hafði á þessum sama
tíma landað 785.164 kg.
Togarinn er nú fyrir löngu búinn
með sinn eiginn kvóta en hefur und-
anfarið veitt af kvótum annarra og
landað þar. Stjörnutindur er hins
vegar lagður af stað á síldveiðar, eini
báturinn héðan og með tvo kvóta,
alls um tvö þúsund tonn.
Þá er loks að nefna það að nýr bát-
ur bættist í flota Djúpavogsmanna
þann lO.október sl. Hann ber nafnið
Gestur SU-160 og er rétt um tíu lest-
ir. Glæsilegt fley í eign tveggja
manna hér.
ísafjorður:
Starfsfólkið á inni
sex vikna laun
Sigurjón J. Sigurösson, DV, fsafirði:
Starfsfólk Rækjuverksmiðjunnar
O.N.Olsen hf. á ísafirði hindraði fyr-
ir skömmu útskipun fyrirtækisins á
rækju í Sundahöfn og vildi með því
vekja athygli á þvi að enn hefur það
ekki fengið greidd laun sem það á
inni hjá fyrirtækinu.
„Starfsfólkið er búið að vera launa-
laust vikum saman og taldi lítið sið-
ferði í því að rækju, sem væri raun-
verulega þeirra laun, væri skipað
út,“ sagði Pétur Sigurðsson, formað-
ur Verkalýðsfélagsins Baldurs, í
samtali við DV.
Um 20 starfsmenn eiga samkvæmt
uppsagnarfresti inni laun frá því fyr-
irtækið hætti fyrir sex vikum og þeir
geta ekki fengið atvinnuleysisbætur
fyrr en fresturinn rennur út.
„Bústjórinn segist ætla að auglýsa
eftir kröfum í þrotabúið og það er
tveggja mánaða frestur til að leggja
þær fram,“ sagði Pétur. „Síðan er
ákveðið hvort kröfurnar standast en
þaö þýðir að þær verða ekki borgað-
ar fyrr en í fyrsta lagi í desember.
Fólkið þarf einhverja fjárhagslega
úrlausn fyrir þann tíma og við hjá
verkalýðsfélaginu erum að vinna í
nákvæmri kröfugerð núna. Við kom-
um til með að óska sérstaklega eftir
því að ríkisábyrgðarsjóður komi fyrr
inn í málin því þetta er allt of langur
tími,“ sagöi Pétur.